Vísir - 07.03.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 07.03.1980, Blaðsíða 22
vism Föstudagur 7. mars 1980 26 ! Fyrlrtækin ! vilja láta j verkin tala I - meðan Raunvislndaslotnun er með árðður i fjölmlðlum.segla ■ forráðamenn Púlslns h.f. á fsallrðl „Ætli munurinn sé ekki frekar sá að Raunvis- indastofnun hefur rekið harðan áróður fyrir þvi i fjölmiðlum að þeir séu að smiða rafeindabúnað sem muni bjarga fiskiðnaði landsmanna frá gjaldþroti, á meðan fyrirtækin hafa viljað láta verkin tala” segir i greinargerð frá vestfirska fyrirtækinu Póllinn á ísafirði sem er ósammála þeirri fullyrðingu Raunvisindadeildar að hún hafi átt frumkvæði i hönnun rafeinda-og tölvuút- | búnaðar til að bæta nýtingu og eftirlit i frystihús- ■ um. Fram kemur að rafeinda- tækjaframleiðsla Pólsins hf. á sér ellefu ára sögu og hefur áherslan frá upphafi verið lögö á ýmis tæki fyrir fiskiskip og fiskvinnslu fyrirtæki. Árið 1976 var komið á fót hönnunar- og tilraunadeild viö fyrirtækið og var fyrsta verk- efni hennar að hanna hráefnis- vog fyrir frystihús ásamt þvi aö vinna að endurbótum á eldri framleiösluvörum. Fyrsta vog- in var tekin i notkun 1978 i Hrað- frystihúsinu Norðurtanga hf. og mun það jafnframt vera fyrsta islenska rafeindavogin. Þessi vog er algerlega sjálfvirk og þarfnast þvi ekki viðbótar- vinnuafls vegna vigtunar og skráningar. Hún hefur reynst mjög vei þessi tvö ár. Kerfið fór að átta sig á að hér væri þjóðþrifamál á ferðinni. Rannsóknaráð rikisins boðaði alla framleiðendur rafeinda- tækja i landinu á fund ásamt fulltrúum Raunvisindastofnun- ar, fulltrúa frá Sölumiöstöð hraðfrystihúsanna og SIS og nokkrum öörum í þeim tilgangi að koma á samstarfi þessara aðila. Þáttur Rannsóknaráðs rikisins 1 greinargerðinni segir svo: Strax á fyrsta fundinum, sem boðað var til af Rannsóknaráöi, lá ljóst fyrir að tvö fyrirtæki, þ.e. Völundur hf. i Vestmanna- eyjum og Póllinn hf. á Isafiröi, voru þegar komin nokkuð Póls-flakaflokkunarvél. Myndin sýnir frumgerð af flakafiokkunarvél f einu frystihúsanna við tsa- fjarðardjúp. Notkun flakaflokkunarvéia gerir mögulegt að beina hagkvæmustu stærð flaka I hverja pakkningu fyrir sig. Jafnframt safnar tölva vélarinnar saman vegnum þunga i hvern stærðarfiokk fyrir sig og getur jafnframt skammtað ákveðinn þunga t.d. 20 kg f bakka. Véiin er algjörlega sjálfvirk og get- ur sent upplýsingar um veginn þunga, fjölda flaka fhverjum flokkio.fi., tii hvaða tölvukerfis sem er. áleiðis i framleiðslu rafeinda- og tölvubúnaöar til að bæta nýtingu og eftirlit i frystihúsum. Póllinn hf. meö framleiðslu tölvuvoga og Völundur hf. með framleiðslu fiskflokkunarvélar og þróun tölvukerfis til nýtingareftirlits. bróunarvinna þessara tveggja fyrirtækja var þvi algjörlega innan þess ramma sem samstarfinu var ætlaður, og þvi eðlilegt að hún yrði sá grunnur, sem frekari þróunarvinna með þátttöku Raunvisindadeildar og annara aðila samstarfsins yrði byggö á. Virtust allir aðilar sammála um þetta atriði, og var niður- staða samstarfsfundar þann 24. október 1978 sú, að þátttaka Raunvisindadeildar yrði meö þeim hætti að komið yrði á fót þróunarstofu, sem öll fyrirtæki i þessari iðngrein gætu leitað til með einstök verkefni þróunar- vinnunnar, jafnframt þvi sem stjórn þróunarvinnunnar og iðnaöinum i landinu, til fram- dráttar aö þurfa að standa i samkeppni upp á lif og dauða viö rikisstofnun, á sama tima og þessi fyrirtæki eru að reyna að koma undir sig fótunum. Hér að neðan er lauslegt yfir- lit um þróunarkostnað fyrir- tækisins og fjármögnun hans á árunum 1977-1979. Ar Þróunar- kostnaður Styrkir Ahættu- lán Eigið framlag 1977 5,7 Mkr. 5,7 Mkr. 1978 13,7 Mkr. 2,0 Mkr. 11,7 Mkr. 1979 19,1 Mkr. 9,5 Mkr. 7,0 Mkr. 2,6 Mkr. Alls 38,5 Mkr. 11,5 Mkr. 7,0 Mkr. 20,0 Mkr. Póls-pakkningavog. Vogin er mjög einföld I notkun, laus við takka og stillingar, með sjálfvirka törun, sjálfvirka skiptingu milli pakkningastærða og möguleika til tengingar viö hvaða tölvukerfi sem er. Til- raunir hafa sýnt að notkun Póls-pakkningavoga eykur nákvæmni I vigtun margfaldlega. fjármögnun yrði á hendi sér- stakrar verkefnisnefndar, sem samstarfsaðilarnir ættu aðild að. Þegar hér var komið sögu var ekki annaö vitað en Raun- vísindastofnun mætti enn um frjálst höfuð strjúka varðandi ákvarðanir um þetta verkefni. Það var þvi eins og kippt hefði verið I ósýnilegan spotta, þegar fulltrúar Raunvisindastofnunar skiptu skyndilega um skoðun, og töldu nú algjörlega óaðgengi- legt fyrir sig aö ganga að þvi samkomulagi, sem þeir höfðu áður lýst sig samþykka. Eftir nokkrar árangurslausar tilraunir Rannsóknaráðs rikis- ins til að sætta aöila samstarfs- ins, var frekari samstarfstil- raunum hætt. Stóðu fyrirtækin tvö þá nánast i sömu sporum og þegar samningaumleitanir hóf- ust, nema hvaö þau höfðu nú eignast nýjan keppinaut Póllinn hf. gerði samning við BEÍS sem er Hagræðingafélag frystihúsanna við ísafjarðar- djúp um hönnun og smiöi tölvu- voga. Hafa 26 þegar verið fram- leiddar en 25 óafgreiddar pantanir liggja fyrir. Fjármögnun þróunar- kostnaðar Það er einkennandi fyrir framleiöslu flókinna tækja, að smiði fyrsta tækisins þ.e. frum- gerðarinnar, er mjög kostnaðarsöm. Til að fjár- magna slika smiði er þvi oftast þörf verulegs fjármagns strax i upphafi. Það getur þvi ráðið úr- slitum um það hvort ráðist er i þróun nýrra tækja, hvort nægjanlegt fjármagn er fyrir hendi. Það er þvi illþolanlegt þegar æðsta menntastofnun landsmanna tekur upp á þvi aö haga sér eins og einkafyrirtæki, og vandséð að það geti oröið þessari ungu iðngrein, rafeinda- Þeir hjá Pólnum hf. vitna I samtal I Dagblaðinu þar sem örn Helgason forstöðumaður Raunvisindastofnunar Háskól- ans segir að fyrirtækinu hafi verið boðið að taka við fram- leiöslu voga með sama hætti og Framleiðni sf. og sé það rétt. Þeim hafi verið boðin fram- leiðsluréttur á borðvog sem ekki var búið að hanna, en þeirra eigin hönnun á borðvog hefði verið komin langt áleiðis. Þeir hefðu þvi aö sjálfsögðu hafnað þessu rausnarlega boði. Loks er varpað fram eftirfar- andi spurningum til forstöðu- . ‘manna Raunvisindastofnunar Háskóla Islands: Hver er heildarkostnaður Raunvisindadeildar vegna þróunarvinnu i sambandi við rafeindavæðingu i fiskiðnaöi, þ.m.t. nauðsynleg tækjakaup, svo sem þróunarkerfi o.fl.? Hvernig hefur þessi kostnaður verið fjármagnaður? Þegar niðurstöður útboðs Sölumiöstöðvar Hraðfrystihús- anna á 10 hráefnisvogum voru birtar, sbr. bréf S.H. 7. ágúst 1979, kom I ljós að Raunvisinda- stofnun Háskóla Islands, var meðal tilboðsaðila. Þó að ég sé út af fyrir sig ánægður með að tilboöi Pólsins hf. var tekið, langar mig samt að fá þvi svar- að, hvernig slik sölustarfsemi á frjálsum markaði, samrýmist visindastörfum stofnunarinnar? Var stjórn Raunvisindastofn- unar á sínum tima andvig hug- myndinni um þróunarstofu og sterka verkefnisnefnd, eða voru það starfsmenn stofnunarinnar sem ákváðu að koma I veg fyrir að af samstarfi yrði á sinum tima? A hvaða verði og hvaða kjör- um var Framleiðni sf. seldur framleiöslurétturinn á vogum Raunvisindastofnunar? — JM _ IHBHHRI BBI ■■ RS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.