Vísir - 07.03.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 07.03.1980, Blaðsíða 14
18 NOnURLÖNHN SKORTIR KJARNORKUVOPN! sandkorn Sæmundur Guövinsson skrifar. NoröurlandaþjóBirnar njóta mikillar viröingar i umheimin- um vegna háþróaöra stjórnar- hátta sinna. Félagsmálalöggjöf þeirra hefur löngum veriö fyrir- mynd annarra og stærri þjóöa. A einu sviöi er þó ástandið hjá bræðraþjóöum vorum á Norður- löndum samt næsta bakka- bræöralegt. Á ég þar viö skipan hermála. Hún er i senn rándýr, útheimtir herskyldu og er næsta gagnslaus á kjarnorkuöld, vegna þess aö ráöamenn á Noröurlöndum hafa ekki viljaö búa heri sina taktiskum kjarn- orkuvopnum af þvi tagi sem stórskotalið og landher NATO-rikja og Varsjárbanda- lagsrikja eru búnir. Að siga norrænum hersveit- um búnum venjulegum vopnum gegn innrásarher t.d. frá Sovét- rikjunum, væri það sama og aö leiða kindur til slátrunar. Af hverju eru ráöamenn Norður- landa jafn hræddir við kjarn- orkuvopn og 70 ára jómfrú við syndina? Hvaða vit er i þvi aö flýja þannig veruleik nútima hertækni og láta skattborgara borga offjár fyrir vita gagns- lausar varnir? Þetta er þeim mun furðulegra þegar þess er gætt að það er vit- aö aö ráöamenn Sovétrikjanna telja höfuðnauösyn að hertaka Skandinaviu I upphafi heim- styrjaldar til aö ná yfirráöum á N-Atlantshafi og á Islandi. Það er algert lágmark að birgðir Bréfritari telur aö varnir Norðurlanda séu óvirkar nema aö þau bæti litlum kjarnorkuvopnum i vopna- búr sin, sem sem skjóta má úr skriödrekum. taktiskra kjarnorkuvopna séu til staöar á Norðurlöndum og aö herir þessara rikja fái nokkra þjálfun I meðferö þeirra. Stafar hiö furöulega ástand i varnarmálum Norðurlanda e.t.v. af svipaðri lömun innan frá eins og Hitler hafði komiö á þar á sinum tima og geröi herj- um hans svo auðvelt að leggja rikin undir sig? Þessum spurningum vildi ég gjarnan aö ráöamenn Noröur- landa sem eru staddir hér á íslandi núna fengjust til aö svara. Þóröur Valdimarsson Mávahlíö 27. SJÓMENN DUGLEGASTIR ALLRA STÉTTA Sjómaður skrifar: Lengi hafa tslendingar rifist um það, hverjir séu duglegastir. Nú er það svo, aö ekki gagnar dugnaðurinn einn sér, einhver útsjónasemi þarf að fylgja öll- um kraftinum svo aö hann nýt- ist. Eða eins og skáldið orðaði það: ,,að moka skit fyrir ekki neitt”. Okkur sjómönnum finnst nefnilega að margar starfstéttir á Islandi ,,moki skit” til einskis gagns fyrir þjóðfélagið, jafnvel bara betra, að þeir slepptu þvi alveg. T.d. er alltaf verið að tala um þennan hagvöxt og fólk mjög undrandi, að hann standi mikiö til I stað. Við sjómenn erum ekkert undrandi á þvi. Ég skal nefna tvö dæmi. Hreinar niðurgreiðslur á út- flutningi landbúnaðarafurða nema ekki undir 5 milljörðum á siðasta ári. Hvað þýðir þetta i raunveruleikanum? Ekki er að- eins verið að henda þessum fjármunum, heldur er erfiði alls þess fjölda, sem stendur að þessari framleiðslu fyrir bi. Ef meðaltekjur manna eru, ja segjum 5 milljónir á sfðasta ári, er greinilegt að þúsund manns hafa þarna puðað til einskis, eða mokað skit fyrir ekki neitt. Svo er það hún Krafla okkar. Upplýst er að fyrirtækið kosti núna um 40 milljarða og vextir og afborganir ein sér þ.e. aðeins „heiðurinn” af eignaréttinum, er um 4 milljarðar. Er ekki nokkuð ljóst að þarna er komið annað þúsundið af stritandi fólki, sem ekkert gagnast raun- verulegri verðmætasköpun? Bara verið að moka skit fyrir ekki neitt. Svo eru menn mjög undrandi að litiö miði i efnahagsmálun- um. Hvernig er hægt að nokkuð gangi þegar svona vitleysa er annars vegar? Nei, þeir ættu að lita til okkar sjómanna, þá sjá þeir góða menn á réttum stað og starf, sem raunverulega skilar árangri og að gagni kemur. „Menn ættu aö líta til sjómannanna til aö sjá menn sem skila árangri svo aö gagni megi koma.” EG BYÐ ÞÚ BORGAR tslensku stjórnmálaflokk- arnir buöu þeim meölimum norrænna bræöraflokka sem staddir eru hérlendis, til matarveislna I fyrrakvöld. Viöa voru þetta fjölmennar veislur og vel veitt í mat og drykk. Alþýöuflokkurinn haföi hins vegar þann háttinn á aö gestir uröu aö greiöa verö veiting- anna sjálfir meö þvi aö kaupa aögöngumiöa aö veislu krat- anna. Hinir flokkarnir viröast hins vegar nógu vel stæöir eftir tvennar kosningar til aö halda vegleg boö sem þessi. FRUMVARP RAGNARS Viö sögöum frá þvl hér á dögunum aö Geir Gunnarsson væri hinn eiginlegi fjármála- ráöherra rikisstjórnarinnar þótt Ragnar Arnalds fengi aö hafa titilinn. Nú er þvi fleygt aö Geir vilji fyrir alla muni bera þetta af sér áöur en fjárlagafrumvarp- iö veröur gert opinbert. FRÉTT FRÁ LAKE PLACID Ekki voru allir ánægöir meö framkvæmd vetrarólymplu- leikanna I Lake Placid á dög- unum. Eftirfarandi saga komst þar á kreik viö mikinn fögnuð viöstaddra: — Ég er meö tvær stórfrétt- ir, aöra góða en hina slæma. Hvora viljiö þiö heyra fyrst? — Láttu góðu fréttina koma fyrst. — Þaö er búiö aö sleppa gisl- unum i bandariska sendiráö- inu Teheran. — Húrra, húrra. Hverjar eru þá slæmu fréttirnar. — Ólympiunefndin á aö sjá um aö koma þeim heim. Gilda engar reglur um greíðslur fyrir danstíma? „Nokkrum óánægöum” finnst gjöld af danstfmum vera of há miöaö viö allan þann fjölda sem kennt er Icinu. Við erum nokkur að læra diskódans hjá Heiöari Ástvalds- syniog erum viði'hópi sem er 80 manns. Okkur finnst það alveg ófært að vera i svona stórum hópi miðað við það að við borgum tæpar 1000 krónur fyrir hverja kennslustund. Þess vegna spyrjum við: Gilda engar reglur um hámark nemendafjölda i svona timum? Eða þá um hámarksgjald miðað við svona stóran hóp? „Nokkur óánægö” Engar reglur um há- marksllölda í danstímum Heiðar Ástvaldsson danskennari: „Þaö gilda engar ákveðnar reglur um hámarksf jölda þeirra sem stunda sama danstimann, hvorki hér á Islandi né annars staöar. Ég veit ekki til þess aö ég sé með neinn 80 manna hóp nema hóp 12 ára barna og flestir eru mun fámennari. Hvað snertir gjöld fyrir dans- tima þá má taka fram, að fjórir timar á mánuöi fyrir börn kosta 3000 krónur, fjórir timar fyrir unglinga og svokallað konubeat kosta 3600 krónur, sex timar fyrir fullorðna kosta 5400 krónur og sex tímar fyrir hjón kosta 7800 krónur á mánuöi”. PQKER KROSSINS Það hefur komiö fram I fréttum aöá siðasta ári fór 2,1 milljaröur króna i gegnum spilakassa Rauöa krossins og nam nettóhagnaöur af þessu einum 285 milljónum króna. Þetta löglega fjárhættuspil er mjög vinsælt meöal lands- manna en þó fer ekki hjá þvi aö manni finnist þetta vafa- söm fjáröflunarleiö þegar sjá iná hópa af smákrökkum dæla peningum i maskinurnar. Sllkt er algengt i sjoppum og viöar enda afar slælegt eftirlit meö þvl aö yngri en 16 ára spili ekki i kössunum, eins og ráð er fyrir gert.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.