Vísir - 10.03.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 10.03.1980, Blaðsíða 24
Mánudagur 10. mars 1980 síminn er86611 Spásvæði Veðurstofu islands eru þessi: 1. Faxaflói, 2. Breiðafjörð- ur, 3. Vestfiröir, 4. Norður- | land, 5. Norðausturland, 6. . Austfirðir, 7. Suðausturland, [ 8. Suðvesturland. veðurspá S dagsins [ Á vestanverðu Grænlandshafi er hægt minnkandi og nærri I kyrrstæð 976 mb lægð. Um 800 km suður af Hvarfi er vaxandi j 985 mb lægð sem hreyfist hratt austnorðaustur. Iíiti verður j enn mjög nærri frostmarki . víðast hvar. | Suðvesturiand til Vestfjarða: j Hægviöri en sunnan gola til | landsins en sums staöar kaldi , eða stinningskaldi á miöum. Él. Norðurland: Sunnan gola eða | kaldi, dálftil él vestan til en ■ þurrt austan til. Norðausturland og Austfiröir: ■ Hægviðri eða sunnan gola. Að ■ mestu bjart til landsins en ■ viða skýjað á miðum. Suðausturland: Hægviðri til ■ landsins en suðvestan gola eöa I kaldi á miöum. Él. veðrið S hér og Dar i Klukkan sex I morgun: Akur- I eyri léttskýjaö 4-2, Bergen ® skýjað 1, Feneyjar þokumóða I 2, Kaupmannahöfn þokumóða 1 0, Osló snjókcma 4-1, Reykja- I vfksnjóél 4-3, Rómskýjað 10, Stokkhólmur snjókoma 4-3, I Þórshöfn haglél 3. Klukkan átján I gær: Aþena léttskýjaö 11, Berlln silld 2, Frankfurt léttskýjaö 9, Nuuk skýjað 4-11, London | léttskýjað 9, Luxemburg létt- , skýjaö 4, Las Palmas skýjaö J 17, Malktrca heiörfkt 12, Mon- . trealléttskýjaö 4-1, Nevv York | heiðrikt 0, Paris skýjað 9, Malaga léttskýjað 16, Vln | rigning4, Winnipegléttskýjað 4-6. Loki segír Þá segja fiskifræðingar að loðnan fyrir Austurlandi sé horfin eða uppurin. Varla þarf þá aö rifast lengur um, hver fær að veiöa hana. Fiskifræðingar efllr síðasta rannsóknarleiðangurlnn: „LOBNM FYRIR LUSTAN ER NÚ ÖLL UrrURIN” „Skoðum málið slrax í dag” segir sjávarúlvegsráðherra - ..Þetta er tðmt kjaftæði” segír Eggert Gislason sklpstjóri „Niðurstaðan af leiðangrin- um er I fáum orðum sú, að austangangan er hreinlega upp- urin”, sagði Sveinn Svein- björnsson, fiskifræðingur, en hann var leiöangursstjóri á Árna Friðrikssyni sem kom til hafnar á laugardaginn. „Við fundum smá-loðnuflekk rétt austan við Skaftárósinn og hann var ekki stærri en 2 1/2 fermfla. Við leituðum vandlega fyrir Austurlandi, Suð-Austur- landi, viö Mýrarbugt og á Meðallandsbugtinni og uröum hvergi varir við neitt verulegt magn”. — Er þá búið að veiða upp austan-gönguna? „Það er ekki þar með sagt að búið sé að veiða hana upp, en hún er uppurin. Við höfðum gert ráð fyrir aö loðnumagnið væri tvö til þrjú hundruð þúsund tonn, þegar gangan kæmi suöur fyrir landið en nú er hún ekki meira en fjörutiu þúsund tonn. Það hafa sem sagt horfið 2-300 þúsund lestir af loðnu.” — Nú segja skipstjórar að töluvert loðnumagn sé enn fyrir norðan. Getur verið að loönan gangi bara svona seint? „Nei. Það gæti verið ungloöna fyrir noröan. Þá verður alltaf einhver hrygningarloðna eftir fyrir norðan, misjafnlega mikið magn. Loönufregnir að norðan koma mér þvl ekkert á óvart”, sagði Sveinn Sveinbjörnsson. Skoðað strax i dag „Ég ætla aö skoða þetta mál strax I dag og mjög fljótlega verður tekin ákvörðun um hvort eitthvað og þá hvað á að gera”, sagði Steingrlmur Hermanns- son, sjávarútvegsráöherra. „Þaö fer tvennum sögum um þetta mál og þvl verður aö rann- saka það vel. Slðan loðnuveiöar voru leyfðar aftur eftir stoppið I febrúar hafa veiðst 55 þúsund lestir, þar af aöeins um 2.300 lestir af austangöngunni. Þaö er þvi næsta vlst, aö ekki hefur verið um ofveiöi á henni aö ræða”. „Kjaftæði” „Þaö er eins og hvert annað kjaftæði að lltið sé eftir af loðnu, það er allt fullt af loönu fyrir norðan”, sagöi Eggert Glslason, skipstjóri. I viðtali viö VIsi I morgun. „Loðnan er heldur dreifðari en hún hefur verið og það hefur platað bæði fiskifræðinga og aðra”, bætti Eggert við. —ATA 6 Scsw'™ Fjöldi áhorfenda hefur fylgst meö Reykjavikurskákmótinu, og þar af margir af yngri kynslóöinni. Vfsismynd: JA Féll fyrir borð og drukknáoi Háseti á netabát frá Vest- mannaeyjum féll útbyrðis og drukknaði er báturinn var að veiðum Uti af Ingólfshöfða á föstudaginn. Maðurinn hét Sævar Jensson, 31 árs að aldri, með lög- heimili I Reykjavlk. Skipverjar voru aö léggja netin þegar slysið varö. Sævar ætlaöi að stytta sér leið upp á efra þilfar með því aö vega sig upp utan á borðstokknum, en missti takið og féll I sjóinn. Háseti og skipstjór- inn stungu sér I sjóinn og var búið að ná Sævari um borð eftir tæpar tlu mlnútur. Llfgunartilraunir báru ekki árangur. —SG Fundarbjöll- unnf skllað Fundarbjalla Alþingis, sem hvarf Ur þinghúsinu fyrir nokkr- um vikum, er komin I leitirnar. Hringt var til Dagblaðsins I gær og tilkynnt að bjölluna væri aö finna við styttu Jónasar Hall- grímssonar I Hljómskálagarðin- um og reyndist það rétt vera. Lögreglan sótti bjölluna á þennan tiltekna stað og virtist hún óskemmd. Rannsóknarlög- regla rlkisins tók bjölluna I sína vörslu, en enga orðsendingu var að finna með fundarbjöllunni. Fær hún nú væntanlega sinn gamla sess I sölum Alþingis. —SG Fékk milljón í verðlaun Sovéski skákkappinn Viktor Kupreichik var eitt sólskinsbros á göngum Loftleiöahótelsins I gær og hann haföi svo sannar- lega ástæöu til þess aö brosa. Héöan fer hann sem stórmeist- ari og sigurvegari Reykjavlkur- skákmótsins meö 2.500 dollara verölaun I pokahorninu. Hann hlaut 8,5 vinninga. Skák þeirra Kupreichik og Walter Browne i 13. og siðustu amferöinni i' gær stóð stutt, en hefði Browne unnið hana hefði aann oröið jafn Kupreichik i vinningum. Þeir sömdu hins vegar um jafntefli eftir klukku- tima og Browne hafnaði bar með i 2. sæti með 7,5 vinninga. „Ég komst ekkert áfram með tiann, sama hvað ég reyndi, auk þesssem ég hafði nauman tima. En ég barðist og hafnaði jafn- tefli i 10. leik, sem hann bauð mér” sagði Walter Browne er Vlsir ræddi við hann eftir jafn- teflið. Bandarikjamaöurinn sagöist einnig hafa orðiö að lita \ að betra væri hálfur vinningur en enginn. „Þetta hefur verið skemmtilegt mót, mér llkar vel hér á landi og kannski kem ég á næsta Reykjavikurmót” sagði Browne sem heldur heimleiðis I dag. I þriðja til fjóröa sæti voru Sosonko og Miles með 7 vinn- inga, en úrslitin I heild eru birt á bls.2 ‘ „Kostnaður við mótshaldið losar 20 milljónir en aögangs- eyrir nemur um 5 milljónum króna. Aðsókn var með dræm- ara móti, en bersýnilegt að mót- ið hefur engu aö síður vakiö al- menna athygli og áhuga” sagði Einar S. Einarsson forseti Skáksambandsins I morgun. Rlki og Reykjavlkurborg hafa enn ekki ákveöiö styrki til móts- ins en sótt hefur verið um 2,5 milljónir frá hvorum aðila. Einar benti á, að á siðasta Reykjavikurmóti hefðu Larsen og Friðrik Ólafsson báðir verið með og átt sinn þátt I þeirri miklu aðsókn sem þá var. —SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.