Vísir - 14.03.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 14.03.1980, Blaðsíða 5
Seiveiðin nafin við Labrador Hin árlega selveiði við Labra- dor hófst i dag, þegar selveiði- menn iögðu af stað út á isinn, en umhverfisverndarsinnar hafa uppi tilburöi til þess að spilla veiðinni. Segjast umhverfis- verndarmenn hafa snúið á öryggiseftirlit, sem tryggja á veiöimönnunum vinnufrið, og ætla selavinir að úða kópana i grænum lit, svo að feldurinn af þeim verði verðlaus og þeim þvi þyrmt. Atta ísbrjótar með kanadfska og norska selveiðimenn innan- borðs ætluðu aö leggja i Isinn i dögun i morgun undan Labrador- strönd. Yfirvöld Kanada segjast ekki hafa orðið vör viö ferðir Greenpeacemanna, en Green- peace segir hinsvegar, að útsend- arar þeirra hafi þegar náö að lita um 150 seli. Greenpeace-samtökin segja, að kvikmynd hafi verið tekin af litun selanna, og verði henni dreift tii sjónvarpsstöðva. Notuðust þeir við litia flugvél, sem flaug með selavinina út á Isinn og sótti þá aftur. t Alasundi hlekkjuðu sjö Danir og einn Hollendingur sig sjálfa fasta við selfangarann, Kvitung- en, til þess að mótmæla Labra- dorveiðinni, en Kvitungen átti að leggja af stað tii Labrador til að veiða einhvern næsta daginn. Kanadlsk yfirvöld hafa sett vörð um flugvelli og aðra viö- komustaöi I grennd við selveiði- svæðin, en kanadlsk lög banna ölium, sem ekki hafa til þess sér- stakt leyfi, að koma nær veiði- stöðum en svo, að hálf mlla skilji á milli. I Toronto I gær efndu fjórir Greenpeace-menn til mótmæla- aðgerða vegna veiðanna og tlu daga fangelsi, sem Paul Watson, virtur umhverfisverndarsinni, var dæmdur i þessa vikuna, fyrir' hans þátt I fyrra i þvl að iita sel- kópa. Veiöikvótinn þetta árið er 180.000 kópar, sem drepnir verða á næstu sex vikum vegna skinns- ins, kjötsins og lýsisins. — Veiðin frá Magdalen-eyjum I St. Lawrenceflóa hófst fyrr I vikunni, og hafa þar verið drepnir þegar um 26 þúsund selir. Þessi mynd er frá fyrstu átökum Greenpeace-manna og seifang ara 1976, og sést hvar seivinur hefur varpað sér yfir kóp, svo aö veiðimaðurinn, sem yfir stendur, nái ekki til hans. Þarf að skera Irans- keisara upp að nýju? Læknar Paitilla-spitalans i Panamaborg neita að leyfa bandarlsku hjúkrunarliði að að- stoða við skuröaðgerö á Irans- keisara. Segja læknarnir, að starfsfólk sjúkrahússins sé fullkomlega fært um að veita hjartasérfræöingnum Michael Debakey alla þá aðstoð, sem með þarf viö uppskuröinn. Debakey er bandariskur. Dr. Debakey sagði i Houston i gær, að Jiann mundi innan fárra daga fljúga til Panama til þess að ganga úr skugga um, hvort Irans- keisari fyrrverandi þarf upp- skurðar með eða ekki. Iranskeisari hefur dvalið I Panama á eyjunni Contadora, siðan hann yfirgaf Bandarlkin eftir læknismeðferö I desember siðasta. Danskir vörubilstjórar end- uðu i gær þriggja daga mót- mælaaögerðir sinar við landa- mæri Vestur-Þýskalands, þar sem þeir hafa stöðvað alla umferð til Flensburg yfir ■ ■■ !■ na ■ 1 landamærin. Lögðu þeir vörubllum sinum á akbrautunum og neituðu aö hreyfa sig burt. I upphafi vildu þeir mótmæla seinagangi toll- afgreiðslunnar, en siðan snerust mótmælin upp i hálf- opinbert verkfall vegna kjara- mála. Um 3.000 hollenskir og danskir vörubilar söfnuðust þarna viö landamærin. 500 vörubilar voru notaöir til þess að loka landamærunum milli Danmerkur og Þýskalands, og töfðu feröir um 3000 vörubila. DANSKIR VÖRUBÍL- STJÖRAR I MÓTMÆLUM Resa Palevi, fyrrum transkeis- ari. Fylgistap Thatcner thaldsflokkurinn breski rétt marði sigur I aukakosningum i gær, en úrslitin þykja sýna mikið fylgistap flokksins, sföan hann komst i stjórn fyrir tæpu ári. Kosiö var i kjördæmi bæjarins Southend, og þótt Teddy Taylor fengi flest atkvæöi, tapaði flokk- urinn 12,9% þess fylgis, sem hann hafði I þingkosningunum fyrir ári, til Verkamannaflokksins. Kjörsókn var aöeins 62,5%, og fékk Taylor 430 atkvæöum meir en Colin George i Verkamanna- flokknum (en munurinn var 10.774 atkvæöi fyrir ári). Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra, varaði menn við þvi að búast of fljótt við „sólskini” I kjölfar efnahagsstefnu hennar, sem miðar að þvi að skera niöur útgjöid þess opinbera og efla einkaframtakiö. — Veröbólgan I Bretlandi er nú um 18,4% og lánavextir hafa aldrei verið jafnháir fyrr. Gacy dæmdur I rafmagns- stólinn John Gacy, kynvillti fjölda- moröinginn i Chicago, var i gær dæmdur til þess að láta llfiö I raf- magnsstólnum fyrir morð á þrjá- tiu og þrem ungum sveinum. Sami kviðdómurinn, sem i fyrradag úrskurðaöi Gacy sekan, ákvaö I gær dauðadóminn. — A áhorfendabekkjunum varð mikiö lófaklapp, þegar dómurinn var kynntur, en þar sátu margir að- standendur fórnarlamba Gacys. Hinn 37 ára gamli Gacy sat hreyfingarlaus undir dómsupp- kvaðningunni og sem fyrr brá hann ekki svip. Dómarinn ákvað, að aftakan skyldifara fram 2. júnl, en liklega veröur þvi frestað, þvl aö búist er við, að vömin áfrýi dómnum. John Wayne Gacy: Dæmdur i raf- magnsstólinn. Bensínleysi í Sydney Oliubilstjórar i Sydney i Astra- llu hafa bundiö endi á vikulangt verkfall sitt sem þurrkaöi Syd- ney nær alveg af öllu benslni, svo að götur hafa tæmst af einkabll- um. Aflétt hefur þvi veriö sölubann- inu á bensin, sem yfirvöld settu til þess að tryggja bensinbirgðir til allra nauféynlegustu þarfa. Bllst jórar streymdu þvi að ben- sinafgreiðslum strax I nótt og höfðu myndað langar biðraðir áöur en afgreiðslur opnuðu Sumir sváfu undir styri Bensinskorturinn kom einnig niöur á flugafgreiöslu og var fariö aökenna tilfinnanlegs vöruskorts I Sydney um það er lauk. Mest varð þó öngþveitiö I almennings- samgöngutækjum, þegar bileig- endur urðu að leggja bilum sinum og treysta á lestir og strætis- vagna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.