Vísir - 06.03.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 06.03.1980, Blaðsíða 5
5 VÍSIR Finnntudagur 6. mars 1980 Flóttafólk frá Afganistan á leið yfir snæviþakin fjöllin tii Pakistans. Kærur vegna demanta Bokassa Lögmaður franska skopritsins ,,Le Canard Enchaine” hefur lát- ið af hendi við franskan dómstól skjöl, sem benda til þess að tveir frændur d’Estaings Frakklands- forseta hafi þegið demantagjafir frá Jean-Bedel Bokassa, fyrrum keisara Mið-Afrikulýðveldisins. Breski læknirinn, Patrick Steptoe, einn brauðryðjenda tækninnar, sem leiddi af sér fyrsta tilraunaglasabarnið (1978), er þeirrar skoðunar, að setja beri strangar alþjóðlegar reglur um rannsóknir og tilraunir á'því sviði. í ræðu á læknaþingi i Toronto i gærkvöldi sagöi hann, að þörf væri fyrir alþjóölegar siðareglur, Skjöl þessi eru sögð handskrif- uð af Bokassa sjálfum. Greina þau frá þvi, að frændum forset- ans, Francoisog Jacques Giscard d’Estaing, hafi verið gefnir dem- antar í heimsóknum þeirra til höfuðborgar Mið-Afrikulýðveld- isins, Bangui. sem tadíju til stofnana og lækna- miðstöðva, er störfuðu að frjóvg- unaraðgerðum. „Augljóslega er þarna um að ræða aðgerðir, sem unnt er að láta hvern sem er gera, nema með rikri ábyrgðartilfinningu. Timi er til kominn, að yfirvöld láti þessi mál til sin taka”, sagði Steptoe. Vikublaðið hélt þessu fram i skrifum i október siðasta haust, en studdi fullyrðingar sinar þá ekki skjölum eins og nú. Skrifin fylgdu i kjölfar þess, að Bokassa var bylt. Frændur d’Estaing höfðuðu meiðyrðamál á hendur blaðinu, en kröfðust aðeins eins franka i skaðabætur. Málið var tekið fyrir i gær, cg þá voru nýju skjölin lögð fram. Niðurstöðu er vænst innan 3 eða 4 vikna. Lögmenn sækjenda sögðu, að skjöl vikublaðsins væru ómerk plögg, en viðurkenndu að Franco- is hefði þegið veiðiferðarboð af Bokassa 1976 og medaliu. Tveim árum siðar þáði hann einnig borgararéttindi i Mið-Afrikuveld- inu. Franska blaðiö hélt þvi einnig fram á sinum tima, að Frakk- landsforseti hefði þegið dem- antagjafir af Bokassa. Valery Giscard d’Estaing hefur hins veg- ar ekki lögsótt blaðið og segist aldrei höfða mál vegna blaða- skrifa. Viija eniriit með frjógvunaraðgerðum Lokuð innl I brennandi húsl Nokkur hundruö manna voru hætt komin i gær á alþjóðaflug- vellinum i Lima, höfuöborg Perú, þegar þau lokuðust inni i skrif- stofubyggingu, meöan eldur lék þar laus. — Slapp fólkið ekki út fyrr en eftir fjórar klukkustundir. Niu þurfti að flytja á sjúkrahús vegna reykeitrunar og minni- háttar brunasára. Aðrir sluppu ómeiddir. Eldurinn hafði komið upp á þriöju hæð byggingarinnar, en um 600 manns, starfslið og við- skiptafólk, lokaðist inni i bygg- ingunni á sömu hæö og næstu sex fyrir ofan. Atti þetta fólk lif sitt undir framgöngu um 300 slökkvi- liðsmanna, sem börðust við eld- inn i fjórar klukkustundir. Oll flugumferð um völlinn lagð- ist niður á meðan. Slökkvili ðsmennirnir höfðu ekki nægilega langan stiga til þess að bjarga fólkinu út fyrr. en brunastigar innanhúss voru ófær- ir vegna reykjar. Bðt á psopiasis? Vatn frá Dauðahafinu er uppi- staðan i nýrri meðferð á psoriasis-sjúklingum, sem háskólinn i Björgvin er að þróa um þessar mundir. Arangur til- rauna til þessa virðist lofa góðu um bót. Þeir viö háskólann i Björgyn telja, að breytingarnar, sem verða á húðinni, þegar þessi arfgengi sjúkdómur herjar á sjúklingana, stafi af skorti mik- ilvægra efna i likamann. Með þvi að láta sjúklingnum i té þau efni, sem vantar, má ef til vill halda sjúkdómnum i skefjum. Frá þvi i október i fyrra hafa 25 konur með psoriasis verið látnar bera á exemið Dauðahafsvatn. betta þykir hafa borið árangur. Enn sem komið er vilja vis- indamennirnir ekki gera of mikið úr árangrinum, eri eru bjartsýnir um, að þeir séu á réttri leið. Hugmyndina fengu þeir af bata þeirra psoriasis- sjúklinga, sem ferðuðust á suö- lægar slóðir. Dauðahafið er ekki einungis salt-sterkara en venjulegur sjór, heldur og rikara af ýmsum öðrum söltum. Þar að auki er meira magnesium og kalium i Dauðahafinu, en sjúklingarnir, sem rannsakaðir hafa verið af háskólanum i Björgyn vegna til- raunanna, reyndust einmitt hafa minna af þeim efnum i likamanum en annaö fólk. 2-3% ibúa á norðurhveli jarðar þjást a^ psoriasis. i Beita eiturgasi og napalm- sprengium í Alganislan Alþjóðleg samtök, sem berjast fyrir mannréttindum — en hafa aðalskrifstofur sinar i Paris — sökuðu i gær Sovétmenn um að nota eiturgas i Afganistan. Segja þau, að um 130 þúsund Afganir hafi flúið þorpin næst landamær- um Pakistans, en þau hafi sovéska hernámsliðið lagt i rúst- Samtökin byggja þessar ásak- anir sinar á upplýsingum kanadisks lögfræðings, Michael Barry að nafni, en hann hefur verið á vegum þeirra i kynn- ingarferð i Pakistan frá þvi 24. fébrúar. Fyrr i gær höfðu samtökin haldið þvi fram, að 130 þúsund Afganir hefðu verið myrtir, en tóku þau orð aftur, sem byggðust á þýðingarvillu. Fréttaritari Reuters i Pakistan segir, að siðustu viku hafi sovéska innrásarliðið gert h'arða hrið að andkommúnistiskum upp- reisnarmönnum i Austur-Afgan- istan. Hópar Afgana frá Lunar- héraði eru á flótta yfir snæviþakin fjöllin til Pakistans, en þar búa yfirvöld sig undir aukið flótta- mannastreymi til landsins. Uppreisnarmenn, sem komnir eru til Pakistans, segja, að Sovét- menn hafi haldið uppi öflugri sprengjuhrið á fjallaþorp, og þar á meðal beitt napalmsprengjum. 1 slikri sprengjuhrið er ekki greint á milli, hvort skotmarkið er þorp uppreisnarflokka eða saklausra borgara. 1 skeyti frá lögfræðingnum Barry segir: „4. mars eyðilögðu Sovétmenn þorpin i Kunar- héraði, þau sem liggja næst landamærunum. Notað var eitur- gas. Ég get staðfært þetta. Legg til, að krafist verði ihlutunar Kurts Waldheims, framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna”. Samsteypustjðm íRðdesíu Flokkar þeirra Mugabes og Nkomos munu mynda sam- steypustjórn, þótt flokkur Mugabes hafi fengiö hreinan meirihluta i kosningunum i Ródesiu á dögunum. Taka þeir að nýju upp samstarf sitt frá þvi að þeir börðust saman i skæruhernaðinum i Ródesiu, en þvi slituþeir i kosningunum með aðskildu framboöi. Talsmaður Mugabes sagði i morgun, að einnig mundu fá sæti i nýju stjórninni fulltrúar hvitra manna til þess að stjórnin yrði á sem allra breiðustum grundvelli. Með þvi gera menn sér meiri vonir um sættir milli hinna strið- andi afla Ródesiu. hárgreióslustofan hárgreíöslustofa HELCU JOAKBMS Reynimel 34, sími 21732 Oóinsgötu 2, sími 22138

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.