Vísir - 07.03.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 07.03.1980, Blaðsíða 1
Föstudagur 7. mars 1980/ 56. tbl. 70. árg. Hyggjast alla nær 5 mllllarða tii að jalna húshitunarkostnað: Skattur ð rafmagn, bensín, heitt vatn og svarlolíu! „Elnhvers konar aimennur orkuskattur llklegasta lefðin" segir stelngrlmur Hermannsson //Ég tel skynsamlegt að jafna orkukostnað innan orkugeirans sjálfs og persónu- lega finnst mér líklegast, að það verði gert með einhverskonar almennum orku- skatti, en ekkert hefur verið ákveðið í þeim efnum", sagði Steingrímur Hermanns- son, sjávarútvegsráðherra, í samtali við Vísi i morgun. L Það sem helst mun vera til umræðu innan rikisstjórnar- innar, er skattur sem lagöur verður á alla orku, rafmagn, heitt vatn, bensin og svartoliu. Lagt verður á fast einingar- gjald, en ekki miðað við ákveðna prósentu. Þetta þýöir til dæmis að notendur hitaveitu á Suðurnesjum greiða sömu upphæð og Reykvikingar, sem ekki yrði ef miðað væri við prósentur þar sem hitaveitan er mun dýrari á Suðurnesjum. Áætlað er að greiða niður kyndingarkostnað með oliu um þriðjung með þessum hætti, þannig að á þessu ári verður að afla 4.5-5.0 milljarða með orku- skattinum. Honum verður haldið utan fjárlaga og er reiknað með þvi, að Orku- stofnun hafi umsjón með inn- heimtu og dreifingu. Ekki mun vera öruggt, hvort allri upphæðinni verði varið til beinna oliustyrkja, þvi að varpað hefur verið fram þeirri hugmynd að nota hluta hennar til að styrkja fólk til orkuspar- andi endurbóta á húsnæði. Liklegast er taliö, að upphæð oliustyrksins verði ákveðin þannig, að settur verði staðall, þannig að hverri fjölskyldu- stærð verði ætlaður einskonar „eðlilegur" fermetrafjöldi til ibúöar og ræöst styrkupphæðin af þvi. Fólk veröur sem sagt ekki verðlaunað fyrir að búa i stóru húsnæði. A fundi rikisstjórnarinnar i gær voru þessi mál sett I eins- konar undirnefnd, sem starfa á um helgina og er ákvörðunar að vænta fljótlega eftir helgi. — P.M. 99 99 Matur er magans megin. Það fór vist enginn svangur heim til sin af sælkerakvöldi þvi, sem Visir stóö fyrir á Hótel Loft- leiðum i gærkvöldi. Sælkerakvöldið var haldið i Vfkingasalnum og var hvert sæti skipað sælkera. A matseðlin- um var hver verðlaunarétturinn á fætur öðrum, en yfirsælkeri Visis, Sigmar B. Hauksson haföi efnt til samkeppni á sælkerasíðu blaðs- ins um gerð þeirra. 1 munni Sig- mars varð gamalt spakmæli þannig: „Matur er magans megin...." og þótti mönnum það gott krydd á góða rétti. Sigurður Dementz Franzon skemmti á sælkerahátiðinni með söng og flutti hann m.a. nokkrar italskar ariur með tilheyrandi látbragði. — H.R. Þaft var glatt á hjalla i sælkera- hátlðinni og nutu menn orftsins og matarins listar. Vlsismynd JA Hltavelta Reykiavlkur vlll fá 57% hækkun gialdskrár: „ANNARS GÆTI ORÐKI SK0RTUR A HEITU VATNI NÆSTA VETUR" „Ef vio faum ekki tilskilda hækkun á gjaldskrá Hitaveitu Reykjavikur fljótlega, þá gæti farið svo strax næsta vetur, að skortur verði á heitu vatni og að Reykvikingar sitji I köldum húsunum i mestu kuldaköflun- um", sagði Bjarni P. Magnús- son, stjórnarmaður IVeitustofn- uiium Reykjavlkurborgar, I samtali við VIsi. „Það sem hefur gerst er það, að Hitaveita Reykjavfkur hefur á undanförnum árum beðið um hækkun á gjaldskrám, en vegna þess, aö gjaldskrá Hitaveitu Reykjavikur er, ein allra hita- veitna á landinu, inni i vfsitöl- unni, þá hefur veröinu verið haldið niðri. Til þess að standa undir rekstri varð að.taka rándýr er- lend lán og þá varð jafnframt að skera niður allar framkvæmdir við öflun meira vatns." Bjarni sagði, að af þessum ástæðum hefði vatnsyfirborðið sifellt veriö að lækka I holunum og þvi sæju menn fram á vatns- skort innan tfðar. Að lokum sagöi Bjarni P. Magnússon: „Bara til þess að hægt sé að fara út f það, sem Hitaveitan telur algerar lágmarksframkvæmdir til að tryggja öryggi Reykvikinga, verður að hækka gjaldskrána um 57%. — ATA.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.