Vísir - 10.03.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 10.03.1980, Blaðsíða 8
8 vtsm Mánudagur 10 mars 1980 Utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjórar: úlafur Ragnarsson Ellert B. Schram Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Friða Astvaldsdóttir, Gisli Sigurgeirsson, Hannes Sigurðsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Páll Magnússon, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Askrift er kr. 4.500 á mánuði Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. innanlands. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Síðumúla 14, simi 86611 7 linur. Verð i lausasölu 230 kr. eintakið. Prentun Blaðaprent h/f. Hveitíbrauösdðgunum er lokiö ÞinghléAhefur aheins verift stund milli strifta, og nú tekur alvaran vift. Mörg vandamál blasa vift til úrlausnar, en athyglin beinist I fyrstu aft fjárlagafrumvarpinu og frysti- húsavandanum. Hveitibrauftsdögum rikisstjórnarinnar er lokift, og þaft er undir henni sjálfri komift, hvern dóm hún fær. Alþingi kemur saman í dag eftir stutt þinghlé. Stjórnmála- umræðán hef ur fallið í dúnalogn, þingmenn hafa skálað í norræn- um veisluhöldum og ríkisstjórnin hefur baðað sig í sviðsljósi vin- samlegs almenningsálits. En hætt er við, að þinghléð reynist aðeins stund milli stríða. Hveiti- brauðsdögunum er lokið og brátt stöndum við f rammi fyrir alvöru lífsins á nýjan leik. Því miður eru margar blikur á lofti og ríkisstjórnin er ekki öfundsverðaf hlutskipti sínu. En hún hefur eitt sér til framdrátt- ar. Langvarandi stjórnarkreppa og almennur léttir vegna stjórnarmyndunar hefur skapað henni hagstæð skilyrði og auð- synlegt svigrúm til aðgerða. Þessi skilyrði ætti ríkisstjórnin að nýta sér. En þótt undarlegt megi virðast hafa ráðherrarnir tekið þann pól í hæðina að gera lítið úr erf iðleik- unum. Gef ið er í skyn, að vanda- mál útf lutningsatvinnuveganna séu ekki aðkallandi, f ullyrt er, að skattar verði ekki auknir og þvi haldið að fólki, að götóttar reglu- gerðir dragi sjálfkrafa úr verð- lagshækkunum. Það er góðra gjalda vert að draga úr bölsýni og mikla ekki erf iðleikana um of fyrir þjóðinni. En það dregur jafnframt úr likunum fyrir því, að almenning- ur sætti sig við þær aðgerðir, sem við blasa og óhjákvæmilegar eru. Það er lítill ávinningur í því að lofa óbreyttum sköttum í öðru - orðinu en leggja síðan nýja skatta á í hinu. Það er tví- skinnungur að afneita vanda út- f lutningsins en fella síðan gengið næsta dag, og það er skammsýni að bregða upp glansmynd af ástandinu, ef hið sannaer þveröf- ugt. Það er alkunn staðreynd í pólitík, að fyrstu mánuðir hvers stjórnartímabils ráða úrslitum um gengi ríkisstjórnar. A þeim tíma hefur rikisstjórn byr hjá al- menningi og grið frá stjórnar- andstöðu. Þinghaldið, sem nú hefst, og stendur fram á vor, ræður miklu um hver framvindan verður. I upphafi beinist athyglín fyrst og fremst að tvennu, f járlagafrum- varpinu og frystihúsavandanum. Stjórnarandstaðan getur ekki og á ekki að gagnrýna aðhaldsað- gerðir, ef ríkisstjórnin beitir sér fyrir þeim. Fjárlagafrumvarpið mun strax gefa nokkra vísbend- ingu, en þar má heldur ekki neitt undan draga. Fjárlög segja lítið, ef stórum útgjaldaliðum er skot- ið á frest. Það bætir ekki stöðu ríkissjóðs eða viðmót skatt- greiðenda, ef beita á slíkum skollaleik. Stjórnarandstaðan getur held- ur ekki haft á móti úrlausnum á vanda útflutningsatvinnuveg- anna, nema síður sé. Þær þola enga bið. Fjölmargt fleira verður að sjálfsögðu í sviðsljósinu. Verk- efnin blasa hvarvetna við. Semja verður í kaup- og kjaramálum, finna lausn á Jan Mayen-deil- unni, ákveða fiskverð, taka ákvarðanir í orkumálum og svo mætti lengi telja. I öllum þessum málum verður ríkisstjórnin aðtaka af skarið, og á þessari stundu eru þessi orð sögð henni til varnaðar en ekki áfellis. Dómur verður ekki kveð- inn upp fyrr en öll spil liggja á borðinu. Ríkisstjórnin á útspilið og þess er beðið í ofvæni hvort úrræðin verða í samræmi við fyrirheitin. Það er undir ríkis- stjórninni sjálfri komið Hversvegna allur þessi afli, þegar vift neytum aöeins um 20 þús. lesta á ári? Svarift er aft vift tslendinga? erum sú þjóft sem mest er háft viftskiptum vift aftrar þjóftir vegna einhæfni i framleiftslu. — Undirstafta framleiftslu okkar er fiskurinn i sjónum. Vift notum þennan umfram afla sem gjaldmiftil til kaupa þeim nauftsynjium, sem okkur vantar og þessar nauftsynjar verftum vift aft flytja inn i landift. Með útflutningi sköpum við innflutning Markmift okkar meö fiskveift- um er þvi innflutningur. — Innflutningur á vélum, tækjum og búnaöi sem gerir okkur kleift aft lifa i þessu landi. Innflutn- ingur á þeim lifsgæftum, sem viö sækjumst eftir. Meft Utflutningi sköpum vift innflutning. — Hér er þvi um aft ræfta tvær hliftar á sama pening. Allur metingur um hvor at- vinnuvegurinn sé mikilvægari er þvi óþarfa timasóun. Viö skulum nU athuga afteins nánar hvaft þaft er sem vift flytj- um inn frá öftrum þjópum I skiptum fyrir fiskinn okkar og þá opnast ef til vill betur augu okkar á nauftsyn þessa atvinnu- vegar. Vift flytjum inn allt hráefni til iftnaftar, annaft en ull og skinn, allar rekstrarvörur fyrir sjáv- arUtveginn, landbúnaftinn, iftn- aftinn svo og alla aöra atvinnu- greinar i landinu. Fjárfest- ingarvörur til mannvirkja- gerfta, skipasmifta, verksmiftja og ibúftarhús. —Vélar, tæki og búnaft. —Matvæli, klæöi, lyf og aftrar lifsnauösynar fyrir fólkift I landinu. Tækni, hugvit og þekking. — Allt þetta og meira til flytjum viö inn frá öftrum þjóftum og þetta greiftum vift aö mestu meft þeim umfram afla, sem fiskveiftarnar færa okkur. Meft útflutningi sköpum vift innflutning — Hér er þvl um aft ræfta tvær hliftar á sama peningi, segir Jón Magnússon m.a. í grein sinni. „Óþarfa milliliðir” Samnefnari alls innflutnings er lifsgæfti og þessi lifsgæfti kaupum vift af öftrum þjóftum. Meft frjálsri verslun aukum vift Ufsgæfti okkar, en skerftum þau meft höftum. Sá atvinnuvegur sem annast þessa starfsemi fyrir okkur er nefndur heildsalar efta innflytj- endur og hefur löngum veriö litilsmetinn. Talinn óþarfa milliliftur. Ef þetta er rétt þvi hefur ekki orftiö breyting hér á i öll þessi ár. Ég veit ekki betur en aft vift búum vift öll form verslunar t.d. rikisverslun, inn- kaupastofnun, samvinnuversl- unina ofl.ofl. Eln og hálf mllllón lesta al llskl neðanmals Jón Magnússon bendir á tengsl útflutnings og innflutn- ings, sem hvorutveggja hafi úr- slitaþýftingu fyrir afkomu ís- lendinga. Hann leggur áherslu á, aft samkeppni sé nauftsynleg I innflutningsverslun. En samt heldur heildsalinn ennþá velli, þó óþarfur sé. Sannleikurinn er nefnilega sá aft sé innflutningurinn okkur nauftsyn, þá hlýtur innflytjand- inn aft vera þaö lika hverju nafni, sem hann er nefndur, heildsah S.I.S., rikiö, LIC efta eitthvaft annaft. Þaö er samkeppnin sem máli skiptir og meft um 400 innflytj- endum,aukS.I.S. á samkeppnin aft vera til staftar. Þeir sem ekki standast hana leggja bara upp laupana, þvi hér þýöir ekki aft leita til þess opinbera eftir styrkjum ef illa árar. Frekar hefur þaft verift hlutverk hins opinbera aft af- henda.erlendum aftilum þessa verslun á silfurfati meö óraun- hæfum verftlagsákvæöum. Kannski tekst þeim þaft? Reykjavik, 6 mars 1980.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.