Vísir - 19.03.1980, Blaðsíða 15

Vísir - 19.03.1980, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 19. mars 1980 15 Hús Jóns Sigurðssonar forseta liggur undir miklum skemmdum Hús það sem Jón Sigurðsson forseti bjó i við östervold 12 i Kaupmannahöfn, fyrir rétt rúmum 100 árum, og byggt var á 18. öld, liggur nú undir tölu- verðum skemmdum, að sögn Agnars Kl. Jónssonar fyrrv. sendi- herra. Þegar Alþingi eign- aðist húsið, var það tekið i gegn og gert við þá hluti er þótti ábóta- vant, en siðastliðin 2-3 ár hefur komið i ljós að ýmislegt hefði betur mátt fara, bæði utan húss og innan. Húsiö er byggt á gömlum sjávarbotni. Vatn hefur runniö gegnum veggina og er þvi mikill saggi i kjallaranum. „Sennilega þarf aö grafa upp meö öllu hús- inu og steypa trausta húö utan á, til aö verja þaö raka”, sagöi Agnar. „Veggurinn sem snýr inn aö bakgaröinum og sést þvi ekki frá götunni, er illa leikinn og er hruniö úr honum. Gera þarf viö þakiö, sem er farið að leka ofan á háaloftiö. Þá þarfnast glugga- kistur og sillur viögeröar. Mála Jón Sigurðsson forseti. þarf bæöi loft og veggi, sérstak- lega i stiganum upp á lofti, auk þess sem kyndingartækin eru ekki Inógu góöu ásigkomulagi.” Stjórn hússins er skipuö fimm manna nefnd. Sendiherra er sjálfkjörinn sem formaöur hús- stjórnar, tveir Islendingar bú- settir i Kaupmannahöfn eöa nágrenni eru skipaöir af Alþingi og siöan kys tslendinga- og Námsmannafélagiö einn mann hvort félag. I fyrrasumar kannaöi hús- stjórnin húsiö gaumgæfilega og skrifaöi niöur allt það er laga þyrfti. Þá voru fengnir sérfróöir menn til aö lita yfir þaö og aö þvi búnu var send álitsgerð til Alþingis, þar eö Alþingi er eig- andi hússins, eins og áður sagöi og ræöur hvað gert verður. „Viö skýröum frá þvi, aö það myndi þurfa töluvert fé til að koma húsinu i viðunandi form, en ekki er enn vitað hversu mikla peninga þarf”, sagði Agnar. ,,Ég veit ekki hvort skrifstofa Alþingis hefur sett eitthvað inn I fjárlagafrumvarpið þar að lút- andi. Alþingi hefur þó yfirleitt fariðeftir þeim tillögum, er bor- ist hafa frá hússtjórninni.” —H.S. „Tillögur hússtjúrnarinnar liggja” fyrir hjá fjárveitinganefnd „Þessar tillögur hússtjórnar- innar liggja nú fyrir hjá Fjár- veitingarnefnd og lfklega fæst niöurstaöa i málinu fyrir páska. Það stendur ekkert um styrk til hússins i fjárlagafrumvarpinu, enda barst tillagan svo seint. Ég geri samt ráö fyrir aö ekki veröi greiddar neinar stórar upphæö- ir til viöhalds á húsinu”, sagði Friðjón Sigurösson skrifstofu- stjóri Alþingis. „Grunnurinn i húsinu var á sinum tima lækkaöur, til þess aö forsvaranleg aöstaða væri fyrir félögin, meö fatageymslu og snyrtiaöstööu I kjallaranum. Nú erþaökomiö á daginn, að senni- lega hefur ekki tekist að þétta hann nógu vel. Peninga kostar náttúrulega aö gera viö húsiö og þaö veröur ekki gert á einu augabragöi, en þessar tillögur hússtjórnarinnar liggja fyrir fjárveitingarnefnd og þaö verö- ur tekiö til athugunar fyrir meö- ferö fjárlaganna”, sagði Friö- jón. —H.S Hús Jóns Sigurðssonar að östervold 12 I Kaupmannahöfn, liggur nú undir töluveröum skemmdum. tl III H ■■■ ! 1 ■II Samningamal i fullum gangl Samingaviöræöur standa nú yf- ir I hinum ýmsu vinnudeilum en litiö er enn um tiðindi. Fundur var haldinn I fyrradag I deilu BSRB og rikisins og kynntu fulltrúar BSRB þar svör sin við tilmælum rfkisstjórnarinnar. Átti rikisstjórnin aö fjalla um þau á fundi sinum i morgun. Þá var einnig fundur I flug- mannadeilunni I fýrradag og var hann haldinn undir forsæti Guð- laugs Þorvaldssonar sáttasemj- ara rikisins, en Gunnar Schram sem skipaöur hefur verið sérstak- ur sáttasemjari I þeirri deilu er nú staddur erlendis á hafréttar- ráöstefnunni. Annar fundur er þar ráögerður á fimmtudag. Þá hefur veriö boöaöur fundur i deilu Alþýðusambands Islands og Vinnuveitendasambandsins n.k. mánudag. Sáttafundur var haldinn I deilu Sjómannafélags ísafjaröar um s.l. helgi, en án árangurs og hefur félagiö boöaö vinnustöövun á tog- urum frá og meö 20. mars. önnur félög hafa ekki boðað til verkfalls enn Jöfur h .f. hélt nýlega fyrstu bilasýninguna I nýjum húsakynnum að Ný- býlavegi 2 I Kópavogi, og voru þar 1980 árgerðirnar af Skoda kynntar. Sýningin var vel sótt, en meðai nýjunga, sem kynntar voru, var svo - nefnd E-IIna frá Skoda, en hún var upphaflega hönnuð fyrir Bretlands- markað. Skoda-bifreiðar eru nú fáanlegar f 7 mismunandi geröum, og kosta frá tæplega 2,7 milljónum króna. Myndin var tekin á sýningunni. NYTT frá Blendax NYTT sem varnar tannsteinsmyndun & ’áiuii KEMIKALIA Ert þú opinn fyrir nýjungum ? Ofjnaðu j)tí niunnitin Jvrir Serisodyn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.