Vísir - 06.03.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 06.03.1980, Blaðsíða 9
Þessi mynd er tekin yfir verksmifijubyggingar Síldarverksmiöja rikisins á Sigiufiröi á þeim árum, þegar sfidarævintýriö var i algleymingi. Þá var talaö um „peningaiykt” i bænum, og allir sættu sig viö hana. Ná heitir slikt mengun og er oröiö vandamál. En hvaö er til ráöa I þessu sambandi? Hvao er til raða viö pen- ingalykt? Það eru ekki svo ýkja mörg ár síðan að lykt frá síldarmjölsvinnslu ##pen- ingalyktin" var kærkom- inn vorboði í mörgum sjávarplássum hér á landi. Peningalyktin var í raun tákn þess að mikill annatimi færi í hönd, tími sem veitti mönnum góða tekjumöguleika, fólkinu fjölgaði um helming í mörgum þorpum og allt iðaði af lífi og starfsemi. Þetta var án efa skemmtilegasti tími árs- ins. Þá var heldur ekki verið að fárast um það þó breiðir soðstraumar lit- uðu sjóinn út frá bræðsl- unum. Þaðvar nóg af síld i sjónum og henni varð að koma í lóg í snarheitum. Flestir eða allir þorpsbú- ar voru á einn eða annan hátt tengdir og háðir síld- inni. Nú er hætt aö bræöa sfld, loön- an aö visu komin í staöinn, en þaö vantar æöi mikiö á þaö aö hún gegni þvl allsherjar lif- gjafahlutverki fyrir sjávar- þorpin sem sildin geröi. 1 tiltölu- lega fáum byggöarlögum, bygg- ir ekkinema lítill hluti ibúanna afkomu sína aö verulegu leyti á loönunni. Fyrir öörum er lykt af loönubræöslu og annaö sem þessum atvinnurekstri fylgir, ó- daunn, mengun og óþrifnaöur. Hreint og ómengaö loft er meöal þeirra lifsgæöa sem hvaö mest er lagt upp úr I velferöa- rikjúm nútimans. Mengun er meö réttu eöa röngu, oröiö sam- heiti yfir allt þaö i lofti, láði eöa legi sem ekki telst eiga þar heima, styggir skynfæri manna eöa trufiar búsetu jurta eöa dýra sem fyrir voru.Og mengún er stórt orö í munni sumra nú- timamanna. Þaö yfirgnæfir orö eins og atvinnuöryggi, búsetu- rétt, hagsæld og velfarnaö. Kröfur um „mengunarlaust” umhverfi eru oft óbilgjarnar, en eiga vissulega stundum rétt á sér. Skilyröi um mengunar- varnir, þ.m.t. vegna fiskmjöls- framleiöslu, eru oröin mjög ströng I ýmsum nágrannalönd- um okkar, Þessar kröfur þýöa menn gjarnan á islensku án til- lits til aöstæöna. Arekstrar milli þeirra sem finnst peningalyktin góö vegna þess hvernig hún er tilkomin, og hinna sem gera skýlausa kröfu um tárhreint umhverfi án tillits til aöstæöna eru alls ekki nýir af nálinni hér, en þeim hefur fjölg- að og þeir hafa orðið alvarlegri nú upp á siökastiö. Um þaö eru mörg dæmi viös vegar aö af landinu. Þaö er varla nokkrum vafa undirorpiö að loftmengun- arvarnir I einhverri mynd veröur til aö taka upp viö fisk- mjölsverksmiðjur svo fremi sem þessi iðnaður verður stað settur nærri þéttbýli I framtið- inni. Nú er þaö svo aö ýmis stig eru til af þeim kröfum sem gera veröur i þessum efnum. Reglu- gerö um þessi mál er ekki enn til i endanlegu formi, enda er þaö aö sumu leyti skynsamlegt aö flýta sér hægt og stilla ekki upp reglum sem engin leið er aö framfylgja. Heilbrigöiseftirlit rikisins hefur vissulega unniö afar gagnlegt undirbúningsstarf á undanförnum árum, og heil- brigöisyfirvöld hafa yfirleitt gert sér grein fyrir þvi aö hér veröur aö taka þessi mál nokkuö öörum tökum en þar sem fisk- iönaöur er aðeins óverulegur þáttur atvinnulifsins. Eins er þaö hér innanlands aö ekki er vist aö gera eigi alls staöar sömu kröfur til mengunarvarna fiskmjölsverksmiöja. Þau stig eöa skref til aö draga úr lyktar- mengun og nefnd eru hér á eftir eru ekki endilega I samræmi viö þær kröfur sem Heilbrigöiseft- irlitiö mun gera i væntanlegri reglugerö heldur á ábyrgð und- irritaðs. Og á „patentlausir” trúi ég ekki. A. Háir reykháfar geta veriö nægilegir til aö lyfta reyk yfir litla byggö t.d. á nesi eða skaga, og þynna ólyktarloftiö út. B. Þvottaturnar.Meö vatns- eöa sjókælingu má þétta alla gufu úr verksmiöjum. Reykurinn hverf- ur og ber þá siður meö sér fitu- eða mjölagnir, en lyktin hverfur ekki alveg jafnvel þó að hár skorsteinn taki viö af þvotta- turninum. Viöa hér á landi mundi þetta talið nægilegt a.m.k. ef klóri væri blandaö i þvottavatniö. C. Endurbrennsla á þeim eim sem úr þvottaturnum kemur er skilyrði þar sem fullkominnar lykteyðingar er krafist sum- staðar erlendis. Sjálfsagt dugir ekkert minna þar sem verk- smiöjur eru i miöju stóru þétt- býlissvæöi. En þetta er dýrasta aögeröin og raunar sú eina sem krefst rekstrarfjár. Þaö má nefna þaö aö allar þessar aö- geröir eru mun auöveldari viö- fangs ef verksmiöjur hafa svo- kallaöa gufuþurrkara, en þeir eru i sjálfu sér ekki lykteyöing- artæki. Ég held aö það sé óskynsam- legt að gera ráö fyrir þvi aö þaö veröi látiö viögangast miklu lengur aö alls engar varnir séu viðhaföar gegn lyktarmengun frá fiskmjölsverksmiöjum. Þetta er vandamál sem ekki veröur leyst meö undirskriftum á mótmælaskjöl eöa með þvi aö loka og opna verksmiöju á vixl. Þeir sem mest tengjast málinu eru ibúar i nágrenni verksmiðj- anna, þeir sem reka verksmiöj- urnar eöa eru háöir þeim at- vinnulega, þ.m.t, sjómenn og útgeröamenn, og opinberir aðil- ar, riki og sveitarfélög sem hafa drjúgar tekjur af þessum at- vinnurekstri. Þessir aðilar verða að taka höndum saman og leysa málið þvi aö fiskmjöl veröur framleitt á isiandi um ófyrirsjáanlega framtiö. Eins og áöur var sagt eru lausnir til en þær kosta pen- inga, peninga sem gefa engan arö og ekki er gert ráð fyrir i rekstragrundvelli verksmiöj- anna. Hiö sameiginlega átak mætti hugsa sér eitthvaö á þessa leiö: 1. tbúar viðkomandi sveita- félags (heilbrigðisnefndir, neöartcncils Dr. Björn Dagbjartsson, for- stjóri Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins gerir hér gagn- merkar tillögur um þaö, hvaða leiöir séu heppilegastar til þess að draga úr lyktarmengun frá fiskim jöls verksmiðjum og hvaða aðilar geta tekið saman höndum i þvi sambandi. sveitastjórnir eða borgarafund- ir) ákvæöu hvort, eöa þá hve viðtækum mengunarvörnum fiskmjölsverksmiöja staöarins þyrfti aö koma sér upp. Þeir yröu aö gera sér ljóst aö sveita- félagiö yröi af tekjum vegna þessara framkvæmda og of strangarkröfur kynnu aö flæma þennan atvinnurekstur burt af svæöinu. 2. Rekstraraðili (eigandi) fisk- mjölsverksmiðju stæöi fyrir og kostaöi þessar framkvæmdir, en fái þeirra vegna sérstaka fyrirgreiöslu eins og neöan greinir. Reikna verður meö þvi að eigandinn telji sér hag i bvi aö halda rekstrinum áfram og vilji þvi leggja nokkuö af mörk- um til að fá vinnufrið á þessum staö. 3. Sveitafélagið slægiaf gjöldum eöa frestaöi innheimtuaögerð- um meöan á framkvæmdum stendur. Fyrir sérhvert sveita- félag hlýtur atvinnufyrirtæki eins og fiskmjölsverskmiöa aö vera kærkomið. Sé einhver fisk vinnsla aö ráöi stunduö á staön- um er töluvert á sig aö leggja fyrir bæjaryfirvöld aö geta boö- iöupp á möguleika til fiskmjöls- framleiöslu. 4. Við verðlagningu bræösluhrá- efnis verði veitt heimild til aö greiöa lægra hráefnisverö meö tilliti til kostnaöar viö fram- kvæmdir vegna mengunar- varna. Fiskvinnslufyrirtækin á staönum hljóta aö sjá sér hag i þvi aö veita afslátt á fiskúr- gangi og slfkt hlýtur einnig aö geta komiö fyrir með loönubáta. 5. Rikisstjórn og fjármálayfir- völd ættu að m.a. að útvega lánsfé til aögeröa og búnaöar til mengunarvarna og einnig aö fella niöur tolla og söluskatt af efni og tækjum til þessara nota eða endurgreiöa þessi gjöld. 6. Starfsmenn verksmiðjunnar gætu viljaö leggja eitthvaö af mörkum til aö halda atvinnu sinni og stuðla að betri vinnu- staö og umhverfi fyrir fjölskyld- ur sinar. Vera má aö afsláttur frá kauptöxtum meöan unniö er að þessum framkvæmdum komi til greina. Ég á ekki von á þvi aö þessar lauslegu tillögur fái mikinn hljómgrunn til aö byrja meö, en ég er hins vegar þeirrar skoðunar aö við töpum á öllum töfum hér eftir. Aður en varir er komiö aö næstu eða þar næstu vertiö meö tilheyrandi undir- skriftalistum, lesendabréfum og verksmiðjulokunum. Ég held aö viö komumst ekki hjá þvi að kalla til fleiri aöila en frá heil- brigöisyfirvöldunum einum til að leysa þetta mál, en við þurf- um hins vegar aö komast hjá þvi aö byggja upp þungt rann- sókna- og eftirlits,,apparat” i kringum málið. Viö þurfum sem fyrst aö losna viö þau óþægindi og þann ófriö sem rikt hefur af þessum orsökum alltof lengi til leiðinda og útgjalda fyrir alla sem hlut eiga aö máli.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.