Vísir - 13.03.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 13.03.1980, Blaðsíða 9
VÍSIR Fimmtudagur 13. mars 1980' [..Mikiii hömór ji bessu verki” ■ Spjaliaö við Gest E. Jónasson. leikara í ! tilefni frumsýningar Leíkfélags flkureyrar ■ á „Herbergi 213” eftir Jökúl Jakobsson „Jú, blessaður vertu, ég er alltaf nervus fyrir sýningar og undanfarna daga hef ég fundið fyrir vaxandi fiðringi i maganum. En þetta lagast þeg- ar i slaginn er komið og þegar frumsýningin verður komin á fulla ferð annað kvöld verð ég orðinn góður i maganum”. Það er Gestur E. Jónasson,leikari á Akureyri sem hefur orðið, en i kvöld frumsýnir Leikfélag Akureyrar „Herbergi 213 eða Pétur Mandolin” eftir Jökul Jakobsson. meö ást bg umhyggju og endur- vekja 1 honum imynd Péturs.” Mikill húmor „Þaö er mikill húmor i þessu verki, sem Lárus hefur lagt sér- staka rækt viB i uppfærslu sinni. Jökull hefur aö likindum skrifaö þetta verk I framhaldi af Klukkustrengjum, sem hann skrifaöi fyrir LA á sinum tima. Þá dvaldist hann á Akureyri og kynntist mörgum og hefur ef-; laust oröiö fyrir áhrifum af bæjarlifinu. Hann er þó ekki aö Asamt Gesti leika i sýning- unni þær Sunna Borg Sigurveig Jónsdóttir, Sólveig Halldórs- dóttir, Guörún Alfreösdóttir og Svanhildur Jóhannesdóttir. Leikstjóri er Lárus Ýmir Öskarsson, sem betur er þekkt- ur fyrir kvikmyndir sinar, „Matur og fugl” og „Drottinn blessi heimiliö”. Gestur var spuröur um hlut- verk hans i leikritinu og efnis- þráö þess. „Ég fer meö hlutverk Alberts, sem kemur I heimsókn til bæjarins — Akureyri gæti vel falliö inn i myndina”, svaraöi Gestur. „Albert er arkitekt og á aö gera aöalskipulag af bænum. Þegar hann kemur til bæjarins fær hann heimboö frá móöur Péturs Mandolin. Pétur er aö visu látinn, en móöir hans stendur i þeirri meiningu aö Albert sé gamall skólabróöir Péturs. Asamt móöurinn koma viö sögu á heimilinu ekkja Pét- urs systir hans, dóttir og viö- hald. Þær fá Pétur til aö gista og smámsaman yfirtaka þær hann tala illa um Akureyringa, siöur en svo, þetta er elskulegt leik- rit”. „Klukkustrengir koma meira aö segja nokkuö viö sögu i þessu verki. Þaö er minnst á orgelleikarann og hugmynda- snauöa skáldiö, sem kom aö sunnan, en ég fór meö hlutverk orgelleikarans i uppfærslunni á Klukkustrengjum á sinum tima. Þaö er lika dálitiö einkennileg tilviljun, aö eina dagataliö sem nefnt er I leiktextanum er af- mælisdagurinn minn”, sagöi Gestur. Hvernig skapar þú persónur? „Þaö er afskaplega mis- jafnt”, svaraöi Gestur. „Ég les handritiö vel og reyni aö setja mig i hugarheim þeirrar persónu sem ég á aö leika. I þetta skiptiö gekk þaö nokku vel aö flestu leyti, en var samt nokkuö snúiö stundum. Þetta er nefnilega nokkuö „klofinn” persónuleiki, eöa réttara sagt tvær persónur. Hvernig til hefur tekist veröa áhorfendur aö dæma um. Gestur lék fyrst meö Leik- félagi Akureyrar 1966 og siöan 1969 hefur hann tekiö þátt í flest- um uppfærslum félagsins. Aö lokum var hann spuröur um þaö hvernig áhorfendur Akureyr- ingar væru. „Þeir eru mjög góöir — þegar þeir koma, — og yfirleitt eru þeir duglegir aö sækja leikhús- iö, svaraöi Gestur. — G.S. Gestur E. Jónsson Ihlutverki slnu — Albert.... eöa Pétur? Sigurveig Jónsdótttir I hlutverki móöurinnar. Sóiveig Halldórsdóttir I hiut verki dótturinnar. Sunna Borg I hlutverki eiginkonunnar. Lárus Ýmir leikstjóri, Viöar aöstoöarleikstjóri og Leifur Þórarinsson tónskáld, sem samiö hefur tónlist viö verkiö. Sunna Borg og Guörún Alfreösdóttir I hlutverkum slnum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.