Vísir - 15.03.1980, Blaðsíða 20

Vísir - 15.03.1980, Blaðsíða 20
Krakkarnir i 3.Þ.G. i Hliðaskóla hafa sent okkur mikið af góðu efni, sögur, frásagnir og teikningar, og fá þau bestu þakkir fyrir. Hér á siðunni birtist hluti af efninu, en annað birtist seinna. Myndin er af krökkunum i 3.ÞG. vísm Laugardagur 15. mars 1980 hœ krakkar! Umijón: Anna Brynjiilfsdóttir LÍNA EIGNAST HUND Einu sinni var stelpa, sem hét Lína. Hún átti engan pabba og enga mömmu. Þau voru dáin. Pabbi Línu dó á sjó og mamma Línu dó i bíl- slysi. Lína átti bágt. Lína átti heima hjá ömmu sinni og afa. Hún Lína var einmana. Hún átti enga vinkonu. A dagínn vissi Lína ekki, hvað hún átti að gera. Stundum fór hún út í f jós ogmjólkaði kýrnar. Einn daginn heyrði hún gleði- fréttir. Hún átti að fá hund í afmælisgjöf. Lína opnaði kassann og út kom lítill hvítur hundur. „Að hugsa sér, að ég eigi svona fallega hund. Hvað á ég að láta hann heita"? hugsaði Lína. „Kol? nei, þaðerekki nógu gott nafn, af því að hann er hvítur. Perlu, já Perlu". Og eftir þetta var Lína aldrei einmana. Vala Helga, 9 ára, Hlíða- skóla. Berglind 7 ára i 1. G. Kópavogsskóla gerði þessar tvær myndir. Á annarri myndinni er vetur og vor. Nú er veturinn rikjandi, en bráðum kemur vor með hækkandi sól. Þá stinga blómin upp kollunum, eins og sést á myndinni hennar Berglindar. í Tommi og skólafélagar Tommi er sjöára. Honum finnst gaman í skólanum. f fnmínútunum leikur hann sér við hina strákana í bekknum. Tomma finnst gaman í frímínútunum. í dag kom svolítið leiðinlegt fyrir og riú ætla ég að segja ykkur frá því. Tommi og hinir strákarnir í bekknum voru í snjókasti við hinn 7 ára bekkinn. Þá hættu hinir strákarnir allt í einu að henda og eltu einn strákinn. Hann varð að fara til hjúkrunarkonunnar. Stella A.N. 9 ára, Hlíðaskóla. FERÐALAG Ég fór í ferðalag 29. sept. til Þingvalla með nem- endum og kennurum Hlíðaskóla. Það var leiðinda- veður, en samt fóru mjög margir með 10 rútum. Þegar við komum til Þingvalla, fórum við að skoða okkur um. Síðan fórum við í reiptog og að hlaupa í skarðið og marga aðra leiki. Við borðuðum nestið úti og eftir það fórum við heim og sungum alla leiðina. Soffía S. 3. Þ.G. Hlíðaskóla.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.