Vísir - 11.03.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 11.03.1980, Blaðsíða 4
Þriðjudagur 11. mars 1980 4 Tilkynning um aðstöðugjald í Reykjavík Akveðið er að innheimta i Reykjavik aðstöðugjald á árinu 1980 samkvæmt heimild i V. kafla laga nr. 8/1972 um tekju- stofna sveitarfélaga og reglugerð nr. 81/1962 um aðstöðugjald, sbr. lög nr. 104/1073. Samkvæmt ákvörðun borgarstjórnar verður gjaldstigi eins og hér segir: A) 0.33% af rekstri fiskiskipa og flugvéla. B) 0.65% af rekstri verslunarskipa og fiskiðnaði. C) 1.00% af hvers konar iðnaði öðrum. D) 1.30% af öðrum atvinnurekstri. Prentun og útgáfa dagblaða skal þó vera undanþegin aðstöðugjaldi. Með tilvisun til framangreindra laga og reglugerðar er enn fremur vakin athygli á eftirfarandi: 1. Þeir, sem framtalsskyldir eru i Reykja- vik, en hafa með höndum aðstöðu- gjaldsskylda starfsemi i öðrum sveitar- félögum, þurfa að senda Skattstjóran- um i Reykjavik sundurliðun, er sýni, hvað af útgjöldum þeirra er bundið þeirri starfsemi, sbr. ákvæði 8. gr. reglugerðarinnar. 2. Þeir, sem framtalsskyldir eru utan Reykjavikur, en hafa með höndum að- stöðugjaldsskylda starfsemi i Reykja- vik, þurfa að skila til skattstjórans i þvi umdæmi, þar sem þeir eru heimilisfast- ir, yfirliti um útgjöld sin vegna starf- seminnar i Reykjavik. 3. Þeir, sem margþætta atvinnu reka, þannig að útgjöld þeirra teljast til fleiri en aðeins gjaldflokks samkvæmt ofan- greindri gjaldskrá, þurfa að senda fullnægjandi greinargerð um, hvað af útgjöldunum tilheyri hverjum einstök- um gjaldflokki, sbr. 7. gr. reglugerðar- innar. Framangreind gögn ber mönnum að senda til skattstjóra eigi siðar en 15. april n.k., en félögum og öðrum lögaðilum eigi siðar en 31. mai n.k. Að öðrum kosti verður aðstöðugjaldið, svo og skipting i gjaldflokka, áætlað eða aðilum gert að greiða aðstöðugjald af öllum útgjöldum samkv. þeim gjaldflokki, sem hæstur er. Reykjavik 10. marz 1980 SKATTSTJÓRINN í REYKJAVíK. \Á Smurbrauðstofan BJQRNINN Njálsgötu 49 — Simi 15105 Urval af bílaáklæöum (coverum) Sendum í póstkrofu Altikabúðin Hverfisgotu 72 S 22677 Lögreglumenn hörfa með særöan félaga sinn f skjóli táragass eftir viöureign við sendiráö. — Ekkert Mið-Amerikulandanna hefur sloppið viðtöku skæruiiða á erlendum sendiráöum. TREYSTA BETUR MORDKUTANUM EN RÆÐUSNILLDINNI Mannvig eru á hraðri leiö með aö veröa fastur þáttur i pólitisku starfi bæði vinstri- og hægri- manna i Guatemala. óþolinmóðir eftir margra ára stjórn hersins og hvattir af bylt- ingunni i Nicaragua i fyrra gripa herskáir vinstrimenn i Guate- mala æ oftar til byssunnar til þess að knýja á um róttækar félagsleg- ar umbætur. En um leið hafa erkifjendur þeirra, ýmis leynifélög róttækra hægrimanna, sem ganga undir nöfnum eins og „Hvita höndin” eöa „Auga fyrir auga”, hrundið af stað nýrri öldu launmoröa og pyndinga. vaikösturinn hleöst upp Með degi hverjum berast nýjar fréttir af skotbardögum, mann- ránum og launmorðum, svo aö stööugt hækkar valkösturinn, sem taldi um þúsund fallna á síð- asta ári. Sfðasti mánuður hefur veriö sérlega róstusamur, þar sem átökum verður helst líkt við kappleik, þar sem „allir berjast viö alla”. öfgahópar bæöi á vinstri og hægri væng og svo öryggissveitir stjórnarinnar eig- ast þar viö. Er svo komið, að Guatemala-búau, sem eru mörgu misjöfnu vanir, og kalla þvf ekki allt ömmu slna I þess- um efnum, þykir oröiö nóg um. 31. janúar létu 39 lifiö í bruna, sem skildi spænska sendiráðið i Guatemalaborg eftir i rjúkandi rúst. Herskáir smábændur og stúdentar höfðu hertekið sendi- ráðið, en öryggissveitir buöu hættunni byrginn og freistuðu aö ná sendiráðinu með áhlaup- inu. Smábændurnir voru vopn- aðir ikveikjusprengjum, og gerðu alvöru úr hótunum sinum, þegar þeir urðu atlögunnar varir. — Lucas Romeo Caricia, forseti, lýsti ábyrgð á hendur öfgaöflunum, en Madridstjórn- in, sem haföi skorað á yfirvöld Guatemala aö taka tillit til gisl- anna og reyna ekki að beita hörku, rauf stjórnmálasam- bandiö v! Guatemala, og kenndi yfirvöldum um. — Aðeins einn maöur úr liði smábænda komst lifs af, en honum var rænt af sjúkrahúsi nokkrum dögum sið- ar, og liki hans var síðar varpaö úr bifreið á ferð um stræti höfuðborgarinnar. 4. febrúar veittu vinstrisinnar skæruliöar varöflokki úr hernum fyrirsát, og drápu þrettán her- menn, samkvæmt opinberum fréttum. — Þannig mætti áfram telja, en nýjasta blöðbaðið varö 3. mars, þegar niu smábændur létu lifið i kúlnahrið, sem hermenn létu rigna yfir mannsafnið i Quiche, en það héraö er I vestur- hluta landsins og hefur löngum þótt eitthvert róstusamasta hérað landsins. Hafa skæruliöar hvergi veriö eins atkvæðamiklir og þar. — Þann sama dag var auðugur kaupsýslumaður skotinn til bana aöutan Umsjón: | Guðmundur ' Pétursson um hábiartan dag i Guatemala- borg, og lik tveggja stúdenta fundust illa leikin eftir pynd- ingar. Komlð að suðupunktl? Americo Cifuentes Rivas, einn af framámönnum FUR-flokksins, sagði i viðtali við fréttamenn Reuters um helgina, aö senn hlyti aö draga til stórtíðinda i Guate- mala, eins og ástandiö væri orðiö. FUR-flokkurinn eöa byltingar- fylkingin, eins og nafn hans mundi útleggjast á islensku, hlaut viðurkenningu þess opinbera og leyfi til þess að bjóöa i fyrsta sinn fram til kosninganna fyrir ári. Þrátt fyrir byltingarnafnið þykir flokkurinn sósialskur i hófi og lýöræðislega sinnaður. Leiðtogi flokksins og nokkrir aðrir for- ystumenn hans hafa verið myrtir á þessum tólf mánuðum, siöan flokkurinn fékk að bjóða fram. Cifuentes Rivas heldur þvi fram, að leynifélög hægri öfgaafl- anna njóti blessunar yfirvalda til óþokkaverka sinna. — „Hugsun- arhátturinn er oröinn þannig, að mönnum finnst besta leiðin til þess aö þagga niöur i stjórnar- andstööunni vera sú aö ráða for- ystumenn hennar einfaldlega af dögum”, segir hann. Carlos Vielman Toledo, tals- maöur stjórnarinnar, aftók með Öllu, þegar fréttamaður Reuters bar undir hann þessar ásakanir Rivas, að hiö opinbera styddi morðingjasveitir öfgaaflanna. — „Stjórnvöld hafa lent á milli steins og sleggju i þessari hildi, sem háö er af öfgaöflum á báöar hendur”, sagði hann. Vielman Toledo tekur undir það, að ofbeldið, sem tröllriöið hefur Guatemala þau 26 ár, sem herinn hefur farið meö stjórn landsins, hafi blossaö upp úr öllu valdi eftir byltinguna i Nicara- gua og átökin i E1 Salvador, þar sem heita má, aö riki nú borgara- styrjöld. Þó vill hann ekki taka undir þær skoðanir, sem ganga út frá þvi, að byltingarsigur I einu Suöur-Amerikulandinu leiöi af sér byltingar i nágrannaríkjun- um. — „Við erum i þeirri sér- stöðu, að við erum lýðræðisriki. Hjá okkur fara fram kosningar og hér rikir fullkomiö prentfrelsi”, sagði hann. Á mllll stelns og sleoolu Einn grimmasti andstæðingur stjórnvalda er „Skæruliöaher hinna snauöu”, sem i daglegu tali er auðkenndur af skammstöfun- inni EGP. Til skamms tima ein- skorðuðust aðgerðir hans helst við Quiche, þar sem hann sótti sitt hald og traust til blásnauðra smá- bænda. En eftir þvi sem ofbeldis- og hryðjuverkaaldan hefur risið hærra hafa fleiri verkalýðs- og stúdentasamtök, sem áður voru friðsöm, slegist í liö með EGP. — ' 1 fyrra rændi EGP voldugum kaupsýslumanni, og‘ lauk þvi mál með greiðslu 5 milljón dollara lausnargjalds, og stefnuskrá skæruliðanna var birt i nokkrum löndum. Kaþólska kirkjan, sem er mjög áhrifamikil i Guatemala, eins og vfðar i latnesku Ameriku, hefur að sjálfsögöu fordæmt öll mann- víg og önnur hermdarverk, sem hún segir framkölluð af langvar- andi óréttlæti í landinu. Túrlsmlnn prlfst Hryðjuverkin hafa leitt til ólgu i atvinnulifinu og menn kviða þvi, aö senn fari þess að gæta i efna- hagslifi landsins, en Guatemala er eitt iðnþróaöasta riki Mið- Ameriku. Þó segja feröamála- yfirvöld landsins, að feröaiðnaður landsins hafi aldrei þrifist betur. Fleiri ferðamenn koma en nokkru sinni fyrr til þess aö orna sér á Kyrrahafsströndinni og dást að arfleifð Maya-indiana, eða njóta fegurðar landsins. Ferðamenn kom aðallega frá Mið-Ameriku, Bandarikjunum, Vestur-Þýska- landi og Frakklandi. Ferðamannaiðnaðurinn er þriöji stærsti gjaldeyristekjuliður Guatemala á eftir kaffi og bað- mull.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.