Vísir - 22.03.1980, Blaðsíða 20

Vísir - 22.03.1980, Blaðsíða 20
Laugardagur 22. mars 1980 20 hœ krakkar! Afmælið Stina var aðeins 6 ára þegar afi hennar varð 60 ára. Hún var voða spennt og hún gat varla sofnað fyrir spenningi, en svo sofnaði hún, sveitt og þyrst. Nóttin hljóp áfram og fyrr en varði var kominn morgunn. Mamma hennar fór snemma á fætur til að hjálpa ömmu hennar. Svo fór Stina i afmælið. Hún gat varla beðið eftir að gestirnir kæmi. Stina hélt nefnilega að það væri talað um eitthvað skemmtilegt. En það var bara talað um þegar fólkið var ungt og lika einhver stjórn- mál. Hún horföi bara á sjónvarpið, en henni fannst ekkert skemmtilegt nema myndin um Lassy. Stina fór til afa sins, en hann talaði bara og skipti sér ekkert af henni. Þá fór hún og setti stút á munninn. En þetta gleymdist fljótt og nú fór hún að verða þreytt og hún æstist meira upp við það. Siðan var farið að borða. En Stina var ekkert hrifin af matn- um, þvi það var nefni- lega þorri og þorra- matur á boðstólnum, en hún borðaði bara harðfisk og drakk kók. Svo sofnaði Stina og svaf lengi, og mamma hennar þurfti að hrista hana, svo að hún vaknaði. Þessi dagur leið fljótt án nokkurs atburðar. En daginn eftir fór hún i bama- afmæli. Og þar fannst henni skemmtilegra. Þar var farið i alls- konar leiki og sagðar sögur. ÞANNIG ENDAR FRÁSAGAN UM HANA STÍNU: Ása ólafsdóttir, 9 ára. Nafna- vísa Viöar, Himmi, Valur, Páll, Þobba, Bjarni, Lísa. Jonni, Konni. Siggi, Njáll, Halldór, Kalli, Dísa. Viöar Pétur Strákurinn, sem villtist Það var einu sinni strákur, sem villtist úti i skógi. Hann var að fara út I skóg að tina epli, þvi mamma hans ætlaði að búa til epla- köku handa þeim. Hann var búinn að ráfa um skóginn í langan tima, þar til hann sá bjöm og varð hann þá svo hræddur, að hann hljóp og hljóp og hljóp, þar til að hann fann húsið og mamma hans bakaði eplaköku. Gunnlaugur Einarsson 9 ára, Hliðaskóla. Umsjón: Anna Br.ynjúlfsdóttir KOTTURINN Einu sinni var köttur sem hét Stúfur. Hann var svartur með hvitan blett á einni loppunni. Allir krakkarnir i göt- unni voru alltaf hlaup- andi á eftir honum, þó svo að margir aðrir kettir væru i götunni, þvi að kötturinn var lang-fallegastur og hann hafði gott skap. Þannig var það að hann lét krakka boðlast með sig og klæða sig i aUskonar dúkkuföt og hann leyfði þeim lika að keyra sig um i dúkkuvagni. Jæja, þegar þau létu hann i dúkkuvagninn keyrðu þau oftast hringinn Má vahlið-Dr ápuhlið, en hann átti nefnilega heima i Mávahlið. Einu sinni strauk hann að heiman. Stúfur var vinamargur og þess vegna fóm allir vinir hans Stúfs að leita að honum og auglýstu eftir honum. Auglýs- ingin var svona: Tapað fundið: TAPAST HEFUR KÖTTUR MEÐ HVITAN BLETT Á EINNILOPPUNNI. SÁ SEM FINNUR HANN ER VINSAMLEGAST BEÐINN AÐ SKILA HONUM1 MÁVAHLÍÐ 32 EÐA HRINGJA í SIMA (23641). Þessa auglýsingu sá stelpa nokkur. Hún hafði fundið köttinn og haldið að það ætti hann enginn og tekið hann heim með sér. Hún skilaði honum strax. Þá settu þau hálsband á hann með tunnu hangandi á og inn i tunnuna settu þau blað, sem á var skrifað nafn og heimilisfang hans. Þá var nú mikil gleði meðal krakkanna i Mávahliðinni. ' Nokkrum mánuðum eftir þetta breyttist nú gleðin heldur betur i sorg, þvi að þá flutti Stúfur og eignaðist kærustu sem heitir Ólafia. Hún var lika svört með hvitan blett á hálsinum. Og þar hefur hann unað siðan hann flutti. OG ÞANNIG ENDAÐI SAGAN UM HANN STUF: Ása ólafsdóttir, 9 ára, Hlíðaskóla.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.