Vísir - 10.03.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 10.03.1980, Blaðsíða 14
vlsm Mánudagur 10 mars 1980 LIPURT AFGREHSLUFOLK A AKUREYRI Bréfritari þakkar lipra þjónustu afgreiöslufólks á Akureyri. „Ég las i vetur grein eftir „Dalviking” um verslanir á Akureyri. Ég er honum ekki sammála þvi mér finnst versl- unarfólk svona yfirleitt lipurt og almennilegt. Þvi til sönnunar vil ég nefna ákveðiö dæmi: Ég er ekki frá Akureyri og var orðin sein fyrir og mig vantaði smágjöf handa nýfæddum frænda mlnum. Ég fór þá inn i stóra verslun i mið- bænum á Akureyri sem verslar meö barnaföt ásamt mörgu öðru. Ég rétt náöi inn fyrir lokun, en eitthvað var ég búin aö snúast áður en ég komst inn i barnafatadeildina til að kaupa á frændann. Þegar ég loksins komstþangaðvarklukkan orðin rúmlega 6. Kom þá afgreiðslu- stúlkan til min og spurði hvort hún gæti aðstoðað mig. Ég varð auðvitað mjög fegin yfir þessum góðu móttökum sem mér fannst ég varla eiga skilið. Það þarf ékki að orðlengja það að ég fékk þarna afbragðs þjónustu. Mér var sýnt allt mögulegt á frændann og ekki fannst mér konan sem afgreiddi mig sýna það i neinu að ég væri að eyða hennar fritima og annað starfsfólk farið heim. Það má vel þakka kurteisu og lipru starfsfólki það sem það á, en auðvitað er alltaf misjafn sauður i mörgu fé. Min reynsla af verslunarfólki á Akureyri er hins vegar yfirleitt góð. Sveitakona Bréfritari bendir á að göturnar séu þessa dagana eins og gata- sigti og geti það aukið á slysa hættu I umferðinni. Malbikiö er eins 09 gatasigtí H.G. Reykjavík skrifar. Skelfing er að sjá göturnar I Reykjavik þessa dagana. Allar i holum og dældum. Malbiksholur eru það alversta sem til er fyrir bilana af þvi tagi. Ein slæm hola getur þýtt dempari eða jafnvel pústgrein. Svo eru margir bilar á radialdekkjum og getur eitt högg af malbiksholu slitið stál- virinn i þeim og þá er dekkið farið. Nú eru göturnar að koma i ljós eftir vetraraksturinn og þá þarf eitthvað að fara að gera. Það er mikill skaði fyrir þjóð- félagið þegar dýrmæt tæki eins og bilar verða fyrir miklum skakkaföllum eða eyðileggjast fyrir aldur. Þess vegna er það allra gróði að göturnar séu góðar. Svo er það mikið öryggisatriði að göturnar séu i sæmilegu standi. Viða eru komnar rásir i göturnar og flóir þar vatnið i rigningu. Veröur miklu hálla fyrir bragðið. Þessar rásir i götunum eru einnig stórhættulegar, þvi bil- arnir eru eins og i stórsjó i þeim, rása til og frá. Sérstaklega er þetta hættulegt við akreina- skipti. Þá veit maður ekki fyrr til en maður stefnir á einhvern ljósastaurinn, annan bil eða jafnvel gangandi vegfarenda. „Athugaðu stýrisendana”, segir kannski einhver. Jú, jú mikið rétt. Þeir þurfa auðvitað að vera i lagi. En með slæmum götum aukast tvimælalaust lik- urnar á slysum og þau ber að hindra eins og hægt er. Að lokum vil ég svo benda á, að séu göturnar mikið „bættar” i beygjum, þá aukast likurnar á holum þar og slikt er stórhættu- legt. Þvi bið ég sérstaklega um heillegar viðgerðir i beygjum. Sýning ísienska dansflokksins til mikils soma fyrir bessa listgrein Tilefni þessara skrifa er gagnrýni, sem birst hefur um nýlega sýningu Islenska dans- flokksins. 1 þeirri gagnrýni þótti heldur litið til koma þess hluta dagskrárinnar, sem var „show” með alls kyns rytmiskum döns- um. Höfundar þessa hluta dag- skárinnar var þar að litlu getií og árangurinn ekki talinn upp á marga fiska. Þetta þykir mér ósanngjörn gagnrýni og vil þvi leeeia orð I belg. Sýning dansflokksins 17. febrúar siöastliðinn var öll að minum dómi aðdáunarverö. Ég hef sjálf veriö meira og minna við Þjóðleikhúsið frá 7 ára aldri og mér finnst ég hafa smá nasa- sjón af hvað hægt er að gera á skömmum tima ef vel er á haldið. Klassiskur dans er dásamlegur, en eigum við að halda áfram að righalda okkur i hann eingöngu. Sýningin þann 17. febrúar þar sem „Klassikin” byrjaði með öllum sinum glæsi- brag, dansararnir voru tigu- legir og sérlega nákvæmir I tón- listinni. Efa ég ekki að þessi . fyrri hluti sýningarinnar tók mikið þrek enda erfiður tekniskt séð. Eftir 20 minútna hlé, sem fór i hraöar búningaskiptingar og farðabreytingar. Þar á eftir kom „Kerran’ sem krefst bæði gáska, tækni og leikrænnar túlkunar, sem mér fannst þau komast nokkuð vel frá. Þessir tveir hlutar sýn- ingarinnar voru eftir ballet meistara flokksins Mr. K. Till son og eftir allan þann tima sem hann er búirv aö vera hér hefði e.t.v. átt að vera hægt að ná jafnvel meiru út úr þeim efnivií sem hann hefur. Nú koma aðrar 20 minútur i hlé og enn eru búningaskipt- ingar og farðabreytingar, þvi nú kemur allt annaö efni og öðru- visi en það, sem viö erum vön aC sjá til fslenska dansflokksins. Að minu mati er þetta einmitt það sem áhorfendur hafa lengi haft áhuga á, fjölbreytilegri dönsum, sem reynir á meira en bara klassik, og verö ég aC segja að eftir allt sem var á undan gengið (dansað) var undarlegt að sjá og finna allt það þol sem dansararnir áttu eftir til að sýna „Dans-kokkteil” sem saminn var af Sveinbjörgu Alexanders. Þar kom margt mjög skemmtilegt fyrir augu áhorf- enda sem nutu til fullnustu og miða ég þá við klapp og hlátur sem fór um salinn. Til dæmis var sýndur Rag- time þáttur sem var mjög hnit- miðaður, og Tango (óborgan- legt) þau voru öll fjögur dýrð- lega alvarleg þrátt fyrir hlátra- sköll i sal, svo Charleston, og þá var nú gaman þvi það var bæði vel gert og samið, Svinka stóð sig bara vel enda skemmtu börnin sem voru á sýningunni sér auöheyrilega vel, Disco- djassinn var svo smitandi að ég átti erfitt meö að sitja kyrr. Kynnirinn á heldur betur eftir að láta að sér kveða meö þessu áframhaldi. Siðan eftir alla þessa þolraun sem þetta hlýtur að hafa verið, dansa stúlkurnar Can Can af svo mikilli innlifun, að allur áhorfendasalurinn tók til að klappa I takt og verð ég að segja að mér hlýnaði um hjartaíætumar, þvi hvernig I ósköpunum var hægt á svo stuttum tima að kenna dönsur- unum alla þess mismunandi tækni ef ekki væri góður efni- viður i þeim, og ég tala nú ekki um góða, þolinmóða og ákveðna stjórnun. Sveinbjörg lagði mikiö á sig til þess að koma hingað, þvi hún vildi heldur sleppa a.m.k. tveim góðum hlutverk- um Uti i Köln, en missa af tæki- færi til að vinna með dönsurun- um hér sem hún augsýnilega hefur trú á, og leggur mikið á sig fyrir. Nú vitum við að það þarf fjöl- breytni i dansinn þVi aö i öllum þættinum hennar Sveinbjargar Alexanders, lýsti dansgleðin af dönsurunum. Gerir aðrir ballettmeistarar betur, með kærri þökk fyrir komuna I þetta sinn Sveinbjörg og i von um að þú leyfir okkur sem fyrstu aftur að njóta þinna hæfileika, þakka ég fyrir mig og þá sem hugsa svipað mér. A. Inga llaraldsdóttir. tslenski dansflokkurinn stóð sig mjög vel, aö mati bréfritara, þegar hann setti upp syningu sina á nu timadönsum og finnst honum gagnrýni hafa verið ósanngjörn. 18 ■ i sandkorh HVAD GERIR TÓMAS? Alþýðublaðið hefur vakið athygli á að fyrir meira en ári afhenti verðlagsstjóri þáver- andi viðskiptaráöherra, Svavari Gestssyni, skýrslu um vanskil umboðslauna. t skýrslunni kom meðal annars fram, að áætluð óskiiuð umboðslaun isienskra innflytjenda hafi numið, 2,3 milljörðum króna á árinu 1978. Er þessi upphæð talin nema 31-36% af áætluöum mynduð- um umboðslaunum. Bent er á I skýrsiunni að ætla megi aö vanskil af umboðslaunum hafi I för með sér undanskot á tekjum til skatts. Það hefur veriö mjög hljótt um þetta mái i langan tima, en fróðlegt verður aö fylgjast með þvi hvernig Tómas Arna- son núverandi viðskiptaráð- herra tekur á málinu. DANSKA OG LISTIR Það mun vera ákveðið að menntamálaráðuneytið verji 20 milljónum króna til að kosta dönskukennsiu i sjón- varpi og mun þetta koma fram I nýja fjárlagafrumvarpinu sem senn verður lagt fram. Hvers vegna danska var valin frekar en til dæmis norska eða sænska er ekki vitað. Þá mun vera gert ráð fyrir 1,5 milljón króna framlagi til tslenska dansflokksins en 35 milljón króna framlagi til Safnastofnunar Austurlands. Þessi mikli mismunar kann að stafa af þvi að nokkrir ráð- herranna eru að austan en enginn þeirra hins vegar i Dansflokknum. Kvikmyndasjóður mun eiga að fá 20 milljón króna framlag og gæti það dugað til að gera fimmta part úr einni kvik- mynd. SÖLUSKATTUR Eins og Visir hefur greint frá hafa skattyfirvöld úr- skurðað að Olfar Ágústsson kaupmaður á tsafirði skuli greiða söluskatt af samlokum sem hann framleiðir og selur. Af þessu tilefni birti Úlfar eftirfarandi auglýsingu i Vest- firska Fréttablaöinu: „Samkvæmt ákvörðun skattyfirvalda ber versluninni HAMRABORG að innheimta söluskatt af samlokum, þótt verslanir i Reykjavik geri það ekki. Þess vegna hafa samlok- urnar hækkað. Ennþá höfum við þó ekki fengið fyrirmæli um að inn- heimta söluskatt af ÍSMOL- UM svo þeir eru enn á gamla góða verðinu”. FÆÐINGIN Um leið og Óli fékk að vita að konan hans hafði eignast tvibura ruddist hann inn i fæð- ingarstofuna meö miklum lát- um. — tlt, hrópaði hjúkrunar- konan. Þú ert ekki steril. — Ég þarf nú ekki aö láta segja mér það, svaraði Óli hróðugur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.