Vísir - 06.03.1980, Blaðsíða 1
**Hfc
Niðurstöðulölur nýja fjárlagafrumvarpsins verða 340 milljarðar:
Framlög til Byggingasjóös
lækka enn um 1,8 milljarða!
i
L
Niðurstöðutölur fjárlagafrumvarpsins, sem lagt verður fram eftir helg-
ina, nema 340 milljörðum króna og er það hækkun frá fjárlögum 1979 um 131
milljarð eða 63%. Ljóst er að rikisstjórnin hyggst afgreiða fjáröflun titjöfn-
unar hitunarkostnaðar og útflutningsuppbóta vegna landbúnaðarins með
sérstökum fjáraukalögum.
Til að ná endum saman i fjár- veitingar til fjárfestingarlána- 15% til viðbótar þeim 15%, sem
lagafrumvarpinu munu fjár- sjóða verða skornar niður um fjárlagafrumvarp Tómasar
Arnasonar fól I sér.Þannig munu
Fiskveiðisjóður, Stofnlána-
sjóður landbúnaöarins og Iön-
lánasjóður samtals verða
skornir niður um 643 millj. kr.,
svo og aðrir sjóðir s.s. Iðn-
rekstrarsjóður, Ferðamála-
sjóður, Lánasjóður sveitar-
félaga um sama hlutfall.
Stærsti niðurskurðurinn mun
þó verða hjá Byggingarsjóði
rikisins (Húsnæöismála-
stofnun) eöa 1885. m.kr.; og er
það til viðbótar við 1580 m.kr.
niðurskurð i frumvarpi
Tómasar.
Samtals nema þvi takmark-
anir á fjárveitingum til hús-
næðismálalána á milli ára 3,4
milljörðum króna.
Bandariskusendiherrahjónin.RichardA.Ericsonjr.ogfrúhélduboö fyrir keppendur á Reykjavlkurskákmótmu og fleiri gesti I gær. Að
sjálfsögðuvarskákboröhaftuppiogmeöalþeirraerreyndumeðsérlhraðskák voru Pálmi Jónsson landbúnaöaráöherra og bandarlski
stórmeistarinn Walter Browne. Hvorugur mátaði hinn, en sovéski skákmeistarinn Kupreichik fylgist spenntur meöviðureigninni ásamt
fleirum. — SG/Visism. BG
Verður gengislelling eða hratt gengissig?
„Verðum að taka afstððu
til bess um Dessa heigi"
„Við verðum að taka afstöðu
til gengisfellingar eða hraðs
gengisstigs öðru hvoru megin
við helgina", sagði Steingrfmur
Hermannsson, sjávarútvegs-
ráðherra, i samtali við Vísi.
„Ég er persónulega mikið á
móti gengisfellingum og gengis-
sigi, en þaö er hins vegar ekki
hægt að reka fiskiðnaðinn með
milljarða króna tapi á hverju
ári. Við verðum að skoða það
mjög náið, hvaða gengissig
rúmast innan þeirra verðhækk-
ana, sem viö teljum hámark".
Samband fiskvinnslustöðv-
anna sendi nýlega sjávarut-
vegsráðherra, forsætisráöherra
og fleirum greinargerö, þar sem
gerð er grein fyrir stöðu frysti-
húsanna. Þar kemur fram að,
að launagreiðslur i fiskiðnaði
hækkuðu um tæplega 62% frá
þvi i upphafi siðasta árs og hrá-
efni um 60% á sama tima, en
tekjur hafa einungis aukist til
hálfs á við kostnað á timabilinu.
Gert er ráð fyrir, að hallinn I
frystiiðnaönum verði 11 millj-
arðar á þessu ári.
— ATA
Fjárlagafrumvarpfð
um Landheigisgæsluna:
Ætla aöselja
Arvakur og
einn
Fokkerinn
Nýja fjárlagafrumvarpið, sem
lagt verður fram eftir helgina,
.gerir ráð fyrir, að einn af Fokker-
um Landhelgisgæslunnar verði
seldur, og sömuleiöis vitaskipiö
Arvakur.
Reiknað er með, að salan á
Fokkernum gefi af sér um 345
milljónir króna, en salan á Ar-
vakri um 50 milljónir.
Tveir játa
nauðgun á
ungri stúlku
Tveir menn hafa játað að hafa
nauðgað 21 árs gamalli stúlku um
borð i dönsku skipi aðfaranótt
þriðjudag þar sem þaö lá I höfn I
ólafsvik. Annar er danskur skip-
verji en hinn tslendingur sem
nýkominn er til starfa i ólafsvik.
Jón Magnússon. fulltrúi sýslu-
mannsins I Stykkishólmi, sagöi I
sámtali við Vfsi í morgun, aö
stúlkan hefði kært atburðinn laust
fyrir hádegi á þriðjudag.
Mennirnir voru handteknir og
færðir til yfirheyrslu. Þeir
neituðu öllu fyrst I stað en geng-
ust siðan við þvi að hafa haft
samræði við stúlkuna gegn henn-
ar vilja. Stúlkan var bUin að vera
um borð I skipinu frá þvi kvöldið
áður, mánudagskvöld, en um-
ræddur atburður átti sér stað
seint um nóttina eða snemma
morguns.
Mönnunum var sleppt eftir
játninguna og málið sent sak-
sóknara. Tveir menn frá Rann-
sóknarlögreglu ríkisins fóru til
ölafsvikur og aðstoðuðu við rann-
sókn málsins. Danska skipið er
fariö til Hellissands.
— SG