Vísir - 18.03.1980, Qupperneq 8
8
vtsnt
Þriöjudagur 18. mars 1980
Utgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdastjóri: Davíö Guómundsson
Ritstjórar: óiafur Ragnarsson
Ellert B. Schram
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson.
Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson.
Blaðamenn: Axel Ammendrup, Friða Astvaldsdóttir, Gisli Sigurgeirsson, Hannes
Sigurðsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónína Michaelsdóttir, Katrín
Pálsdóttir, Páll Magnússon, Sæmundur Guðvinsson.
Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson.
Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson.
utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Askrift er kr. 4.500 á mánuði
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. innanlands.
Auglýsingar og skrifstofur:
Siöumúla 8. Simar 86611 og 82260.
Afgreiösla: Stakkholti 2-4, simi 86611.
Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linur.
Verö i lausasölu
230 kr. eintakiö.
Prentun Blaðaprent h/f.
RIKISSTJORNIN STYÐJI FRIDRIK
Friörik Ólafssyni hefur veriö trúaö fyrir mesta ábyrgöarstarfi skákheimsins, forseta-
embætti FIDE, samtaka 110 þjóöa. Islensk stjórnvöld veröa aö skapa honum þá aö-
stööu, sem þörf er á hér á landi og veita honum og FIDE þann fjárhagsstuöning, sem
nauösyniegur er I þessu sambandi.
íslendingum er gjarnt að gefa
yf irlýsingar við hátíðleg tækifæri
og á ýmsum tímamótum. Ráða-
menn þjóðarinnar á hverjum
tíma eru ekki síst iðnir við slíkt,
en allt of oft kemur í Ijós, að þeir
haf a verið að lofa upp í ermina á
sér í yfirlýsingunum.
Eitt slíkt mál er nú í brenni-
depli. Það snertir þann eina for-
seta alþjóðasamtaka, sem er í
hópi landsmanna, Friðrik Ölafs-
son, forseta Alþjóða skáksam-
bandsins, FIDE.
Nú er komið nokkuð á annað ár
frá því að hann tók við þessu
mikla ábyrgðarstarfi en ein
ástæðan fyrir því að hann gaf
kost á sér til starfans varað hon-
um var heitið stuðningi stjórn-
valda til þess að flytja aðal-
stöðvar FIDE hingað til lands og
stjórna sambandinu héðan frá
(slandi. Raunhæfar efndir hafa
ekki orðið á þeim fyrirheitum.
Vfsir skýrði frá því fyrir helg-
ina að mikil óvissa væri um það,
hvort skrifstofa FIDE yrði starf-
rækt hér á landi, en í fjárlaga-
frumvarpi ríkisstjórnar Gunnars
Thoroddsens er gert ráð fyrir
óbreyttri fjárveitingu frá fyrra
frumvarpi til forseta sambands-
ins vegna starfsemi hans og
FIDE hér á landi.
Friðrik sagði þá í samtali við
Vísi, að hann hefði ekki ástæðu til
aðætla annað en að þeir, sem um
þetta mál f jölluðu hefðu skilning
á málinu og því hlyti f járveiting-
in að hækka. Það væri gjörsam-
lega útilokað að reka skrifstofu
FIDE hér fyrir átta milljónir
króna.
Sú fjárveiting, sem Friðrik
Ólafsson, sótti um til þessarar
starfsemi í samræmi við loforð
ráðamanna nam 22 milljónum
fyrir yfirstandandi ár. Með því
fjármagni taldi hann hægt að
koma starfinu í fullan gang.
Það vekur athygli, hve
smásálarleg fjárveitingin til
FIDE er á fjárlagafrumvarpi
ríkisstjórnar, sem margsinnis
hefur lýst því yfir að hún muni
leggja meiri áherslu á menn-
ingarmál en fyrri stjórnir.
Þegar Ragnar Arnalds var
menntamálaráðherra lagði hann
til að FIDE fengi það fjárfram-
lag, sem Friðrik fór fram á, en
það mun þá hafa verið um 20
milljónir króna. Fjárlaga-og hag-
sýslustofnunin mun hafa skorið
það niður, en nú þegar Ragnar er
sjálfur orðinn fjármálaráðherra
er hann enn með niðurskornu töl-
una í frumvarpi sínu.
Þarna er um mikið menningar-
mál að ræða og skömm að því ef
ekki verður stutt myndarlega við
bakið í Friðrik i þessu máli.
Islendingi, sem virtur er er-
lendis,hefur verið trúað fyrir
mesta ábyrgðarstarf i skák-
heimsins. íslensk stjórnvöld
verða að skapa honum aðstöðu til
þess að sinna þessu starf i á þann
hátt, sem hann telur farsælast og
þann stuðning, sem f járhagslega
er nauðsynlegur í því sambandi.
„Alþjóðaskáksambandið er í
raun það sem Sameinuðu þjóð-
irnar ættu að vera, þó í smærri
stíl sé" segir breski stórmeistar-
inn Raymond Keene í bæklingi
um FIDE. Hann segir enn-
fremur: „Samvinnan innan Fide
milli austurs og vesturs, hægri og
vinstri og svartra og hvítra er nú
meiri og betri en hún hefur
nokkru sinni verið. Aðildarþjóðir
FIDE, sem eru 110 um allan
heim, vinna nú saman í sátt og
samlyndi undir forystu Friðriks
ólafssonar, forseta sambands-
ins, að auknum framförum skák-
listarinnar í heiminum". Þetta
voru orð breska stórmeistarans.
Aðalskrifstofa FIDE er enn í
Hollandi, heimalandi Max Euve,
fyrrum forseta sambandsins,
þar sem hún hefur verið í 10 ár.
Nú þýðir ekki lengurað draga
það aðflytja þá starfsemi hingað
til lands þannig að stjórnstöð
skáklistarinnar í heiminum verði
í Reykjavík.
Það verður ekki gert með
fögrum orðum og góðum vilja
ráðamanna heldur með þeim lág-
marksf járf ramlögum sem
Friðrik Ólafsson hefur farið
fram á fyrir hönd FIDE hér á
landi.
Stlornln gerir sér
erflðlelka tólks
Marzútgáfa fjárlaga-
frumvarpsins hefur nú
séð dagsins ljós. Fátt i
frumvarpinu kemur á
óvart. Áfram ér stefnt
að skattaukningu og
gert er ráð fyrir sams
konar verðbólguþróun
og á umliðnum árum.
Litið fer fyrir efndum á
þeim loforðum, sem
gefin voru i stjórnar-
sáttmálanum. Koma
timar og koma ráð,
virðist vera mottó
frumvarpsins. Slegið
er á frest að takast á
við vandamálin.
Oliustyrkurinn hvarf.
Veigamikil breyting i frum-
varpi Ragnars Arnalds er, aö
oliustyrkur aö upphæö 2.3 millj-
aröar kröna hverfur sporlaust
úr frumvarpinu. Skýringar ráö-
herranna á þessu hvarfi eru
þær, aö vegna timaskorts hafi
að fébúfu
ekki unnizt timi til aö lagfæra
þennan liö. Akveöiö hafi veriö
aö taka hann út úr fjárlögunum
og gera sérstakar ráöstafanir til
tekjuöflunar utan fjárlaganna.
Tilviöbótar er þaö svo sagt, aö i
raun skipti þetta ekki máli,
vegna þess að hér sé aðeins um
millifærslu aö ræöa. Litum nú
aöeins betur á þetta mál.
Falsrök fyrir breyting-
um.
A.m.k. þriöjungur fjárlag-
anna er einhvers konar milli-
færslur. Þannig mætti meö
sömu rökum taka þriöjung út úr
fjárlögunum. Þaö sem skiptir
máli er aö á sinum tlma var
mörkuö sú stefna aö viö gerö
fjárlagaogrikisreiknings skyldi
kappkostaö aö halda öllum
liöum inni til aö heildaryfirlit
fengist yfir fjármál rikisins.
Meö þeirri athöfn aö skilja ollu-
styrkinn frá fjárlögunum er
veriö aö hverfa til þess tima.
þegar engin leiö var aö átta sig
á starfsemi rlkisins I fjárlögun-
um sjálfum. Þaö er engin afsök-
un, aö tlmihafi ekki unnizt til aö
setja viðeigandi tekjur inn I
frumvarpiö, ef einhver vilji var
fyrir hendi, þvi aö áætla mátti
upphæöir gjalda og tekna
megin. t
Ný skattheimta á
fölskum forsendum.
Astæöan fyrir þessum sér-
kennilegu aögeröum viröist ein-
göngu vera sú, aö nota 2.3 millj-
aröa, sem þegar var búiö aö
ráöstafa tii jöfnunar húshitun-
ar, til allt annarra hluta, en
treysta siöan á, aö þingiö sam-
þykki sérstaka skattheimtu f
þágu réttlætismáls eins og jöfn-
un húshitunarkostnaöar aö
sjálfsögöu er. Slik framkoma
byggist á þvi aö nýta sér bágindi
fólks til aö auka skattheimtuna
og þar meö rikisumsvifin á
fölskum forsendum.
Virkjum innlenda
orkugjafa.
Þaö er augljóst réttlætismál,
aö samfélagiö komi til móts viö
þaö fólk, sem harðast hefur
oröiö úti vegna hækkunar ollu-
kyndingarkostnaöar. Besta aö-
stoöin felst aö sjálfsögöu I því aö
ýta undir framkvæmdir til
virkjunar innlendra orkugjafa
og úrbætur á hibýlakosti I þvl
skyni að gera okkur þannig sem
mest óháöa innfluttu eldsneyti.
Ollustyrkur og fjárframlög til
einangrunar húsa og annarra
orkusparandi aögeröa eiga aö
njóta forgangs umfram önnur
verkefni. Fjáröflun til slikra
hluta á aö gerast meö þvl aö
fresta öörum slöur aökallandi
verkefnum eöa skera niöur aöra
þætti, en ekki meö þvi aö leggja
skatt á innlenda orku.
Sjónarmiðum Sjálf-
stæðismanna ýtt til
hliðar.
Þaö er þvi sorglegt aö horfa
upp á þá staöreynd, aö til séu
þeir stjórnmálamenn á tslandi I
dag, sem falla I þá freistni aö
nota bráðan vanda fólks á olíu-
kyndingarsvæöunum til aö
Friðrik Sophusson,
alþingismaður, fjallar
hér um fjárlagafrum-
varp ríkisstjórnarinnar
og fyrirhugaðan orku-
skatt, og segir að þar sé
verið að nota bráðan
vanda fólks á olíu-
kyndingarsvæðum til að
leggja á skatta til alls
óskyldra þátta i ríkis-
rekstrinum.
leggja á skatta til alls óskyldra
þátta I rlkisrekstrinum. Rikis-
stjórnin hefur I fjárlagafrum-
varpi Ragnars Arnalds opin-
beraö afstööu sfna ög siðferöi I
þessum efnum og gert erfiðleika
fólks aö féþúfu sinni. Fyrstu
skrefin, sem rikisstjórnin héfur
tekiö, gefa ekki fögur fyrirheit
um framtiöina. Þau gefa til
kynna,. aö ekkert tillit hefur
veriö tékiö til sjónarmiða Sjálf-
stæöismanna. Þeim hefur verið
vikiö til hliöar. Skattheimtu-
hugarfar vinstri flokkanna situr
I fyrirrúmi.