Vísir - 17.03.1980, Blaðsíða 11

Vísir - 17.03.1980, Blaðsíða 11
Mánudagur 17. mars 1980 11 VÍSIR r... KirRjan uppsteypt od engar skuldir! Um hundrað helmamenn I Þorlákshöfn hafa unnið I slálfboðavinnu vlð kirkjubygginguna Þorlákshafnarbúar sjá nú fram á það að geta farið að ganga til helgiathafna i eigin guðshúsi i byggðarlaginu, en fólk þaðan hefur um langan aldur átt kirkjusókn að Hjalla. Kirkja er nú uppsteypt i plássinu og kostar samkvæmt upplýsingum sóknarnefndarinnar tæpar 15 milljónir króna, og það sem meira er, engar skuldir hvila á byggingunni. Gera Þorlákshafnarbúar sér vonir um aö kirkjan verði fokheld á þessu ári og þótt það kosti milljónatugi benda gjafir, sem þegar hafa borist frá ára mótum til framkvæmdarinnar til þess að fjárhagsvandinn leysist auöveldlega. Sóknarnefndin hefur beöið Visi að koma á framfæri þakk læti til allra þeirra, sem lagt hafa hönd á plóginn við kirkju- bygginguna bæöi beint og óbeint. Kirkjan i Þorlákshöfn er reist eftir teikningu Jörundar Páls- sonar, arkitekts og er um 300 fermetrar aö stærð og mun rúma um 200 manns i sæti. t tilefni af 25 ára afmæli sinu — árið 1975 — gaf Meitillinn h.f. kr. 500.000 til stofnunnar kirkju- byggingarsjóðs hér i Þorláks- höfn. A siðasta ári átti Glettingur h.f. 20 ára afmæli og gaf, af þvi tilefni, eina milljón króna til kirkjubyggingarinar, en fyrir- tæki og félög hér á staðnum hafa gefið samtals kr. 2.350.000 til byggingar kirkjunnar. Auk þess hafa 27 einstakl- ingar fært byggingarsjóði að gjöf samtals kr. 1.825.700. Samtimis þvi sem sóknar- og byggingarnefndir hafa unnið að framkvæmdum viö byggingu kirkjunar hafa starfaö fjár- öflunarnefndir og Kirkjubygg ingarsjóður Hlyns Sverrissonar og um hendur þeirra hafa borist minningargjafir, áheit ofl. að upphæö kr. 5.520.632. Þorlákshafnarbúar hafa þannig fært kirkjubyggingar- sjóöi sinum samtals kr. 11.853.979. Auk þess hefur svo Söngfélag Þorlákshafnar ofl. stofnaö orgelsjóð og fyrir liggja loforö um fé til kaupa á altarisbúnaöi og skirnarfonti. Við þessar gjafir heima- manna bætast gjafir annarra aðila, meðal annars á Selfossi, Stokkseyri og Hveragerði. Verður hæhhun á bensín- verðinu ðKveðln í dag? Verðlagsráð mun væntanlega fjalla um beiðni um hækkun á verði oliu og bensins á fundi sinum i dag. Oliufélögin hafa fariö fram á verulega hækkun á bensinverö- inu, eða upp i allt aö 426 krónur litrinn. „Okkar tillaga vapsú, að verð- breytingin tæki gildi frá 14. mars”, sagði önundur Asgeirs- son , forstjóri, við VIsi. Og Vil- hjálmur Jónsson, forstjóri, tjáði blaðinu, aö eins og væri þyrftu oliufélögin að selja bensin, sem væridýrara I innkaupi heldur en I útsöluverði. Margar aðrar verðhækkunar- beiðnir ligga fyrir verðlagsráði, svo sem beiðni IBM um hækkun á leigu á tölvum um 8%, hækkun á fargjöldum leigubifreiða um 19%, hækkun á ýmsum fargjöldum og opinberri þjónustu. NÝ FRAMLEIÐSLA HJÁ MILLIVEGGJAPLOTUR sem eru léttari og sléttari og nákvæmari Nýjar vélar af fullkomnustu gerð. Sjálfvirkni tryggir jöfn gæði og ná- kvæmt mál á plötum. Efnið er Hekluvikur og hraðsement. Alltaf til á lager tilbúið á brettum. Þykktir: 5—7 og 10 cm. Stærð: 50X50 cm. Hagstætt verð. Á hverju bretti eru 60 plötur og er þeim haldið saman með plast- böndum. Brettin fylgja plötunum kaupanda að kostnaðarlausu. Plöturnar eru einnig seldar í stykkja- tali. Mun auðveldari meðferð og flutn- ingur tryggir húsbyggjanda minnsta fyrirhöfn. Flutt á byggingarstað gegn vægu gjaldi. Betri vara sem tryggir hag- kvæmni og afköst í byggingar- iðnaðinum. Símar 40930 — 40560

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.