Vísir - 06.03.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 06.03.1980, Blaðsíða 23
VÍSIR Fimmtudagur 6. mars 1980 Umsjón: Hannes Sigurðsson Fimmtudagsleik- ritið kl. 21.10: Leikritið ,,Siðasti flóttinn” eftir R.D. Wingfield verður flutt i útvarpinu i kvöld. Þýð- inguna gerði Ásthildur Egilsson, en leikstjóri er Jón Sigurbjörnsson. Leikritið segir frá striöshetj- unni Brian Seaton, sem særst hef- ur alvarlega á höfði og verið hefur til meöferðar á heilsuhæli i rúm 30 ár. Hann hafði ásamt fleirum verið sendur til Frakklands til aö vinna skemmdarverk aö baki viglinu Síúasti flóttinn bjóðverja, en einhver sveik þá i hendur fjandmannanna. Seaton lifir enn i gamla timan- um og hann þykist nú vita hver svikarinn er. Hefndin skal koma yfir svikahrappinn hvað sem það kostar... R.D. Wingfield hefur samið mikinn fjölda leikrita á skömm- um tima, hvert með sinu sniði, en öll þrungin spennu og einnig oft nokkurri kimni. Með helstu hlutverk fara Sigurður Karlsson, Steindór Hjörleifsson, Róbert Arnfinnsson, Sigurður Skúlason, Ævar R. Kvaran og Guömundur Pálsson. Flutningur leikritsins tekur um klukkustund. Ævar R. Kvaran Jón Sigurbjörnsson leikstjóri Útvarp Kt. 22.40: Altur- hvarfs- tregðan ,,Fg ætla að fjalla um hugtökin tregðu og afturhvarfstregöu” sagði Eggert Jónsson borgar- hagfræöingur, en hann flytur Reykjavikurpistilinn að þessu sinni, og nefnist hann „Aftur- hvarfstregðan.” Gerð verður grein fyrir þvi að óraunhæfteraðkoma á einhverju tilteknu ástandi, sem áður var, að sögn Eggerts, en menn virðast eiga erfitt með að sjá, að þeir geta ekki flutt sig aftur i timann til ákveðins einkennandi timabils, þó að öllum ráðum sé beitt, þvi að samfélagið einkennist alltaf af liðandi stundu. Afturhvarfstregða verður þá út- skýrð i samræmi viö ofangreint, en það mun vera nokkuð marg- slungið hugtak. „Þetta er mjög svo venjulegur þáttur, um venjulegt fólk, i ósköp venjulegu hverfi og hann fjallar ekki um kynlif og þjóöfélagsleg vandamál. Semsagt, þessi þáttur myndi vera illseljanlegur á al- mennum markaði”, sagöi Birna G. Bjarnleifsdóttir, umsjónar- maður þáttarins „Byggðirnar þrjár i Breiðholti”, er Vísir spurði hana um hvað þátturinn fjallaöi. Um hvað fjallar þá þátturinn? — Allt annað, sagði Birna. Þátturinn skiptist reyndar i þrjá hluta sagði Birna: Fyrsti hlutinn fjallar um, að i Breiðholti eru þrjár mismunandi byggðir — þrjú aöskilin byggðarhverfi, afmörkuð frá skipulaginu. I ööru lagi les húsmóðir nokkra fróð- leiksmola um Breiðholt, allt frá hliðarjörðinni á Vikurbæ Ingólfs Arnarsonar til dagsins i dag. Að lokum er viðtal viö Þór borbjarnarson, borgarverkfræð- ing, þar sem hann segir frá skipu- lagi hverfanna. H.S. ÚTVARF KL. 20.10: BYGGDIRNAR ÞRJÁR í BREIÐH0LTI útvarp 15.00 Popp. Páll Pálsson kynnir 16.20 Tónlistartfmi barnanna Egill Friðleifsson sér um timann. 16.40 (Jtvarpssaga barnanna: 17.00 Srödegistónleikar Sinfóniuhljómsveit Islands leikur 19.35 Daglegt mál . Helgi Tryggvason fyrrum yfir- kennari flytur þáttinn. 19.40 tslenskir einsöngvarar og kórar syngja 20.10 Byggöirnar þrjár I Breiðholti.Þáttur I umsjá Birnu G. Bjarnleifsdóttur. 20.30 Tónleikar Sinfónlu- hljómsveitar tslands i Háskólabiói.Beint útvarp á fyrri hluta efnisskrár. Stjórnandi: PállP. Pálsson. Einleikari Manuela Wiesler. a. „Prómeþeus”, tónaljóð nr. 5 eftir Franz Liszt. b. Flautukonsert eftir Þorkel Sigurbjörnsson (frumflutningur) 21.10 Leikrit: „Siðasti flótt- inn” eftir R.D. Wingfield Þýðandi: Asthildur Egilson. Leikstjóri: Jón Sigurbjörns- son. Persónur og leikendur: Dawson aðstoðarlögreglu- foringi... Sigurður Karlsson, Brindle... Steindór Hjör- leifsson, Seaton... Róbert Arnfinnsson, Sir Charles Ebsworth... Ævar R. Kvaran, Hjúkrunarmaður... Guömundur Pálsson. 22.30 Lestur Passiusálma (28). 22.40 Reykjavíkurpistill: Afturhvarfstregöan. Eggert Jdnsson borgarhagfræðing- ur talar. 23.00 Kvöldtónleikar a. Frönsk svita nr. 6 I E-dúr eftir Bach. Alicia de Larrocha leikur á pianó. b. Konsert i G-dúr fyrir flautu, óbó og strengjasveit eftir Haydn. Paul de Winter og Maurice van Gijsel leika með Belgisku kammer- svei.tinni, Georges Maes stj. c. Sinfónia I F-dúr op. 5 nr. 1 eftir Gossec. Sinfóniuhljóm- sveitin I Liege leikur, Jacques Houtmann stj. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. HOF ER BEST I HVERJUM HLUT Kommúnistamálgagnið hefur séö sérstaka ástæðu til þess að vara landsmenn fyrirfram viö þvi, að nú megi búast við alls kyns ilesendabréfumi og dálka- skrifum i blöðum, sem dragi dásemdir norræns samstarfs I efa. Lengra getur Þjóðviljinn ekki gengið enn þá en aö vara við slikum skrifum. Enn hefur nefnilega ekki tekist að koma á hérlendis þeirri tegund prent- frelsis, sem tiðkað er þar sem sósialismi ræður rikjum. Þar er það ekki liðið að einhverjir gaurar úti I bæ gagnrýni þau bandalög, sem stjórnvöldum eru hugstæð eöa það ráöstefnu- hald.sem þaustanda fyrir. Slikt er talið merki um geðveilu á háu stigi og viðeigandi ráöstaf- anir gerðar i snatri. Hérlendis veröa kommúnistar aö láta sér nægja að rægja þá menn, sem voga sérað hafa aðrar skoöanir en þeim likar, og hræða menn frá þvi að láta þær I ljósi. Það væri nú einhver munur ef til dæmis ein ónefnd deild I ónefnd- um virðulegum skóla mætti velja úr þær greinar, sem talið væri skaðlaust að birtust á prenti? Liklega skiptast menn í þrjá höfuðflokka i afstöðu til hins norræna samstarfs. t fyrsta flokknum eru þeir, sem veröa hálfmáttlausir i hnjáliöum eins og ástfangin skólastúlka, þegar þeir heyra á önnur Norðurlönd minnst. Þaðan komi allt gott, gerðir og skoðanir frænda okkar þar séu hafnar yfir gagnrýni. Þessir sömu aðilar telja margir sjálfsagt að aðrir Norður- landabúar standi með okkur I gegnum þykkt og þunnt og vilja helst hvorki heyra né skiljai ef slikur stuðningur bregst. t öðrum flokknum eru svo menn, sem telja okkur hafa haft marg- víslegt gagn af þátttöku i nor- rænusamstarfi og að við eigum að halda þvi áfram. Hins vegar hljóti hagsmunir þessara þjóða að rekast á öðru hverju og viö megum ekki gleyma þvi að þjóðirnar, sem byggja þessi lönd, eru útlendingar, rétt eins og til dæmis þjóöir Bretlands- eyja. t þriðja flokknum eru svo þeir, sem sjá draug I hverju horni, þegar minnst er á nor- rænt samstarf Þeir sjá ofsjónum yfir hverri krónu, sem til þess fer, og myndu liklega telja kók- ' sopana ofan i gesti okkar á Norðurlandaráðsfundum, ef þeir hefðu aðstöðu til. Svarthöfði fylgir þeim að málum, sem vilja áframhald norrænnar samvinnu. En sú samvinna verður að byggjast á gagnkvæmri virðingu fyrir sjálfstæði og skoðunum aðildar- þjóða. Það er mjög eölilegt að hagsmunir geti rekist á, þegar nágrannaþjóðir eiga meö sér samstarf. Glöggt dæmi um það er til dænvis Jan Mayen deilan. Hvorki Noröinenn né tslend- ingar geta ætlast til að hin þjóðin fórni hagsmunum sinum þar, vegna frændsemi við hina. A sama hátt og það er eðlilegt og æskilegt að þessar nágranna- þjóðir kynni menningu sina og skoðanir hver fyrir annarri, verða þær lika aö gæta þess að bera virðingu fyrir menningu og skoðunum hinna. Ekki er vist aö þetta hafi alltaf tekist sem skyldi. A það helst við viðskipti hinna stærstu og smæstu. Hinu er svo ekki að leyna gð vissrar andlegrar mengunar gætir hérlendis út frá samskipt- um við aörar norrænar þjóðir. Þar er þó alls ekki við þær að sakast, heldur sjálf okkur. Við erum haldin þeirri furðulegu blindu, sum hver, að álita allt svo takmarkalaust gott, sem frændur okkar okkar láta sér detta i hug, að sjálfsagt sé að nota það óbreytt hér. Forystu I þessari óheilla þróun hafa námsmenn, sem dvalist hafa i þessum löndum og gagnrýnis- laust drukkið I sig alls kyns framúrstefnu- og öfgaáróður, sem þar blómstrar. Sér þessa einkum glögg merki í skólakerfi okkar sem virðist ekki lengur hafa það takmark að mennta fólk.heldur framleiöa múgsálir, sem hljóta rétta „innrætingu” á skólagöngu sinni og snúast önd- verðar gegn þeim hefðum og menningararfleifð, sem héldu lifi iislenskri þjóð i margra alda frelsisbaráttu hennar við frænd- þjóðirnar á Norðurlöndum. Svarthöföi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.