Vísir - 22.03.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 22.03.1980, Blaðsíða 16
Tóinas handleikur hér kylfuna af kunnáttu enda þaulvanur golf- leikari. Visismyndir. G.V.A. Laugardagur 22. mars 1980 VÍSIR Laugardagur 22. mars 1980 „HELD ÉG SÉ SENN SADDUR AF METORÐUM” — segir Tómas Árnason vidskiptaráóherra í helgarvidtali Unglingurinn sem leggur sig þarna allan fram i kúluvarpinu er auð- vitaö Tómas, en þekkir einhver unga ábúöarfulia áhorfandann f pokabuxunum? Hann heitir Lúövik Jósepsson. Þaö væri náttúrulega stcindauöur maöut' sem heföi ekki ánægju af þvi aö vera þar. m „Mitt pólitíska viðhorf byggist á því að það sé um þrennt að tefla: ihalds- og hægri stefnu, kommúnisma og sósíalisma og loks það sem þar er á milli, Ég er framsóknarmaður meðal annars vegna þessa, þvi þetta er eins og í skákinni, miðborðið ræöur oftast úrslitum". Þannig svarar Tómas Árnason þegar hann er spurður hversvegna hann sé framsóknarmaður og hann heldur áfram. „Ég legg nasisma og kommúnisma nokkurnveginn að jöfnu, hvort tveggja eru ofbeldis- stefnur sem mér likar ekki við. ihaldið hinsvegar vill lága skatta og litla velferð. Hvort það fari saman? Já, það tel ég. Talsverð skatt- heimta er forsenda fyrir velferðarþjóðfélagi", segir hann. Helgarblaðið heimsótti Tómas eitt febrúarsíðdegi meðanhlé var á störfum þingsins og ræddi við hann um lifið og tilveruna, aðallega pólitfsku tilveruna, — og svo hann sjálfan. Neeeeeei... ég hef ekki áhuga á að verða formaður Ég ætlaði að verða íþróttakennari en striðið kom i veg fyrir það. öröum. Þaö fer vel á meö kosningaferöalagi á Hann býr i glæsilegu húsi sem stendur i brekku i vesturbæ Kópavogs en bernsku- heimili hans var á Hánefsstaðareyrum viö Seyöisfjörð þar sem faöir hans var útvegs- bóndi. „Ég er alinn upp viö aö vinna mikiö bæöi til sjós og lands. Þaö var talsverö útgerö þarna, venjulega sjö til tiu bátar og faðir minn átti fjórtán tonna bát sem viö fórum að starfa viö strax og viö stóöum út úr hnefa”, segir hann.i«Þetta var allt annað samfélag en inni i Seyöisfjaröarkaupstaö en þangaö var klukkutima gangur. Viö vor- um meira I tengslum viö atvinnulifiö, lik- ara þvi sem var á hinum fjöröunum en á þessum árum var mikiö um kaupmenn á Seyöisfiröi og þar var talsveröur bæjar- bragur. Viö vorum kallaöir Eyrarbúar en töldum okkur nú sjálfir vera menn meö mönnum!” Iþróttir og framsóknarpólitík Tómas var mikiö i iþróttum og keppti I frjáisiþróttum fram á fulloröinsár. „Við æföum okkurheima og fórum einnig talsvert inn á Seyöisfjörö til aö æfa og keppa. Eitt sinn kom skiöakennari frá Siglufiröi og hélt námskeið og var ekki litill fengur i þvi. Þórarinn Sveinsson var iþróttafrömuöur Austurlands og kveikti iþróttaáhuga I okkur. Annars keppti ég mikiö með UÍA, Ungmenna og fþróttasam- bandi Austurlands og fyrsta skipti sem ég kom til Reykjavikur var til að taka þátt f frjálsiþróttamóti sem var fyrsta drengja- meistaramótiö sem haldiö var hér á landi. Ég var þá átján ára”. — Hvernig þótti þér að koma i höfuöstaö- 1 inn? „Þetta var afskaplega merkileg upplifun og skemmtileg. Mér fannst strax mjög fall- egt i Reykjavik og haföi gaman af aö koma 1 þangað. Ahugi á pólitik? Hann spratt upp úr þvi hvaö mér fannst kjör þeirra sem unnu aö framleiöslunni áberandi lakari en annarra og einnig þótti mér landsbyggðin afskipt. Annars hlustaöi ég á fréttir af áhuga frá þvi ég man eftir mér og það var alltaf mikiö talað um pólitik heima hjá mér. — Var það framsóknarpólitfk? „Já, já þaö voru allir minir nánustu framsóknarmenn. Skemmtilegt nám Ég ætlaöi mér aö sigla til Danmerkur og læra aö veröa iþróttakennari en striöiö kom i veg fyrir þaö”, segir Tómas. „Ég fór I al- þýöuskóla á Eiöum og þótti gaman aö læra en þaö var mest fyrir orð Vilhjálms bróöur mins sem ég fór i Menntaskólann á Akur- eyri. Hann var þar i námi á undan mér. Eftir að ég var kominn i menntaskóla varö ég fljótt ákveöinn i þvi aö fara f lögfræöi. Þaö kom aldrei annaö nám til greina. Af- hverju? Mér þótti hún bara svo áhugavekj- andi og skemmtileg. Ég var meö Rannveigu Þorsteinsdóttur f háskólanum,þeirri miklu námsmanneskju, , sem fór i langskólanám þegar hún var komin á miðjan aldur. Hún tók stúdentspróf utanskóla og lögfræðina á þremur og hálfu ári. Mér fannst hálf aumingjalegt ef enginn karlmaöur ætlaöi aö fylgja henni, svo ég ákvaö aö gera þaö sjálfur”. Tómas bætir viö aö önnur kona hafi þó haft meiri áhrif á þessa hraöferö, þvi hann hafi verið trúlofaöur og ekki hafi komiö til greina aö gifta sig fyrr en aö námi loknu. „Konan min, Þóra Kristln Eiriksdóttir er borin og barnfædd i Neskaupsstað, svo viö erum bæöi Austfiröingar i húö og hár. Meö- an viö vorum trúlofuö dreymdi hana fjóra lauka og þaö hefur sannarlega komiö fram, þvi viö eigum fjóra syni”, segir hann. Tómas var I framhaldsnámi i Bandarfltj- unum I alþjóðarétti og alþjóöaverslunar- rétti i eitt ár. „Hvort mér hafi fundist gaman i Banda- rikjunum? Það væri náttúrulega steindauð- ur maöur sem heföi ekki ánægju af þvi að vera þar! Þetta er gifurlega fjölbreytt land og ég hafði ekki gert mér glögga grein fyrir þvi áöur hversu mikill munur er á milli rikja innan Bandarikjanna. Þetta eru i raun mörg þjóðlönd. Meginhlut.i ibúanna býr viö góö kjör en þaö er afar mikill munur milli þeirra og hinna sem búa viö kröpp kjör. Bandarfkin ættu aö vera meira velferöarriki. En fólkiö er opiö og óformlegt og þaö er gaman aö umgangast það”. Hann kom heim áriö 1952 og tók ári siöar viö starfi i varnarmáladeild utanrikisráöu- neytisins sem var verið aö setja á fót. Hann byrjaöi búskap á Akureyri 1949 en fluttist þaöan áriö 1953. Senn saddur af metoröum „Pólitikin, já. Fyrstu tilburöirnir til af- skipta af henni voru á málfundunum á Eið- um og siöar i Menntaskólanum á Akureyri. Ég starfaöi talsvert mikiö i háskólapólitik- inni en mest á bak viö”, segir hann. „Þá á ég auðvitað ekki viö baktjaldamakk heldur að ég vann aö stuöningi viö aöra” bætir hann viö. „Ég hef alltaf haft skoöun á hlutunum og fundist eðlilegt aö berjast fyrir henni”. — Metnaöargjarn? „Já, já, ég held ég hafi metnaö. Þó hefur hann nú farið dvinandi meö árunum”. — Stefniröu aö þvi aö veröa formaöur Framsóknarflokksins? „Neeeei”, segirhann oghlær, „ég sækist ekki eftir þvi. Ég held aö ég sé senn saddur af metoröum”. — Hvaö þykir þér mest varið I i fari ann- arra? „Ég er mest hrifinn af þvi þegar menn hafa jákvæö viöhorf til lifsins, eru hreinir og beinir og ekki teprulegir. Mér finnst tii- dæmis að menn eigi aö viöurkenna fyrir öörum ef þeir hafa ákveöinn metnaö en ekki að vera aö fela þaö”. Handgenginn Eysteini — Mér er sagt aö þú hafir alltaf verið handgenginn Eysteini, sem hafi haft mik- inn áhuga á að koma þér inn á þing og þótt þaö ganga fullseint. „Já, ég hugsa aö þaö sé rétt. Ég tók sæti Eysteins fyrir austan og hef, frá okkar fyrstu kynnum metiö hann ákaflega mikils. Auk þess að vera pólitlskir samherjar erum við báöir áhugamenn um útivist og fórum mikið i fjallgöngur saman og á skíöi. Ég var I mörg ár viðloöandi pólitik og sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Framsókn- arflokkinn áöur en ég varö þingmaöur”. — Ertu til hægri i Framsóknarflokkn- um? „Þaö segja sumir aö ég sé þaö en sjálfum finnst mér ég vera á miöboröi stjórnmál- anna. Hinsvegar er ég frjálslyndur I utan- rikismálum”. — Hvaö er aö vera frjálslyndur i utan- rikismálum? „Þaö þýöir aö ég er fylgjandi mannrétt- indum og frjálsum kosningum og vil fylgja aö málum þeim sem þaö styöja” — Ertu þá ekki fylgjandi vestrænni sam- vinnu? „Jú, ég er mikill Natosinni”. Hef mætur á ýmsum póiitískum andstæöingum — Hvaöa pólitisku eftirmæii vildiröu helst fá? „Aö ég hefði reynt aö gera mitt besta og alltaf haft i huga hagsmuni lands og þjóðar i stjórnmálaákvöröunum. Þaö verður aö vera i öndvegi, þó menn séu góöir flokks- menn”. — Minnisstæöir stjórnmálamenn? „Mér hefur alltaf þótt mikið til Eysteins Jónssonar koma eins og áöur hefur komið fram, en ég hef lika haft vissar mætur á ýmsum andstæöingum minum i pólitik. Haraldur Guðmundsson var til dæmis gáf- aður og velviljaöur . stjórnmálamaöur aö minu mati og mér þótti skoöanir Bjarna Benediktss.onar aö mörgu leyti skynsam- legar, þótt viö værum andstæðingar. Af erlendum stjórnmálamönnum sem ég hef hitt, þykja mér eftirtektarverðastir, Willy Brandt, Wilson og MacMillan. Leiöinlegir þessir lotulausu fundir — Hvað þykir þér skemmtilegast? „Þaö er nú svo ótalmargt sem mér þykir skemmtilegt. Ég hef alltaf verið mikill hobbýisti og hef ákaflega gaman af golfi, fjallaferöum, tafli, laxveiðum og skíðaferö- um. Maöur gleymir öllum áhyggjum og pólitisku amstri þegar maöur er kominn út i náttúruna. Ég hef lika mikiö gaman af póiitik en mér þykir oft leiöinlegir þessir lotulausu fundir. Þetta starf gerist mikið á fundum og þeir eru auövitaö nauðsynlegir, — en misjafnlega skemmtilegir”. — Persónulegt pólitiskt andstreymi? „Þaö er svo skrýtiö meö pólitlk, aö þaö er að sumu leyti vandasamara aö vinna en tapa. Þegar maöur vinnur er alltaf einhver annar sem tapar og þó þetta sé auðvitað þaö sem fylgir lýöræðinu getur þaö skapaö leiöindi”. — Hvernig bækur lestu helst, hvaða bók ertu til dæmis aö lesa þessa dagana? „Mér þykir langmest gaman aö feröa- og ævisögum. Ég fer oft snemma i rúmiö og les þar og þaö sem ég er að lesa hverju sinni er þvi það sem er á náttborðinu hjá mér. Mér finnst gott aö vera meö íleiri en eina bók i takinu og gripa i þær til skiptis. Ég man nú ekki nákvæmlega hvaö þær heita, biddu aðeins”, segir hann og gengur fram kvikur á fæti. Kemur að vörmu spori meö þrjár bækur I höndunum. Þaö er Islands- leiðangur Stanleys, American Caesar sem er um Douglas MacArthur og svo þriöja bókin sem Tómas segir spotskur um aö kannski sé vafasamt aö upplýsa aö hann sé meö á náttboröinu hjá sér. „En ég er að lesa hana meö fyrirbyggjandi aögeröir i huga en ekki framkvæmdir”, segir hann. Bókin heitir „How to invest you money and profit from inflation”! Fór í fússi — Af hverju ertu kallaður Tómas á tepp- inu? „Þaö er vegna þess aö þegar varnar- máladeildin var stofnuö og ég hóf störf þar fengum viö þaö verkefni að kaupa húsgögn I og standsetja fjögur herbergi sem átti aö hýsa starfsemina. Þegar þvi var lokið var afgangur af fjárveitingunni og einhver stakk upp á að keypt yröu gölfteppi og þaö var gert. Þetta var þvi ekki einu sinni min tillaga en Mánudagsblaöið geröi þetta aö umtalsefni og þannig varö þetta viöurnefni til. Mér hefur nú alltaf fundist þetta mein- laust og veriö sama um það”. Tómas var deildarstjóri varnarmála- deildar utanrlkisráöuneytisins i sex ár, en sagöi þá upp meö þriggja daga fyrirvara. „Mér likaöi ekki viö pólitískar skoöanir ráöherrans og fór I fússi”, segir Tómas. Hann var framkvæmdastjóri Timans næstu fjögur ár og stofnsetti lögfræöiskrif- stofu meö bróöur slnum Vilhjálmi Arnasyni hrl. sem þeir ráku I ellefu ár. Þá tók hann þátt I stofnun fyrirtækis sem nú héitir Sportver og var formaöur framkvæmda- stjórnar þess um tíma. Hann var alltaf meira og minna i pólitik þessi ár og settist inn á alþingi áriö 1974 fyrir Austurland. Að- ur hafði hann veriö varaþingmaður 1956- 1959 fyrir Eyjafjarðarsýslu og 1967-1974 fyrir Austurland. — Er pólitikin fyrir austan ekki lífleg? „Jú, ekki vantar fjöriö. Stjórnmálabar- áttan er hörð á Austurlandi. Alltaf fjórtán framboösfundir fyrir hverjar kosningar, yfirleitt fyrir fullu húsi. Það er mikið deilt milli manna og flokka, en deilurnar eru sjaldan persónulegar, heldur málefnaleg- ar. Þessvegna eru ekki persónuleg illindi þótt oft slái i brýnu”. Framkvæmdastof nun — Þú hefur verið forstjóri I hinni um- deildu Framkvæmdastofun frá þvi hún var stofnuð. Er nokkur þörf fyrir slika stofnun? „Já tvlmælalaust og hún hefur unniö ágætt starf. Þaö besta sem hún hefur gert er gerð og framkvæmd hraöfrystihúsaáætl- unarinnar. A tæpum áratug hafa oröið stór- stigar framfarir I hraöfrystiiönaðinum sem bæöi hefur tryggt sjávarbyggöina I sessi og skotiö traustari stoðum undir efnahagslif þjóðarinnar. Einnig hefur Framkvæmda- stofnun stutt aö uppbyggingu vinnslustööva landbúnaöarins og alhliöa iðnaöi ásamt ýmsu fleiru. Þegar Framkvæmdastofnun hóf störf áttu margar byggöir I vök aö verj- ast. I áratugi haföi fólki fækkað hlutfalls- lega á landbyggöinni. Eftir tveggja ára starfsemi byggöasjóðs sneri þetta til betri vegar”. — Er þetta ekki pólitisk fyrirgreiöslu og lánastarfsemi? „Þaö er mjög orðum aukiö að flokkspóli- tik ráöi þarna feröinni. Stjórn stofnunar- innar ákveöur allar lánveitingar, en I henni eru sjö menn. Fjandmenn byggöastefnu, sem yfirleitt þekkja ekki byggðavanda af eigin reynd ganga alltof langt I aö afflytja þessa starfsemi, sem er þjóöinni sem slikri styrkur. Blómleg byggö um allt landiö styrkir sjálfstæöi og framtlð þjóöarinnar”. Datt ekki i hug að hægt væri að mynda svona stjórn — Er þaö rétt sem haldið er fram aö þú og Ólafur Jóhannesson hafiö i stjórnar- myndunarviöræöunum veriö i viöræöum viö Gunnar Thoroddsen, sem Steingrimur hafi ekki vitað um, fyrr en þær voru komn- ar á skriö og þannig hafi i raun hlutirnir gengiö fyrir sig meö sama hætti I Fram- sóknarflokknum og Sjálfstæöisflokknum? „Ég kannast ekki viö aö hafa veriö meö Ólafi i slikum viöræðum og því siöur aö hafa leynt Steingrím neinu en hinsvegar talaði ég viö Gunnar Thoroddsen um ýmsa möguleika, en einnig viö marga aðra og þaö gerðu allir á þessu timabili. Þaö var ekkert útilokaö. Ég sagöi i samtali á kosninganótt- ina aö ég teldi þjóðarnauðsyn aö mynda meirihlutastjórn og ég taldi skyldu mína aö vinna að þvi aö slik stjórn kæmist á. Hins- vegar datt mér aldrei i hug aö þaö væri hægt að mynda rikisstjórn eins og þá sem nú situr, — ég haföi satt aö segja ekki nægi- legt Imyndunarafl til þess! Astandið var oröiö þannig aö þaö var al- veg ljóst að enginn af formönnum stjórn- málaflokkanna gat myndað rikisstjórn. Þaö var ekki raunhæfur möguleiki til þess, — þaö var alveg boröliggjandi. Min skoöun er sú, aö úr þvi flokksformennirnir voru búnir aö reyna aö mynda stjórn og gátu þaö ekki, hafi veriö eölilegt aö aörir tækju viö. Fólkiö I landinu vildi fá rlkisstjórn og var oröiö þreytt á stjórnarmyndunarviö- ræöum sem höföu staöiö samtals I fjóra mánuði á aöeins tveimur árum. Ég held aö Gunnar hafi skynjaö þetta rétt og stokkiö fram á sviöiö og myndaö stjórn I skyndi. Þaö var ýmislegt rætt en þessi möguleiki kom ekki upp fyrr en á siöustu stigum. Þaö er eins og kunnugt er mögnuð andstaöa milli Alþýöuflokks og Alþýöubandalags og margir I Framsóknarflokknum voru ekkert sérlega áfjáöir i samstarf meö Alþýöu- flokknum, sem haföi sýnt þaö ábyrgöar- leysi að stökkva út úr siöustu stjórn. Viö þær aðstæður sem upp voru komnar var aö minu mati eölilegt aö varaformaöur stærsta stjórnmálaflokksins og aldursfor- seti þingsins tæki viö stjórnartaumum og ég hef veriö ákaflega hissa á aö Sjálfstæðis- menn skyldu ekki fallast á aö taka þátt I þessu stjórnarsamstarfi. Ég tel að þeir hafi gert skakkt i þvi, en reikna meö aö þeir séu á ööru máli. Ég held lika aö þaö hafi ekki verið eins mikil undirhyggja viö þessa stjórnarmynd- un og margir viröast halda. Ég hugsa aö pólitisk rökhyggja hafi ráðiö þarna mestu þegar á allt er litiö”. — Heföir þú sjálfur staöiö fyrir stjórnar- myndun meö þessum hætti? Tómas hugsar sig um nokkra stund en segir svo: Ég heföi myndaö stjórn ef minn flokkur heföi faliö mér þaö”. Ráðherrastörf — Haföiröu ekki hug á aö taka upp þráö- inn i fjármálaráöuneytinu þegar ráöuneyt- um var úthlutaö? „Nei, ég var feginn aö losna en ég vona aö Ragnar Arnalds standi sig vel. Þaö er erfitt starf aö vera fjármálaráöherra, sérstak- lega á timum eins og núna. Mér þótti þó gaman að fást viö það meöan á þvi stóð, enda hef ég alltaf ánægju af að fást viö verkefni sem gera einhverjar kröfur til manns. Ég tel líka að viö höfum fengiö tals- veröu áorkað þrátt fyrir erfiöar aöstæöur. Rikisfjármálin voru i jafnvægi meöan ég var fjármálaráöherra. — Hvernig leggst i þig að starfa i viö- skiptaráöuneytinu? „Ég hef fylgst með og starfaö við mál sem eru náskyld þeim sem þar er unniö aö, en ég tel aö þaö taki dálitinn tlma fyrir ráö- herra að setja sig inn I málin og aö hann eigi að flýta sér hægt. Yfirleitt finnst mér aö pólitikusar eigi að hugsa i misserum og árum en ekki vikum og mánuðum eins og nokkuð hefur tíðkast. Þaö er aö minu mati popppólitik sem ég held satt aö segja aö menn séu fullsaddir af og tel aö hún hafi sungiö sitt siöasta. Mikilvægast? Mér finnst mikilvægast aö skapa skilyröi til aö fólk geti oröiö ham- ingjusamt og ég endurtek skapa • skilyröi. Þaö er ekki hægt aö lifa lifinu fyrir aöra. Það verður hver aö smlöa sina gæfu sjálf- Fjölmiðlar — Helduröu aö þessi stjórn veröi lang- lif? „Hún gæti vel oröiö þaö en þaö fer þó eftir ytri skilyröum til stjórnunar”. — tslenskir fréttamenn? „Já, þeir eru nú hálfgerð plága aö sumu leyti, en ég tel þaö skyldu stjórnmála- manna og þeirra sem hafa ábyrgöarstörf meö höndum, að sinna fréttamönnum. Mér finnst þeir þó oft hafa tilhneigingu til aö búa til frétta-mat, það er aö segja, mat- reiöa fréttir meö allskonar kryddi. Mér finnst aö sjónvarpiö veröi lika aö gæta sin á þvi aö stjórn landsins er ekki bara hasar og ekki viðeigandi aö vera aö etja mönnum saman þar i tima og ótíma. Sjónvarpsmenn eiga fremur aö reyna aö skýra mál og þeir veröa aö átta sig á aö á þeim hvilir mikil ábyrgö. Þaö veröur aö gera kröfur til fréttamanna um þekkingu á þvi efni sem um er f jallaö. Þeir hafa mikil réttindi I sinu starfi og eiga lika aö bera miklar skyldur gagnvart landi og þjóö”, sagöi Tómas Arnason.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.