Vísir - 11.03.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 11.03.1980, Blaðsíða 14
VÍSIR Þriöjudagur 11. mars 1980 Hernaðarmengað hugarfar Furöuleg þóttu mér skrifin eftir Þórö Valdimarsson sem birtust i Visi s.l. föstudag þar sem hann heldur þvi blákalt fram aö Noröurlandaþjóöum beri aö veröa sér úti um léttvæg kjarnorkuvopn. Ekki skil ég þá röksemda- færslu aö slikt mundi spara stórfé, þvl varla er kostnaöur- inn samfara kjarnorkuvopnum svo lltill. 1 þessu máli skiptir þó kostnaöurinn engu höfuömáli, heldur spurningin hvort menn ætli sér aö hafa kjarnorkuvopn viö höndina eöa ekki. Þetta er m.ö.o. „prinsippspurning”. Hingaö til hafa Noröurlöndin veriö blessunarlega laus viö þennan fjanda sem kjarnorku- vopnin eru og þaö væri stórt skref afturábak aö fara aö hampa þeim nú. Aö auki eru þjóöir heims nú frekar aö reyna aö draga úr útbreiöslu kjarnorkuvopna en hitt og Ibúar Noröurlanda hafa sem betur fer reynst mjög andsnúnir kjarn- orku I hvaöa mynd sem er. Þykir mér vægast sagt vera komiö skrýtiö hljóö I strokkinn þegar Islendingur einn er farinn aö predika nauösyn þess aö Noröurlönd útvegi sér kjarn- orkuvopn. Fæ ég ekki betur séö en aö þarna sé á feröinni hernaöarmengaö hugarfar sem viö höfum veriö blessunarlega lausir viö fram aö þessu og er vonandi aö svo veröi áfram. T.H. Bréfritari teiur þaö hernaöar- mengaö hugarfar aö vilja fá létt kjarnorkuvopn til Noröurlanda. Er þaö dréttlatt aö þurfa aö telja fram spanfé og sparisklrteini? ðréttiæti nýlu skattalaganna Þ.G. skrifar: Miglangar aö vekja athygli á tveim atriöum I nýju skattalög- unum sem mér finnst bæöi óskynsamleg og óréttlát. Þessi atriöi eru: 1. Framtalsskylda á sparifé og spariskirteinum hvers konar. Eins og allir vita hefur á undan- fömum árum veriö rekinn mik- ill áróöur af Seölabanka og Fjármálaráöuneyti og öörum opinberum fjármálastofnunum fyrir þvl aö almenningur legöi fé á vaxtaaukareikninga og keypti sparisklrteini og þvl veriö óspart hampaö I áróörin- um, aö þetta væri bæöi fram- tals- og skattfrjálst. Oröalagiö á þessum áróöri hefur aö vlsu stundum veriö loöiö en ekki fariö á milli mála, aö reynt hefur veriö aö telja fólki trú um þetta. Nú er allt I einu snúiö viö blaöinu og komiö aftan aö hin- um sparsömu I landinu, en meirihluti þeirra er án efa elli- llfeyrisþegar og börn og þeim skipaö meö þjósti aö telja fram hverja einustu krónu, sem þeir hafa veriö ginntir til aö öngla saman I þágu þjóöarheildarinn- ar. Augljóst er aö þessar aöfarir hljóta enn aö draga úr trausti sparifjáreigenda á oröheldni þingmanna og rlkisstjórna. Ein- hver heiöarlegur þingmaöur ætti aö láta þetta mál til sln taka og bera hönd fyrir höfuö spari- fjáreigenda sem eru sá hópur manna sem rikisvaldiö hefur fariö verst' meö af öllum þegn- um þjóöfélagsins. 2. Viöhald húseigna. Nú er I reynd búiö aö taka frá fólki rétt- inn til aö telja viöhald húsa fram sem frádráttarliö. Hafa landsfeöurnir velt fyrir sér hvaö þetta þýöir: I fyrsta lagi veröur þetta til þess aö eldri hús taka aö grotna niöur á ný, þannig aö milljaröa verömæti fara I súg- inn. I ööru lagi býöur þetta upp á aö aftur hefjast glórulaus skattsvik iönaöarmanna. Ég ásaka ekki iönaöarmenn, þvl aö yfirvöld eru beinllnis meö þess- ari háttsemi aö bjóöa þeim upp á aö svikja undan skatti, þegar húseigendur hafa ekki lengur neinn hag af aö telja slikan kostnaö fram til skatts. Bera læknar enga ábyrgð? Mig langar til aö vita hvers vegna viö sem erum bækluö missum réttinn á aö vera manneskjur en veröum bara númer I kerfi vegna ástands okkar? Ég lenti I þvl aö lærbrotna fyrir þremur árum og þurfti ég aö gangast undir fjóra upp- skuröi og árangurinn varö sá aö læknarnir eyöilögöu i mér mjöömina. Þannig háttaöi til aö settur var nagli I lærlegginn, en hann losnaöi og þurfti þá aftur aö skera, en,I þaö skiptiö var naglinn rekinn of langt og enn þurfti aö skera. Þaö var sami læknirinn sem framkvæmdi alla þessa uppskuröi og meö þessum árangri. Siöast fór aö grafa I mjaömarliönum og þá þurfti aö skera mig upp I fjóröa sinn. Eftir þetta var ég bækluö enda þótt brotiö hafi upphaflega ekki veriö taliö neitt sérstaklega alvarlegt. Varö ég aö vera I heilt ár I hjdlastól meöan ég beiö eftir þvi aö sett væru gerviliöamót I mjöömina. Þann hjólastól varö ég aö fá leigöan þvl ekki var til hjólastóll á bæklunardeildinni sem ég var á. Eftir svona llfsreynslu hljóta ýmsar spurningar aö vakna og ég er ekki ein um aö spyrja þeirra. Viö erum nokkrar konur sem höfum lent I svipaöri reynslu við aö bæklast og finnst okkur öllum sem réttur okkar sé ósköp takmarkaður. Ein vin- kona mln þurfti t.d. á hjálpar- tæki aö halda, en hún fékk ekki nema hluta af kostnaöinum borgaöan og þvl varö hún aö vera án hjálpartækisins. Má ekkert segja viö lækna — eru þeir heilagar kýr? Maöur- inn sem skar mig þrisvar upp, og meö áöurnefndum árangri, hann fór I mál út af bílskúr, en ég má ekki segja orö enda þótt þetta hafi kostaö mig offjár. Eiga læknar ekki aö bera ábyrgö I svona tilvikum? Sigrlöur ólafsddttir Holtsgötu 20 Reykjavfk Bréfritari segir farir sinar ekki sléttar I samskiptum sfnum viö lækna og spyr hvaöa ábyrgö þeir þurfi aö bera. 14 sandkofn Sæmundur Guövinsson skrifar. veifaði ræðunni Margar ræöur og tillögur voru fluttar á nýafstöönu þingi Noröurlandaráös i Reykjavfk. Sföasta þingdaginn uröu menn aö stytta mjög mál sitt til þess aö unnt væri aö slfta þinginu á réttum tima svo fulltrúar næöu flugvél heim. Alveg undirlokin var Sviinn Gabriel Romanus á mælenda- skrá og ætlaöi hann aö tala fyrir tiilögu sinni um könnun á borgarmálefnum. Nú var tfmaskorturinn oröinn slfkur, aö Gabriel lét sér nægja aö fara upp i ræöustdl og veifa skrifaöari ræöu sinni framan I þingfulltrúa, en settist sföan aftur i sæti sitt. Töldu menn þetta til fyrirmyndar enda all- ar ræöur prentaöar og flutn- ingur þeirra þvl nánast dþarfi. Þorsteinn á valencia Margir tslendingar kannast viö skemmtistaöinn Valencia I Kaupmannahöfn. Staöurinn er nú I eigu feröaskrifstofu- kdngsins Simon Spies en reksturinn hefur gengiö bág- Icga upp á siökastiö. Dönsk blöö skýra frá þvf aö forst jdrar staöarins hafi ráöiö Þorstein Viggósson fyrrver- andi diskdtekakóng til aö koma Valencia á réttan kjöl. Eitt fyrsta verk Þorsteins var aö ráöa nokkrar dansmeyjar frá Lido I Parfs og vonast danskurinn nú eftir þvi aö Þorsteini takist aö gera Valencia vinsælan skemmti- staö á nýjan leik. Einokun KEA Kaupfélag Eyfiröinga og Kaupfélag Svalbaröseyrar hafa keypt fyrirtækiö Bú- stdlpa. Þaö fyrirtæki stofnuöu nokkrir bændur I Eyjafiröi og vföar fyrir um 10 árum sföan til aö kaupa fdöurvörur hag- stæöara veröi en KEA bauö. Nú er þessari samkeppni lokiö og um þetta er .haft eftir Val Arnþdrssyni kaupfélags- stjdra KEA I Degi: ,,...er fdöurvöruverslunin f héraöinu þar meö öll komin á eina hendi, sem vonandi skapar nýjan rekstursgrund- völl fyrir þessa verslunar- grein, sem mjög hefur barist i bökkum á undanförnum ár- um”. Eflaust er þaö rétt aö einok- un „skapar nýjan reksturs- grundvöil” en veröur þaö til hagsbóta fyrir bændur? Eftlr Drunann Slökkviliösstjórinn hélt fund meö fréttamönnum eftir aö loks haföi tekist aö slökkva eld i stdrhýsi. Stjórinn var mjög ánægöur meö framgöngu sinna manna og kvaö slökkvi- starfiö hafa gengiö aö óskum. — Hvaö brunnu margir inni, spuröi einn fréttamaöur. — Þaö brann enginn inni, svaraöi stjórinn snúöugt. — En þaö fundust átta lik? — Já, þaö er vfst rétt. En þeir drukknuöu allir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.