Vísir - 06.03.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 06.03.1980, Blaðsíða 14
Fimmtudagur 6. mars 1980 i Sýnlð mlskunn banka- stjórarl „Fátæklingur" skrifar. Mér finnst eiginlega vanta orðiö öll huggulegheit i þetta þjóðfélag okkar. Tökum til dæmis bankaþjónustuna. Einu sinni var þetta þannig, að bæri eitthvað útaf með ávisanareikn- inginn hringdi einhver töfrandi elska frá bankanum og sagði aö þvi miður þyrfti hún að upplýsa yfirdrátt á reikninginn. „Hvor.t ekki væri möguleiki að komast niðureftir i dag og bjarga ' þessu”. Auðvitað skaust maður niður i banka eins og skot brosti framani hið fagra fljóö og borg- aði. Leið siðan vel allan daginn yfir þvi hversu heiðarlegur og góður viðskiptavinur maður væri! Og hversu góða (og fall- ega) starfskrafta bankarnir ættu. Nú er öldin önnur. Verði manni á smá skyssa i tékkhefta- bókhaldinu er óðar komið bréf frá bankanum með einhverjum bláum óheillamiöa, sem til- kynnir hversu auvirðulegur viö- skipaaðili bankakerfisins viðkomandi er. Siðan koma fleirri þúsund króna sektir og dráttarvextir útaf einhverju smáræði sem i raun var hreint slys og aldrei átti að ske. Er ekkert eftir i þessu þjóðfélagi okkar sem heitir huggulegheit? Nú er ég ekki beint að sakast viö bankana um þetta, auðvitað verða þeir að standa á sinu eins og aðrir. Þó má ætla, að hafi einhver efni á einhverjum mannlegheit- um yfirleitt væru það þeir. Góðu bankastjórar. Gjöriö nú svo vel að leggja niður þetta miðakerfi og takiö aftur upp góöu gömlu persónuþjónustuna. Þaö er svo notalegt aö tala viö einhvern þegar á bjátar. Sjá aumur á mér og ég mun borga þér allt! Félagsstofnun stúdenta: Stúdentar virðast ekki allir vera jafnhrifnir af þeirri starfsemi sem þar fer fram innan dvra, sér i lagi hvað snertir Stúdentablaðið. SORPRITK) STIIDENTARLMW Enn eitt Stúdentablaðið er komið inn á gólf til min. En ólikt félögum minum les ég það áður en ég hendi þvi út i tunnu. Þvilikt sorprit! Fyrir um ári siðan voru kyn- villingar og kommúnistar, hvað sem þeir nú allir kalla sig, á hverri siðu blaösins. Nú eru kommúnistarnir alls ráðandi og hver og ein siöa helgast rugli þeirra Fylkingár-, Eikml-, maóista- og StNE komma. Það væri nú of langt mál að telja upp alla þá vitleysu sem i þessu blaði fyrirfinnst, en eitt er áberandi og það er hversu litinn sess hagsmunamál stúdenta og fréttir úr skólalifinu skipta. Tuttugu blaðsiöur helgaðar þjóðfélagsbyltingunni og ekki ein einasta auglýsing til þess að greiöa niður þessa þvælu. Jafn- vel Þjóðviljinn sér sóma sinn i þvi að auglýsa ekki i Stúdenta- blaðinu. Þess i stað eru stúdent- ar látnir borga brúsann, hinir fátæku námsmenn. Um 20 milljónir þarf til þess að standa undir útgáfu eins árgangs mið- að við núverandi verðlag sagði mér einn kunningi minn sem vinnur i Blaðaprenti. Við kunningjarnir hvetjum alla stúdenta til þess að lesa siöasta eintak Stúdentablaðsins i g'egn áður en þeir henda þvi i tunnuna. Okkur finnst að öllum sé hollt að vita i hvaö peningum stúdenta er sóaö. Guðmundur St. háskólanemi. Hvað átti flautukonsertinn að Dýða B.J. Kópavogi hringdi: Ég varð nú eiginlega alveg orðlaus á þriðjudagskvöldið, þegar ég var að hlusta á útvarp frá verðlaunaveitingunni i Háskólabiói, þar sem veitt voru tónlistar- og bókmenntaverð- laun Noröurlandaráös. Þegar kynnt var að flutt yrði verk eftir danska verðlauna- hafann á tónlistarsviðinu byrj- aði einhver ágætur tónlistar- maður að þeyta bilflautur af miklum móð og hamaðist á hornunum lengi vel. Helst datt mér i hug að bíll heföi óvart komist inn i bióiö inn um hliðar- dyrnar eða þá að gleymst hefði að loka dyrunum og bilflautið heyrðist inn, en svo var ekki. Þetta var sem sagt tónverk eftir danska verölaunahafann, sem sagður var hafa gerst brautryðjandi á sviði nútima- tónlistar i landi sinu. Ekki veit ég hvort einhver svipbrigði hafa sést á virðuleg- um gestum á samkomunni, en af klappinu á eftir var ekki ann- að aö heyra en verkiö hefði fail- ið mönnum vel i geö. Mér er spurn: Er verið að gera grin að fólki eða er tónskáldið bara svona mikill húmoristi, að hann vilji hreinlega setja virðulega gesti út af laginu? Er ekki hægt að fá einhverja snillinga til að svara þessum spurningum? SelfossliðiO hefur ekki verið bæjarfélaginu til sómai S.V. Selfossi hringdi: ,,Ég var að lesa i Visi að knattspyrnudeild UMF á Selfossi hefði ákveðið að draga liö sitt út úr keppni i 2. deild næsta sumar og aö Selfossbúar heföu lýst yfir óánægju sinni vegna þess. Ég hef nú ekki heyrt á þetta minnst áður en ég fagna þessari ákvörðun eindregið. Selfossliðið hefur ekki staðið sig svo vel þegar það hefur verið að keppa og það hefur á engan hátt verið bæjarfélaginu til sóma. Þeir hafa næstum þvi alltaf verið á botni 2. deildar og reyndar ættu þeir frekar að leika i 3. deild.” Knattspyrnumaöur á „niöurleiö”: Bréfritari telur þaö vera gott aö knattspurnuliö Selfyssinga setli sér aö hætta keppni I 2. deild, þvi þaö sé alltaf viö botninn. 14 sandkorn Afbrýði I Alþýöublaöinu i gær birtist eftirfarandi klausa: „Skrif þingmanna Alþýöu- flokksins i VIsi og Mogga hafa fyllt margar heilsiöurnar undanfariö. Nú velta heiöar- legir Alþýðuflokksmenn þvi fyrir sér hvort þingmennirnir hafi gengiö á mála hjá Ihald- inu eöa hvort pólitikin sem þeir reka sé ihaldspólitik, sem ekki fái inni i Alþýöu- blaöinu.” Ætli þessum „heiöarlegu” Alþýöuflokksmönnum hafi ekki dottið þaö I hug aö viökomandi þingmenn vilji frekar birta greinar sinar á þeim stöðum þar sem þær eru lesnar af öllum almenningi heldur en i innanfélagsritinu? EfUr byitinguna — Ég ætla aö tala um frelsiö og ég ætla aö tala um bylting- una, sagöi lágvaxinn náungi sem ruddist upp I ræöustólinn meö handaslætti. — Eftir byltinguna boröum viö öll kaviar. Eftir byltinguna ökum viö um i dýrindis sport- bílum. Eftir byltinguna drekk- um viö öll viský þangað til aö þaö rennur út um eyrum á okkur.... — Augnablik, gall viö I ein- um áheyranda. — Ég er bind- indismaður og... Litli maöurinn f ræöustól hoppaöi upp og æpti fram i salinn: — Eftir byltinguna gerir þú bara eins og þér er sagt. Raunir Sigurjðns Reykjavikurborg hélt mikla veislu fyir 650 manns aö Kjarvalsstööum I fyrrakvöld þar sem komu fulltrúar á Norðurlandaráösþinginu og fleiri. Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórnar stóö inni á gangi tii aö gjóöa besti vel- komna. Hinir erlendu boös- gestir þekktu hins vegar hvorki haus né sporö á Sigur-t jóni og strunsuöu þvi framhjá honum án þess aö líta á hann, hvaö þá heilsa. Er þetta haföi gengiö svona dágóöa stund sá Sigurjón aö viö svo búiö mátti ekki standa og greip til þess ráös aö stökkva fram fyrir suma gestanna og grípa um hendi þeirra. Tókst honum meö þessum hætti aö taka I spaðann á Anker og fleiri mektarmönnum. Eftir aö boöiö haföi staðið I einn og hálfan tíma hélt svo forseti borgarstjórnar ræöu en fáir tóku eftir þvl er hann byrjaöi aö tala og fékk hann þvi ekki hljóö. Skömmu seinna sté Palme i ræöustól og þagnaði þá kliöur- inn samstundis. Palme byrj- aöi á þvi aö þakka BORG ARSTJÓR AN UM I Reykjavik fyrir ágæta ræöu. Litu þá viðstaddir hver á ann- an og spuröu: Hvenær talaöi þessi borgarstjóri? — 'Þetta er eiginlega óskiljanlegt kerfi, sagöi Gunni þegar hann var aö ganga frá skattframtalinu. — Ef maöur telur ekki rétt fram er maöur sektaöur en ef maöur hins vegar telur allt fram þá stórhækkar skattur- inn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.