Vísir - 11.03.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 11.03.1980, Blaðsíða 3
3 vísm Þriöjudagur 11. mars 1980 Reykjavfkurskákmólinu slitlð: Keppendum úthlutaö verölaunum og gjöfum Þátttakendur á Reykjavikurskákmótinu voru leystir út með verðlaunum og gjöfum i hófi, er Ingvar Gislason menntamálaráðherra hélt síðdegis i gær. RáBherra flutti ávarp og bauð gesti velkomna, en sfðan tók Einar S. Einarsson, forseti Skáksambandsins og formaður skákstjórnar, til máls og afhenti keppendum verðlaun. Þótt Kup- reichik væri sigurvegari móts- ins og fengi hæstu peningaverð- launin, 2.500 dollara, fengu allir sitt. Walter Browne fékk 1.800 dollara I önnur verðlaun og þeir Sosonko og Miles fengu samtals tvö þúsund dollara fyrir 3.-4. sæti. Alls fengu sjö efstu skák- mennirnir verölaun en auk þess fengu allir keppendur 50 dollara fyrir hverja unna skák, 15 doll- arafyrir tapaða skák og 10 fyrir hvert jafntefli. Verslunin Jónsval gaf fjórum efstu mönnum mótsins reyktan lax og Handprjónasamband Is- lands veitti sigurvegaranum vöruúttekt f verslun sambands- ins. Sérstök feguröarverðlaun voru veitt fyrir fallegustu skák mótsins og hlaut Margeir Pétursson þau fyrir skák sina gegn Hauki Angantýssyni. Einar S. Einarsson færði keppendum, starfsmönnum og öðrum þakkir fyrir góöa frammistööu á Reykjavikur- skákmótinu og óskaði erlendum gestum góörar heimferðar. Jafnframt kynnti hann við- stöddum nýja gestabók, sem Skáksambandiö hefur tekið i notkun. Hún er gerð af Halldóri Sigurðssyni á Egilsstöðum, spjöldin gerð úr fslenskum viði, skreytt höfðaletri. Var það mál manna, að þetta heföi verið góður endir á góðu Reykjavikurmóti. —SG Þráinn Guðmundsson, blaðafulltrúi mótsins, ræðir viö skákkappana Helga ólafsson og Walter Browne. (Vísism.GVA) Einar S. Einarsson fagnar sigurvegaranum, Viktor Kupreichik. Friðrik ólafsson stórmeistari og forseti FIDE heiisar ráðherra- hjónunum, Ingvari Gfslasyni og Auði Erlingsdóttur. R ÝMINGA RSALA Við erum að lagfæra og hagræða á /ager okkar og verkstæði að SÍÐUMÚLA 23 (SELMÚLAMEGIN) og bjóðum þess vegna á mjög niðursettu verði eftirfarandi húsgögn: STÖK SÓFASETT • STÖK BORÐSTOFUBORÐ • SÓFABORÐ • HORNBORÐ • STÓLA • SKÁPA OG ÝMSA AÐRA HLUTI | Einnig rýmum við til á áklæðislager okkar og Jy j seljum því HÚSGAGNAÁKLÆÐI í bútum og lengri lengdum RÝM/NGARSALAN STENDUR YF/R ÞESSA VIKU LAGER OG VERKSTÆÐI, SÍÐUMÚLA 23, SELMÚLAMEG/N.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.