Vísir - 06.03.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 06.03.1980, Blaðsíða 22
VÍSIR Fimmtudagur 6. mars 1980 22 Góð ryðvörn tryggir endingu og endursölu Eigum ávallt f yrirligg jandi fjaðrir í flestar gerðir Volvo og Scania vörubifreiða. Hjalti Stefónsson Sími 84720 ■ ■ ■ I Vandervell vélalegur Ford 4-6-8 strokka benzin og diesel vélar Austln Mini Bedlord B.M.W. Bulck Chevrolet 4-6-8 strokka Chrysler Citroen Oatsun benzin og diesel Dodge — Plymouth Flat Lada — Moskvitch Landrover benzm og diesel Mazda Mercedes Benz benzm og diesel Opel Peugout Pontlac Rambler Range Rover Renault Saab Scania Vabls Scout Simca Sunbeam Tékkneskar bilreiðar Toyota Vauxhall Volga Volkswagen Volvo benzin og diesel ■ I Þ JÓNSSOIM&CO Skeilan 1 7 s. 84515 — 84516 r........ Massachusetts hefur löngum veriö pólitiskast fylkja Banda- rikjanna. (Jrslit kosninganna hér eru því jafnan ekki dæmi- gerö. Þetta var til dæmis eina fylkiö, sem McGovern vann i forsetakosningunum áriö 1972. En úrslitin i dag sýndu tvennt: Enn ervonarglæta fyrir Edward Kennedy og fylgi John Anderson hefur aukist mjög verulega. Kennedy __sigraöi með yfir- burðum, eöa 65% atkvæöa á móti 29% atkvæða Carters for- seta. Aftur á móti sigraði Carter Kennedy i Vermontfylki með þrefaltmeira fylgi, en úrslit þar hafa ekki eins mikla þýðingu vegna smæöar fylkisins, enda ekki bindandi fyrir landsþings- fulltrúa. Vísir á kosninga- (undi Kennedys Visismenn voru staddir á hót- elinu i Boston, þar sem stuðn- ingsmenn Kennedys fögnuðu sigri i gærkvöldi. Var mikið um dýrðir. Rokkhljómsveit lék gamla demókrataslagara, er Kennedy gekk i salinn ásamt konu snni, Joan, og flestum úr fjölskyldunni. í þakkarávarpi til stuðnings- manna sinna lagði Kennedy áherslu á sömu málefni og hann hefur gert hingað til i kosninga- Ted Kennedy öldungadeildarþingmaöur fagnar sigri á fundi meö stuöningsmönnum á Park Plaza-hótel- inu i Boston á þriðjudagskvöld, en f baksýn er fjölskyldan. (Visismynd: Þórir Guömundsson, Boston, USA) ÞAKK) ÆTLAÐI A0 RIFNA AF ÞEGAR KENNEDY GEKKISALINN baráttunni. — „Við höfum orð- ið fyrir vonbrigðum og and- streymi,” sagði hann. „En það andstreymi fellur I skugga þeirra erfiðleika, sem milljónir Bandarikjamanna eiga við að striða um þessar mundir, — hin- ir öldruðu, æskan, konur, verka- lýðurinn og minnihlutahópar”. Þið hafið skilið, að mál mál- anna er efnahagsmálin. 20% verðbólga er óþolandi. Eina sanngjarna lausnin er verð- stöðvun. Við þurfum að blása nýju lifi i þetta sterkasta efna- hagskerfi heims. Utanrikisstefna okkar verður að njóta trúnaðartrausts banda- manna vorra og virðingar and- stæðinga okkar, en ekki vera sem rótlaust rekald i ólgusjó heimsmálanna”. Fyrsti sigurinn Fagnaðarlæti stuðnings- mannanna náði hámarki, þegar Kennedy færði konu sinni og Kennedyfjölskyldunni allri sér- stakar þakkir, og lá þá við, að þakið rifnaöi af húsinu. Erfðaprinsinn, eins og Kennedy hefur stundum verið nefndur, fagnaði i dag fyrsta sigri sinum i fjögurra mánaða kosningabaráttu, en striðið er rétt að hefjast. Innan viku tima taka við forkosningar i suður- rikjunum, heimaslóðum Cart- ers. Carter lét litið á sér bera i dag sem fyrri daginn og lét ekkert eftir sér hafa. Kosningastjóri hanssagði: „Biðumog sjáum til með Flórida”. Stjarna Andersons Niðurstöður forkosninganna i repúblikanaflokkunum komu á óvart með óvæntri fylgisaukn- ingu frjálslyndasta frambjóð- andans, Johns Andersons. Stjarna Andersons á stjórn- málahimninum hefur risið ört siðastliðna viku. „Við hófum þessa baráttu með það i huga, að það væri fleira en fjármál og skipulag, sem skipti máli”, sagði Ander- son eftir forkosningarnar. „Þetta skal vera barátta um málefni. Ég tel, að þaö þurfi sömu hörku i innanlandsmálum sem og utanrikismálum. — Ég tel, aö unga fólkið, óháðir og þeir, sem ekki hafa tekið þátt i forkosningum áður hafi komið til fylgis við mig”. Anderson fékk nær helming atkvæða óháðra. Fegurðarsamkeppni Fylgi Géorge Bush virðist heldur fara dvinandi. Bush bar sig þrátt fyrir allt vel i viðtali i kvöld. — „Þetta er enn barátta milli min og Reagans”, sagði hann. „Anderson er ekki með”. Ronald Reagan var fjarri góðu gamni i kvöld. Hann var i Kaliforniu að halda upp á 28 ára giftingarafmæli sitt og kvaðst nokkuð ánægður með úrslitin, enda hefði „Anderson breytt baráttunni I Massachusetts i fegurðarsamkeppni”, eins og hann orðaði það. J NÝTT KARLMANNA SKÓR NÝTT Litur: Brúnt Tegund: 7530 Stæröir: 6-11 Verö kr. 19.420.- ÓStSi e/id, on7 Litur : Brúnt Tegund: 1956 Stæröir: 7-11 Verö kr. 22.780. Litur: Brúnt Tegund: 7524 Stæröir: 6-11 Verö kr. 19.180.- Litur: Ljósbrúnt Tegund: 7522 Stæröir: 6-11 Verö kr. 19.180.- Litur: Ljósbrúnt Tegund: 7534 Stæröir: 6-11. Verö kr. 20.840.- LAUGAVEGI 1- S/Mf 1-65-84 Litur: Ljósbrúnt Tegund; 3308 Stæröir: 7-11 Verö kr. 16.480.- Litur: Ljósbrúnt Tegund: 3206 Stæröir: 7-11 Verö kr. 18.480.- Litur: Brúnt Tegund: 3106 Stæröir : 7-11 Verö kr. 18.340.- Litur: Brúnt Tegund: 3265 Stærðir: 7-11 Verö kr. 18.480.- Litur: Ljósbrúnt Tegund: 7533 Stæröir: 6-11 Verð kr. 20.960.-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.