Vísir - 12.03.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 12.03.1980, Blaðsíða 14
Miðvikudagur 12. mars 1980 Valsmenn stóðu sig meö mikilli prýði i Evrópuleiknum og þvi vill Valsaödáandi að þeir veröi styrktir tii aö leika úrslitaleikinn hér heima. t U il i & i |gý pi STYRKJUM VAL TIL AÐ LEIKA ÚRSLITALEIKINN HEIMAI Valsaödáandi hringdi: „Ég er ennþá uppi i skýjunum eftir leik Valsmanna við spænsku meistarana hér i Höll- inni og þann ótrúlega góða ár- angur islensks áhugamannaliðs að komast i úrslit Evrópu- keppni meistaraliða, mestu keppni félagsliöa i handbolta- heiminum. Andrúmsloftið i Höllinni var rafmagnaö allan timann og spenningurinn undir lokin næstum óbærilegur. Maður var stoltur af þvi að vera Valsari. Nú berast þær fréttir, aö úr- slitaleikurinn verði leikinn i Þýskalandi og það aðeins einn leikur i stað tveggja — heima og að heiman. Manni skilst að þetta sé spurning um peninga, hagnaður Valsmanna af þvi að leika úti yrði svo mikill að þeir hafa hreinlega ekki efni á þvi að leika hér heima. Þar með missa stuðnings- menn Vals og aörir iþrótta- áhugamenn af spennandi heimaleik, og um leið missa leikmenn Vals þann stuöning, sem heimavöllur gefur. Það er spurning hvort ekki er hægt að styrkja Valsmennina til að leika annan leikinn hér heima — þeir hafa svo sannarlega unnið til þess með frábærum árangri.” vísm Þriftjudagur 11. ma| lesendui Berá læknar enga ábyrgo? Mig langar til aft vita hvers vegna vift sem erum bækluft missum réttinn á aft 'vera manneskjur en verftum bara númer i kerfi vegna ástands okkar? Eg lenti f þvi aft lærbrotna fyrir þremur árum og þurfti ég aft gangast undir fjóra upp- skurfti og árangurinn varft sá aft læknarnir eyftilögftu I mér mjöftmina. Þannig háttafti til aft settur var nagli í lærlegginn, en hann losnafti og þurfti þá aftur aft skera, en I þaft skiptift var naglinn rekinn of langt og enn þurfti aft skera. Þab var sami læknirinn sem framkvæmdi alla þessa uppskurfti og meft þessum árangri. Siftast fór aft grafa I mjaftmarliftnum og þá þurfti aft skera mig upp f fjórftá sinn. Eftir þetta var ég bækluft enda þdtt brotift hafi upphaflega ekki verift tallft neitt sérstaklega alvarlegt. Varft ég aft vera I heilt ár f hjólastól meftan ég beift eftir þvf aft sett væru gerviliftamót I mjöftmina. Þann hjólastól varft ég aft fá leigftan þvf ekki var til hjólastóll á bæklunardeildinni sem ég var á. Eftir svona Hfsreynslu hljóta ýmsar spurningar aft vakna og ég er ekki ein um aft spyrja þeirra. Vifterum nokkrar konur sem höfum lent f svipaftri reynslu vift ab bæklast og finnst okkur öllum sem réttur okkar sé ósköp takmarkabur. Ein vin- kona mfn þurfti t.d. á hjálpar- tæki aft halda, en hún fékk ekki nema hluta af kostnaftinum borgaftan og þvf varft hún ab vera án hjálpartækisins. Má ekkert segja vift lækna — eru þeir heilagar kýr? Maftur- inn sem skar mig þrisvar upp, og meb áfturnefndum árangri, hann fór I mál út aí bflskúr, en ég má ekki segja orft enda þótt þetta hafi kostaft mig offjár. Eiga læknar ekki aft bera óbyrgft f svona tilvikum? Slgrfftur ólafsdóttir Holtsgötu 20 Reykjavfk Þökk sé bér Ijóöræni bjöllu- pjófur... Þökk sé þér Ijóðræni bjöllu- þjófur, hver sem þú ert. Megi þetta þitt einstæöa uppátæki i alþingishúsinu á dögunum verða til þess að okkar ágætu aiþingismenn fari að stjórna fyrir okkur I anda fegurstu framtiðarsýna skáldanna okk- ar. Lesandi Vfsis Oft leita menn langt yfir skammt... „Þingbjalfan er á styttu Jónasar Hallgrímssonarff - sagdi duiarfuH röód í simanunt á ritstjóm DB f nótt LÆKNAR ERU ABYRGIR GERBA EINS OG AÐRIR SINNA örn Smári Arnarson, for- maður Læknafélags Reykjavíkur: „Aö sjálfsögðu eru læknar ábyrgir gerða sinna eins og aörir þegnar I þessu þjóöfélagi og þvi getur það alveg komið til greina að láta þá sæta ábyrgð eins og aöra, en þó verður að skoða hvert tilvik út af fyrir sig. Fólk sem ekki er ánægt með þá þjónustu sem læknar veita þvi geta komiö kvörtunum til Læknafélags Reykjavikur eða til landlæknis. Þá ræða þeir aðilar við viðkomandi lækni og oftast finnst lausn á málinu sem allir geta sætt sig við. A þeim tveimur árum sem ég hef veriö formaöur Læknafélags Reykja- vikur hafa kvartanir sem betur fer veriö ákaflega sjaldgæfar og oftast hefur lausn verið fundin nema i örfáum tilvikum. Þá eru í lögum ákvæöi um læknaráö sem gefur umsögn þegar mál hafa verið gerð opin- ber, t.d. með kæru til lögreglu- yfirvalda. Sú umsögn er i reyndinni dómur, sem þá er kveðinn upp ef um brot eða al- varleg mistök er aö ræöa og það er siðan dómstóla að ákveöa þá refsingu sem talin er við hæfi. 1 þessu ákveöna tilviki sem hér um ræöir hefði mér þótt eðlilegt aö konan hefði samband viö Læknafélag Reykjavikur vegna sins máls.” sandkorn Sæmundur Guðvinsson skrifar. Nýtt samhengi? Það er einkennilegt þegar jafn ágætur biaðamaður og Arni Bergmann er, tekur sig til og þykist ekkert vita hvað biaðamennska er. Fyrir hverja ætli eftirfarandi til- vitnun I klausu eftir Arna i Þjóðviljanum I gær, sé skrif- uö: „Vísir birtir mikið viötal viö Geir Hallgrimsson um flokk- inn og manninn og Gunnar og forystuvandamálin — og seinna sama dag kemur Morgunblaöið út meö aðalat- riði viðtalsins á baksiðu. Hér eru bersýnilega aö eflast ýms- ar tengingar miili VIsis og svonefnds flokkseigendafé- lags — enda er Ellert Schram að taka við biaðinu eins og kunnugt er”. Nú veit Arni mætavel að svo langt og itarlegt viðtal eins og viötaiið við Geir er unnið með lengri fyrirvara en svo, aö Ell- ert hafi komiö þar nærri, en það er aukaatriði. Spurningin er, hvort viðtal viö Geir I VIsi sýni tengingar við fiokkseig- endur. Ef svo er hlýtur langt viötal viö Svövu Jakobsdóttur sem birtist i Visi I fyrra að sýna tengingar blaðsins við Alþýöu- bandalagið. Og hvað með við- tal Þjóðviljans við Styrmi Gunnarsson ritstjóra Morgun- blaðsins fyrir nokkru? Sýnir það tengingar Þjóöviljans við eigendur Morgunbiaðsins? úiaíupog Flugleiðir Flugleiðir hafa ákveðið aö fara fram á við rikisstjórnina að nýta heimild i lögum til að biðja um rikisábyrgö á láni sem félagiö hyggst taka og nota I reksturinn. Þetta er auövitaö talsverð frétt sem undirstrikar þá erfiðleika sem félagiö hefur átt I. Viðbrögð Ólafs Ragnars Grimssonar aiþingismanns eru hins vegar dæmigerð fyrir þann hroka sem þingmaður- inn er þekktur fyrir. „Rikisstjórnin er engin sjáifsafgreiðsiustofnun fyrir Flugleiðir”, segir ólafur Ragnar og breiöir úr sér á sið- um blaða. Manni verður á að spyrja hvaða leið aðra Flug- leiðir geta farið tii að biðja um þessa heimild, en snúa sér til rikis st jór na rinn ar. Atti kannski frekar að snúa sér til Ólafs Ragnars með þessa beiöni? Viötöim Halli frændi fór til lögfræð- ings um daginn i sambandi við einhver verðbréf sem hann er að braska með. Skömmu seinna fékk hann rukkunar- bréf frá lögfræöingnum og eftir að hafa lesiö það hringdi Halli ofsareiöur i iögfræöing- inn: — Ég kom til þin þarna um daginn út af veröbréfunum en svo fæ ég himinháan reikning fyrir tvö viötöl. Hvernig ferðu að skýra þaö? — Svona, svona. Vertu ró- iegur, sagði lögfræðingurinn sefandi. — Auövitaö komstu hingaö út af veröbréfunum, en þú ert kannski búinn að gleyma þvi, að þú komst aftur daginn eftir til að sækja hanskana þina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.