Vísir - 17.03.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 17.03.1980, Blaðsíða 8
8 vtsm Mánudagur 17. mars 1980 Ulgefandi: Reykjaprent h/» Framkvæmdastjóri: Davífl Guflmundsson Ritstjflrar: ólafur Ragnarsson Ellert B. Schram Ritstjórnarfulltruar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaflamenn: Axel Ammendrup, Frlða Astvaldsdóttir, Gisli Sigurgeirsson, Hannes Sigurðsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónlna Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Páll Magnússon, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurðúr R. Pétursson. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Slmar 86611 og 82260. Afgreiflsla: Stakkholti 2 4, simi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 llnur. Askrift er kr. 4.500 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu 230 kr. eintakið. Prentun Blaðaprent h/f. LIFSKJOR AÐ LEIKS0PPI [ síðustu viku var vakin athygli á því hér í blaðinu, hvernig rfkisstjórnin undir forystu Alþýðubandalagsins hefur stillt sér þétt upp við hlið vinnuveit- enda í afstöðu sinni til krafna launþegahreyfingarinnar um grunnkaupshækkanir. Þetta eru sannarlega stórpólitísk tíðindi. Ragnar Arnalds fjármálarað- herra hefur ekki aðeins hafnað alfarið kröfum opinberra starfs- manna um grunnkaupshækkanir, eins og vinnuveitendur hafa gert gagnvart Alþýðusambandinu, heldur gerir fjárlagafrumvarp hans ráð fyrir 3-4% kaupmáttar- skerðingu. I leiðara í gær kvartar Þjóð- viljinn undan því að Vísir sé að stríða Alþýðubandalaginu. Nú má það vel vera að í augum þeirra Þjóðviljamanna flokkist slíkar umræður undir stríðni, en á máli venjulegs fólks heitir þetta að f letta ofan af staðreynd- um. Og það má Þjóðviljinn vita að hringsnúningur Alþýðubanda- lagsins er af svo alvarlegu tagi að öll þjóðin tekur eftir. Það er laukrétt hjá Þjóðviljan- um að 80% kjósenda höfnuðu Alþýðubandalaginu og stefnu- málum þess í síðustu kosningum. Það er einnig rétt hjá Þjóðviljan- um að aðrir flokkar en Alþýðu- Þegar Vlsir bendir á bræöralag rikisstjórnar og vinnuveitenda i kaupgjaldsmálum, kvartar Þjóöviljinn undan þvl aö veriö sé aö strlöa sér. Aumingja Þjóövlljinn skilur greinilega ekki alvöru málsins og þaö mega þeir I Aiþýöubandalaginu vita aö Visir mun ekki hafa llfskjör alþýöu aö leiksoppi eins og þeir sjálfir ætla sýnilega aö gera. bandalagið hafa haldið því fram að kauphækkanir í krónutölu eru vita gangslausar, þegar vísitölu- skrúfan magnar sjálfkrafa upp verðbólguna og eyðir samstundis kaupmætti hækkunar. Þeir hafa bent á að auk breytinga á verð- bótakerfinu og aðhalds í kaup- gjaldsmálum þurfi að halda aftur af ríkisfjármálum, verð- lagsmálum, erlendri skuldasöfn- un og seðlaprentun. Þetta hefur Alþýðubandalagið aldrei viðurkennt en fullyrt, að hjöðnun verðbólgunnar þyrfti ekki og ætti ekki að vera á kostn- að kaupgjalds og verðbóta. Það sem nú hefur hinsvegar gerst, er að Alþýðubandalagið hefur algjörlega snúið við blað- inu. Það gengur á undan að haf na kauphækkunarkröfum, en gerir ekki minnstu tilraun til að taka á öðrum þáttum efnahagsvandans. Lagt er fram frumvarp til f járlaga um verðbólgu, stefnt er í auknar erlendar skuldir, boðað er áframhaldandi gengissig, kynntir eru nýir skattar og nú er bætt gráu ofan á svart, þegar Guðmundur J. Guðmundsson leggur fram tillögu á Alþingi um hækkað útsvar, sem felur í sér 5 milljarða króna aukna skattbyrði á almenning. Það þýðir hvorki meira né minna en kr. 230 þús að jafnaði á hvert mannsbarn í landinu. Þetta er því ósvífnari atlaga að lífskjörum fólks, að út- svar er f latur skattur sem leggst jafnt á lágar tekjur sem háar. Með því að benda á þessar póli- tísku staðreyndir er ekki verið að stríða einum eða neinum. Málið er miklu alvarlegra en svo að það sé haft í f limtingum. Það er ein- faldlega verið að fletta ofan af þeim tvfskinnungi og ábyrgðar- leysi, sem Alþýðubandalagið hefur alltof lengi komist upp með. Það er kominn tfmi til að alþýða manna sjái þessa vini sína í réttu Ijósi. Vísir mun ekki f jalla um lits- kjör og afkomu fólks í stríðnis- tón. Blaðið mun ekki kynda undir fánýtum kauphækkunarkröfum, ef um þær er að ræða. En það mun umfram allt leggja áherslu á, að kjör hinna lægst launuðu verði bætt og gera það af fullri eindrægni og ábyrgð. Vísir mun ekki hafa lífskjör alþýðunnar að leiksoppi eins og valdastreitumennirnir í Alþýðu- bandalaginu ætla sýnilega að, gera. TOLFTA FROSENTAN 10%-11%-12%? Lagt hefur veriö fram á Al- þingi frumvarp til laga um breytingu á tekjustofnun sveitarfélaga á þá lund m.a. aö heimild til útsvarsálagningar hækki i 12% úr núgildandi 10% + 10% eöa 11% álagi. Mörgum hefur þótt afstaða min til þessa hagsmunamáls sveitarfélaganna nokkuð mót- sagnarkennd, þar sem ég i öðru orðinu tel sveitarfélögin þurfa þessar tekjur, en mæli þó móti samþykkt þéssa frumvarps. Hér erum viö strax komin að kjarna þessa máls, sem er að hér er um hækkun á beinni skattlagningu að ræða, liklega 4-5 miiljaröa, þar sem rikiö lækkar ekki sina skáttlagningu á móti nema siður sé. Rikið hefur lengi haft þá til- hneigingu aö þrýsta verkefnum til sveitarfélaganna, án þess að tryggja þeim tekjur til að fram- kvæma þessi verkefni. Viö sveitarstjórnarmenn horfum gjarnan með söknuði til ársins 1972 þegar I fyrsta skipti var lagt á útsvar samkvæmt nú- gildandi lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Þá fengu flest sveitarfélög allt að 40-45% til eignabreytinga og fram- kvæmdahugur var mikill. Frá árinu 1972 hefur okkur fundist okkar hlutur fara lækk- andi og að okkur þrengt á alla vegu sem marka má á þvi að hlutfall framkvæmdaf jár sveitarfélaga mun nú almennt vera um 17-18% af fjárhags- áætlunum. Velferðin kostar peninga En hvaö hefur þá komið til? Hefur hluti okkar i tekjum al- mennings rýrnað svo mjög eða liggja hér aðrar ástæður að baki? Vfet er um það að verðbólgan hefur leikið fjárhag sveitar- sjóða grátt, en fleira hefur kom- ið til og skal hér nú vikið að ör- fáum atriðum. Frá 1972 hefur orðið mjög mikil breyting á þjónustu sveitarfélaga við borgarana og alls kyns félagsleg. þjónusta bókstaflega tútnað út, sumum til mikillar ánægju, öðrum blandinnar. Mest af þessari félagslegu þjónustuaukningu sem og ann- arri þjónustu við borgara lands- ins, hafa sveitarfélögin tekið á sinar herðar og stafar það sum- part af þeirri tilhneigingu rfkis- valdsins aö halda niðri fjárlög- um meö þvi að koma sam- kostnaði á sveitarfélögin og aðra aöila utan fjárlaga. Viö sem I sveitarstjórnuni störfum, höfum hér mikla ábyrgð að axla. Eigum við að hefja upp harmasöng og heimta hærri skatta eða eigum viö aö krefjast réttlátari skiptingar af rikissjóði? Bæði varðandi verk- efni og tekjustofna. Okkur er gert skylt að byggja barnaheimili en um leið ókleift að reka þau vegna vanhugsaðra stjórnarákvarðana um gervi- verðstöðvanir, viö byggjum hita- og rafmagnsveitur, sem styrktar eru með útsvörum gjaldenda vegna verðstöðvun- ar, viö rekum samgöngufyrir- tæki sem lögþvinguð eru til stór- fells hallareksturs og við höfum gripið inn I margskonar rekstur og uppbyggingu menntakerfis- ins án þess að teknahlutfalli væri breytt (t.d. fjöl- brauta „skólarnir”). Nei, minir kæru, við skulum ekki láta nota sveitarfélögin til réttlætingar aukinnar skatt- heimtu á landsmenn, það verða rikisstjórnir aö gera — hvort sem þær segjast vera vinstri — hægri eða mið-stjórnir. Skattar — þjónustu- gjöld Hver er munurinn á sköttum og þjónustugjöldum? kann ein- hver aö spyrja og svariö er, mikill. Borgararnir greiöa þjónustu- gjöld fyrir þjónustu sem sveitarfélagið veitir þeim t.d. hita, rafmagn, samgöngur (strætó) barnaheimili, svo að dæmi séu nefnd. Þetta eru allt málaflokkar, þar sem þú sjálfur ákveður notkun þina og eiga þess vegna að seljast á kostnaðarveröi, nema sérstakar ástæður réttlæti annaö. neöanmóls Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri, skrifar um frumvarp, sem liggur fyrir Alþingi, um hækkun útsvars- álagningar. Inn I alla þessa málaflokka hefur rikið gripið og hefur með aðgeröum sinum þröngvað sveitarfélögunum I æ rikari mæli til ýtrustu skattheimtu (beinir skattar) til þess að greiöa niður hallann á þjónustu- fyrirtækjum sinum. Hér I liggur fjárhagsvandi sveitarfélaga I dag að lang- mestu leyti. Aðrar veigamiklar ástæður eru að sjálfsögðu sú geysilega uppbygging, sem átt hefur sér stað I sveitarfélögunum, kallar á stöðugt meiri rekstrargjöld og sú staöreynd að Ibúaspár hafa reynst rangar (ca. 10 þús. ’72-’80) og þar með hefur sam- kostnaður lagst á færri heröar en búist var viö.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.