Vísir - 05.03.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 05.03.1980, Blaðsíða 16
VÍSIR Miðvikudagur 5. mars 1980 Umsjón: Katrln Pálsdóttir „Að sýna innan um súrmeti og hákarl” - Spjallað við Jónas Guðmundsson Markaður með fðt og muni Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna i Reykjavik, heldur flóamarkað I Valhöll, sjálfstæðishúsinu Háa- leitisbraut á sunnudaginn kemur þ. 8. mars og stendur frá klukkan 14.00 til 18.00. Formaður fjáröflunarnefndar uppiysti að margt eigulegra muna og góður fatnaöur verði á boðstólum og molakaffi frambor- ið, þannig aö fólk getur látið sér liða vel á meðan það Ihugar kaup- in. Félagsmenn, sem ætla að koma varningi á markaöinn eru beönir að koma þeim til nefndarinnar I Valhöll laugardaginn 8. mars kl. 14.00. Rue de Rivoli nú gert, og þetta á ég sauðkindinni allt að þakka, að verða orðinn partur af þess- ari yndislegu götu”. Menning á opinberu framfæri. „Menningarumræöuna á ís- landi, kalla ég salmonellamenn- inguna til heiöurs kæfurann- sóknum landsins. Nú á að byrja að eitra menninguna með pen- ingum. Listin á að vera „réttur” allra manna. Verkamaður á rétt á vinnu. Það er undirstaða sem þó hvilir á allt annarri forsendu. Islenskir námsmenn éta nú þeg- ar allan sildarafla þjóöarinnar, brúttó, eða sem nemur andvirði hans og nú á að búa til nýja inn- þjóð I þjóðinni, rikisrekna lista- menn. Ég held að þegar sé kom- ið of mikið af peningum frá rik- inu og samfélginu i listimar Við eigum að hafa lista- skóla, en við eigum siðan að gera þá kröfu að „listafólkið” geti staðið á löppunum. Meira segja nýfæddur kálfur getur það. Þessir þurfalingar munu engu verki skila. Það er mikil og vond reynsla af peningum I Islenskri menningu. Borgararnir eiga eitthvað annað skilið en að verið sé að eyðileggja listina með peningum sem ekki eru til, á sama tima og margt fólk hefur varla ofan i sig að éta, eða lág- launafólkið. Við ættum frekar að styðja at- vinnuvegina þannig aö þeir geti greitt kaup, þar er allur réttur til fjármuna fyrir hendi”. Listin og barnakennar- ar. „Svo við höldum áfram með þennan útúrdúr frá Parisarsýn- ingunni, þá hefur Framsókn aldrei getað greint milli kennslumála og lista. Halda að listir heyri beint undir alla barnakennara landsins. Annars kjósa þeir yfirleitt að fela kommúnistum alla menningu I landinu og er veitingin á prófessorsembættinu I sögu besta dæmið um þaö. Þar er organisti skipaöur til að kenna á pianó, sérfræðingur I Land- námu með hálfgerða falleinkum á doktorsprófi I Lundi, er skip- aöur til þess aö kenna almenna sögu, bara af þvi að kommarnir heimta það, ásamt c.a. 10 er- lendum málakennurum, sem Ragnar Arnalds flutti hingað frá Sviþjóð eða einhverju öðru járntjaldslandi. Þetta hefur meira gildi en að prófessorinn kunni sitt fag — og Framsókn leggst auðvitað ekki á móti Al- þýðubandalaginu I grundvallar- atriöum. Það hefur komið fram aö Ing- var Gislason menntamálaráö- herra hefur áður hafnaö ráð- herradómi, hann getur þvi naumast talist valdafikinn. Ing- var er menningarmaður, og ég veit ekki hvort hann hefur hafn- aö þvi aö verða ráðherra, en á dögunum hafnaöi hann þvi að minnsta kosti og lét aðra gegna þessu embætti. Svo ég vlki aftur til Parlsar, þá var þarna yfirlitssýning á verkum Salvador Dali. Þarna varð að hleypa fólkinu inn I holl- um. ÞUsundir manna sáu sýn- inguna hvern dag, og hefur hann þó aldrei verið á opinberu fram- færi með sina hluti. Hann gekk i listaskóla i Madrid og hélt siðan með föng sin út 1 heim og hefur staöið á eigin fótum siöan. Á Is- landi væri svona maður illa staddur”. Tage Martin Hörling, skóla- stjóri hefur tekið við starfi sem sýningarstjóri Norrænu listamið- stöðvarinnar I !Helsingfors i Finn- landi. Hann er fyrsti maðurinn sem gegnir þessu embætti. Hörling er frá Umea, þar sem hann hefur verið skólastjóri myndlistarskólans. Hann stjórn- aði einnig um tima sýningasal Grafiska félagsins I Stokkhólmi og sjálfur er hann starfandi lista- maður. Verkefni hans við Listamið- stöðina verður einkum að sjá um farandsýningar á Norðurlöndum svo og sýningasal Listamiðstööv- arinnar I Sveaborg. „Sýningin á málverkum eftir okkur Valtý Pétursson var opn- uð 15. febrúar I París, i sal sem heitir Regnboginn. Hann er I mikilli byggingu sem heitir Galleri Lafayette Concorde, en það er einhvers konar ráð- stefnuhótel og menningarstöð, sem ég kann ekki að lýsa”, sagði Jónas Guðmundsson I spjalli við Visi um Parisarsýn- inguna. „Frakkar gjöra mikið af þvi þessi árin aö endurreisa stór- byggingar i gömlum bæjarhlut- um og blanda þá öllu saman, verslunum, kvikmyndahúsum, listasölum, ibúðarhúsnæði og einhver sagði mér að það væri korters gangur eftir jarðhæð hússins endilangri. Þetta er þvi einskonar smáborg I borginni. Regnboginn er á 7. hæð. Það er matsalur af finni sortinni, en auk þess eru haldnar þar mynd- listarsýningar og i öðrum sal minni.” Að sýna með sauðkind- inni. „Við vorum þarna á sérstakri Islandskynningu er Islenska sendiráðið I Paris stóð að ásamt atvinnuvegunum. Þeir voru með kynningu á islenskum mat- vælum og ullarfatnaði þarna og reyndar I fleiri borgum I Frakk- landi, en myndlistarsýningin var aðeins I Paris. Það má þvi segja að við vær- um öðrum þræði að sýna innan um súrmeti og hákall, og með sauðkindinni og er það sérstakt ánægjuefni út af fyrir sig. Ég var verulega hrifinn af þessu unga fólki sem ér að kynna Islenskar vörur, bæði hvað íslenska ullin er falleg og stúlkurnar lausar við allan þann vandræðagang er fylgir þjóðum er hafa vont göngulag, svona al- mennt. Hilmar Jónsson Veit- ingastjóri Loftleiða stjórnaði svo öllu þessu af miklum skör- ungsskap, en hann er sonur Jóns heitins frá Ljárskógum. „Hvað sýninguna varðar, þá veit ég ekki hvort hægt er að segja hvort málverkasýning gengur vel eða illa, svona eins og t.d. fyrstihús eða loðnuverk- smiðja. Paris er orkustöð allrar myndlistar og i raun og veru varðar öngvan mann um mínar myndir, þannig séð. Paris beið ekki með öndina I hálsinum a.m.k. en menn töluðu vinsam- lega um þessi verk og einhver milljóner keypti a.m.k. tvö verk eftir mig. Ég veit ekkert um þennan mann, nema hann býr I Rue de Rivoli sem er finasta íbúðargata þessarar borgar. Tómar hallir og fegurð og pen- ingar. Var það ekki Kipling sem sagði: Ég hef veitt mér alla þá gleði er ég hefi náö að komast yfir, og nú verð ég að borga fyr- ir það og það hefur maöurinn I Jónas Guðmundsson Valtýr Pétursson Tage Martin Hörling Sýningarstjðri Norrænu listamiðstöðvarinnar The Doobie Brothers ROKKID SLÆR ÖT DISKÚID Rokkið sló diskóið út við veit- ingu Grammyverðlaunanna bandarisku. Það voru The Doobie Brothers sem fóru heim meö fern verðlaun, en diskódrottningin Donna Summer aðeins með ein. Það var fyrir lag sitt Hot Stuff, sem reyndar flokkast frekar und- ir rokk en diskó. The Doobie Brothers, sem hafa starfað i um tiu ár hlutu verðlaun fyrir plötu ársins, sem var valin What a Fool Believes. Þá fengu þeir Michael McDon- ald og Kenny Loggins verðlaun fyrir þetta sama lag, fyrir bestu útsetninguna. Þá fengu þeir félagar i The Doobie Brothers einnig verðlaun fyrir lög sin „Minute by Minute” og What a Fool Believes. Billy Joel, sem sópaði til sin verðlaununum i fyrra vann verö- launin I ár fyrir bestu stóru plöt- una ,,52nd Street” og einnig fyrir bestan söng. Dionne Warwick fékk verðlaun fyrir sjónvarpsþátt sinn, en þetta eru fyrstu Grammyverölaunin sem hún vinnur til i tiu ár.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.