Vísir - 11.03.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 11.03.1980, Blaðsíða 24
Spásvæöi Veðurstofu tslands eru þessi: 1. Faxaflói, 2. Breiöafjörð- ur, 3. Vestfirðir, 4. Norður- land, 5. Norðausturland, 6. Austfiröir, 7. Suðausturland, 8. Suðvesturland. Veöurspá úagsins A Grænlandshafi er kyrrstæð 978 mb. lægð, en 982 mb. lægð 700 km SSV af Reykjanesi, sem fer hratt NA. Hiti breytist litið. Suðvesturland til Breiða- fjarðar:S gola fram eftir degi, en siðan SV kaldi. Vestfirðir: SV gola eða kaldi og dálitil él. Norðuriand: Breytileg átt, gola til landsins en kaldi á miðum. Él. Norðausturland: Breytileg átt, stinningskaldi með köflum á miðum, hægari til landsins. Él. Austfirðir, Suðausturland: V kaldi og úrkomulitið i fyrstu, breytileg átt, stinningskaldi og slydda siðdegis og i kvöld, en aftur V kaldi og úrkomulit- ið i nótt. Veðriö hér og har Kiukkan sex i morgun: Akur- eyri léttskýjað -^3, Bergen slydda 1, Helsinki þokumóða 12, Kaupmannahöfn snjó- koma -4-0, Oslóþokumóða -s2, Reykjavikúrkoma -^3, Stokk- hólmur þokumóða -e-3, Þórs- höfn rigning 5. Klukkan átján f gær: Aþena rigning 8, Berlin þokumóða 0, Chicagoheiðrikt -^8, Feneyjar léttskýjað 5, Frankfurt rign- ing 5, Nuuk léttskýjað -r-15, London mistur 7, Luxemburg rigning 3, Las Palmas létt- skýjað 16, Mailorcaléttskýjað 11, Paris skýjað 7, Róm létt- skýjað 2, Malaga léttskýjaö 10, Vin skýjað 0. Loki segir Það hefur nú gerst i þrigang, að Dagbiaðsmenn hafa fundiö stolna hluti eftir að „dularfull rödd” visar þeim á þá á nokk- urn veginn sama stað. Sumir eru nd farnir að leggja saman tvo og tvo og fá út fjóra. Þær láta élin, sem duniö hafa yfir sfðustu dagana, Htið á sig fá. tJtlit er fyrir, að svipað veður verði áfram á næstunni. Vfsismynd: JA Ungversku vagnarnir: „Heppilegur valkostur fyrir svk „Ég er búinn að leggja fram mina skýrslu til Björns ólafsson- ar, formanns Bæjarráðs Kópa- vogs, en ég má sem minnst láta eftir mér hafa, þar sem meiri- hlutinn er ekki búinn að fjalla um mina skýrslu. Persónulega tel ég þó þetta heppilegan valkost fyrir Strætisvagna Kópavogs,.með til- liti til gæða þeirra og hins lága verðs”, sagði Karl Arnason, for- stöðumaður Strætisvagna Kópa- vogs, I samtali við Vísi í morgun, vegna hugsanlegra kaupa á 2-3 strætisvögnum til Kópavogs, frá ungverska fyrirtækinu Ikarus. Skýrsla Björns var tekin fyrir á meirihlutafundi I gær og bæjar- ráðsfundi i dag og mun niður- staða i málinu iiklega liggja ljós fyrir að þeim loknum. HS BEIÐ BANA Maður beiö bana, er hann varð fyrir bifreið á Hvolsvelli á laugardaginn. Hann hét Gunnar Aðalsteinsson, 47 ára að aldri, einhleypur og barnlaus. Gunnar gekk eftir Hliöarvegi og ók bifreiðin, sem hann varð fyrir, f sömu átt. Slysiö varð, er Gunnar gekk þvert yfir veginn. Hriðarbylur var á og skyggni slæmt. —SG Velðlbannlð sklptlr okkur ntiu máli - segir Krlstján Bagnarsson, framkvæmdastlðrl LlO „Það er ekkert við þessu loðnuveiöibanni að segja, þviaðþaöer ekkisvo mikið sem við eigum eftir að veiða af leyfilegum veiðikvóta og það verður engum örðugieikum háð að ná þeim afla vestan við bannsvæðið”, sagði Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, I samtali viö Vfsi i morgun. t gær gekk sem kunnugt er f gildi bann við loðnuveiðum fyrir Suðurlandi austan 20. gráðu vestlægrar lengdar. „Viö höfum litið sem ekkert veitt á þessu svæöi frá þvi veiðarnar voru leyföar aftur eftir stoppiö i febrúar, eitthvað á milli tvö og þrjú þúsund tonn, svo aö ég hef ekki trú á, að þetta bann skipti okkur miklu máii. Slöan veiðarnar voru leyfðar aftur höfum við eingöngu veitt úr vestangöngunni, sem engin átti að verða, að sögn fiski- fræðinganna, svo að ef engin loðna finnst fyrir austan, hefur eitthvað annað gerst en að hún hal'i verið veidd” sagði Kristián. „Ég tel að niöurstöður rann- sókna Hafrannsóknarstofnunar- innar hafi verið þess eðlis, að ekki hafi verið annaö fært fyrir ráðuneytið en að stöðva veiöamar” sagöi Óskar Vigfús- son, forseti Sjómannasambands lslands. „Það hefur ekki verið mikið veitt á þessu svæði enn sem komið er, en nú er loðnan I vestangöngunni farin aö hrygna. Heföi ekki veriö tekiö fyrir veiðamar úr austangöng- unni, hefðu sjálfsagt margir farið austur sem ekki voru búnir að veiöa upp I kvótann sinn, hér fyrir vestan”. -ATA Fjáriagafrumvarpið: Nýja geðdelldln lokslns í gagnlðl Starfsfólki Landspitalans veröur fjölgað um 50 á þessu ári og þar af verða ráðnir 40 starfs- menn að nýju geödeildinni sem mestur styrr hefur staöiö um. Heilbrigðisráðuneytið hafði hins vegar beðiö um 82 stööur vegna geödeildarinnar. Þessar upplýsingar koma fram i fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram I gær. Sam- kvæmt þvl á aö fjölga stööum við Landspitalann um 50,5, þar af eru 4,5 stööur vegna geisla- deildar, sex stöður vegna Há- túnsdeildar og 40 vegna geö- deildar. Heilbrigðisráðuneytið taldi þörf á 82 stööum til þess að koma af stað starfrækslu á tveim sjúkradeildum og tveim göngudeildum geðdeildarinnar. Fjárveitingin er hins vegar miöuð við 40 stööur, en þann mannafla sem þarf til viöbótar á að fá með skipulagsbreytingu á starfsemi Kleppsspitala og stofnunum hans. Þess má geta að fjárveitinga- nefnd hafði heimilað 29,5 stöður á Landspítala i tengslum viö af- greiðslu fjárlaga, það er 16,5 stööur vegna Hátúnsdeildar og 13 stöður vegna geðdeildar auk niu staða viö Kópavogshæli. Samkvæmt fjárlagafrum- varpinu er launakostnaöur rikisspitalanna á þessu ári 12,9 milljaröar króna og er það lið- lega 57% hækkun frá fjárlögum 1979. Heimilaðar stöður við spít- alana verða nú 1.670 i stað 1.620 1 fyrra. Tilraunir sem gerðar voru á siöasta ári til lækkunar útgjalda við rlkisspítalakerfiö báru ekki þann árangur sem vænst var. 1 fjárlagafrumvarp- inu segir, að full þörf sýnist á að tilhögun á ráðningu starfs- fólks til spitalanna verði tekin til endurskoðunar. —SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.