Vísir - 06.03.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 06.03.1980, Blaðsíða 3
VÍSIR Fimmtudagur 6. mars 1980 Hveragerði. Ris þar sykurverksmiðja? Taka ákvörðun um sykurverksmiðju í ðessum mánuði „Miðað er eingöngu við aö full- nægja innanlandsmarkaðinum, en til þess þarf að framleiða um 10 þúsund tonn af sykri árlega”, sagði Sigurður Pálsson sveitar- stjóri i Hveragerði, er Visir hafði samband við hann um hlutafé- lagið „Ahugafélag um sykuriðnað hf.”, sem stofnað var haustið 1978. 1 hlutafélaginu núna eru 20-30 aðilar, bæði einstaklingar og fyr- irtæki, og er hlutafé þeirra sam- tals 10 milljónir. Félagið verður ekki alislenskt og hafa Finnar boðist til að kaupa 20% i verk- smiðjunni. Þeir hafa veitt sér- fræðiaðstoð i áætlunareerðinni. en þeir eru mjög framarlega á sviði sykuriðnaðar. „Það er ekki búið að taka á- kvörðun um það hvenær verk- smiðjan verði reist, en liklega verður það ákveðið, þegar loka- skýrslurnar verða lagðar fram á hluthafafundi i þessum mánuði”, sagði Sigurður. „Búið er að verja 20 milljónum i framkvæmdir og við fengum m.a. styrk úr Norræna iðnþróun- arsjóðnum. Þá er einnig búið að gera frumteikningu af vinnslu- rás, en ekki af verksmiðjunni sjálfri. Ef ákveðið veröur á hlut- hafafundinum að reisa verk- smiðjuna, ætti það ekki að taka nema tvö ár”, sagði Sigurður ennfremur. Ef það verður af framkvæmd- unum verður verksmiðjan reist á Vorsabæjarvellí uppí i Dal í Hveragerði. Þá er reiknað með að flytja inn 25000 tonn af melasa, sem er af- gangurfrá sykurverksmiðjum, er ekki geta unnið meira úr honum vegna orkuskorts. Hægt væri að vinna úr melas- anum hér 10 þúsund tonn af sykri og 10-12 þúsund tonn af svokölluð- um lokamelasa, sem notaður er til fóðurbætis. „Það er brýnt að skapa hér fleiri atvinnufyrirtæki, er gætu orðið lyftistöng fyrir byggðarlag- ið, þar sem 50 manns myndu væntanlega vinna við verksmiðj- una”, sagði Sigurður að lokum. P-............—11 | Flármagn tii Áfengisvarnardeildar borgarinnar aftur skorlð niður: | ; „Er ætlunin að j i leggja Dessa ; istarfsemi niður?Mi spyr ingibjörg Björnsdðttlr. starfsmaður hjá deildlnnl „Fjárveitingin sem við fáum samkvæmt frumvarpi til fjár- hagsáætlunar Revkjavíkur- borgar þýðir i rauninni hreinan niðurskurð og það annaö árið i röð, svo við erum farin að velta fyrir okkur hvort stefna borgar- yfirvalda sé að þessi starfsemi lognist út af", sagði Ingibjörg Björnsdóttir hjá Áfengisvarna - deild Reykjavikurborgar, er Vísir hafði samband við hana i gær. „Starfsemi deildarinnar var ýtt af stað með miklum glæsi- brag árið 1977, en þá fengum við 24 milljónir. Næsta ár var fjár- veitingin sú sama. Arið ’79 var hún hækkuð i 29 milljónir og samkvæmt frumvarpi til fjár- hagsáætlunar verður hún rúmar 40 milljónir i ár. Það sér hver maður að hækkunin heldur hvergi nærri i við verðbólguna”. Áfengisvarnardeildin, sem starfar i samvinnu við Samtök áhugafólks um áfengisvanda- málið, SAA, heldur námskeið fyrir fjölskyldur áfengissjúkl- inga og komast ekki allir að sem vilia. „Við sinnum hvergi nærri þörfinni. Við erum með tvö tuttugu manna námskeið á mánuði, en biðlistinn hvern mánuð er um 150 manns og mánaðarlega bætast þrjátiu við þann lista. Þá vantar okkur starfskrafta i viðtöl við alkóhó- lista og til að sinna verkefnum sem deildinni ber að sinna sam- kvæmt greinargerð frá heil- brigðisráði. Þessi námskeið eru eina skipulagða fræðslan, sem að- standendur alkóhólista eiga kost á að fá, en batinn eftir með- ferð áfengissjúklinganna stendur og fellur að miklu leyti með þvi, að öll fjölskylda alkóhólistans sé samtaka og viti hvernig eigi að bregðast við. Þá erum við með hugmyndir að námskeiðum fyrir börn alkóhólista, en þau eru áhættu- hópur hvað snertir misnotkun áfengis. En þvi miöur höfum við alveg vanrækt þau og það eru engar f járveitingar til að halda slik námskeið. Ef áframhald verður á þess- ari stefnu stjórnvalda er hætt við að deildin verði lögð niður. Það er náttúrulega sá möguleiki fyrir hendi, aö almenningur verði látinn greiða fullt verð fyrir þessa þjónustu. Spurningin er hvort það sé stefna stjórn- valdanna?” —ATA Kristlleglr flokkar kynnlir Fulltrúar kristilegu stjórn- málaflokkanna i Noregi, Dan- mörku og Finnlandi munu kýnna stefnu flokka sinna og svara fyrirspurnum á sérstökum kynn- ingarfundi, sem haldinn verður I Hallgrimskirkju i kvöld kl. 20.30. Fundurinn er haldinn á vegum Menntamálanefndar Þjóðkirkj- unnar. Nokkrar deilur hafa staðið um réttmæti kristilegra stjórnmála- flokka, segir i fréttatilkynningu frá nefndinni, og eru þessir kristi- legu flokkar á hinum Norðurlönd- unum lftt þekktir hériendis. Kynningarfundurinn á að bæta úr þvl. EÍISiUTSALA Þad er siadreynd aö FACO býdur beira verd á (alvöru) hljómiœkjum en þú fœrd á mörgum úrsölum Scinsrul- 1980 Ný iína + Beiri iceki= Besiu kaupin A-60 stereo magnari 2x45 RMS (sinus) wött á sviöum 20-20.000 viö 8 ohm Bjögun 0,05% Signai to Noise 75 dB plötuspilari Verð: 156.100, staögreitt. Laugavegi 89, simi\l3008 R-50 stereo utvarpsmagnan 2x45 RMS (sinus) wött a sviðinu 20-20.000 vtö 8 ohm B|örqun: 0,09% Signal to Noise 73 dB plótuspilari utvarp FM stereo, AM Verö: 218.100, staögreitt. 3JA ÁRA ÁBYRGÐ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.