Vísir - 19.03.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 19.03.1980, Blaðsíða 5
Reagan I ræöustól á kosningafundi meö stuöningsmönnum, en eftir fyrir-sjáanlegan sigur i Illinois viröist allt stefna til þess aÖ hann varöi fram- boösefni repúblikana í forsetakosningunum. Visismynd: Þórir Guöm.son HAFA ORÐIÐ SLYS I SOVET VEGNA SYKLAVOPNATILRAUNA? Kvlsasi helur að húsundir hafi látið mið Flogið hefur fyrir, að ibúar borgarinnar Sverdlovsk i Sovét- rikjunum hafi oröið fyrir eitrun vegna sýklahernaðarefna siðasta vor, og hefur Bandarlkjastjórn reynt að fá staðfest, hvort brotnir hafi verið sainningar um bann við sýklavopnum. Washington hefur krafist skýr- ingar af Moskvu á þessum frétt- um, en bæði löndin undirrituðu á sinum tlma samninga, sem lögðu blátt bann við sýklahernaði. — Talsmaður utanrlkisráðuneytis- ins I Washington, David Passage, sagði fréttamönnum, að engar ásakanir væru bornar fram enn- þá, en að málinu yrði fylgt fast eftir. Sverdlovsk er milljón manna stáliðnaðarborg I úralfjöllum. Frést hefur, að fyrir slysni hafi fjöldi manna sýkst af snertingu við banvæn sýklahernaðarefni, sem borist hafa út i andrúms- loftið. — í Washington hafa menn ekki viljað staðfesta, hvort þeir viti um tilraunastöð fyrir sýkla- vopn i grennd við Sverdlovsk. Leyniþjónusta Bandarikjanna mun nú um hrið hafa borist fréttir af dularfullri sýkingu fólks i Sverdlovsk, og loks nú talið sig hafa nóg I höndunum til þess að réttlæta beinar fyrirspurnir til Moskvu. — Ber þetta að eftir að breskar og vestur-þýskar frétta- stofnanir hafa flutt að undanförnu fréttir af orðrómi um nokkur að- skilin slys i Sovétrikjunum, sem leitt hafi til þúsunda mannsláta. Allt i sambandi við tilraunir með bakteriuvopn. Um leið hafa að undanförnu borist fréttir af þvi, að Sovétmenn beiti eiturefnavopnum gegn skæruliðum og fjallabúum i Afganistan. Norðmenn bora norðan 62. brelddargráðu Norska stórþingiö felldi fyrir skömmu með 76 atkvæðum gegn 26 tillögu um, að EKKI yrðu hafnar tilraunaboranir eftir oliu undan ströndum Noröur-Noregs. Tilraunaboranir norðan 62. breiddargráðu hafa verið mjög umdeildar i Noregi, en fiskút- vegur og sjómenn i Norður-Nor- egi óttasf, að oliuleitin muni eyði- leggja mikilvægustu fiskimið þeirra og um leið afkomu þeirra.' Mengunarvarnir hafa sett mjög svip sinn á umræðurnar, og viðurkenndi umhverfismálaráð- herrann, Rolf Hansen, á dögun- um, að öryggisviðbúnaður og mengunarvarnir við borpallana væri naumast svo góður, sem upphaflega hefur veriö haldið fram. Stjórnarflokkurinn og stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn (til samans með 117 þingsæti af 155 i Stórþinginu) eru báðir fylgjandi tilraunaborunum og hefur verið ákveðið, að hafist skulu handa i mai. Byrjað verður með þrjá bor- palla. — Miðflokkurinn, Kristilegi alþýðuflokkurinn og Vinstri hafa staðið gegn tilraunaborunum norðan 62. gráðu. Skoðanakannanir gefa til kynna, að Norðmenn skiptist I tvo jafnstóra hópa, með og á móti þessum borunum, en I N-Noregi hafa um 70% veriö á móti. Carler slgrar Kennedy enn Reagan horfir til sigurs yfir Anderson í lllinois - Bush nánast úr leik Jimmy Carter vann léttilega yfirburðarsigur yfir Ted Kennedy i forkosningunum i Illinois, og hefur Kennedy viðurkennt ósigur sinn. öldungadeildarþingmaðurinn hét þvi þó að halda áfram kosn- ingabaráttu sinnifyrir útnefningu Demókrataflokksins, og boðaði liflega kosningabaráttu i New York, þar sem forkosningar verða næsta þriðjudag. ,,Það væri leitt, ef velgengi Carterstjórnarinnar i Illinois verður túlkuð sem ánægja kjós- enda með stefnu hennar,” sagði Kennedy. Þegar talin höfðu verið 34% at- kvæða hjá demókrötum hafði Carter hlotið 65% en Kennedy 30%. — Kannanir benda til þess, að Kennedy hafi beinlinis skaðast af stuðningi hins umdeilda borgarstjóra Chicago, Jane Byrne, sem á sinum tima hafði heitið Carter stuðningi, en söðlaði um, þegar Kennedy gaf kost á sér. Framan af talningunni I for- kosningum repúblikana hafði John Anderson nauma forystu yf- ir Ronald Reagan (44% gegn 41%). Þegar 30% atkvæða höfðu verið talin, hafði Reagan tekið af- gerandi forystu með 48% meðan Anderson hafði 38%. Kosningavonir George Bush hafa brugðist algerlega, en hann naut aðeins 11% fylgis, þegar sið- ast fréttist af talningunni. Forkosningarnar i Ulinois þykja mjög mikilvægar frama- vonum frambjóðendanna, vegna fjölda fulltrúa þaðan á landsþing flokkanna, þar sem forsetaefnin verða útnefnd. kostnaöarliðum hjá stærstu sigl- ingaþjóöum heims. Norskur sjómaður hefur i dag um þúsund dollara lágmarks- mánaðarlaun, en þegar allt leggst ofan á jafnar það sig með 2,500 dollara á mánuði, eða rúma milljón islenskra króna. Vlkingalellar I Dublln Forstöðumaöur Þjóð- minjavörslu Norðmanna hefur lagt orö i belg með þeim, sem skora á yfirvöld Irska lýðveldis- ins að varðveita vikingaforn- minjar i Dublin. — Lengi hefur verið i bigerð aö reisa á tóttunum húsnæði fyrir borgarskrifstofur Dublinar, en dregist vegna bar- áttu áhugamanna um þessar fornminjar. Dr. Stephan segir, að þarna sé sennilega að finna leifar fyrsta landsnáms vikinga i Dyflini, en þeir lögðu grunninn aö bæjar- mynduninni þar. „Þessar fáu leifar sögunnar gefa nýja mynd af menningu ti- undu aldar, og sýna aö fólk þá var ekki einungis stríðsmenn með axir og skildi á lofti, heldur notaöi einnig önnur áhöld”, segir Norð- maöurinn, sem var þama á ferö meö I6manna þingnefnd norskri. „Maður raskar ekki við forn- leifum vegna þess eins, aö þaö sé hægast”, sagöi fornleifafræö- ingurinn. Vill ekkl styggla Rússa um ol Það var óheppilegt, að USA skyldi bregöast við innrás Sovét- manna I Afganistan, án þess aö ráðfæra sig fyrst við bandamenn sina i Evrópu”, segir Anker Jörgensen, forsætisráöherra Dana. Hann segir, að Cartershjónin hefði átt að ráðfæra sig fyrst við NATO-bandamennina, áður en tekin var ákvöröun um að senda ekki iþróttalið á Moskvuleikana og stöðva kornsölu til Sovét. — Anker JÖrgensen segir, að nauð- synlegt sé aö fordæma innrásina I Afganistan, en ekki megi ganga of langt, og ekki megi stöðva alveg þiðuna I sambúð austurs og vesturs. VerklöM I Brasiiíu Um 12.500 hafnarverkamenn hafa nú lamað allt athafnallf i Santos, einni helstu hafnarborg Brasiliu. Atvinnuráðuneytiö hefur lýst verkfallið ólöglegt. Mestúr útflutningur Brasiliu fer i gegnum Santos. Verkfalliö hófst I gær og biða 43 skip i höfninni eftir farmi. — Málmiönaöarmenn I Sao Paulo og nágrenni (stærstu borg Brasiliu) hafa boöað verkfall 1. april til að fylgja eftir kröfum um 15% kauphækkun. Samtök þeirra telja um 220 þúsund manns. Verk- fall þeirra I fyrra stóð i 2 vikur. vnia giasabörn Um 3.000 bandariskar konur hafa sótt um að eignast tilrauna- glasabörn hjá Norfold-sjúkrahús- inu i Virginiu, og eru 35 þeirra þegar orðnar þungaðar. — Að- gerðin kostar um 3.500 dollara. Þeir hjá Norfolk-sjúkrahúsinu beita sömu aöferö og leiddi til fæöingar Louise Brown I Bret- landi fyrir rúmu ári, en hún var fyrsta tilraunaglasabarnið. Ný-S|álendingar ætia III MosKvu Ölympiunefnd Nýja Sjálands staðfesti I gærkvöldi, að hún ætiar að senda iþróttaliö á Moskvuleik- ana i júli. Rikisstjórn landsins hafði skorað á iþróttafólkið aö sniðganga leikana til að mótmæla með þvi innrásinni i Afganistan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.