Vísir - 19.03.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 19.03.1980, Blaðsíða 14
Miövikudagur 19. mars 1980 V'.' \ RH Er Steingríur Hermannsson I ó- svifnum feluleik þegar hann ætlar aö leggja sérstakan orku- skatt á landsmenn? FRAMSÓKN í ÓSVÍFINN FELULEIK? S.S. Reykjavik hringdi: Furöulegt fannst mér aö sjá þaö haft eftir mlnum ágæta flokksformanni, Steingrfmi Hermannssyni i Vlsi á dögun- um, aö stjóm hans ætlaöi aö fara aö leggja sérstakan orku- skatt á landsmenn til þess aö færa til peninga milli heitra og kaldra svæöa á landinu. Meö þessu ætlar stjórnin greinilega aö hefna okkur Reykvikingum fyrir þaö aö hafa komiö okkur upp hitaveitu fyrir löngu og láta okkur þannig standa undir styrkjum viö þá landsmenn, sem enn eru meö oliukyndingu. Auövitaö er þetta ekkert annaö en jöfnun hita- kostnaöar, sem um var talaö fyrir kosningarnar siöustu. Svo segja ráöherrarnir aö skattaá- lögur hækki ekki en meö sllkum orkuskatti er sagt aö þeir ætli aö ná sér i 50000 milljónir Ur vasa skattborgara og þetta á hvergi aö koma inn á fjárlögin. Ætla framsóknarmenn virkilega aö vera meö i svona ósvifnum felu- leik? Núverandi „þjónustumiöstöö” I Bláfjöllum kemur aö litlu gagni þegar mörg hundruö börn og unglingar veröa þar innlyksa vegna veöurs. vaniar Diónustumlð stðð I Biáflöii Fimmtudaginn 13. mars lagöi ég leiö mina i Bláfjöll ásamt nokkrum skólafélögum minum. Upphaflega átti þetta aö vera stutt skemmtiferö, sem ljúka átti um kvöldmatarleytiö, en raunin varö önnur. Fárviöri skall á og viö þurftum aö biöa i fimm tima eftir rUtununum Þessari biö eyddum viö i litl- um skála, sem var svo þröngt setinn aö varla var hægt aö snUa sér viö án þess aö stiga ofan á næsta mann. Viö vorum um 200 krakkar á aldrinum 8-18 ára, öll blaut, þreytt og svöng. Viö hefö- um gefiö hvaö sem var fyrir samloku og bolla af kakó. A meöan lágu skiöin okkar Uti I snjónum og ýmist fennti I kaf eöa fuku Ut i bláinn. Ef einhver þurftiaösinnakalli náttUrunnar varö hann aö gjöra svo vel aö skreppa Ut i' veöriö á „óöaölaö- andi” útikamarinn. Eftir fimm tima biö komust rúturnar loks upp eftir, en þá áttum viö fyrir okkur sex tima ferö i bæinn og komum viö heim klukkan sex aö morgni. Astæðan fyrir þvi aö ég rek *þessa söguhér er umræöa sú er veriö hefur um að reisa þjón- ustumiöstöö i Bláfjöllum. Aö- staöan sem þar er nú, er ófull- nægjandi. Reisa þarf hús meö góöri hreinlætisaöstööu, þar sem fólk getur hvílt sig, keypt sér eitthvaö matarkyns og leit- aö öruggs skjóls þegar á þarf aö halda. Bláfjöll eru fjölsóttasta úti- vistarsvæöi landsins, meö sama og enga þjónustu viö þá er þangaö koma, fyrir utan lyftu- reksturinn. Þvi tel ég þaö aö- kallandi verkefni aö reisa þar góöa og trausta þjonustumiö- stöö. Ég veit aö fjölmargir eru mér sammála, a.m.k. þeir sem veðurtepptust þar á fimmtu- daginn. Ingunn ólafsdóttir HÆTTUáSTAND I BLÁFJÖLLUM G. Ing. skrifar. Enn hefur hann brostiö fyrir- varalaust á i Bláfjöllum. Mörg hundruö ungmenni uröu inn- lyksa og komust loks heim til sin eftir 10 klukkutima óvissu, kl. 6 morguninn eftir. Bilstjórarnir ogtækjamenn björguöu þvi sem bjargaö varö. En mér er spurn. Hversu lengi er hægt aö stóla á þessa menn eina þarna uppfrá? Hvenær kemur aö þvi, aö jafnvel þessum dugnaöarforkum verö- ur svarafátt viö því ofurefli, sem islenskur veðrahamur er á fjöllum? Mörg sveitarfélög standa aö rekstri Bláfjallasvæöisins. Samt má segja aö i ekkert hús sé aö venda þarna uppfrá ef eitthvaö ber útaf. Tveir skálar eru þarna og má meö sæmilegu móti koma um hundraö manns i þá báöa. A svæöinu eru stund- um milli tiu og tuttugu þUsund manns.Þarf ekki mjög getspak- an mann til þess aö gera sér i hugarlund hverskonar ástand gæti myndast þarna, ef vetur geröust nU eins og þeir voru og sem hendi væri veifað brysti hann á meö sjóöandi bálviöri eins og margir muna af Hellis- heiöi. Sveitafélögin sem standa aö Biáfjallavsvæöinu veröa aö gera sér grein fyrir þvi, aö stór- kostlegt hættuástand getur hve- nær sem er skapast þarna upp- frá. Gera verður gangskör aö þvi aö byggja hUs þarna sem a.m.k. getur tekiö um þUsund manns ef I hart fer. Almannavarnir látið þetta mál til ykkar taka og hugsiö einnig til mögulegs eldgoss á sævöinu, enda er svæöiö alls ekki afskrifaö frá þvi sjónar- miöi. Allur er varinn góöur. MANNRÉTTINDABROT HÉR Á ÍSLANDI T.M. — Reykiavík skrifar Innilega er ég sammála Heröi Clafssyni hrl., þar sem hann kærir til Evrópuráösins og Mannrfettindanefndar Samein- uöu Þjóöanna, þetta makalausa misrétti á atkvæöum á Islandi. Við gumum mikiö af þvi aö vera lýöræöisriki, gott ef viö erum ekki meö elsta þing i heimi, og svo framvegis, en þegar tekur til raunverulegra lýöréttinda i landinu, þá erum viö svona gloppótt. Hörður og Lýöræöisnefndin á heiöur skiliö fyrir sitt framtak. Að visu á enginn von á þvf, aö þaö rumski neitt viö hinni æru- veröugu Stjórnarskrárnefnd eöa þingmönnum Reykvfkinga og Reyknesinga.” I þeim hópi flýtur nU meðan ekki sekkur. Þaö sem verst er viö þetta misrétti er auövitaö sá falski tónn, sem sifellt dynur á Reyk- vikingum og auövitaö frá alltaf undirtektir i þinginu. Sá aö allt- af sé hægtaö jafna öllu á kostnaö Reykvikinga, en aldrei má benda á þá staöreynd að lands- byggöin er margföld viö Reykjavik I tekjum og hlunn- indum. Hvernig er þaö meö allan aksturskostnaöinn i Reykjavík, til og frá vinnu, eöa tryggingarnar af bilum. Þaö ætti þó aö vera auövelt aö jafna aö minnsta kosti tryggingar- gjöldin. Nei, á þaö heyrist ekki minnst. Þingiö væri auövitaö á móti þvi eins og öllu ööru sem snertir hagsmuni Reykjavikur. Gott dæmi var stjórnin á Byggöasjóöi til skammst tima. Reykvfkingar og Reyknes- ingar ættu aö slá skjaldborg ut- an um Hörö og félaga. Þeim veitir vist ekki af, þegar dreif- býlisvaldiö sigar varöhundum sinum á þá. Bréfritari lýsir sig sammála Heröi óiafssyni hrl. þar sem hann kær- ir til Evrópuráösins misrétti á gildi atkvæöa á Islandi. 1'4 sandkorn Jónina Michaelsdóttir skrifar RAUNSÆI „Hvaö hafiö þér unniö hér lengi?” „Alveg sföan forstjórinn hótaöi aö reka mig”. SÚRU VÍNBERIN Eina sem er athugavert viö ungu kynslóöina er aö viö er- um flest of gömul tii aö til- heyra henni. HÁTÍÐAR- Eitt af stærri fyrirtækjum bæjarins hélt árshátiö sina f fyrri viku og haföi veriö boöaö aöforstjórinn myndi halda há- tiöarræöu. Þegar aö þvf kom stóö hann upp og sagöi aö þetta yröi nú engin hátiöar- ræöa þvf hann vissi eiginlega ekki hvaö hann ætti að segja. Hann heföi fyrst fariö aö hugsa til þess sama morgun og spurt þá nitján ára son sinn hvaöhann legöi til og sonurinn heföisagt „segöu bara brand- ara þú kannt svo mikiö af þeim.” Hann kvaöst þá hafa spurt soninn hvaöa brandara hann ætti að segja og sonurinn heföi mælt meö þessum um forstjórann sem bauö starfs- manninum heim af þvi hann var nýbúinn aö fá sér hund og vildi athuga hvort hann biti ó- kunnuga. Forstjórinn sagöi sföan ann- ann brandara úr fórum sonar- ins og loks nokkur orö um fyrirtækiö þar á meöal aö þeg- ar gengi vel væru allir vinir manns en þegar móti blési snerust allir gegn manni. Þótti ýmsum þessi af- greiösla hafa öfug áhrif viö þaö s-m til var ætlast og þurrka út hátföarskapiö f staö þess yö lyfta þvi. Máttarstópar Þjóðféiagslns A sameiginlegum fundi Jun- ior Chamber félaga á Noröur- landi fyrir skömmu var gestur fundarins M. Bruce Spaulding alþjóölegur varaforseti JC Internationa! frá Bandarfkj- unum. Hann sagöi meöal ann- ars: Þaö eru til þrjár geröir fólks. t fyrsta lagi fólk sem LÆTUR hlutina gerast, I ööru iagi fóik sem bara HORFIR á hiutina gerast og i þriöja lagi fólk sem spyr RINGLAÐ EFTIR A hvaö hafl gerst. JC fólk er I flokki hinna fyrst töldu". Þá vitum viö þaö!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.