Vísir - 06.03.1980, Blaðsíða 11

Vísir - 06.03.1980, Blaðsíða 11
Frá námskeiði starfsfólks Samvinnuferða-Landsýnar þar sem sumaráætlunin var kynnt. VÍSIR Fimmtudagur 6. mars 1980 Samvinnuferðir - Landsýn: Nýr staður fyrír sóldýrkendur og orlofsferðlr aldraðra „Við erum fyrsta ferðaskrif- stofan sem kynnir sumaráætlun i ár og jafnframt sú eina sem býöur upp á nýjan áfangastað sem er Rimini á ttaliu”, sagði Eysteinn Helgason fram- kvæmdastjóri þegar Vfsir ræddi við hann I tilefni af ofangreindu og jafnframt vegna ráðstefnu sem haldin var með starfsfólki ferðaskrifstofunnar. „Þetta var heilsdagsnám- skeið meö starfsmönnum og nokkrum umboösmönnum þar sem kynntir voru ýmsir þættir starfseminnar og farið gegnum sumaráætlunina”, sagði Ey- steinn. ÖHann sagöist telja að það hefði veriö komin þörf fyrir nýj- an áfangastað I sólárlandaferö- um og fyrstu viöbrögð við kynn- ingu á Rimini-feröinni staðfesta þetta þvi við bókuöum nokkur hundruö pantanir á fjórum dög- um. Þetta er lika sérstaklega góður staður til að vera meö börn oe viö erum meö sérstakan barnaafslátt. Þessi staður er lika miðsvæðis með tilliti til skoöanaferöa. Hann er rétt sunnan við Feneyjar. Islending- ar hafa ekki áður fariö I skipu- lagöar hópferöir á þetta svæði en eru sýnilega áhugasamir eftir undirtektum að dæma”. Asthildur Pétursdóttir mun sjá um fararstjórn I orlofsferðum aldraðra en hún er þekkt fyrir störf að málefnum aldraöra. Orlofsferðir fyrir aldraða Samvinnuferðir-Landsýn hafa tekiö upp þá nýbreytni að láta Utbúa sérblað fyrir hverja áætlun. Þá mun skrifstofan efna til tveggja orlofsferða fyrir aldraöa I sumar. Þetta eru þriggja vikna feröir og verður farið til Portiroz i Júgóslaviu. Fyrri feröin hefst 22. mai en hin siðari 4. september. Asthildur Pétursdóttir sem hefur að baki langa reynslu i skipulagningu og feröum meö aldráð fólk hefur um árabil unn- iö að málefnum aldraðra I Kópavogi og bryddað þar upp á ýmsum nýjungum, verður far- arstjóri i þessum ferðum. Asthildur verður til viðtals á skrifstofu Samvinnuferöa- Landsýnar alla fimmtudaga milli klukkan 2 og 4. Þar veitir hún upplýsingar um aöbúnaö, veöurfar, heilsurækarþjónust una og annaö það sem upplýs- ingar óskast um. A öðrum tim- um munstarfsfólk skrifstofunn- ar veita uppiýsingar. Sumarbústaðir i Kaupmannahöfn Bráðlega veröa kynntar feröir til Kaupmannahafnar þar sem dvalið er i orlofshúsum rétt fyrir utan borgina og mun það vera á afar hagstæðu verði. Þá verður tekiö upp beint flug til Vancouver I Kanada og pant- aö gistirými ef óskaö er en mest mun vera um aö fólk gisti hjá ættingjum sem þangað fer. Loks veröa enn sem fyrr i boöi feröir til Júgóslaviu hjá Sam- vinnuf eröum-Landsýn. —JM /pÆR\ W'WONA'U PUSUNDUM ? smáauglýsingar ^ðóóll (“---------------------------;---- Útboð Hampiðjan hf. óskar eftir tilboðum í jarð- vinnu vegna byggingar I. áfanga verksmiðju- húsnæðis við Bíldshöfða í Reykjavík. Otboðsgögn verða afhent hjá Almennu verk- fræðistof unni hf., Fellsmúla 26 Reykjavík frá og með föstudeginum 7. mars n.k. gegn 30 þús. kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skilað til Almennu verfræði- stofunnar hf. fyrir kl. 11.00 mánudaginn 17. mars n.k. HAMPIÐJAN HF. Takmarka borskvelðar loðnuðáta 1 framhaldi af ákvöröun ráöu- neytisins frá 4. mars sl., um aö veita loönubátum val á milli 2000 lesta viöbótarloönukvóta eða leyfis til netaveiöa, gaf ráöuneyt- ið i gær út reglugerö, sem bannar til 1. mai allar þorskveiöar þeirra loðnubáta, sem kjósa aö stunda á- fram loönuveiöar. Gildir þetta um þorskveiöar i net, á linu og i botn- og flotvörpu. Þrátt fyrir þetta er hverju loönuskipi heimilt, án þess að þaö hafi áhrif á þorskveiöiheimildir þeirra, aö veiöa þær 750 lestir, sem hverju skipi var veitt heimild til aö veiöa I frystingu þann 19. febrúar 1980. Leiðrétting Þór Hagalin, sveitarstjóri á Eyrarbakka, haföi samband viö VIsi vegna viötals sem blaöiö átti viö hann 28. febrúar siöastliöinn. Þar er haft eftir honum aö steinullarverksmiöja, sem rekin var á Islandi á fimmta og sjötta áratugnum, hafi fariö á hausinn. Þór telur sig ekki hafa oröaö þetta þannig, heldur á þann veg, aö verksmiöjan hafi hætt rekstri vegna ýmissa erfiðleika. HVILDARSTOLL Er hann ekki alveg kjörinn fyrirframan sjónvarpið? Aðeins kr. 124.000,- með skýjuðu plussáklæði Aðeins kr. 147.000.- með ekta leðuráklæði HÚSGA GNA VERSLUN, S/ÐUMÚLA 23 - SÍM/ 84200

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.