Vísir - 05.03.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 05.03.1980, Blaðsíða 5
KENNEDY SIGRJWI f MASSACHUSETTS Reagan og Bush fá nýjan keppinaut um nylil Repúbiíkana Ted Kennedy, öldungardeildar- þingmaöur, vann yfirburöasigur yfir Carter forseta I forkosning- unum i Massachusetts 1 gær. Fékk hann 65% atkvæöa sveit- unga sinna, meöan Carter fékk 29%. Carter sigraði hinsvegar Kennedy i Vermont og fékk 74% meðan Kennedy fékk 25%. Samtimis fóru fram forkosn- ingar hjá Repúblikönum og komu úrslitin i Vermont mönnum mjög á óvart, þvi að þar fékk mest fylgi fulltrúadeildarþingmaðurinn, John Anderson frá Illinois, en litið hefur á honum borið meðal fram- boðsefnanna til þessa. — Fékk hann 31,7%. Ronald Reagan fékk Edward Kennedy öldunga- deildarþingmaður 30,3%, Bush 22%. 1 Massachuesettes hafði Ander- son sömuleiðis forystu á Reagan og Bush, þegar talin höfðu verið 39% atkvæða, en þar var mjög mjótt á mununum. Forkosningarnar i Vermont eru ekki bindandi fyrir landsþings- fulltrúana, en Carter fagnaði úr- slitunum þar engu að siður. Viðurkenndi hann ósigur sinn i Massachusettes. Sigur Kennedys i Masachusetts var fyrirsjáanlegur i heima- fylki hans. t>ykir hann ekki breyta miklu um framboðsvonir Kennedys. Hinn sigrihrósandi Robert Mugabe hefur heitið þvi að beita sér aö þvi að sætta blökkumenn | og hvita I Zimbabwe-Ródesiu. — I ,,Nú er stundin upp runnin til þess að smiða plóghnifa úr sverðum | okkar,” sagði hann i sjónvarps- ræðu i gærkvöldi. Endanleg úrslit kosninganna urðu þau, aö flokkur hans, ZANU, hlaut 57 þingsæti af 80, sem . blökkumenn kusu um. (Hvitir ráða yfir 20 þingsætum.) — Flokkur Nkomos, ZAPU, fékk 20 þingsæti, en flokkur Muzorewas' einungis 3. Þegar úrslitin lágu fyrir, boðaöi Soames landstjóri Mugabe á sinn fund i gærkvöldi og fól honum að mynda rikisstjórn. Sonur Fords í barnfaðernismáli Steve, hinn 23 ára sonui Jerry Ford, fyrrum Banda- rikjaforseta, á um þessar mundir i barnsfaðernismáli. Stúlka að nafni Joy Malken frá Kaliforniu, sem Steve átti vingott viö um hrið, hefur kennt honum barn, tveggja mánaða gamlan dreng. Þau hjón, Jerry og Betty Ford, segjast reiðubúin að bjóða barnið velkomið i fjöl- skylduna, og að Steve muni ekki skorast undan föður- skyldum sinum, ef i ljós komi, aö hann sé réttur faðir barnsins. Steve, sem er mikill áhugamaður um iþróttir kúreka, stundar nám I Kali- forniuháskóla i dýrafræði. Stuðningsmenn Mugabes fara fjölmennir um götur I Salisbury. Skæruliðaleiötoginn boðar sátt og samlyndi Dellt um „súper" sæðls- bankann Ekkja Nóbelsverðalaunahafans Hermanns Mullers krefst þess, aö nafn manns hennar verði fellt niður I sambandi við sæðisbank- ann umdeilda, sem ætlað er að standa undir framleiðslu afburða gáfaðra barna. Hún segist hafa neitað að veita milljónamæringnum Robert Graham leyfi til þess að kalla sæðisbankann eftir nafni manns hennar, en Graham taldi sig hafa hugmyndina frá honum. Muller fékk Nóbelsverðlaunin 1946 vegna athugana sinna á afleiöingum geislunar á genin. Siðar lagði hann til, að settur yrði á stofn sæöisbanki með sæöi snill- inga til þess að frjóvga valdar konur i von um, að afkvæmiö yrði gætt afburða gáfum. Hann taldi gáfur ganga að erfðum. — Fyrir sæðisbankahugmyndina sætti hann mikilli gagnrýni og dó hann maður beiskur út i samfélag sitt 1967. Robert Graham tilkynnti á dögunum, að hann hefði sæðis- banka með sæði frá þrem Nóbels- verðlaunahöfum og hefðu nú þrjár skarpgreindar konur veriö þungaðar með þessu úrvalssæði. Ekkja Mullers segir, að eigin- maður hennar heitinn hafi falliö frá stuðningi við stofnun sæðis- bankans, þvi að hann hefði ekki haft nóg álitá sumum þeirra, sem Graham fól framkvæmd málsins. Fred Astaire á slnum yngri árum með einni Hollywood- disinni. Flesl er átl- ræðum færl Fred Astaire, dansarinn frægi, sem er orðinn áttræð- ur, segist ætla að ganga I hjónaband með hinni 35 ára Robyn Smith, en hún þykir einhver fræknasta reiðkona meðal bandariskra hesta- kvenna. Þau hafa verið fast- ir fylginautar um hrið. Fyrri kona Astaire, Phyllis Potter. lést 1954. Attu þau tvö börn. Astaire er enn hlutgengur kvikmyndaleikari, en hann hefur ekki dansað á hvita tjaldinu i fjölda ára utan nokkur spor i myndinni „That’s entertainment, part 2”, sem gerð var 1976. Setti hann mann- ránið á svið? Akæruvaldið I New York heldur þvi fram, að italski kaupsýslumaöurinn, Michele Sindona, sem ákæröur hefur verið fyrir fjársvik, hafi veriö i Evrópu þann tima, sem hann þóttist hafa veriö á valdi mannræn- ingja i New York. Sindona er kærður fyrir að hafa svikið út 45 milljónir dollara, sem leitt hafi til gjaldþrots Franklin National Bank i okt. 1974. — Hann var á sinum tima látinn laus gegn tryggingu, en hvarf og kom svo aftur fram siðar með sár á fæti. Akæruvaldið telur sig hafa rakiö ferðir hans, en hann hat'i lúið meö aðstoð giæpaforingja i USA. Gruna menn Sindona um aö hafa meitt sig sjálfur á fæti til þess aö gera söguna um mannránið trúverðugra. Róstusaml í El Salvador Að minnsta kosti 15 létu lif- ið i stjórnmálaóeirðum i E1 Salvador siðasta sólarhring, eftir þvi sem höfuðborgar- lögreglan segir. Meðal hinna föllnu voru sex ungmenni, en lik þeirra fundust á af- skekktum vegi um 27 km norður af San Salvador. Tveir ökumenn biðu bana, þegar þeir lentu i miöri kúlnahrið, sem öryggisveitir og herskáir vinstrimenn i háskóla landsins skiptust á. Stóð sá skotbardagi i tvær klukkustundir, án þess aö hermennirnir gerðu tilraun til þess aö komast inn i há- skólann. Hann er á valdi vinstrimanna. Sonur cárters skilinn Hinn 29 ára gamli sonur Carters forseta, Chip, hefur fengið skilnað frá konu sinni, ' Caron. Þau slitu samvistum I nóvember 1978. Fyrrum bjuggu þau i Hvita húsinu ásamt syninum James Earl Carter, en Caron flutti til heimilis þeirra i Georgia með drenginn og starfar þar sem skóla- kennari. Chip hefur fullt starf viö að vinna að endurkjöri föður sins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.