Vísir - 08.03.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 08.03.1980, Blaðsíða 2
VJ.&JLK ■ Laugardagur 8. mars 1980 r......... Veiöiferðin frumsýnd í dag 2 Mynd fyrir börn jafnt sem fulloröna í dag verður frumsýnd kvikmyndin Veiðiferð í Austurbæjarbíói en hún er ein þeirra sem tekin voru upp /,kvikmynda- sumarið mikla" sem var í fyrra. Andrés Indriðason skrifaði handrit en Gísli Gestsson kvikmyndaði og eru þeir framleiðendur myndarinnar. , Myndin hef ur áður ver- ið kynnt hér i Vísi, en í stuttu máli fjallar hún um fólk sem leggur leið sína til Þingvalla einn fagran sumardag og er ekki örgrannt um að ýms- ir lendi i óvæntum ævin- týrum. Hlutverk eru um 40 en 17 veigamest og má nefna Sigurð Karlsson, Sigríði Þorvaldsdóttur, Klemens Jónsson, Guð- rúnu Þ. Stephensen, Sig- urð Skúlason, Pétur Einarsson, Arna Ibsen, Halla og Ladda og fleiri. Eru þá ótalin þau þrjú sem ekki síður en hinir fullorðnu setja mikinn svip á myndina. Það eru ungmennin Guðmundur Klemenzson, Yrsa Björt Löve og Kristín Björg- vinsdóttir. Þótti við hæfi að taka við þau viðtöl í til- efni dagsins. Veiðiferðin er mynd fyrir alla f jölskylduna og jafnt fyrir börn og full- orðna. Er því ástæða til að hvetja menn til að láta hana ekki fram hjá sér fara. ÍJrkvikmyndinni Veiöiferð eftir þá Andrés Indriöason og Glsla Gestsson. Börn fara meö nokkur veigamestu hlutverk myndarinnar, enda sniöiö fyrir alla fjölskylduna. Frá vinstri eru Kristin, Guömundur og Yrsa Björt. „Sumumfinnst gaman aö vera meö stelpu i bekk sem hef ur leikiö i kvikmyncT’ — segir Yrsa Björt Löve, 8 ára „Vinkona mömmu á mann sem er svona kvikmyndatökumaöur, hann heitir Andrés Indriöason. Hann kom einu sinni I heimsókn til okkar og var meö hlutverkiö meö sér og bauö mér aö leika þaö. Mér fannst fyrst aö þaö hlyti aö vera erfitt.en þegar ég fór aö lesa meira og meira af þvi þá langaöi mig til þess aö prófa.” Yrsa Björt Löve er yngst leikaranna i Veiöiferð, hiln er aö- eins 8 ára gömul en snaggarleg eftir aldri. „JSg og pabbi minn I myndinni förum í ferö til Þingvalla og þar er lika önnur fjölskylda meö krakka. Þessi stelpa sem ég leik er svolítiö sniöug en ég veit ekk- ert hvernig hún er annars, ég reyndi bara aö vera einsog ég er.” — Var ekkert leiöinlegt aö fá ekki aö vera meö i „hasarnum”? „Neinei. Stundum langaöi mig til þess en stundum var ég bara fegin.” — En var þetta ekki gaman i heild? ,,JU en þaö var stundum dálitiö þreytandi. Sérstaklega þegar viö þurftum aö biöa eöa þegar þurfti aö taka sama hlutinn upp mörg- um sinnum. Þaö sem var langskemmtileg- ast var aö fara til Þingvalla af þvi þaö var svo heitt og gott aö vera Uti I golunni. Þar var hlutverkiö lika léttara og skemmtilegri manneskjur.” — Ætlaröu aö vera leikkona þegar þU veröur stór? „Ég veit eiginlega ekki en þaö var ágætt aö leika svona i einni mynd. Ég hugsa aö ég myndi þiggja fleiri hlutverk og kannski fæég þau, ef ég stend mig vel. Ég á líka bráöum aö koma fram I bamatimanum og ég hlakka mik- iö til þess.” — Engin sérstök framtiöar- áform semsagt? „Nei, ég hef ekkert spekUleraö i þvi. Stundum er ég f læknisleik og þá langar mig til aö veröa hjUkrunarkona en svo hætti ég þvi og þá langar mig kannski til aö veröa kennari.” — Helduröu aö þaö veröi ekkert erfitt aö veröa fræg þegar fariö er aö sýna piyndina? „Nei, ég veit ekkert hvort ég verö fræg. Sumir krakkarnir öfunda mig dálitiö stundum aö visu.en öörum finnst bara gaman aö vera meö stelpu I bekk sem hefur leikiö I kvikmynd. Sumum finnst lika gaman aö hitta svona krakka i friminUtunum.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.