Vísir - 08.03.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 08.03.1980, Blaðsíða 8
vtsm Laugardagur 8. mars 1980 8 utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjórar: Olafur Ragnarsson Ellert B. Schram Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup. Friða Astvaldsdóttir, GfslI Sigurgeirsson, Hannes Sigurðsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Katrín Pálsdóttir, Páll Magnússon, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar og skrifstofur: Slðumula 8. Slmar BÓ611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Slöumúla 14, slmi 86611 7 llnur. Askrift er kr. 4.500 á máiiuði innanlands. Verð I lausasölu 230 kr. eintakiö. Prentun Blaðaprent h/f. Nonrænnl syningu lokid Þótt sjálfsagt sé aö norrænir menn hittist og styrki vináttubönd sfn, er hætt viö aö litill máiefnalegur árangur hafi oröið af þingi Noröurlandaráös I Reykjavik. Og ekki viröist veislugleöin hafa veriö minni en endranær. Þingi Norðurlandaráðs lauk í Reykjavík í gær. Þegar upp er staðið er eðlilegt að menn velti fyrir sér hver sé árangur þessa umfangsmikla þinghalds, hvort okkur hafi miðað áfram á vett- vangi norrænnar samvinnu eða hvort við stöndum i sömu sporum og áður en þingið var sett. Að vísu hefur ekki farið fram formlegt uppgjör þessa þings þegar þetta er skrifað, en f Ijótt á litið virðist þessi herskari nor- rænna manna til lítils hafa setið á rökstólum á sviði og í salarkynn- um Þjóðleikhúss (slendinga. Þarna hafi fyrst og fremst verið um að ræða meiriháttar leiksýn- ingu Fjöldi mála, sem verið hefur á dagskrá þings Norðurlanda ár eftir ár kom enn einu sinni á dagskrá að þessu sinni og stöku ný mál voru þar einnig sem eins konar ábætir. En erum við nokkru nær? Það málið, sem athygli okkar eylendinga í Norðurhöfum beind- ist helst að, aðild Færeyinga og Grænlendinga að Norðurlanda- ráði, var ekki útkljáð á þessu þingi og sent inn í kerfið. I því sambandi virðast Sviar hafa veruleg áhrif og undirstrika, að Norðurlandaráð sé samstarfs- vettvangur ríkja en ekki þjóða eins og þeir vilja orða það. Þar sem Grænland og Færeyjar séu ekki sjálfstæð ríki eigi þessi lönd engan rétt á formlegri aðild. Ef þau f ái hana á þeirri f orsendu að þarna sé um að ræða þjóðir, sé hætt við að Samar í norðurhéruð- um Noregs, Svíþjóðar og Finn- lands f ari f ram á aðild að ráðinu, sömuleiðis dansk-þýskir íbúar á landamærahéruðum Danmerkur og Þýskalands. Þá megi einnig búast við formlegri umsókn um aðild Álandseyja að ráðinu, ef Grænlendingar og Færeyingar fái sjálfstæðan aðgang sem þegnar sjálfstæðra ríkja. Þarna er um að ræða mikinn misskilning. Grænlendingar og Færeyingar eru sjálfstæðar þjóð- ir með heimastjórn og hafa land- fræðilega sérstöðu, en slíkt er engan veginn hægt að segja um Samana, og dönsku Þjóðverjana. En þessar aðildarbeiðnir munu eflaust verða á dagskrá næstu Norðurlandaráðsþinga án þess að nokkur niðurstaða fáist. Hagsmunamál okkar Norður- hafsbúa, lækkun fargjalda innan Norðurlanda fékk engan hljóm- grunn meðal þingfulltrúa. Taldi samgöngumálanefndin að ráðið ætti ekki að hafa afskipti af mál- inu f yrst og f remst vegna þess að Finnair og SAS bjóði nú lækkað verð á ferðum milli Svíþjóðar og Finnlands. Við sem búum hér norður á hjara skiptum greini- lega engu máli í þessu sambandi. Erfitt er að sjá, að til mikils haf i verið setið hér þessa vikuna yfir mörgum tonnum af norrænum skjölum. Ef eitthvað er, hefur norræn samvinna verið skorin niður, ekki síst á sviði menningarmál- anna, og að því er virðist hafa menn á vissum sviðum gengið skref aftur á bak í stað þess að ganga fram á við. Það eina, sem allir þingfulltrú- ar virtust samtaka um var að taka þátt í veislum og gleðskap þessa hátíðadaga hér í Reykja- vík, og virðist sá þáttur hafa ver- ið síst fyrirferðarminni en á und- anförnum þingum Norðurlanda- ráðs, þótt gefin hafi verið fyrir- heit um niðurskurð á því sviði. Að bera f jölskylduna til grafar Skyldi vera langt I þaö aö fjölskyldan hreinlega hrynji i rúst? Fleiri og fleiri ráögjafa og stofnanir þarf til þess aö plástra fyrirbæriösaman, troöa tuskum i gapandi skjái og vindglufur fallandi veggja. Þrátt fyrir allt þetta starf veröur rústaþefur- inn magnaöri i nösum meö hverju árinu er liöur. Breyttir timar SU var tiö, aö fjölskyldan var og hét, átti starfsvang saman, gekk aö gátum lifsins saman, ungur nam af öldnum og smit- andi vorgleöi æskunnar lengdi sumar hinna fulltiöa. Þetta var á þeim árum, er verömætamat manna var enn i „frum- bernsku”, menn álitu hvaöeina, er þeim áskotnaöist, eign fjöl- skyldunnar allrar, menn höföu ekki lært þaö enn aö draga sig meö „kjötbitann” sinn út i horn og urra, ef gamaltskar eöa barn nálgaöist þá. Þetta var á þeim helgarpistill árum, er fólk áleit aö æskunni væri meira viröi aö njóta reynsluþekkingar hinna öldnu en flosteppi á gólf og litrikar tuskur fyrir glugga. Vinnu- markaöurinn varö eölilega glaöur, er hann komst aö þvi, aö hann haföi beztan hagnaö af aö ráöa til sln aöeins ungann úr fjölskyldunni, hinir skiluöu allt- of litlum aröi. Hærri aldurs var þvi krafizt af börnum, er þau komu tilstarfa, og neöar og neö- ar var flutt aldursmark hinna gömlu, þegar sagt var viö þá: Faröu nú heim þú skilar ekki aröi lengur. Þessi orö voru auö- vitaö ekki notuö, hagkerfin kunna þó nokkuö i sálarfræöi. Rætt var um barnaþrælkun og ómannúölegar kröfur til þeirra er heföu gefiö okkur landiö. Geltandi mannréttindaklikur unnu verkiö fyrir hagkerfin, þau aöeins neru saman höndum og brostu, sáu þjóöir bera gömlu hróin út og glitrikt dót inn i staöinn, nauðsynlega hluti fyrir nútimafólk, klær hagkerfanna til þess aö ná aftur þvi sem fjöl- skyldan haföi aflaö. Þetta gekk furöu átakalaust meö þá eldri. Elliheimili risa hraöar og hraö- ar, þjóöir sjá, hver hagræöing þaö er aö losa vinnandi hendur viö dútl kringum gamalt fólk, safna þvi saman og mata þaö viö færibönd. Já, blessuö tækn- in, þaö er hægt aö koma henni vlöar viö en viö hænsnarækt. Hagkerfin og sálfræðin Fljótlega varö hagkerfunum þaö ljóst, aö enn mætti sjúga þrótt úr fjölskyldunni. Þaö varö aö gera öllum ljóst, aö fásinna væri aö ætlast til aö almúgafólki nægöi vinna annars „ungans” úr fjölskyldunni, hagkerfin vildu báöa á veizluboröiö. Þaö hlutu allir að sjá, aö þaö var ekki fjárhagslega hagkvæmt aö láta annan fjölskylduaöilann vera aö dútla viö aö ala upp næstu kynslóö, sú fjárfesting yröi alltof lengi vaxtalaus. Enn var sálfræöinni beitt. Fundin voru upp oröin kúgun, misrétti, kynfordómar og önnur álika slaufuorö, sem hamraö var á, þar til hinn þjakaöi lýöur m---------------------► „Elliheimili risa hraöar og hraðar, þjóöir sjá hver hagræö- ing þaö er aö losa vinnandi hendur viö dútl i kringum gam- alt fóik, safna þvi saman og mata þaö viö færibönd...” Teikning: Jón Steinar Ragnars- son. reis upp og tók aö krefjast, I nafni mannréttinda, annarra og nytsamari vinnu en hann haföi áöur stundaö. Hvers viröi er sú vinna aö ala upp barn á móti þeirri nautn aö fá aö hamra á ritvél eöa sleikja frimerki? Hvers viröi er aö leiöa einstakl- ing til þroska, tilfinningalega og menningarlega séö, móti þvi aö fá aö mala gull fyrir þá sem hagkerfi nútimans eiga? Það er hrdpaö um frelsi, snjallt orö sem táknar ekkert annaö I dag en: Láttu mig i hlekki nýrrar þrælkunar, þvi aö hún hlýtur að vera betri en þessi sem ég styn undan nú. Undarlegt hve lengi mér duldist þessi byröi. Burt með börnin Krakkarnir eru fyrir, þjóö- félagiö veröur aö losa okkur viö þá. Viö- eigum kröfurétt á barnaheimilum, dagheimilum, svo aö viö getum tekiö þátt I lif- inu, þroskaö einstaklingseöli okkar. Barnið mitt greiöir engin laun. Skúri ég fyrir þaö, þá fæ ég engin laun: ef ég les meö þvi, þá fæ ég heldur ekkert launa- umslag: þjálfi ég þaö til vinnu, þá er enn sama sagan: Aöeins puö — engin laun. Nei, leyf mér aö finna æöaslátt lifsins: Afgreiöa i búö, pakka fiski, dæma i málum eöa bera smyrsl á sár. Já, bara eitthvaö, eitt- hvaö sem er einhvers viröi. Burt meö börnin, losiö okkur undan þeirri nauö aö þurfa aö taka þau meö heim af fæðingardeildinni. Væri ekki hægt aö senda þau beint á dagheimilin? Hugsiö ykkur hver sæla þaö yröi aö losna bæöi viö ónýtu hróin gömlu og lika krefjandi vargana ungu. Verst aö pillan og lykkjan skuli svikja svona oft. Ef ég vissi heimilisfang skaparans, þá skyldi ég á hans fund og heimta skaöabætur fyrir þær hömlur sem hann lagöi á okkur, er hann geröi þau mann og konu. Þó ég veröi aö háma i mig allarpillur lyfjaverzlananna, þá skal ég samt sanna honum, aö tal um eöli og slikt er bara úrelt kjaftæöi, afturhald gamalla fordóma. Frá eðli sköpunar- innar vil ég losna, heimta að losna. Ég vil nýtt tjóður, og ég vil ráöa, hver heldur I spottann. Hvert stefnum viö? Hvert stefn- ir sá heimur, sem tætir fjöl- skylduna niöur I skröltandi rúst? Sig. Haukur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.