Vísir - 14.03.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 14.03.1980, Blaðsíða 13
vísm Föstudagur 14. mars 1980 17 Hefur veriö stigið skref til sátta í SJálfstæðisflokknum? Nokkur styrr hef ur staðið um kosningu eftirmanns Páima Jónssonar land- búnaðarráðherra i fjár- veitinganefnd Alþingis, en Pálmi víkur úr nefnd- inni vegna ráðherra- dóms. Gunnar Thorodd- sen óskaði eftir þvi við þingflokk Sjálfstæðis- flokksins/ að Eggert Haukdal yrði tilnefndur. Á það var ekki fallist, en þá leitaði Gunnar eftir stuðningi stjórnarflokk- anna. A miðvikudag tilnefndu sjálfstæðis- menn síðan Guðmund Karlsson til að taka sæti í nefndinni með samþykki Gunnarsmanna, að sögn ólafs G. Einarssonar, formanns þingflokksins. En þó með þvi skilyrði að mál Eggerts Haukdal verði tekið fyrir og hann tekinn inn í þingf lokkinn. Hefur með þessu verið stigið skref til sátta i Sjálfstæðisflokknum? Visir leitaði svara við þeirri spurningu. — GS. Lárus Jónsson Vona að okkur takist að sætta bessf sjónarmið • segir Lárus Jónsson Mál Eggerts Haukdals er komiö á góðan rekspöl og ég vona að það takist að sætta þau sjónarmið, sem þar takast á”, sagði Lárus Jónsson, alþingis- maöur og varaformaður þing- flokks Sjálfstæöisflokksins i viðtali við Visi. „Þaö er hins vegar ekki ávinningur i aö leysa þetta vandamál um leið og annað er skapað i staðinn”, sagði Lárus. „Þetta mál veröur ekki leyst nema með samkomulagi við þingmenn Sjálfstæðisflokksins i Suðurlandskjördæmi og for- ráðamenn sjálfstæðisfélaganna heima i heraöi.” „Þaö hefur verið áratuga hefð á Alþingi, aö viðkomandi þingflokkur tilnefni nefndarmann i stað þess sem hefur forfallast af einhverjum ástæðum og kosinn hefur verið hlutfallskosningu á Alþingi”, sagöi Lárus. „Mér er ekki kunn- ugt um að komiö hafi til tals að brjóta þessa hefð og tekist hefur samkomulag um að það verður ekki heldur gert núna”. G.S. Skref til sátta frá okkar hálfu - seglr Pálmi Jónsson. landbðnaðarráðherra „Ég tel að það megi lita á þetta sem samningsvilja frá okkar hálfu”, sagöi Pálmi Jóns- son, landbúnaðarráðherra I viötali við Visi. „Þetta er hins vegar gert i trausti þess að Eggert komi inn I þingflokkinn, en á þvi hefur veriö allt of mikill dráttur.” „Hins vegar er hér ekki um það stórmál að ræða, að það taki þvi að gera ágreining úr þvi. Fjárveitinganefnd verður kjör- in aftur I haust og rikisstjórnin hefur þar meirihluta hvort eö er.” — A fiokksráðsfundi Sjálf- stæðisflokksins var samþykkt aö leita sátta vegna þess kíofn- J Pálmi Jónsson ings sem varö viö stjórnar- myndun Gunnars Thoroddsen. Hefur miöaö I þá átt aö þinu mati? „Það eru litil merki þess önn- ur en það skref frá okkar hálfu, sem ég minntist á áðan. Ég var óánægður með þá afstöðu meirhluta þingflokksins, að taka ekki þátt i stjórnarmynd- uninni, t.d. með hlutleysi. Síðan hefði mátt taka afstööu til málefna hverju sinni. Þetta var fær leiö að minu mati. En ef til vill eru menn aö jafna sig, alla- vega eru ýmsir forystumenn flokksins farnir að stilla oröum sinum meira i hóf en þeir gerðu fyrst eftir stjórnarmyndunina”. — G.S. Menn verða að hlýta skipuiagsreglum fiokksins - seglr Guðmunúur Karlsson, alDíngísmaöur „Sú ákvöröun þingflokksins, að tilnefna mig i fjárveitinga- nefnd, á ekkert skylt við þann ágreining sem verið hefur i okk- ar kjördæmi”, sagði Guðmundur Karlsson, alþingis- maður, i viðtali við Visi. „Það hefur hins vegar verið unniö aö lausn á þessum málum heima i kjördæmi meö það fyrir augum, að Eggert Haukdal verði tekinn inn i þingflokkinn,” sagði Guömundur. „Þó það hafi tekið lengri tima en fyrirhugaö var get ég ekki ætlaö annað en það takist að sætta þessi sjónar- mið. Það verður aö ganga þann- ig frá málum, að menn sættist á að hlita skipulagsreglum flokksins I framtföinni, þannig að ekki komi aftur til klofnings- framboös i kjördæminu við næsta framboö, hvenær sem það svo verður.” — Þú sagöir eftir kosningarn- ar, aö hugsanlega gætir þú leik- iö sama leik og Eggert I næstu kosningum? „Já, það var nú kannski sagt meira i gamni en alvöru”, svaraði Guðmundur „En þvi skyldi ég ekki gera það? Ég vil hins vegar vinna að þvi að koma i veg fyrir að slikt komi til. Hvar væri Sjálfstæöisflokkurinn staddur ef slik klofnings- framboð kæmu fram i mörgum kjördæmum” — GS. Guðmundur Karlsson Geir Hallgrimsson Alger- lega ótengd- mál - segir Gelr Hallgrfmsson „Þetta eru algerlega ótengd mál”, sagöi Geir Hallgrimsson, formaöur Sjálfstæðisflokksins, aðspuröur um hvort stigiö hafi verið skref til sátta milli strlðandi afla I flokknum. „Hér er aöeins um það að ræða, að viðhalda venjum i starfsháttum Alþingis, það er að við komandi bingflokkur tilnefni eftirmann sins flokksmanns i nefndir. Annað og meira er þetta ekki”. — GS. Kór Menntaskólans við Hamrahlið leggur upp I tónleikaferðaiag Kór Menntaskólans við Hamra- hliö, er þegar hefur getið sér mjög góðan orðstir fyrir fágaðan söng sinn undir stjórn Þorgeröar Ingólfsdóttur, bæði innanlands sem utan, mun fara I tónleikaferö til Noröurlands, laugardaginn 15 til 18. mars. 1 ferðinni veröa haldnir 10 tónleikar og er hún fyrst og fremst tilkomin vegna boðs um aö halda tónleika fyrir Tónlistarfélag Akureyrar, þar sem kórinn mun koma fram á listaviku Menntaskólans á Akur- eyri. Að sögn Þorgerðar Ingólfs- dóttur, var auk þessa boös leitað til kórsins um ýmsa aöra tónleika fyrir norðan, sem hann þáði. Haldnir verða tónleikar á ýmsum stöðum. Kórinn heldur tónleika I Húsa- víkurkirkju á laugardaginn kl. 15 og i Skjólbrekku I Mývatnssveit sama dag kl. 21. A sunnudaginn heldur hann tónleika klukkan eitt eftir hádegi á Laugum i Reykjadal. Komið veröur við I Laufási i Þingeyja- sýslu hjá sér Bolla Gústafssýni og sungiö þar i gamla bænum, og á sunnudagskvöld verða siðan hátiðartónleikarnir fyrir Tón- listarfélag Akureyrar I Akur- eyrarkirkju. Mánudaginn 17. mars er kórinn gestur Menntaskólans á Akur- eyri. Fyrir hádegi, sama dag, kemur kórinn fram i skólanum og kl. 15.30 heldur hann tónleika I Akureyrarkirkju fyrir tónlistar- félag menntaskólans. I tilefni listaviku skólans. Mikiö verður um dýrðir i þessari listaviku, þvi að M.A. veröur 100 ára á þessu ári. Um kvöldið er sameiginleg vaka kórs M.H. og M.A., aö Mööruvöllum. Þriöjudaginn 18. mars er kór- inn ráðinn af skólanefnd bæjar- ins, til aö halda tvenna skólatón- leika á Akureyri og að þeim lokn- um flýgur kórinn aftur heim, um kvöldið, til Reykjavlkur. A verkefnaskrá kórsins eru meðal annars verk sftir snillinga, eins og Bach, Mozart og Schutts. Þá mun hann einnig syngja mikið af Islenskri tónlist, madrigölum, negrasálmum og þjóðlög ýmissa landa. Fyrir skömmu frumflutti kór- inn tónverk eftir Gunnar Reyni, I skóla slnum, sem er talkór úr Kiljanskviöu. „Svo komum við með aö flytja mjög sérkennilegt verk eftir John Cage á Listahátíö”, sagði Þor- gerður. Verkefni kórsins að undanförnu. Stærsta verkefni, sem kórinn tók sér fyrir hendur á síðasta árs- helmingi, var þátttaka hans I al- þjóðlegu móti kóra I Sviss, Europa Cantat (Evrópa syngur), en inn I þau samtök var hann tek- inn I hitteð fyrra og þykir þaö mikill heiöur. Sem dæmi um starf kórsins á þessu skólaári, má nefna söng hans á Norrænni menningarviku, i október, þar sem hann flutti þrjú tónverk eftir Jón Nordal. Þá vann hann með norska sjónvarpinu i sama mánuði upptöku. 1 desem- ber söng hann við jólamessu biskupsins og i febrúar sl. kom hann fram á Kjarvalsstöðum, þar sem var listaráöstefnan. Kórinn skipa 57 nemendur Menntaskólans við Hamrahliö og tekur hann stöðugum stakka- skiptum frá ári til árs, vegna nýrra kórmeðlima er koma I stað þeirra sem útskrifast.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.