Vísir - 05.03.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 05.03.1980, Blaðsíða 14
I VÍSIR Miðvikudagur 5. mars 1980 iiwHi wm Ökumenn sem hafa'purft aMeggja bilum sinum i þrengslin við Félagsheimili Kópavogs eru óánægðir með það að vera siðan allt I einu sektaðir, en lltið er um bilastæði þarna. Furðuleg vinnubrögð Kópavogslögreglu bau eru vægast sagt stór- furöuleg vinnubrögðin sem tiðk- ast hjá Kópavogslögreglunni. Mönnum er refsaö fyrir það að engin finnast bilastæðin! Ég fór um daginn á leikritið Þorlák þreytta sem verið er að sýna i félagsheimili Kópavogs. Þannig háttar þar til að þrengt er aö hUsinu á alla kanta og þar sem áöur var bilastæði fyrir félagsheimilið er nú komin risa- stór gryfja — Eitt af þessum furöulegu uppátækjum bæjar- yfirvalda Kópavogs i bygginga- málum. Af þessu leiðir að mjög litið er um bllastæöi við félags- heimilið og þurfti ég að leggja bilnum við suðurgafl hússins. Engin lögregla var á staðnum áður en sýningin hófst til að leiðbeina mönnum um það hvar þeir gætu fengiö bilastæði. Og viti menn! Þegar ég kom Ut aftur var búið að setja sektarmiöa á framrúöuna, þar sem ég var sektaöur um 6.500 krónur fyrir aö leggja ólöglega. Skömmu seinna fór einn vinur minn einnig á þessa sýningu og lenti hann þá i nákvæmlega þvi sama: Vandræöin aö fá bila- stæði fyrir sýningu en engin lög- regla á staönum — lögreglan læöist i skjóli myrkurs og skilur eftir sektarmiöa á bilnum. Þykir mér þetta vera lúaleg vinnubrögð af hálfu lögreglunn- ar I Kópavogi og minna þau mig einna helst á sögur sem maður hefur heyrt af lögregluþjónum i vanþróuðum rikjum sem gera það aö leik sfnum að sekta menn við minnsta tilefni og þá jafnvel til að drýgja eigin tekjur. L.A. „Lögreglan fer að fyrirmælum bæjaryfirvalda” Ásmundur Guðmunds- son yfirlögregluþjónn í Kópavogi: Það er greinilega merkt á þessum stað að ekki megi leggja bifreiöum og bilastæði eru þama nálægt, bæöi bak viö félagsheimilið og við Otvegs- bankann sem er þarna rétt hjá. bað eru bæjaryfirvöld sem ákváðu aö ekki mætti leggja bil- um þarna og eftir þeim fyrir- mælum verður lögreglan að fara. baö er hins vegar rétt að i skipulaginu þarna er of litið gert ráð fyrir bifreiðastæðum fyrir alla þá umferö sem fer þarna um. Hvað snertir það atriöi aö lög- reglan sjái sér leik á borði að sekta menn þegar þeir eru fjar- verandi, þá er þaö náttúrulega af og frá. Hún er bara á slnu reglubundna eftirliti um bæinn og hUn veit ekkert um hvenær sýningar fara þarna fram. En að fenginni þessari ábendingu þá er það spurning hvort lög- reglan ætti ekki aö vera þarna og leiðbeina ökumönnum um það hvar þeir geti lagt. Styðjum aðild Færeyinga að Norðurlandaráði Jón Einarsson hringdi: „Mig langaöi rétt til að minna á það nú þegar þing Norður- landaráðs stendur yfir að við Is- lendingar reynumst frændum okkar Færeyingum haukar I horni hvað varöar sjálfstæða aðild aö Norðurlandaráöi. Þetta er liður I sjálfstæðisbar- áttu þeirra og ég tel að við Is- lendingar séum skuldbundnir þeim, vegna þess aö þeir studdu okkur á sinum tlma þegar við börðumst fyrir þvi að verða frjáls og fullvalda þjóð. Við höfum hins vegar helst til fljótt gleymt þeim en úr þvi gæt- um við bætt með þvi að sýna þeim stuðning núna.” Færeyingar eiga ekki formlega aöild aö Norðurlandaráöi, en bréf ritari vill að viö styðjum þá I þeirri viðleitni. Pennavinir VIsi hafa borist nokkur bréf erlendis frá þar sem óskað er eftir islenskum pennavinum. I öllum tilfellum mundu bréfa- skrifin veröa aö fara fram á ensku: Mr. Milton Zinkelstein 15 Vincent Street Newark, New Jersey 07105 USA Emmanuel Mensan P.O. Box 733 Cape Coast — Ghana Edward Johnson P.O. Box 12 Cape Coast — Ghana Bréfritara finnst þættir Markúsar Einarssonar veðurfræðings um veðrið vera kærkomið sjónvarpsefni. Góðir Þættir Markúsar G.K. skrifar. bættir Markúsar Einarssonar veðurfræðings um veöriö eru mörgum kærkomið sjónvarps- efni. Islendingar eru miklir veöurvitar og sitalandi um veðriö, þótt þeir geri nú ekki'' mikið i þvi eins og segir um aðra þjóð. Þess vegna er öll fræðsla um veður mjög kærkomin. Það auðveldar fólki aö átta sig á þessum mikla áhrifavaldi um lif á tslandi. MarkUs er lika mjög glöggur maöur og reyndur sjónvarps- maður. Þó get ég ekki látið hjá llöa aö spyrja hann að þvi hvaö- an hann hafi tileinkaö sér þenn- an áhersluauka 1 lok setninga, a.m.k. er þessi framburður örugglega ekki úr Flóanum kominn, jafnvel ekki úr Fljótun- um. Þaö sem bögglast helst fyrir brjóstinu á mér meö lestur al- mennra veðurfrétta I sjónvarpi er þaö, hvers vegna spákortiö fyrir landið er ekki fyrst sett upp á skjáinn? Þetta er þó þaö atriði sem flestir blða eftir, þó auðvitað sé mjög fróðlegt að sjá uppbyggingu spárinnar með yfirlitskortum gærdagsins og spákortinu siöan I gær. En þaö sem flestir eru eftir er spákortið fyrir daginn I dag og þaö þótti a.m.k. I eina tlð góð frétta- mennska að segja þaö mark- verðasta fyrst og koma svo meö útleggingarnar á eftir. Að lokum bendi ég svo þeim veðurstofumönnum á, þegar þeir hafa svona meira eöa minna gert alla Islendinga að sérfræðingum I veðri, aö hafa opinn dag kannski einu sinni á ári á veðurstofunni, þar sem fólk gæti heimsótt þá, fengið að klkja á tækin og vinnubrögðin og koma á framfæri frómum óskum um meöhöndlun á þessu uppáhalds þjóöllfsfyrirbrigði Islendinga, þ.e. fréttaflutningi af veðrinu. sandkorn Sæmundur Guðvinsson skrifar. Lofsöngur Sandkornsdálkurinn veróur að mestu I bundnu máli I dag. Við höfum komist yfir Lofsöng er góðkunningi okkar, Rögn- valdur Rögnvaldsson á Akur- eyri, hefur ort og þykir því sjálfsagt aö breyta út af venj- unni og hafa Sandkornið s^m vísnabálk I þetta sinn. Lofsönginn má syngja við Spánarljóðið hans Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings sem allir þekkja. Ef einhverjir muna ekki i augnablikinu eftir Spánarljóðinu þá er nóg að rifja upp viölagiö: ,,Þvi senjorit- urnar suður á Spáni....” Hér kemur svo Lofsöngur Rögnvaldar: Fram byggðalýöur og fjöldinn snauði þvi fáninn rauði, sem Gunnar ber, er aðalkjarninn i okkar brauði Og Akra-Pálminn mun skýla þér. Kjötið lækkar en krónan hækkar, og Krötum fækkar, sem vonlegt er. Geir er reiður en Gröndal leiður og gamli meiðurinn rótarber. Þjóðin á sér þar hauk i horni, sem holtamenningin fyllir skörð. Rúbluna við á rauða-morgni Rangæingarnir standa vörð. Dal-goðans þá vattst upp voðin, vinstri stoðin þar traustust er. Framhjá boðunum geystist gnoöin, Geir er hroðinn og barmar sér. Komma-greyin sig klökkir beygja, Kpnum fleygja þeir ekkiá dyr. ÓIi segir þeim enn að þegja, apageiunum nú sem fyrr. Inn I stjórn setti Framsókn fjóra, þvi flestum óaði þeim að sjá, Komma og Thoroddsens trompið stóra: að treysta glóruna sina á. réttu sauðina hænir að. En Gunnar bauö þeim, sem nagga og nauða, að neyta brauðsins á öðrum Viölag: staö' Og dansinn stigum uns draumar rætast er dagur rls yfir nýja jörö. Austur- og vestur-veldin mætast Varöberg og Kommar syngja þakkargjörð. FRÉTTIR Dagur á Akureyri birtir við og við Kanadabréf frá Norð- lendingi sem þar dvelur um þessar mundir. Þetta eru hin skemmtilegustu bréf og minna frásagnir bréfritara oft á lýsingar landa hér áöur fyrr er þeir lýstu þvl er fyrir augu bar er þeir fóru fyrst út fyrir landsteinana. Dæmi úr Kanadabréfinu: „Mér virðist fólk hér I hæfi- legum holdum, lltið af veru- lega feitu fólki og minna af sköUóttum mönnum en á ts- landi og 1 Noregi. Þessar niðurstöður minar kunna aö stafa af þvi að hér eru færri norrænir langir, renglulegir og ljóshæröir menn með tjásu- legt hár sem hverfur miUi þri- tugs og fertugs.” Ennfremur segir bréfritari: „Krakkar minir urðu undr- andi er þeir sáu þessar hár- geröir, svertingjaháriö er miklu smáhrokknara en lambsskinn (svo ég taki alis- lenska viðmiðun) og Asiuhárið minnir helst á gljáandi fax eða tagl á brúnum hesti.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.