Vísir - 11.03.1980, Side 1

Vísir - 11.03.1980, Side 1
Beiðni FlugleiDa um 2000 milllóna ríKisábyrgð tll athugunar hjá stjðrnvöldum: FULLTRUAR ÞINGFLOKKAHHA RANNSAKA STðBU FLU6LEIBAI „Stóra spurningln hvorl þetta er fyrsta vfðurkenning Flugleiða á Dví hruni sem tramunflan Kann að vera” ■segír ólafur Hagnar Grímsson, sem á sætl f nefndlnnil „Stóra spurningin I þessu máii er hvort þessi beiðni sé fyrsta viöurkenningin af hálfu Flugleiöa á því hruni, sem framundan kann aö vera hjá fyrirtækinu”, sagöi Ólafur Ragnar Grimsson, alþingismaöur, ísamtaliviö VIsi f morgun, en ólafur er fulltrúi Alþýöubandalagsins I nefnd þeirri, sem skipuö var i gær aö frumkvæöi fjármálaráöerra til aö afla upplýsinga um stööu Flug- leiöa. Fjármálaráöherra fór þess á leit viö þingflokkana I gær, aö þeir skipuöu fulltrúa I nefnd, sem heföi þaö hlutverk aö afla gagna um stööu Flugleiöa I kjölfar beiöni fyrirtækisins um rlkisá- byrgö fyrir rekstrarláni aö upp- hæö rilmlega tvö þúsund milljónir króna,sem Visir skýröi frá i gær. Auk Ólafs eru i nefndinni Guömundur G. Þórarinsson af hálfu Framsóknarflokksins, Sig- hvatur Björgvinsson af hálfu Alþýöuflokksins og Matthías Á. Mathiesen fyrir Sjálfstæöisflokk- inn. Aöspuröur um þau skilyröi, sem kynnu aö veröa sett fyrir rikisábyrgö, kvaö Ólafur Ragnar þaö auösætt mál, aö afla yröi víö- tækra uppiysinga um eignir, rekstrarstööu og framtiöarhorfur Flugleiöa. „Þaö veröur einnig aö athuga þau veö, sem Flugleiöir setja fyrir þessu láni, hvort þau veröa I formi flugvéla sem eru auöselj- anlegar erlendis eöa I formi fast- eigna hér heima, sem fyrirtækiö vill kannski gjarnan losna viö”, sagöi Ólafur. Hann bætti þvi viö, aö meö skipan nefndarinnar I gær hafi Alþingi stigiö fyrsta skrefiö I þá átt aö hafa meö formlegum hætti afskipti af rekstri Flugleiöa. „Þessari nefnd er ætlaö aö fylgjast meö málinu og þá fyrst og fremst aö afla upplýsinga um fjárhagsstööu Flugleiöa og þær tryggingar, sem fyrirtækiö setur fyrir láninu”, sagöi Ragnar Arnalds, fjármálaráöherra, I morgun. Hann sagöi ennfremur, aö nefndin yröi kölluö saman upp úr miöri viku og aö ákvöröun i þessu máli gæti ekki dregist mjög lengi. „Ég vil ekkert um þetta segja, aö svo komnu máli, enda hef ég ekki séö þau gögn, sem þurfa aö liggja fyrir áöur en ákvöröun er tekin”, sagöi Sighvatur Björg- vinsson, þegar Visir spuröi hann um afstööu hans til málsins. Visi tókst ekki aö ná sambandi viö þá Matthías A. Mathiesen og Guömund G. Þórarinsson I morg- un. —P.M. Fjárlagafrumvarpiö var lagtfram á Alþingi I gær, og hér á myndinni sést Ragnar Arnalds, fjármálaráöherra, vekja athygli Steingríms Hermannssonar, sjávarútvegsráöherra, á einhverjum ákvæöum I frumvarpinu. Visir hefur undanfarna daga skýrt frá helstu atriöum . frumvarpsins, en fjallaö er um nokkur atriöi tii viöbótar á bls. 2 og baksiöu. Visismynd: GVA Breytt lánakjðr Llleyrissjóðs starfsmanna ríklsins: Höfuöstóllinn uækkar úr 4 milljúnum í 17 á fimm árum - miðað við að verðbólgan verði sú sama og í fyrra „Ég lít svo á,að sjóðurinn sé að blekkja sjóðseigendur með þessum lánum, því þeim er engin grein gerð fyrir því hverslags kjör er um að ræða", sagði Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Starfsmannafélags ríkisstofnana, þegar Vísir innti hann eftir þeim breytingum, sem hafa verið gerðar á lánakjörum Lífeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins. Nýju reglurnar kveöa á um aö lán úr sjóönum veröi verötryggö meö svokallaöri lánskjaravisi- tölu, sem er aö einum þriöja byggingavisitala og aö tveimur þriöjuframfærsluvisitala. Þetta þýöir aö afborganir og höfuö- stóll hækka I réttu hlutfalli viö veröbólguna. Gunnar tók sem dæmi að væri i dag tekið lán á þessum kjörum aö upphæð fjórar milljónir króna til tuttugu og fimm ára, myndi lántakandinn þurfa aö greiöa rúmlega 1,2 milljónir króna i vexti og afborganir áriö 1985. Höfuöstóllinn heföi stööugt vaxiö og eftir aö hafa greitt af upphaflega fjögurra milljóna króna láninu á fimm ár, væru eftirstöövarnar rúmlega sautján milljónir króna. Þessir útreikningar miðast viö áfram- haldandi 40% verðbólgu eins og var á slöasta ári. „Ég er klár á þvi.að hvert ein- asta heimili sem tekur þetta lán, ásamt húsnæöismála- stjórnarláninu, veröur gjald- þrota á þremur árum. Lána- kjaravisitalan hækkar mun örar en kaupgjaldsvisitalan þannig aö verðbólgan hækkar skulda- byröina mun meira en launin, sem eiga aö standa undir greiöslu skuldarinnar”, sagöi Gunnar Gunnarsson. Visi lék forvitni á aö vita hvort þessi nýju kjör heföu haft þau áhrif aö fólk tæki siöur lán úr sjóönum eöa drægi jafnvel umsóknir til baka. „Ég hef ekki orðiö var viö aö þessar breytingar hafi haft > nokkur áhrif á lánaumsóknir”, sagöi Guöjón Albertsson starfs- maöur lifeyrissjóösins. „Lánaþörfin er auövitaö sú sama og áöur og umsóknirnar streyma inn jafnt og stööugt og ég veit ekki til aö nokkur hafi dregiö til baka sina lánsum- sókn”, sagöi Guöjón. —PM

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.