Vísir - 13.03.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 13.03.1980, Blaðsíða 22
Fimmtudagur 13. mars 1980 22 MHFÉRB 0G ENDING AFSKORINNA DLÚMA Blóm eru ómissandi sem hibýraprýði. Þau breyta vistarverum og gæða þær þvi Iifi sem á skortir að þeir dauðu munir geti gert sem við röðum allt umhverfis okkur. Þar gildir einu hvort um er að ræða blóm i pottum eða af- skorin blóm. Blóm láta máski ekki mikið yfir sér, en þau tala sinu máli og frá þeim andar ætið hlýju og unaði sem vekur bæði gleði og fögnuð. AB þessu sinni skal vikiö nokkrum orðum aö endingu af- skorinna laukblóma og bent á hvaö hægt er aö gera til þess aö þeirra veröi notiö sem lengst. A þessum árstima eru þaö fyrst blóm ýmissa laukjurta sem blómaverslanir hafa á boö- stólum. Þar ber mest á túlipön- um, en þeir hafa ætið notiö verulegra vinsælda sem vetrar- blóm enda bjóöa þeir upp á meiri fjölbreytni og blæbrigöi I litum en önnur blóm sem fáan- leg eru. Fyrir utan túlipana er iris, riddarastjarna og ýmis konar hátiöaliljur einnig tölu- vert ræktaöar á þessum árs- tima, einkum er liöa tekur á veturinn. Aö ööru leyti er úrval- iö fábrotiö en meö hækkandi sól og auknum sólargangi færist þaö hægt og sigandi i aukana. Ending afskorinna blóma get- ur veriö mjög breytileg og er þaö atriöi aö sjálfsögðu veru- lega háö tegundum, en meðferö þeirra i höndum fólks ræður þó ekki sföur um, hversu langlíf þau geta orðið. Sérhver sá sem eignast.blóm gerir sér vissulega ætiö vonir um aö þau endist sem lengst en til þess aö svo megi veröa, þarf aö sýna þeim svo- litla hugulsemi I meöferö eins og öllu ööru sem er lifandi. Hér skal I fyrsta lagi á þaö bent að þegar laukblóm eru keypt er best aö þau séu ekki um of þroskuö, þ.e. ekki mjög út- sprungin. Veljiö eða kjósiö fremur túlipana sem rétt aðeins eru byrjaöir aö sýna eðlilegan lit, heldur en þá, sem eru alveg komnir I fulla blómgun. Hugsanlega mun sumum finn- ast þannig blóm frekar óveru- leg, ekki sist ef þau á aö gefa I ákveönu tilefni. Fyrir þiggjandann geta blóm- in þó ekki veriö betur á sig kom- in, en áöur var sagt. Og hvaö gerir þá til þóttt þau séu ekki meö öllu á hátoppi blómgunar nákvæmlega á þvi augnabliki þegar þau eru gefin. Minnist þess aö þótt túlipanablóm kunni að þykja smá þegar þau eru keypt I umræddu ástandi, þá eiga þau smám saman eftir aö stækka mjög mikið þegar þau koma inn i hlý húsakynni. Sama gildir um blómstöngulinn sem getur allt aö þvi tvöfaldast aö lengd á meöan blómið endist og þarf þar af leiöandi aö stytta viö og viö. Svipuöu máli gildir um páska- liljur og aöra nákomna ættingja þeirra, sem viö getum nefnt sameiginlega hátiöaliljur. Þessi blóm eru ferskust og best rétt I þann mund aö blómblöðin eru rétt aö byrja að opnast og eiga þá lengsta lifdaga fyrir sér. Séu ytri blómblöö aftur á móti byrjuö aö krypplast er þaö greinilegt merki þess, að farið er aö siga á seinna skeiö blómgunartimans. íris er einnig bestur á svipuöu stigi og páskaliljur, eöa þegar blómhnappurinn erf rétt aö byrja aö losna og sýna dálítinn lit. Getur munaö nokkrum dög- um hvaöblóm á umræddu skeiði endast lengur heldur en full-út- sprungin blóm. Riddarastjarna er á besta sölustigi á meðan blómhlifarblöö hennar eru enn aö mestu saman, lokuö eöa rétt aöeins byrjuö aö aöskiljast. öll blóm á umræddu vaxtar- stigi opna sig tiltölulvga fljótt eftir að þau komast i stofuhita sé meöferö þeirra rétt og litur þeirra eykst og styrkist skjót- lega. Reglur um meðferð: Hafiö fyrir reglu strax og blóm hafa verið fengin að koma þeim fyrir i vatni. Veljiö hentugan og smekklegan blómavasa. Gætið þess að skola hann vandlega úr sápuvatni, hafi þaö ekki veriö gert eftir siðustu notkun, sem vissulega ætti ávallt aö hafa fyrir reglu. Setjiö siöan dálitiö af ylvolgu vatni i vasann en hafið þaö ekki mjög mikiö fyrir laukblóm, þvi þau hafa ekki gott af þvi aö standa djúpt I vatni. Látiö skammt af plöntufæðu út i vatn- iö, t.d. Chrysal. Sé Chrssal ekki fyrir hendi má mæla meö 1 te- skeið af sykri og ööru eins af ediki I hvern 1/2 litra vatns. Þessi aögerö tefur fyrir myndun gerlagróöurs i vatninu og lengir þannig lif blómanna. Losið siöan um blómin. Skeriö þvi næst dálltið af neösta hluta stöngulsins á hverju blómi. A túlipönum og hátiöaliljum er æskilegast aö fjarlægja alveg þann hluta stönguls sem kann aö hafa verið niöur i lauknum þegar framleiöandinn uppskar blómiö. Oftast eru það neöstu 2-4 sm ktöngulsins. Sniöiö stöngulinn ætiö á ská. Sárflötur- inn verður þá stærri og vatns- upptakan þannig greiöari. Eins kemur þá aöeins blábroddur stöngulsins til með aö nema viö botn vasans en þar er jafnan örust sú gerlastarfsemi sem komiö getur i veg fyrir eölilega vatnsupptöku. Fjarlægið ætið þau blöö sem kynnu að lenda undir vatnsyfirboröi ella flýta þau fyrir eyöileggingu blóm- anna. Sé jafnan haft takmarkað vatn 1 vasanum, eins og áður er nefnt, t.d. aöeins 1/4, þarf þó blóm Óli Valur Hansson skrifar vart aö hyggja aö þessu meö laukblóm þar sem stilklengd þeirra aö neöstu blööum er jáfn- an töluverö. Séu túlipanar mjög linir við móttöku er best aö sveipa þá dagblaöi og setja þá djúpt i vatn um stund á svalan staö, I stað þess aö flytja þá beint inn I stofuhita. Þannig rétta þeir sig furöu fljótt viö. Þetta á einnig við um öll önnur blóm sem taka fljótlega upp á þvi aö linast upp eftir aö þeim hefur verið raöaö i vasa. Gætiö þess siðan aö hagræöa aldrei afskornum blómum I námunda viö hitagjafa né heldur þar sem dragsúgs gætir en á slikum stöðum veröur út- gufun þeirra of ör og þaö styttir endingu þeirra. Gætiö þess sömuleiöis að raöa ekki hátiða- liljum og öörum laukblómum saman I vasa. Haldiö ávallt hátföaliljunum út af fyrir sig. Geymiö helst öll afskorin blóm á svölum staö á næturna en gætiö þess samt aö ekki séu ávextir i nánd við þau, þvi þeir gefa frá sér etylen sem styttir til muna lifsskeiö allra afskorinna blóma. ABgætið meö vatn á blómun- um daglega. Ef aöeins er notaö hreint vatn er hentugast að endurnýja þaö annan hvern dag,en ef notuð er CHrysalfæða, ætti ekki aö gerast þörf meö endurnýjun. Aöeins bæta vatni i vasann eftir þvi sem eyðsla á sér staö. Einu sinni eða tvisvar getur siðan máski reynst nauösynlegt aö stytta blómstilk- ana og hagræöa þá blómunum um leið i vasanum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.