Vísir - 11.03.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 11.03.1980, Blaðsíða 8
8 vtsm Þriöjudagur 11. mars 1980 utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davið Guömundsson Ritstjórar: ölafur Ragnarsson Ellert B. Schram Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Friða Astvaldsdóttir, Gisli Sigurgeirsson, Hannes Sigurðsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Páll Magnússon, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson, Askrift er kr. 4.500 á mánuöi Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. innanlands. Auglýsingar og skritstofur: Siöumúla 6. Simar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linur. Verö i lausasölu 230 kr. eintakið. Prentun Blaöaprent h/f. Elnstæður íbröttaviðburður Sigur Vals yfir spænsku meisturunum á sunnudagskvöldiö hefur vakiö fögnuö og hrifn- ingu. Gildi iþrótta er ekki einvöröungu fólgiö i sigrum sem þessum, en þeir eru þó ómet- anlegir til aö vekja athygli á þýöingu iþróttanna og hvetja æskuna til dáöa. Það var ógleymanleg stund, sem menn upplifðu í Laugardals- höllinni á sunnudagskvöld. (slenskt íþróttalið náði þeim ótrúlega en glæsilega árangri að vinna sér rétt til að leika til úr- slita í Evrópukeppni í handknatt- leik. Handknattleiksmenn Vals gerðu sér lítið fyrir og sigruðu spænsku meistarana í einhverj- um mest spennandi íþróttaleik, sem fram hef ur farið hér á landi. Húsið bókstaflega sprakk af fögnuði, og öll þjóðin samgleðst Valsmönnum og þakkar þeim f rammistöðuna. Þakkirnar eru ekki aðeins verðskuldaðar vegna frammi- stöðunnar í þessum eina leik. Þessi sigur er ómetanleg upp- lyfting og hvatning fyrir alia þá, sem unna íþróttum og íþrótta- þátttöku almennt. Hann er stað- festing á því, að með eljusemi, ástundun og reglusemi, er unnt að lyfta grettistaki, jafnvel þótt lítil þjóð eigi i hlut. Við vitum að strákarnir í Val haf a ekki unnið sinn glæsta sigur fyrirhafnarlaust. Frá blautu barnsbeini hafa þeir stundað íþrótt sína, að baki þeim stendur stórt og öflugt íþróttafélag og síðustu vikur og mánuði hafa þeir lagt á sig þrotlausar æfing- ar. Þeir eru áhugamenn, sem með ósérhlífni og sjálfsaga, leik- gleði og baráttuþreki hafa skotið þaulreyndum atvinnumönnum ref fyrir rass. Og vert er einnig að vekja at- hygli á þeirri ánægjulegu stað- reynd, að hér heima hef ur annað lið, Víkingur, sýnt talsverða yfir- burði í vetur í handknattleiknum, þannig að breiddin er mikil í þessari vinsælu íþrótt. Gildi íþróttanna er ekki allt fólgið í sigrunum. Þar öðlast ungt fólk félagsþroska og ein- beitingu, lærir að temja skap sitt og taka mótlæti sem meðbyr. Þar verður hver einstaklingur að leggja sig fram í þágu liðsheild- ar, en jafnframt að treysta á samherja og samstarf. íþrótta- maðurinn, æskumaðurinn, stælir líkama sinn, skapgerð og andleg- an þroska og fátt er ungu fólki heilbrigðara enástundun íþrótta, hvort sem það er fyrir ánægjuna eða keppnina. Hvort tveggja fer þó oftast saman sem betur fer. En sigrar eru einnig nauðsyn- legir, og afreksmenn í íþróttum eru æskunni fordæmi og fyrir- mynd. íslendingar hafa átt marga slika, sem hafa veitt okk- ur ómælda gleði og aukið hróður þjóðarinnar. Sigur Vals í undan- úrslitum Evrópukeppninnar er enn ein skrautfjöður í hatt íslenskrar íþróttahreyf ingar og íslensku þjóðarinnar. Nú er mál til komið að stjórn- völd hér á landi láti af þeim ná- nasarskap og skilningleysi, sem ríkt hefur í garð íþróttamála. Það er margsannað, að fátt skil- ar sér betur en öf lugur stuðning- ur við hina frjálsu íþróttahreyf- ingu. íþróttaforystan hef ur ekki farið fram á, að ríkið taki íþróttastarfið upp a sína arma. Hún vill starfa sjálfstætt og án bónbjarga, en hef ur sett f ram þá ósk að fá þá viðurkenningu, sem starfsemi hennar á skilið. Ekki fyrir afreksmennina eða íþrótta- forystuna, heldur æskuna og þjóðina. Valsmenn geta verið stoltir af handknattleiksmönnum sínum. En við skulum muna, að strák- arnir í rauðu peysunum, sem unnu hug okkar og hjörtu á sunnudagskvöldið, eru umfram allt íslenskir æskumenn, glæsi- legir fulltrúar þjóðarinnar allr- ar. Til hamingju, Valsmenn. Næst er það úrslitaleikurinn. ER HASKÓLINN AB VERÐA TJEKI I HÖNDUM FAMENNRAR KLÍKU? Fylkingin S'jmtök byltingar- sinnabra kr.mmúnista, er nú oröin alls íaöandi innan náms- mannahreyfingarinnar, sem er hátt i tiu þúsund nemendur. Hér er átt viB samtök stúdenta viB Háskóla Islands (S.H.I.) Sam- band islenskra námsmanna er- lendis, (SINE) og Bandalag is- lenskra sérskólanema, (BISN). Hitt er þó miklu alvarlegra aB nú hefur Fylkingin uppi áform um aB innlima I þessa sam- steypu öll nemendasamtök framhaldsskóla á næstunni. Takist þeim þessi ráöagerB munu þeir stjórna samtökum hvorki meira né minna en tug- þúsunda námsmanna. Skattur til Fylkingarinnar Þessi tiöindi þurfa ekki aB koma neinum þeim á óvart, sem gert hefur sér grein fyrir þeirri aöstööu og fjármunum, sem Fylkingin hefur þegar öölast yfirráB yfir. Hér á ég viö þær 25 milljónir sem fara I útgáfu Stúdentablaösins, eftir aö blöö SHl og SINE voru sameinuB i eitt blaö. Þetta fé er fengiö meö skattheimtu islenskra nám- smanna bæöi erlendis og hér- lendis. Þannig er. aö stúdentum, sem innritast I H.l. er gert skylt aö greiöa innritunargjald, sem aö stórum hluta rennur til Stúdentablaösins, en fá ekki inngöngu ella. Hvaö SINE varö- ar er dæmiö þó enn hrikalegra, þar sem skatturinn er innheimt- ur beint af námslánum allra is- lenskra námsmanna erlendis. Þannig eru Islenskir námsmenn nauöbeygöir til að halda uppi útgáfustarfsemi Fylkingarinn- ar, hvort sem þeim llkar betur eöa verr. Hvaðan koma peningarnir? Hér er þó ótalin sú aöstaöa sem Fylkingin hefur náö meö neöanmóls Arni C.Th. Arnarson viöskipta- fræöinemi skrifar hér um póli- tisk áhrif Fylkingarinnar innan námsmannahreyfingarinnar, bæöi hér á landi og erlendis og telur, aö námsmenn veröi aö gripa i taumana áöur en stofn- anir stúdenta og Háskólinn sjálfur veröi i höndum fámennr- ar öfgakiiku. stjórn sinni á Félagsstofnun stúdenta (F.S.). Þar hafa þeir ekki látiö sér nægja aö gera F.S. aö vettvangi baráttusamkoma Fylkingarinnar, heldur hefur ósvifnin gengiö svo langt, að þar stunduðu Fylkingarmenn út- hringingarstarfsemi sina fyrir siöustu þingkosningar. Fylkingin sem býður fram I kosningum til Stúdenta- og Háskólaráös undir dulnefninu „Félag Vinstri Manna” gaf ný- íega út kosningablaö, sem vitaö er aö kostaö hefur á aöra mill- jón króna. Engar auglýsingar voru i þessu blaði, né styrktar- linur af neinu tagi. Hver leggur þeim til fé þetta? Áþreifanlegar kröfur Hvernig munu Fylkingar- menn nýta sér þá aöstööu i námsmannahreyfingunni, sem þeir hafa komiö sér upp? Svariö er að finna i grein Ein- ars Baldvinssonar (Trotskýisti og þar af leiöandi Fylkingar- maður) i siöasta Stúdentablaöi. „Auövitaö er hlutverk byltingarsinnaðra sósialista alls staöar aö útskýra nauösyn sósialismans, en i baráttunni er nauðsynlegt aö virkja sem flesta i kringum áþreifanlegar kröfur, ekki aö útiloka þá, sem ekki eru „frelsaðir” fyrir." Fylkingin hyggst þvi nota hagsmunabaráttu námsmanna til aö draga nýliða inn I hreyf- ingu sina. Sláandi dæmi um þetta er nýafstaðinn útifundur námsmanna á Arnarhóli um lánamál. Þessar aðgeröir voru ráögeröar af fulltrúum Fylkingarinnar I SHI, BISN og SINE án þess aö samráö væri haft viö til þess kjörna fulltrúa. Þannig var t.d. gengiö framhjá Kjarabaráttunefnd, en hún er sá aöili, sem til þess er kjörinn aö tir Stiidentablaðinu. marka samræmda stefnu náms- manna I kjaramálum þeirra. Þannig svifastþeireinskis. þegar hagsmunir Fylkingarinnar eru annars vegar. Sameining Stúdentablaöanna, SHI og SINE og fyrirhuguð inn- ganga BISN i þaö samstarf veit- ir þeim margfalt öflugri áróöursmiöil en þeir hafa áöur haft til umráöa, allt á kostnaö námsmanna. Þannig hefur fá- mennri kliku öfgasinnaöra marxista tekist aö sölsa undir síg tugmilljóna sjóði náms- manna og nota þá til aö iöka trú- boð meöal þeirra þúsunda námsmanna,sem aöild eiga aö þessum hreyfingum. Marxisk inntökuskilyrði Þó er það, sem á undan er tal- ið smámunir einir, miöaö viö þær afleiðingar, sem það heföi, ef Fylkingarmönnum tækist aö koma fram áformum sinum um fagrýniinnan Háskóla íslands. Þessi stefna heföi það I för með sér aö stór hópur stúdenta yröi aö hverfa frá námi þar sem hann aöhyllist ekki marxiskar stjórnmálaskoöanir. Þegar má sjá nokkum visi að þessu I ljósi nýlegra dæma. Fagrýni gerir nefnilega ráö fyrir þvi, aö hver og ein fræöi- grein sé sett i þjóöfélagslegt samhengi i ljósi marxiskra kenninga og fundnar leiöir til aö hún geti i samræmi viö þessar kenningar þjónaö hagsmunum „öreigastéttarinnar”. Þess má geta að tilraunir I þessa átt erlendis hafa oft og einatt leitt til þess að háskólar legðust niður. Ábyrgð stúdenta. Nú er svo kcmið, aö stúdentar i Háskóla Islands veröa að gripa I taumana til að koma I veg fyrir, aö stofnanir stúdenta og Háskólinn veröi tæki I höndum fámennrar öfgakliku. Arni C.Th. Arnarson viöskiptafræöinemi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.