Vísir - 12.03.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 12.03.1980, Blaðsíða 4
Miðvikudagur 12. mars 1980 4 Byggingarfélag verkamanna Reykjavik TIL SÖLU þriggja herbergja íbúð ásamt her- bergjum í risi i 6. byggingarflokki við Skip- holt. Félagsmenn skili umsóknum sínum ásamt greiðslufyrirkomulagi til skrifstofu félagsins að Stórholti 16 fyrir kl. 12 á hádegi miðviku- daginn 19. mars n.k. FÉLAGSSTJÓRNIN. Laus staða heilsugæslulæknis Laus er til umsóknar önnur staða heilsu- gæslulæknis á Akranesi. Staðan veitist frá 1. ágúst 1980. Umsóknir ásamt upplýsingum um læknis- menntun og störf sendist ráðuneytinu fyrir 7. apríl 1980. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 7. mars 1980 jlaóburðarfólk óskast! Skjólin Frostaskjól Granaskjól Kaplakjólsvegur Nauðungaruppboð sem auglýst var í 77., 80. og 83. tbl. Lögbirtingablaðs 1979 á hluta IHverfisgötu 112 A, þingl. eign Guðna Kárasonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavlk, Skúla J. Pálmasonar hrl., Kristins Björnssonar hdl. og Trygg- ingast. rlkisins á eigninni sjálfri föstudag 14. mars 1980 kl. 11.00. Borgarfógetaembættið I Reykjavlk. Nauðungaruppboð sem auglýst var 177., 80. og 83. tbl. Lögbirtingabiaðs 1979 á hluta I Ilverfisgötu 57 A þingl. eign Óla R. Georgssonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavlk á eigninni sjálfri föstudag 14. mars 1980 kl. 10.30. Borgarfógetaembættið I Reykjavlk. Nauðungaruppboð sem auglýst var 177., 80. og 83. tbl. Lögbirtingablaðs 1979 á Eyjagötu 11 þingl. eign Stjörnumjöls h.f. fer fram eftir kröfu Gjaidheimtunnar I Reykjavlk og Tryggingast. rikis- ins á eigninni sjálfri föstudag 14. mars 1980 kl. 16.30. Borgarfógetaembættið I Reykjavlk. Nauðungaruppboð sem auglýst var 177., 80. og 83. tbl. Lögbirtingablaös 1979 á hluta i Kötlufelli 5, þingl. eign Lárusar Lárussonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavfk á eigninni sjálfri föstudag 14. mars 1980 kl. 15.45. Borgarfógetaembættiö I Reykjavlk. Slðustu breytingarnar I mið- stjórn kinverska kommúnista- flokksins hafa styrkt stöðu Deng Xiao-ping varaformanns svo mjög, að hann er nú að margra mati hinn óumdeildi leiötogi Klna. Mannaskiptin munu fyrirsjáan- lega létta honum að framfylgja þeirra efnahags- og félagsmála- stefnu, sem hann og félagar hans hafa unnið að frá þvi að Mao Tse-tung formaður leið 1976. Um leið verður brottvlsun þess- ara fjögurra framámanna úr vinstriarmi miöstjórnarinnar óhjákvæmilega óbein viðvörun til embættismanna og generála, að betra mundi fyrir þá að fylkja sér undir stefnu Dengs, ef frama- vonir þeirra eiga ekki að blða sömu örlög og hinna. í stórum dráttum hefur stefna Dengs, síöan hans áhrifa tók að njóta að nýju, verið sú aö koma á fleiri viðskiptasamböndum við hinn vestræna heim og Japan og Hong Kong og þá á breiðum grundvelli. Um leið er heima fyrir tekiö upp arðbærissjónar- mið, og hætt að líta það hornauga, ef einhverjir bera eitthvað úr býtum fyrir strit sitt. Samtimis á að veita embættismönnum, vis- indamönnum og kennurum meira „andans frelsi” til sinna starfa. Að hætti klókra stjórnenda sýnir Deng sinum handgengnu fylgissveinum mikið traust, og felur þeim miklar ábyrgðar- stöður. Hann hefur til dæmis sjálfur látið af yfirmannsstarfi varnarmála, og falið þau Yang Dezhi, hershöfðigja, eins og I viðurkenningarskyni fyrir skipu- lagningu hans á innrásinni I Viet- nam fyrir ári, sem sögð var I varnarskyni. Hua Kuo-feng formaður hefur að visu I orði embætti æðstaráð- anda hersins, og er um leið for- Deng Xiao-ping hefur nú töglin og hagldirnar. Deng oröinn valúamesiur sætisráðherra, en menn eru farnir að ve.lta fyrir sér þeim möguleika, aö hann láti af hendi siðarnefnda titilinn á næsta flokksþingi, sem ekki er langt undan. — Það er sagt, að Deng sé með augastaö á ákveðnum manni I forsætisráðherraembættið, en sá mundi vera hinn reyndi Zhao Ziyand, sem þotið hefur meö hraða halastjörnunnar upp á valdahimininn i Peking og á þegar orðið fastasæti I miðstjórn- inni. Þessi nýja fjórmenningaklika, sem nú hefur verið þokað til hliðar, voru Wang Dong Zing, hershöföingi, sem forðum var yfirmaður lifvarða Maos og fjölskyldu hans, Chen Zi-lian, hershöföingi, fyrrum yfirmaöur Peking-herdeildarinnar, Dengkui, hinn vinstrisinnaöi landbúnaðarsérfræöingur Maos, og Wu De, fyrrum borgarstjóri Peking. — Hinum siðastnefnda mun aldrei hafa veriö fyrirgefið þáttur hans i að siga hermönnum aöutan á mannsafnaðinn á Torgi hins himneska friöar, sem þar vildi syrgja Sjú En-læ. Það var nefni- lega upp úr þeim atburðum, sem Deng féll I ónáðina öðru sinni og var talinn pólitiskt útskúfaður fyrir fullt og allt. Auk Zhao var Wu Yaoband til- nefndur i fastasæti i miöstjórn- inni, en hann hefur langa reynslu að baki innan flokksapparatsins. Hann hefur nú um leið tekiö viö nýlega endurreistu starfi fram- kvæmdastjóra flokks- eöa aöal- Fjórir hinna nýju áhrifamanna úr hirð Dengs: A efri myndunum eru Hua Yaoband og Zhao Ziyang, en á neðri myndunum Wan Li og Yang Dezhi. ritara eins og það heitir. Þvi gengdi Deng forðum, áöur en hann féll i ónáð 1967, og var þá ekki i það skipað aftur. Þessi endurvakning fyrri em- bætta innan flokksins og skipu- lagning á stjórnarbákninu minnir um ýmislegt á skipulagsbreyting- una og þróun mála i TCIna að fyrirmynd Sovétrikjanna síðast á Stalinstimanum, en hún var siöan rifin aftur I örri þróun sjöunda og áttunda áratugarins. Þrátt fyrir bitra reynslu sina af samningatil- raunum við Rússa á sjöunda ára- tugnum, virðist Deng sannfærður um, að félagsleg og pólitisk undirstaða Moskvukommúnism- ans hafi verið eyöilögð af þeirri stefnu, sem Nikita Krúsjeff inn- leiddi. Deng sýnist standa i þeirri trú aö flest hljóti aö snúast til betri vegar, ef horfið verði aftur til timanna fyrir menningarbylt- inguna. Þó án þess að herma eftir þeirri kúgunar- og ógnarstjórn, sem Stalin kom á. Samtimis þvi sem Deng hefur opnað vesturgluggann til inn- flutnings á vestrænni tækni og verkskipulagningu, ætlar hann sér þó ekki að hleypa inn um leið 'þeim göllum, sem honum finnst vera á vestrænu skipulagi. Til dæmis hafa Deng og hans menn tekið prentfrelsið traustu taki, sem birtist I veggspjöldum á „Lýöræöis” múrnum i Peking I lok ársins 1978 og hefur viðgengist óátalið þar til fyrir skömmu. Múrinn hefur nú verið þveginn hreinn af slikum veggskrifum, og bannað er að klina þar upp mót- mælum. Þó er annars kveðið á um prentfrelsi i stjórnskrá Alþýöulýðveldisins. Deng og félagar hafa lagt til, að felld yrðu aftur niður þau fjögur réttindi, sem Mao veitti kin- versku þjóöinni á sinum tima, og þóttu af frjálslyndara taginu. Það var rétturinn til þess að klistra upp veggspjöldum, láta skoðanir sinar I ljós, efna til mannfunda og hafa gagnrýni á embættismönn- um. 1 staöinn hefur Deng látið efna til kosninga um allt land á siðustu mánuöum. Eftirtektarvert er I þvi sambandi, að þar hafa verið I framboði 20 til 50% fleiri en em- bættin, sem kosið var I. ööruvisi mönnum áður brá, þegar ekki voru aörir frambjóðendur, en sá eini, sem embættið var ætlaö. Má á það lita sem varfærnislega til- burði til lýðræðislegri aðferða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.