Vísir - 17.03.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 17.03.1980, Blaðsíða 9
vísm Mánudagur 17. mars 1980 GRJOTHRH UR GLERHðSI VILMUHDAR Þaö er orðið fátiðara i seinni tið en áður var að Vilmundur Gylfason ryðjist frá á ritvöllinn með flumbrugangi og stóryrðum. Slikt gerist þó öðru hverju og á föstudaginn var birti hann hér i Visi ritsmlð i þeim stil sem hann tamdi sér á meðan hann var einn afkasta- mesti kjallaragreina- höfundur landsins. Það fór eins og svo oft áður, að hann göslaðist af stað i skrif- unum án þess að átta sig alveg á hvert hann er að fara og skvett- urnar frá honum þegar hann veður elginn lenda á aðilum, sem enga ábyrgð bera á upphafi málsins. Þar á ég við Visi og Dag- blaðið. Þaö hefur ekki fariö framhjá neinum, aö einkafréttastofa, sem starfandi er hér á landi, sendi á dögunum til nágranna- landanna fréttaskeyti um vændisrekstur i Reykjavlk og nefndi i þvl sambandi ákveöinn skemmtistaö i borginni. Jafnframt var i þessari frétt, sem birtist i fjölmiölum i Dac- mörku sagt aö islenskar tisku- sýningarstúlkur stunduöu þessa atvinnu. Slikar sakir á hendur ákveönu fyrirtæki og afmörkuöum hópi fólks hér á landi eru auövitaö al- varlegt mál, sem eölilegt er aö menn taki afstööu til. Og aö sjálfsögöu hefur Vilmundur sama rétt og aörir til þess aö tjá sigum þaö. Þótt hann sé þeirrar skoöunar aö Borgþór Kjærne- stedhafi ekkidtt aö senda frétt- ina upphaflega til útlanda virö- ist hann ekki geta áttaö sig á þvi, aö þegar fréttin haföi veriö birt i fjölmiölum erlendis meö áöurnefndum ásökunum var sú birting sem slik oröin fréttaefni fyrir f jölmiöla á Islandi. Hörð viðbrögð og rannsókn Þetta fréttaskeyti og birting þesshefur kallaö fram harkaleg og skiljanleg viöbrögö úr rööum sýningarfólks og af hálfu eig- enanda skemmtistaöarins, — en ef Vilmundur hefur ekki áttaö sig á þvi er rétt aö benda honum á aö þessir aöilar hafa ekki beitt sér gegn þeim fsiensku fjölmiöl- um sem sagt hafa frá frétta- sendingunni héöan og birtingu fréttarinnar ytra heldur gegn upphafsaöila máisins, Frétta- stofu Borgþórs Kjærnested. Vilmundur ætti þvi aö geta skiliö hver munur er á stööu innlendu fjölmiölanna annars vegar og stööu fréttastofunnar hins vegar i málinu. Saksóknari rikisinshefur taliö ástæöu til þess aö fyrirskipa opinbera rannsókn á þessari meintu ólöglegu starfsemi sýn- ingarfólks og skemmtistaöar- ins. Þaö bendir til þess aö sak- sóknari sé ekki sama sinnis og Vilmundur aö vændisrekstur sé einkamál þeirra sem aö sliku standa og „fólk ætti væntanlega aö vera frjálst aö þvi, hvernig þaö ver tima sinum” eins og Vil- mundur kemst aö oröi I grein sinni. Um þá hliö málsins ætla ég ekki aö fjölyröa en litum ögn nánar á fréttaflutning af málinu hér á landi meö tilliti til árása Vilmundar á Visi og Dagblaöiö. Þjóðviljinn og siðdegis- blöðin. Þjóöviljinn, málgagn sósial- isma, verkalýöshreyfingarinn- ar og þjóöfrelsis, varö fyrstur Islenskra fjölmiöla til þess aö greina frá fréttaflutningi dönsku blaöanna, sem byggöur var á fréttaskeyti Borgþórs Kjærnested. Vilmundur ber blak af Þjóö- viljanum og segir aö hann hafi ekki birt þessa frétt ,,i upp- sláttarskyni” jafnvel þótt blaöiö hafi i þessu sambandi notaö stórt fyrirsagnaletur og birt mynd af skemmtistaðnum Hollywood meö fréttinni á út- siöu. „Hins vegar gera siödegis- blööin sér mat úr þessu yfir þverar forsföur og annaö þeirra gengur jafnvel svo langt aö birta mynd af blaöamanninum” segir Vilmundur fullur hneyksl- unar. Og þaö var einmitt Visir sem „gekk svo langt” aö birta mynd af Borgþóri Kjærnested meö fréttaskeytiö, sem hann sendi og allt máliö snerist um. Hvaö var eölilegra? „Þetta er ekki sá Visir og ekki þaö Dagblaö sem ég hefi taliö af hinu góöa i fslenskri blaöa- mennsku” segir Vilmundur og itrekar sföar i greininni hvaö hann á viö: neöanmáís ólafur Ragnarsson, rit- stjóri Vísis, fjallar hér um grein Vilmundar Gylfasonar, alþingis- manns, sem birtist í Vísi á föstudaginn þar sem hörö hríð var gerö að síð- degisblöðunum tveim og blaðamönnum þeirra. Segir ólafur það hart að maður, sem með skrifum sinum i blöð á síðustu ár- um hafi þverbrotið siða- reglur i blaðamennsku, skuli nú setjast í dómara- sæti yfir starfandi blaða- mönnum, sem ekkert haf i gertannaðen miðla frétt- um og birta viðtöl. „Vandinn er sem sagt aö subbuskapur, hræöileg mistök eins og hér hafa átt sér staö, draga úr gildi þeirrar höröu blaöamennsku gagnvart opin- berum aöilum, hagsmunum og fyrirtækjum, sem þó á að vera lykill i lýöræöisskipulagi. Frels- iö er mikils viröi og málfrelsiö þar meö. En þaö eru vissar reglur sem veröur aö fylgja. Hér hafa allar reglur velsæmis veriö brotnar.” Þaö er ekkert annað. Ekki vantar nú aö tekiösé upp i sig og hátt reitt til höggs. En þetta veröur algjört Vindhögg h„á blessuöum þingmanninufh. Eðlileg viðbrögð fréttamiðla Þaö sem Visir og Dagblaöiö geröu var nákvæmlega þaö sem fréttamiölar eigaaögera ef þeir ætla aö sinna hlutverki sinu. Eitthvaö þykir tiöindum sæta. Um þaö er aflaö nákvæmra og traustra upplýsinga og þær svo birtar lesendum. I þessu tilviki var fréttin um frétt. Akveönir aöilar höföu ver- iöbornir sökum. Visir ræddi viö þann, sem sent hafi upphaflegu fréttina og kannaöi viöbrögö þeirra, sem hlut áttu aö máíi. Svo einfalt var nú þetta mál. Sakarefniö heföi getaö veriö eitthvaö allt annaö og þeir aöil- ar, sem máliö snerti aörir, — en eins heföi veriö fariö aö. Gilda stóru orðin um alla fjölmiðlana? Varöandi þetta ákveöna mál er rétt aö vekja athygli Vil- mundar á þvl aö Visir og Dag- blaöiö og Þjóöviljinn voru ekki einu fjölmiölamir sem geröu þessu máli skil. Morgunblaöiö lagöi undir þaö eina og hálfa siöu daginn eftir, og þaö komst auk þess á siöur Timans. Sjón- varpiö greindi einnig frá þvi all- itarlega i fréttatima sinum og þaö hefur fengiö sina umfjöllum i útvarpinu. Telur dómsmálaráöherrann i fyrrverandi aö starfsmenn allra- þessara fjölmiöla séu meö „brenglaö fréttamat” og um þá alla gildi orðin „subbuskapur” og „sorpblaöamennska” sem hann notar i grein sinni og hjá þeim hafi „allar reglur velsæm- is veriö brotnar” og I samræmi vö þaö hafi öllum þessum fréttamiölum þjóöarinnar oröiö á „hræöileg mistök”? Heföi nú ekki veriö skynsam- legra háttvirtur alþingismaöur aö staldra viö, spara stóru orö- in, sýna stillingu og vera ábyrg- ur? Siglt undir fölsku flaggi Þaö er 1 raun furöulegt hve mikiö langlundargeö islensk blaöamannastétt hefur sýnt Vil- mundi Gylfasyni sem skreytti sig meö þvi á meöan hann var aö ry öja sér leiö inn á Alþingi aö kalla sig blaöamann. Hann var ekkiog er ekki blaöamaður. Þaö sem hann kallaöi „haröa blaöa- mennsku” og fólst i þvi aö birta órökstuddar ásakanir í garö manna og stofnana var einfald- lega „hörö pólitik” og mjög ósvifin á köflum. Vilmundur Gylfason sigldi undir fölsku flaggi i islensku þjóöli'fi. Hann var ekkert annað en pólitikus dulbúinn sem blaöamaöur enda kom slöar i . ljós hvert hann stefndi og aö hann náöi takmarki sinu, sæti á Alþingi. Stóryrtir dómar að *ósekju Þaö er ansi hart aö maöur sem meö skrifum sinum I blöö á siöustu árum hefur þverbrotiö siöareglur sem blaöamenn starfa eftir og komiö óoröi á blaöamennskuna, skuli nú setj- ast í dómarasæti og fella stór- yrta dóma yfir starfandi blaöa- mönnum. Þeir hafa ekkert gert annaðen aö segja frá atburöum sem hafa þótt tiöindum sæta og birta viötöl viö þá aöila er hlut eiga aö máli. Blaöamenn á ritstjóm þessa blaös vinna eftir sömu megin- reglum og aörir heiöarlegir og vandaöir blaöamenn,miöla tlö- indum án þess aö láta afstööu sina eöa skoðanir koma þar fram og leitast viö aö kynna all- ar hliöar hvers máls meðal ann- ars meö viötiflum viö aðila máisins, þannig aö lesendum gefist kostur á aö vega og meta þaö á grundvelli þeirra upplýs- inga, sem fram koma. Vilmundur af öllum mönnum Þaö er augljóst aö eftir aö Vil- mundur Gylfason varö sjálfur hluti af þvi „spillta kerfi” sem hann gagnrýndi hvaö mest í kjallagreinum er hann oröinn I vandræöum meö aö finna skot- mörkfyrirfúkyröisin. Og þá fer honum eins og mörgum þeirra kerfiskarla, sem hann gagn- rýndi hvaö mest, hann beinir skeytum sinum aö blööum og blaöamönnum. En af öllum mönnum er Vil- mundur sist i aöstööu til þess aö hella sér yfir blaöamenn og tala um „sorpblaöamennsku”. Aö þvl leyti er hann i glerhúsi og þaðhefur aldrei þótt vænlegt aö kasta steinum úr slikum húsum. Enn sföur aö hefja sllka grjót- hrlö sem Vilmundur gerir á is- lenska blaöamenn úr glerhúsi sinu. Þegar hann áttar sig á þessu frumhlaupi sinu kæmi mér ekki á óvart, aö honum yröu efst I huga þau orö úr ljóöi Dags Siguröarsonar, sem hann geröi að yfirskrift greinar sinnar á föstudag: „heilög guösmóöir fyrirgefi mér...”, — ÓR S A flótta undan réttvísinnl Indriði tJlfsson: Stroku-Palli. Akureyri, Skjaldborg, 1979. Þaö er athyglisvert hversu stór hluti þeirra sem skrifa bækur fyrir böm á lslandi er kennarar. 1 ritgerö sinni Þjóö- félagsmynd islenskra barna- bóka segir Silja Aöalsteinsdóttir meöal annars, aö kennarar og fólk sem á einhvern hátt tengist skólamálum, sé 67% þeirra sem skrifabarnabækur á áratugnum 1960-1970. Einnig kemur þaö fram aö þeir hafi skrifaö 80% útkominna bóka á sama tíma- bili. Einn þeirra sem gaf út sina fyrstu bamabók á fyrrnefndum áratuger IndriöitJlfsson, skóla- stjóriá Akureyri. Og hannhefur ekki látiö þar viö sitja, heldur hefur hann skrifaö eina bók á ári nú siöustu 12 árin. Ekki hef ég lesið bækur Indriöa ef undan er skilin bókin Stroku-Palli, sem hér er til umræöu. Hún kom út á árinu 1979 á Akureyri, hjá Bókaútgáf- unni Skjaldborg. Söguefniö er gamalkunnugt. Aöalpersónan er 12ára gamail strákur, sem á i stööugum erjum viö lögregl- una. Tilraunir hafa veriö geröar til aö koma strák fyrir I sveit til betrunar, en alltaf strýkur hann heim aftur og oft ber þaö viö aö hann er kominn á undan þeim sem flytjahann I sveitina aftur I bæinn. Þegar sagan hefst er strákur á leið til Stormeyjar, þar sem honum hefur veriö komiö fyrir til dvalar hjá Grimi vitaveröi og Gunnu konu hans. Þau eru eldra fólk af gamla skólanum og lifa slnu sérstæöa lifi I einangrun I Stormey. Þaö litur ekki vel út fyrir Palla varöandi strok, en hann reynir þaö sem hann getur og margt drifur á daga hans. Margir hafa skrifaö bama- bækur um svipað efni og Indriöi Úlfsson tekur til meöferöar i þessari bók. Aö minu áliti er bókin ekki frumleg, heldur byggir höfundur greinilega á heföbundnum söguþræöi, sem er alls ekki svo ólíkur söguþræö- inum i mörgum öörum bókum um svipað efni. Hugsunin er sú sama og i svo mörgum öðrum bamabókum, aö dvölin i sveit- inni, eöa i eynni I þessu tilfelli, eigi aö hafa mannbætandi áhrif á þennan forherta strák. Persónan Palli er greinilega ósköp venjulegur strákur sem hefur brynjaö sig upp 1 aö lita út fyrir aö vera forhertur óknytta- strákur. Þaö tekst honum bókmenntir Siguröur Helgason skrifar um barnabækur. dálvel, þannig aö gömlu kon- unni I Stormey list ekki meira en svo á þennan náunga við fyrstu kynni. Frá hendi höfundar er persónan Palli ekki illa gerö. Aö visu er hann ótrú- lega forhertur þar til erfiðleik- arnir steöja aö og brynjan fell- ur. Mér finnst ég þekkja svipaðar persónur og vita- varöarhjónin I Straumey og þau gætu átt sér tvifara viöa um land. En flestar aörar persónur eru mjög óljósar og greinilegt aö höfundur reynir aö gera flestallar aukapersónur á ein- hvern hátt hlægilegar, nema ef vera skyldi foreldra Palla, sem eru miklu frekar aumkunar- verö. Mér finnst liggja viö aö t.d. Isbúöareigandinn sé geröur fullasnalegur. En um þaö má reyndar deila endalaust. Bókin er þokkaiega skrifuö, en þó finnst mér á köflum bera of mikiö á tilgeröarlegu oröa- lagi. Ég hef komist aö því aö margir krakkar lesa bækur Ind- riöa sér til mikillar ánægju. Sá dómur skiptir kannski meira máli en ritdómar fulloröinna. Hins vegar viröist mér töluvert vanta á aö þessi bök geti talist virkilega góö. Samt hef ég á til- finningunni aö höfundur geti miklu betur, en magniö komi ansi mikiö niöur á gæöunum. Siguröur Helgason

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.