Vísir - 10.03.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 10.03.1980, Blaðsíða 16
VtSIR Mánudagur 10 mars 1980 Dirk Bogarde og Andrea Ferreol i hlutverkum hjónanna i „örvæntingunni”. Belskt súkkulaðl Laugarásbió: örvæntingin Leikstjóri: Rainer Werner Fassbinder Handrit: Tom Stoppard, byggt á sögu Vladimir Nabokov Myndataka: Michael Ballhaus Aðalleikarar: Dirk Bogarde, Andrea Ferreol, Klaus Löwitsch og Volker Spengler Þýsk, árgerö 1978 „örvæntingin” fjallar um vel stæöan súkkulaöiframleiðanda, Hermann aö nafni, sem smám saman er að missa tökin á eigin lifi. Viðskiptin ganga vel en hjónabandiö er bágboriö. Jafn- hliöa upplausninni f hjónaband- inu verður Hermanni ljóst ótryggt þjóðfélagsástand i Þýskalandi og raunar i hinum vestræna heimi öllum. Atburöir myndarinnar gerast skömmu eftir hruniö i Wall Street og kreppan vofir yfir. Nasistum vex fiskur um hrygg, t.d. gengur nánasti samstarfs- maöur Hermanns i súkkulaöi verksmiöjunni i nasistabúningi viö vinnu sina. Þjóöfélagsleg vandamál eru þó ekki orsökin fyrir þeirri ósk Hermanns aö hverfa frá lifinu sem hann lifir, þau eru aöeins sýnd sem nokkurskonar undir- spil við baráttu Hermanns i einkalifinu. Samkvæmt skoðunum Fass- binders er aö finna i hverju sambandi, persónulegu eöa pólitísku, andstæöurnar kúgar- ann og þann kúgaöa. Þetta viö- horf einkennir flestar myndir hans og „örvæntingin” er engin undantekning þar á. Versti harðstjórinn aö dómi Fassbind- ers er þó ástin. Hann hefur látið hafa eftir sér aö ástin sé „besta, leyndasta og áhrifamesta verk- færi félagslegrar kúgunar”. hvikmyndir Sólveig K. Jónsdóttir skrifar Eiginkona Hermanns og ást- maður hennar ræða alltaf um Hermann sem „húsbóndann”, en hann er þó I raun sá kúgaði. Eiginkonan fer stöðugt sinu fram og erfitt og flókið samband hjónanna er veigamesta ástæöan fyrir ósk Hermanns um hlutverkaskipti. Hermann rekst á flæking, og tælir hann til að hafa fataskipti viö sig, myröir hann siöan og telursig hafa framið fullkominn glæp. Smávægileg yfirsjón verður þó til þess aö Hermann verður aö afklæöast tötrum flækingsins og snúa aftur til fyrra hlutverks. öll tæknivinna við „örvænt- inguna” er frábær og þó einkum kvikmyndatakan. Fassbinder hefur smekk fyrir óvenjulega kvikmyndatöku, persónurnar sjástí speglum, gegnum skreytt gler og frá sérkennilegum sjónarhornum. Fassbinder hefur valiö úrvals leikara i aðalhlutverkin og Dirk Bogarde fer snilldarlega með hlutverk hins geðtruflaða súkkulaöif ramleiöanda. „örvæntingin” er aö mörgu leyti áhrifamikiö verk en túlkun Dirk Bogarde á Hermanni á ekki minnstan þátt I þvi.Astæö urnar fyrir uppgjöf Hermanns eru hins vegar ekki nægilega ljósar. Ef til vill felst skýringin þó i oröum flækingsins þegar hann segir Hermanni aö hann trúi ekki á ástina fremur en aðrar borgaralegar uppfinn- ingar, svo sem trúarbrögð og ljóö. Vináttan er aö mati flækingsins meira viröi og Her- mann á auðvelt meö aö skipta um hlutverk við flækinginn, — þeir eru báöir vinasnauöir. Þrátt fyrir að deila megi um þaö hvernig Fassbinder hafi tekist upp i þetta sinn, er óhætt að mæla meö „örvæntingunni” sem áhugaveröri kvikmynd. — SKJ 20 Umsjón: Katrin Pálsdóttir SKÁKMEISTARAR í MÍR-SALNUMl Stórmeistarinn Vasjúkov og alþjóölegi meistarinn Kúpreit- sik, sovésku þátttakendurnir á Reykjavikurskákmótinu, veröa gestir i MÍR-salnum á þriöju- dagskvöldið kl. 20.30. Þar mun Vasjúkov rabba um sitthvaö þaö sem nú ber hæst I skákheiminum og segja frá þátt- töku sinni á alþjóðamótum. Einnig frá frægum skákmeistur- um m.a. heimsmeistaranum Anatóli Karpov, en Vasjúkov var aðstoöarmaður hans, þegar hann tefldi viö Kortsnoj um heims- meistaratitilinn á Filipsseyjum. Ef áhugi reynist vera fyrir hendi mun Kúpreitsik tefla fjöl- tefli viö þá sem vilja og hafa meö sér töfl. Þrfviddarverk í Suðurgötu 7 Bandarikjamaðurinn Dave Defrando hefur opnað sýningu á verkum sinum I Galleri Suöur- götu 7. Hann stundaöi nám I School of theDayton Art Institutel Ohio. Þá hefur hann einnig numið I Þýska- landi. Defrado hefur undanarin ár sérhæft sig I þrlvlddar málverk- um. Þá eru á sýningunni verk sem hann hefur unnið með ljós- ritunartækni. Sýningin verður opin daglega frá klukkan 20 til 22 og frá klukk- an 14 til 22 um helgar. Hénni lýkur 16. mars. Outi Heiskanen sýnir grafikmyndir í anddyri Norræna hússins. Sýning hennar stendur út mars. Heiskanen hefur m.a. sýnt verk sin I Tei Aviv, Stokkhólmi, New York, San Francisco, Moskvu og London. Þá hefur hún tekið þátt I alþjóðlegum sýningum svo sem alþjóða graflkbienainum í Fiórens. Jassað á Hótel Sögu Jassvakning gengst fyrir jass- kvöldi i Atthagasal Hótel Sögu I kvöld, en þaö hefst kl. 21. Dagskrá kvöldsins verður fjöl- breytt. Big-Band Hornaflokks Kópavogs leikur undir stjórn Gunnars Ormslev. Hljómsveitina skipar ungt fólk sem starfaö hefur meö Skólahljómsveit Kópa- vogs undanfarin ár. Þá mun hljómsveitin Mezzo- forte tropa upp. Hana skipa: Friörik Karlsson (gltar), Eyþór Gunnarsson (hljómborð), Björn Thorarensen (hljómborö), Jóhann Asmundsson (bassi) og Gunnlaugur Briem (trommur). Auk þessara tveggja hljóm- sveita munu tveir félagar úr Sin- fóniuhljómsveit Islands koma fram. Þaö eru þeir Richard Korn Bassaleikari og Graham Smith fiöluleikari. Handritasýnlng I Safnahúsinu Merk handrit eru nú til sýnis I anddyri Safnahússins viö Hverfisgötu. Þetta eru handrit sem Landsbókasafnið hefur eignast á slöustu misserum. Sýnd eru m.a.. sýnishorn eiginhandarrita nokkurra skálda og rithöfunda, t.d. Egg- erts Ólafssonar, Jóns Trausta, Theodórs Friörikssonar og Jóhannesar úr Kötlum. Þá er einnig á sýningunni 18. aldar uppskrift Annála Björns á Skarösá og sýnishorn einnar dagbókar Finnboga Bernódus- sonar I Bolungarvik. Hann gaf Landsbókasafni dagbækur sinar allt frá 1914. Hljómsveitin Mezzoforte mun m.a. koma fram á jasskvöldi á Hótei Sögu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.