Vísir - 14.03.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 14.03.1980, Blaðsíða 1
Föstudagur 14. mars 1980/ 62. tbl. 70. árg. Grímseyingar finna lausn á orkuvandanum: Villa breyta vindi í heitt vatn til aö tiita upp núsinl B I L „Við Grimseyingar höfum fullan hug á þvi að notfæra okkur vind- orkuna til húsahitunar og jafnvel einnig til raforkuframleiðslu, ef vel tekst til", sagði Al- freð Jónsson, oddviö i Grimsey, þegar Visis- menn hittu hann að máli niðri i Alþingi i gær. „Ég er svona aðeins að minna á okkur eyjarskeggja hér i þing- sölum varðandi ýmis hags- munamál okkar, sem orðið er knýjandi að fái úrlausn", sagði Alfreö.. „Ég er búinn að ganga með þá hugmynd I maganum undanfarin 10 ár, að það mætti ef til vill beisla vindorkuna, en éghef verið talinn hálf skrýtinn, þegar ég hef minnst á þetta við ráðamenn. Nú er hins vegar að rofa til. Ætlunin er að gera til- raun til að hita vatn með vind- orkunni, sem siðan verður notað til húsahitunar. Vatnið verður hitað við núningsmótstöðu, en ég kann nú ekki að skýra tækni- hliöina á þessu. Hugmyndin er Alfreð Jónsson, oddviti i Grlms- ey: Nota vindorkuna til húsahit- unar og raforkuframleiðslu. að setja upp tilraunarstöð I sumar, sem tengd yrði t.d. skól- anum og félagsheimilinu. Reyn- ist þetta vel, verða öll hús I eynni tengd við kerfið. Til að byrja með veröur vindurinn ein- göngu notaður til að hita vatn, en ekki er óhugsandi að einnig mætti gera úr honum raforku I leiöinni". „Olluhækkunin hefur leitt ýmislegt gott af sér og við eyjarskeggjar erum ekkert á- nægðir að sjá á eftir allri þeirri ollu sem fer til hiisahitunar og til að keyra diselrafstöð I eynni. Takist þetta, er um mikið hags- munamál að ræða, ekki bara fyrir okkur Grfmseyinga, heldur þjóðina alla. En er nægilega vindasamt I Grimsey áriö um kring til að sjá ykkur fyrir nægri orku? „Já, það virðist vera sam- kvæmt veðurmælingum undan- farinna ára og þó að það lygni I nokkra daga, getum við geymt okkur vatn til að brúa það bil", sagði Alfreð. Raunvisinda- stofnun Háskólans mun sjá um þessa tilraun undir yfirumsjón Arnar Helgasonar, eðlisfærð- ings. Sagði Orn I viðtali við Visi, að langt væri komiö byggingu sllkra vindorkustöðvar að bæn- um Kárdal I Vatnsdal á vegum ólafs Rúnibergssonar bónda þar. Verður reynslan af þeirri stöð höfð til hliðsjónar við til- raunina I Grimsey. —G.S. VAMDRÆÐAASTAND í HEIMAHJUKRUN „Já, það er rétt, það er mikil mannekla hjá heimahjúkruninni og mjög erfiðlega gengur að tá starfslið," sagði Skúli Johnsen borgarlæknir i samtali við Vfsi í morgun. Mikið vandræðaástand hefur nú skapast hjá heimahjukruninni vegna þessa og sagði Skúli John- sen að brýnt væri að eitthvað yrði gert til þess aö bæta úr þvl. Sér- staklega mun vanta hjúkrunar- fræðinga til heimahjúkrunar. „Þaðerumjög hröð skipti og si- fellt nýtt og nýtt starfslið hjá heimahjúkrun," sagði Skúli. „Ég kann nú ekki skýringar á þvi en svo viröist sem hjukrunarfræö- ingum þyki þetta ekki eins fýsileg vinna og ýmislegt annað." —IJ Sérkrðtur Dagsbrúnar utan VMSi? „Ekkert hæft í pvfM segir Eðvarð Sigurðsson. lorm. DagsDrúnar „Það er ekkert hæft f því, að Dagsbrún ætli sér að leggja fram sérkröfur utan við Verkamanna- samband tslands", sagði Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbriin- ar, I samtali við Visi, en eitt morgunblaðanna skýrir frá þvf f morgun, að Dagsbriin ætli sér ekki að fylgja VMSÍ I sérkröfum. Eðvarð sagði hins vegar, að þetta vandamál væri fyrir hendi, að Dagsbrún hefði dregist aftur úr öðrum félögum, er hefðu innan sinna vébanda menn, sem ynnu sömu störf og meðlimir i Dags- brún. Slikt skapabi ávallt óánægju, en þó ekkert frekar I Dagsbrún en öðrum félögum. Það merki því ekki að Dagsbrún ætlaði sér að leggja fram sérkröf- ur. Félagiö væri meö slna sér- samninga, en þab væri bara eins og verið hefur. —HR Blaðamaður ræðir við Sigurð Helgason f morgun. Vísismynd: J.A. „ÞETTA LAN TEKK) TIL AÐ KOMA FELAGINU AFTUR A RETTAN KJÖL' „Þetta lán er tekið til að tryggja áframhaldandi rekstur og til að koma félaginu aftur á réttan kjöl", sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, I samtali við Vísi i morgun. Vlsir greindi frá þvi fyrr I vik- unni að Flugleiðir hefðu sótt um rikisábyrgð fyrir tveggja mill- jaröa króna rekstrarláni, I sam- ræmi við lagaheimild frá 1976. 1 framhaldi af þvl skipaði fjár- málaráöherra nefnd þingmanna allra stjórnmálaflokka til að kanna stöðu félagsins og er sú nefnd nú að störfum. Sigurður sagði I morgun, að rikisábyrgð á rekstrarláni væri ekki einsdæmi, þvi aö Loftleiðir hefðu árin 1972 og 1973 fengiö rikisábyrgö á rekstrarláni að upphæð sjö milljónir dollara. — Ef allt væri meö felldu, væri þá ekki eðlilegt aö viðskiptabanki Flugleiða hefði ábyrgst þetta lán með veðí I þeirri flugvél, sem félagið er með á söluskrá? „Við erum að festa kaup á flug- vél, sem er þrefalt dýrari en sem nemur upphæð rlkisábyrgðarinn- ar, eða fimmtán milljónir dollara og við þurftum enga rikisábyrgb til þess. Viö erum nýbúnir að kaupa flugvélar til innaniands- fiugsins og þurftum enga rikis- ábyrgð til þess heldur. Við erum þvi búnir að nýta að verulegu leyti þá möguleika, sem við höf- um til að sjá okkur farborða á hinum almenna lánaniarkaði og okkur finnst þessi rikisábyrgð ekki óeölileg I þeirri stöðu sem hér er um að ræba". Sigurður bar til baka fregnir, sem Visir hafði af þvi að rekstur Flugleiða hefði gengið óeðlilega illa I janúar. „Reksturinn I janúar og febrú- ar hefur gengið nokkurn veginn samkvæmt áætlun og bókanir fyrir sumarið eru einnig nokkurn veginn i samræmi við það sem viö áttum von á", sagði Sigurður. —PM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.