Vísir - 22.03.1980, Blaðsíða 30

Vísir - 22.03.1980, Blaðsíða 30
VÍSIR Laugardagur 22. mars 1980 30 Kappakstur á morgun Allir sem vilja sjá spennandi kappakstur ættu aö leggjá leið sina upp að Leirtjörn við Olfars- fell á morgun, sunnudag. Þá gengst Bifreiðaiþróttaklúbbur Reykjavlkur fyrir keppni i is- akstri og is-kross i annað skipti á þessu ári. Undanriðlar i is-krossi verða á sunnudagsmorgun en hinn eigin- legi isakstur hefst klukkan 14. Það er svo klukkan 15 sem leikur- inn fer að æsast en þá byrjar is- krossinn. Góða skemmtun. —SG JC flagur i dag 1 dag laugardaginn 22. mars gangast JC félögin um allt land fyrir JC degi. Tilgangurinn er að kynna verkefni JC og starfsemi félaganna. Mörg verkefnanna höfða til barna og unglinga en önnur varða umferða- og eld- varnamál. Kynning þessi veröur með ýms- um hætti og fer meðal annars fram I Stykkishólmi, Isafirði, Bolungavik, Blönduósi, Sauðár- króki, Akureyri, Húsavik/Seyöis- firði, Hornafirði, Vestmannaeyj- um og Hellu. JC með kynningu á útivistarsvæðlnu viðöskluhlið Laugardaginn 22. mars kl. 13.30 mun Skógræktarfélag Reykjavik- ur og J.C. Reykjavik gangast fyr- ir kynningu á útivistarsvæöinu viö öskjuhlið. Þar munu skóg- ræktarmenn ræða við almenning um útivistarsvæði borgarinnar og svara fyrirspurnum. Slysavarnafélagið hefur nýlega gefið út lausblaðabók til handa björgunarmönnum félagsins og er hún um 1500 vélritaöar siöur. A myndinni eru: (frá v.-h.) Óskar Þór Karlsson erindreki, Gunnar Friöriksson forseti félagsins og Óiafur Jónasson umdæmisstjóri á Suöurnesjum. Þannig lita veggspjöldin út sem Slysavarnafélag tslands mun dreifa um allt land. — Efst I hægra horninu má sjá llmmiöann til áminningar fyrir ökumenn og börn i umferöinni. Ilmferðarvika SVFl Slysavarnafélag íslands mun standa fyrir umferöarviku dag- ana 23.-29. mars og er ætlunin að hún nái til sem flestra um land allt. A fundi sem Slysavarnafélag- iö hélt fjölmiðlum, sagöi Gunn- ar Friðriksson forseti félagsins meðal annars, að þetta væri i annað skipti er Slysavarnafélag Islands stæði fyrir slikri um- ferðarviku og var það fyrst gert i nóvembermánuöi 1978. Engin umferðarvika var þó á árinu 1979 og taldi Gunnar að um- stangið kringum kosningarnar hefðu þar valdiö nokkru um. Skipulagt verður efni i fjöl- miðla úr aðalstöðvum félagsins, að sögn Brynjars M. Valdi- marssonar erindreka félagsins i umferöarmálum. Slysavarna- deildir viða um land munu siðan vekja umræður fyrir bættri um- ferð, hvert á sinu svæði. Flutt verða á hverjum degi stutt erindi i „morgunpósti” út- varpsins um umferðarmál, þessa viku, auk greina er birtast i blöðum. Það sem fjallað verð- ur um eru almenn atriði um um- ferð (tillitssemi), umferð i þétt- býli, afleiðingar umferðarslysa, barnið i umferðinni, akstur á þjóövegum og ölvun við akstur. Þá verður plaggötum og lim- miðum dreift um landið. A veggspjaldinu stendur sú góða og gilda regla: Göngum ávallt á móti akandi umferð, þar sem ekki er gangstétt. Limmiðinn er til áminningar fyrir ökumenn og börn i umferðinni og er ætlast til að miðinn'verði hafður i mæla- borði eða inni i bifreiö, þar sem ökumenn sjá hann að staðaldri. Haraldur Henrýsson formaö- ur umferðarnefndar, sagði að tilgangurinn væriað fá menn til að ræða umferðarmál og með þvi bæta hana. Sagði hann að þróunin i umferðarmálum hefði verið neikvæö allt frá árinu 1968, en þá voru miklar umræð- ur um aksturshætti, vegna breytinga frá vinstri yfir i hægri umferð. Banaslys á þvi ári voru aðeins sex talsins, en voru árið áður 20. Siðan hefur þeim farið fjölgandi og árið 1977 voru þau 37. Fjölgun banaslysa milli ár- anna 1978-1978 var engin, þau voru 27 bæði árin. „Þaö er þvi ljóst aö jafnmarg- ar umferðarvikur þyrfti eins og vikurnar eru i árinu”, sagði Gunnar Friðriksson. Þeir aðilar sem aöstoöað hafa við undirbúning vikunnar eru Umferðarráð, lögregian, Slysa- deild Borgarspitalans auk fleiri. Einnig hafa bifreiðatrygginga- félögin I Sambandi isl; trygg- ingafélaga styrkt félagið með nokkurri fjárhæð. —H.S. Kópavogsleikhúsið Leikurinn hefur fengið frábærar móttökur, hér eru nokkur sýnishorn úr umsögnum um hann: ...viljiröu fara i leikhús til að hlæja, þá skaltu ekki láta þessa sýningu fara fram hjá þér. Hún krefst ekki annars af þér. BS-VIsir Þaö er þess viröi aö sjá Þorlák þreytta, ekki sist i þvi skyni að ’ kynnast þvi hvernig fólk skemmti sér áður en heimsþjáningin tók endanlega völdin. JH-Morgunblaöinu Það var margt sem hjálpaöist að við að gera þessa áýningu skemmtilega, en þyngst á metunum var þó sú leikgleði sem einkenndi hana. SS-Helgarpóstinum ...ekki bar á öðru en aö Kópavogsbúar tækju Þorláki vel, leikhúsið fullsetið og heilmikið hlegið og klappað. ÓJ-Dagblaðinu ...leikritiö er frábært og öllum ráðlagt að sjá það, sem vilja skellihlæja og skemmta sér eina kvöldstund. TlmaritiöFóLK sýnir gamanleikinn „ÞORLÁKUR ÞREYTTI" i kópQvogsbiói í kvöld laugardog kl. 24.00. Örfóir miðar eftir og pontonir seldor kl. 20.30. Miðosolo fró kl. 46 ~ Sími 44965 Næsto sýning mónudog kl. 20.30. i „Hefnd, svik, giæsi- j lelkl og ríkls- ! stlórn á Islandi” William Dullforce, fréttamaður Financial Times i Bretlandi, var nýlega á íslandi og skrifar i blað sitt itarlega grein um stjórnarmyndunina á tslandi og þau miklu átök, sem urðu um hana, en hann telur þau i ætt við átök íslendingasagna. Greinin úr Financial Times birtist hér i lauslegri þýðingu. L Pólitisk átök, sem víkingarnir gömlu hefðu verið fullsæmdir af, voru til lykta leidd á Islandi I síð- asta mánuöi. Hefnd, svik og glæsileiki léku þar aðalhlutverk og hlutverkum I islenskri pólitik var víxlað. Ýmislegt nútimalegt er þó að finna I myndun hinnar nýju rikis- stjórnar Islands. Eitt aöalhlut- verkið lék fyrrverandi atvinnu- knattspyrnumaður en nafn hans glumdi hér á árum áður á áhorf- endabekkjum Glasgow Rangers og Arsenal. Og efnahagslegi þátt- urinn var 61% verðbólga og til- svarandi vöruverðshækkun. Aðalmaðurinn var nýi forsætis- ráðherrann, Gunnar Thoroddsen. Gunnar Thoroddsen er 69 ára gamall en unglegur og glæsilegur og með ættartengsl sem íslend- ingasagnahöfundarnir hefðu hrif- ist af, en þeir lögðu mikið upp úr ættum söguhetja sinna. Pólitiskur ferill Gunnars Thor- oddsens hófst snemma á fjóröa áratugnum. Hann hefur gegnt prófessorsembætti i lögum, verið' borgarstjóri i Reykjavik 1 12 ár, sendiherra, hæstaréttardómari og tvivegis setið i ríkisstjórn. En hann hefur aldrei verið forsætis- ráöherra áður og var óvænt sigr- aður i siðustu forsetakosningum. Taldi hann þann ósigur aðallega stafa af litlum stuöningi sins flokks. Til þess að verða forsætisráð- herra nú klauf Gunnar Thorodd- sen Sjálfstæðisflokkinn. Hann tók þrjá af þingmönnum flokksins með sér i rikisstjórn með hinu vinstri sinnaða Alþýðubandalagi og miöjuflokknum Framsókn, og auk þess einn Sjálfstæðismann til viöbótar sem vann sæti I desem- ber-kosningum án stuðnings flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn, en Gunn- ar Thoroddsen er varaformaöur hans, hefur verið mjög sterkur aðili i islenskum stjórnmálum siöan Island hlaut sjálfstæöi frá Danmörku i lok siöari heims- styrjaldar. Flokkurinn var I að- einstvö ár utan stjórnar fyrir 1970 en hefur siðan tvisvar setiö i stjórnarandstööu. Rikisstjórnir Vesturlanda hafa taliðhann eiga mestan þátt i þátt- töku íslands i Atlantshafsbanda- laginu (NATO) og veru banda- riskr.a flugsveita á Keflavíkur- flugvelli. Leiötogi flokksins er Geir Hall- grimsson, 15 árum yngri en Gunnar Thoroddsen, og forsætis- ráðherra á árunum 1974-1978. Vart getur ólikari persónuleika og þeir bera litla virðingu hvor fyrir öðrum. Geir Hallgrimsson er vinnusamur og traustur stjórn- sýslumaður, sem nýtur lítilla vin- sælda almennings en hefur hing- aö til átt traust kaupsýslumanna. Gunnar Thoroddsen er meiri per- sónuleiki, hann kemur vel fyrir sig orði og er klókur stjórnmála- maður. Andstæðingar hans telja hann óáreiðanlegan tækifæris- sinna sem standi sig illa i em- bætti. Kringumstæðurnar fyrir átökin sköpuðust með kosningum i desember en I þeim var búist við þvi aö Sjálfstæðisflokkurinn hlyti á ný nægilegt fylgi til að geta myndað rikisstjórn, sennilega með jafnaðarmönnum. Hann fékk aðeins eitt þingsæti til viðbótar og jafnaöarmenn töpuðu f jórum sæt- um. Þar með vantaði eitt sæti til að flokkarnir tveir næðu 32 þing-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.