Vísir - 10.03.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 10.03.1980, Blaðsíða 3
• 'VI ♦ ‘\♦ AA;t vísnt Mánudagur 10 mars 1980 3 SVFl meö happdrætti Slysavarnafélag tslands fer nú enn af stað með hið árlega happ- drætti sitt, sem efnt er til i þeim tilgangi að bæta hag félagsins, efla og treysta starfsemi deild- anna um land allt og endurnýja og bæta búnað björgunar- sveitanna, sem gegna lifsnauð- syniegum störfum á landi og sjö með varðstöðu allan sólarhring- inn árið um kring, segir i frétt frá SVFl. Björgunarsveitirnar hafa allt- af haft á að skipa hinum fuli- komnustu tækjum til björgunar á sjó og landi og ekkert verið til sparað að búa þær sem best I hvivetna. Er miklu fé varið ár- lega til endurnýjunar tækja og aukningar. Skýli féiagsins eru einnig búin fjarskiptatækjum, sem kosta mikið fé, og þar þarf lika jafnan að vera um einhverja endurnýjun að ræða. 1 þessu efni þarf nú að gera stórátak á næstu árum, þvi að nauðsynlegt er að skipta um fjarskiptakerfi. Það segir sig sjálft, að félag, sem byggir starfsemi sina að verulegu leyti á örlæti almenn- ings og dugnaði tiltölulega litils hóps manna — karla og kvenna 1 félagsdeildum og björgunarsveit- um um land allt — á erfitt upp- dráttar i verðbólguþjóðfélagi, þar seiii verðbreytingar verða dag- lega að kalla. Þess vegna heitir SVFl lika á alla landsmenn að sýna nú sem fyrr, að félagið eigi öruggan hljómgrunn meðal þjóðarinnar, sem hefur birst I efl- ingu þess og á væntanlega eftir að koma fram með sama hætti viö þessa nýju happdrættissókn. Vinningar verða að þessu sinni tuttugu talsins samtals að verð- mæti kr. 10.124.000. Fyrsti vinningur er bill — Mazda 929 Station Wagon 1980 — annar tvævetur hestur, og siðan 18 hestar af öðru tagi — nefnilega reiðhjól af gerðinni DBS, og eru þau með 10 girum og fullkomnum öryggisbúnaði. / Gefnir eru út 40.000 miðar og kostar hver kr. 1500. Þeim er dreift meðal allra deilda á land- inu og fá þær fjóröung af óskipt- um afla — verði þeirra miöa, sem þær selja — og rennur það til starfsemi heima fyrir. Þrirfjórðu renna til heildarsamtakanna, sem greiða allan kostnað við vinninga, gerð miðanna o.s. frv. af sinum hluta. Og mikill hluti þess, sem kemur i hlut SVFI, rennur óbeint aftur til deildanna útium land, þar sem þær njóta aö sjálfsögðu margs góðs af starfi heildarsamtakanna segir I frétt SVFI. Nýja deliisklpulag Akureyrar: Athugasemdir verða að berast fyrir 14. mars Eins og greint hefur verið frá I fréttum, stendur nú lokaumfjöll- un um tillögu að nýju deiliskipu- lagi fyrir miðbæ Akureyrar stendur nú yfir, en nýiega lauk sýningu á á tillöguuppdráttum og öðrum gögnum, sem stóö yfir I 6 vikur. Bæjarbúar og aðrir, sem hagsmuna eiga að gæta, hafa nú frest til 14. þ. m. til aö gera at- hugasemdir við tiliöguna. At- hugasemdir þurfa að vera skrif- legar og skal þeim skilað til skrif- stofu bæjarstjóra. Að þessum fresti liðnum munu skipulagsnefnd og bæjarstjórn fjalla um tillöguna á nýjan leik, ásamt með þeim athugasemdum, sem berast kunna og móta endan- lega afstöðu sína til hennar. Bæjaryfirvöld hafa ákveðið aö halda borgarafund um miðbæjar- skipulagið til frekari kynningar og umræðu áöur en fresti fyrir at- hugasemdir lýkur. Fundurinn verður haldinn i Sjálfstæðishús- inu laugardaginn 8. mars og hefst hann kl. 14. Þar verða tillöguúpp- drættirnir sýndir og útskýrðir, en siðan fara fram almennar um- ræður. Sérstðk fréttablonusta við heyrnarskert félk „Útvarpsráð beindi þessum til- lögum til okkar og það er rétt byrjaö að kanna hvernig þetta kemur út upp á mannskap og annað. Ég geri samt ráö fyrir að þetta verði framkvæmt fljótlega, en ég get ekki sagt nákvæmlega upp á dag hvenær það verður”, sagði Pétur Guðfinnsson fram- kvæmdastjóri sjónvarpsins, vegna þeirrar samþykktar I Útvarpsráði, 8. febrúar sl., að þegar I stað verði hafin frétta- þjónusta i sjónvarpinu, er kæmi heyrnarskertum og heyrnarlaus- um að notum. „textagenerator”, er tæknifróðir menn telja að til þurfi. Talað er um að gera útdrátt i rituðu máli á fréttum kvöldsins og senda hann siöan út i lok dag- skrá á skermi. Hvað myndi slik fréttaþjónusta kosta sjónvarpið mikið. „Þær tölur liggja ekki enn alveg fyrir. Texta generatorinn, sem sjónvarpið þyrfti helst að fá vegna þessa kostar um 5 miljónir, en ég er ekki klár á þvi hvaö það kostar I mannskap. Þetta geta þó ekki orðið neinar griðar-upphæð- ir.” Guðjón Jónatansson, Gunnar Friöriksson og Sigurður Sveinsson við bifreiöina, sem er aðalvinningurinn I happdrætti SVFt i ár. RAKARASTOFAN Skúlagötu 54/ sími 28141 HÁRSNYRTISTOFÁN PAPILLA Laugavegi 24 sími 17144 Pétur sagði ennfremur, að það væri verið að athuga ákveðinn tækjabúnað i sambandi við þessa fréttaþjónustu, svokallaðan Jakoö talar umhrun síldarstofna Jakob Jakobsson fiskifræðing- ur heldur á morgun erindi á veg- um Liffræðifélags Islands, sem hann nefnir „Hrun sildarstofna og breytingar á umhverfisþátt- um”. Eins og kunnugt er hrundu flestallir sildarstofnar I Norður-Atlantshafi fyrir um það bil áratug og er ofveiði oftast einni kennt um. I þessu erindi mun Jakob hins vegar fjalla um hvern þáttt - breytingar á um- hverfisþáttum kynnu að hafa haft I þessu sambandi, einkum hér við land. Að venju verður fyrirlestur- inn haldinn I stofu 158 i húsi Verk- fræði- og raunvisindadeildar, Hjarðarhaga 2—5, og hefst kl. 20.30. öllum er heimill aðgangur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.