Vísir - 24.03.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 24.03.1980, Blaðsíða 8
vtsm Mánudagur 24. mars 1980 r.-VSSS’ Utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davffl Guömundsson Ritstjórar: ölafur Ragnarsson „ Ellert B. Schram Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guómundur G. Pétursson. Blafiamenn: Axel Ammendrup, Frlða Astvaldsdóttir, Gisli Sigurgeirsson, Hannes Sigurðsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónlna Michaelsdóttir, Katrln Pálsdóttir, Páll Magnússon, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar og skrifstofur: Sifiumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreifisla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Slðumúla 14, slmi 86611 7 linur. Askrift er kr. 4.500 á mánuði innanlands. Verfi I lausasölu 230 kr. eintakið. Prentun Blafiaprent h/f. Fulltrúar islenskra iðnrekenda munu í dag setjast á rökstóla með fulltrúum ríkisstjórnarinnar til þessaðræða málefni iðnaðarins í landinu og stöðu hans nú, þegar lokiðer aðlögunartíma íslands að EFTA og Efnahagsbandalagi Evrópu. Eflaust munu iðnrekendur á þessum f undi leggja áherslu á að fá skýr svör ráðamanna varð- andi samræmda stefnu ríkis- stjórnarinnar i þeim málefnum sem snerta iðnaðinn. Ljóst er að mikið vantar á að íslenska iðnaðinum hafi verið sköpuð sambærileg aðstaða og keppinautar hans njóta og er þá hætt við að ýmsar greinar iðnaðarins standi höllum fæti nú eftir að þær eru orðnar í fullri og óheftri samkeppni við sömu iðngreinar sem starfa í þróuðustu iðnríkjum heims. A þingi Félags islenskra iðnrek- enda á f immtudaginn var, sagði formaður félagsins, Davíð Scheving Thorsteinsson, að hvað snerti aðbúnað samkeppnis- atvinnuveganna, undirstöðu mannlífs á Islandi, væri aðbúnaðurinn slíkur, að — enn byggi iðnaðurinn ekki við sömu starf saðstöðu og hinir samkeppnisatvinnuvegirnir... — enn byggju hvorki Atkvæöin 09 arðurinn Fundur i&nrekenda og rlkisstjórnar I dag er einn lióurinn I þvi aö styrkja stööu atvinnulifs þjóöarinnar gagnvart erlendri samkeppni. En vilja ráöamenn I raun láta arösemi og þjóöarhag stjórna geröum slnum eöa ráöa atkvæöakaup stefnunni? iðnaðurinn né hinir samkeppnis- atvinnuvegirnir við sömu starfs- aðstöðu og erlendir keppinautar þeirra búa við, hver í sínu landi. — og enn byggju íslensku samkeppnisatvinnuvegirnir ekki einu sinni við sömu starfsaðstöðu og útlendingar nytu hér á landi. Þegar svona væri að málum staðið ætti mönnum ekki að koma á óvart að kaupmáttur ráðstöf unartekna færi minnk- andi og að óðaverðbólgan hefði aldrei ætt áfram með eins geigvænlegum hraða og nú. Þá sagði Davíð: „Þarf nokkurn að undra þótt fólks- flóttinn úr landi haldi áfram. En undanfarin 10 ár hafa samtals flust af landi brott um 5500 (slendingar umfram þá, sem f lust hafa til landsins. Ég held að okkur öllum sé hollt að hugsa um hvaða ástæður valda því, að þessi mikli fjöldi kýs að lifa annars staðar en á (slandi. Jafnframt væri hollt að hugleiða, hvernig atvinnuástandið væri á (slandi í dag, ef allt þetta fólk, sem að stórum hluta til er vel menntað, jafnvel hámenntað atgervisfólk, hefði kosið aðleita sér starfa á (slandi. Ef til vill má segja, að við höfum flutt atvinnuleysi okkar út á þennan hátt. Með þessu áframhaldi skulum við hætta að tala um jafnvægi í byggð landsins, en hef ja fremur umræður um byggð á íslandi." Þessi orð leiðtoga iðnrekenda ættu að verða mönnum hugsunarefni, en það er þó ekki nóg. Eitthvað verður að taka til bragðs til þess að stöðva „atgervisf lóttann" sem Davíð nefnir svo og það er ekki nóg að forystumenn þjóðarinnar lýsi vilja sínum til ýmissa aðgerða, ef ekkert verður svo úr þeim. Iðnrekendur hafa undanfarin ár krafist eðlilegra starfsskil- 'yrða fyrir iðnaðinn, bent á nauðsyn aukinnar framleiðni, varað við að halda uppi fölskum lífskjörum með erlendri skulda- söfnun, talað um dulbúið atvinnuleysi, lýst áhyggjum sínum vegna óraunhæfra kjara- samninga og lagt fram tillögur til lausnar í þessum efnum. Enn situr við það sama í þessum efnum og því miður virðast skammtíma hentistefnu- sjónarmið ráða gerðum ráðherra miklu fremur en skynsamlegar langtímaáætlanir, þar sem tekið væri mið af þjóðarhag en ekki pólitískum hagsmunum viðkom- andi ráðherra eða flokka þeirra. Það virðist því miður oft rétt, sem Davíð Scheving Thorsteins- son fullyrti á áðurnefndumfundi iðnrekenda, að fjárfestingu og opinberri aðstoð sé fyrst og fremst beint þangað, sem hún gæfi flest atkvæði, en ekki þangað sem hún gæfi mestan arð. Nú er komiö aö þeim tima aö verulega fari aö reyna á hæfni rikisstjórnar Gunnars Thorodd- sen til að leysa úr vandamálum þjóöarinnar. Fjárlagaafgreiösl- n er fyrsta þrautin. Ætlunin mun vera aö fá fram afgreiðslu á þvi fyrir páskaleyfi. Af viö- brögöum fjármálaraðherra má draga þá ályktun aö hann ætli sér að standa mjög fast gegn breytingum á frumvarp- inu. 1 sjónvarpsþætti nýlega um frumvarpið og rikisfjármál sýndi hann óvenjulega festu og ritstjóramágarnir uröu þar undir. Einkum fór ritstjóri Alþýöubalaösins öfugt út úr þessari sennu og haföi hann þó áöur unnið sér allgóöan sess i sjónvarpi. Hinn nýi ritstjóri Vis- iskomst nú naumast aö. Honum viröist betur henta aö vera fyrir svörum en spyrja. Um þaö er deilt hvort fjár- lagafrumvarpið gefi tilefni til rektrarafgangs hjá rikissjóöi eöa ekki. Þetta er deila sem alltaf fer i gang viö fjárlagaum- ræöu og miöað viö þaö hvort menn eru það og þaö skiptiö i stjórn eöa andstööu og svo hvernig menn vilja túlka tölur. Það getur oft veriö æöi erfitt fyrir kjósendur aö átta sig á slíkum umræöum. Þær eru svona álika eins og umræöur um niöurskurð. Séu menn i stjórn vilja menn sem minnst skera niður fyrst og fremst vegna þess hvaö þaö er erfitt. Séu menn i andstööu vilja þeir umfram allt láta lækka rfkisútgjöldin en enginn i andstööu vill segja til um hvar niðurskurðurinn á aö koma. Svo kemur aö klassiska: Stjórnarandstaöan flytur alltaf tillögur um hækkanir til hinna ýmsu verkefna. Er nokkur furöa þó kjosendur spyrji aö þvi hvort þetta sé al- vöru pólitik. Eða halda menn virkilega að slikir skollaleikir geri kjósendur virka i þvi aö takast á viö veröbólguvandann? Kjósendur eiga heimtingu á þvi aö flokkar i stjórn standi viö sin meginmál þó um þau þurfi aö sjálfsögöu aö semja i sam- steypustjórn, og að stjórnar- andstaöan skipti ekki algerlega um hugsunarhátt viö aö detta út úr stjórn. — Ef þróunin verður eins og undanfarin ár veröa flokkarnir aö lokum allir eins og reyndar hefur hefur þaö nú nálgast. Spurningin sem hlýtur aö vera á vörum kjósenda er hvort flokkar þori að standa viö orö sin og áróöur. Þaö er svo aö sjá aö fjármálaráöherrann ætli sér aö standa á stjórnarsátt- málanum, sem fjárlögin eru sniðin að. Ég tel þaö mikiö framfara- söor ef stjórnin stendur saman um þetta, þó meö þvi sé ekki lagður dómur á stjórnar- stefnuna. En þaö ætti þá aö vera hægt að koma á raunhæfari gagnrýni sem gæti oröiö gagn- leg fyrir almening. Stjórnarandstaðan Stjórnarandstaöan hefur ekki haft yfir sér mikla reisn þaö sem af er lífi stjórnarinnar. Þaö má til varnar færa aö enn er skammt um liöiö og fyrsta veru- lega átakamáliö er nú I gangi. Það sem af er fjárlagaumræö- unni hefur stjórnin vinning og haldi hún vel saman eins og áö- ur er á minnst viröist hún hafa alla möguleika til aö koma meö nokkurri reisn út úr þeim átökum. Hins ber einnig aö geta aö óvenjulegt ástand rikir hjá andstööunni nú þar sem stærri flokkurinn hefur hluta af sinum þingflokki innan stjórnarinnar. REYHIR A neöanmSs Kári Arnórsson, skólastjóri, segir m.a. I grein sinni, aö stjórnarandstaöan hafi ekki haft yfir sér mikia reisn þaö sem af sé lifi rikisstjórnarinnar, og aö þaö sem af sé fjárlagaum- ræöunni hafi stjórnin vinning. Hinn flokkurinn þ.e. Alþýðu- flokkurinn er nýkominn úr rik- isstjórn og mun lengi sleikja sárin eftir þá setu. Flokkurinn settisvo niöur i starfsstjórninni, og einkum þó nýju ráöherrarnir þar, aö þar er um varanlegan álitshnekk aö ræöa. Ég hygg að þaö sé ástæöan fyrir þvi hve ris hans er litiö og hve marklitill hann er i hugum fólks. Annars viröist þaö vera meö þennan flokk svipað og meö Kröflu aö kvikrennsliö er ýmist til noröurs eöa suöurs og fræöimönnum gengur eriölega aö reikna þenn- an óróleika út. En Krafla hefur nú að mestu legiö i þagnargildi og þó land risii eöa sigi og mepn búist viö einhverju, verður litiö úr þvi. Gott á meöan svo er. Mér sýnist þvi aö eins og ástand er nú, sé stjórnarand- staöan veik, kannski ein veik og andstaöa vinstri stjórnarinnar. En það er ekki rétt aö nema ein- göngu staðar viö andstööu i stjórn. Hvernig veröur staöa al- mennings gagnvart stjórninni? Þar eru tveir þættir sem valda miklu um og nú eru i meðferö. Þessir þættir eru skattarnir og kaupmátturinn. Skattar og kjarasamn- ingar Skattamálin eru þáttur sem marka afstööu manna verulega. Þau skattalög sem nú hafa veriö samykkt, setja menn i nokkra óvissu um gjöldin. Aö flestra mati er þvi þó spáö aö skattar hjóna sem bæöi hafa tekjur utan heimilis munihækka verulega og fjármálaráöherr- ann hefur lýst þvi yfir aö skattar lækki ekki en ef til vill hækki. Skattheimta á tslandi hefur ekki veriö mjög mikil, en hún hefur veriö mjög misjöfn. Sé hægt að færa hana i betra horf er skatta- hækkun óþörf. Skattgreiöendur munu þvi vera forvitnir um þau atriöi sem um getur i stjórnar- sáttmálanum. þar sem heröa á skattaeftirlitið. Skilvisir gjald- endur una þvi ekki til lengdar aö skattar hækki, en skattsvik viö- gngist áfram i jafnrikum mæli og veriö hefur. Þó ég sé þvi fylgjandi. aö menn greiði há gjöld til samfélagsins þá er rétt að gjalda varhug aö stefnu stjórnarinnar i þessum efnum. Um hinn þáttinn, kaupmátt- inn, sem mun einnig marka af- stööu launafólks til stjórnar- innar er auöséö aö rikisstjórnin ætlar ekki að halda honum uppi með hækkun grunnkaups. Fjármálaráðherrann, svo vitnað sé til hans einu sinni enn, hefur lýst þeirri skoðun að svigrúm til grunn- kaupshækkana sé ekkert. Ja^ ööruvisi mér áöur brá. Alþýðu- bandalagiö er komið meö sömu stefnu og allir hinir, aö grunn- kaupið megi ekki hækka þvi launin hafi veruleg áhrif á verö- bólguna hvað sem Lúövik segir. Sem sagt allir flokkarnir eru sammála um þetta og þá eru likur til þess aö forystumenn launþega séu þaö einnig, þvi fram aö þessu hefur pólitikin ráöiö hvaö mest I samningum. Þó aö fjármálaráðherrann hafi þarna skipt um skoðun er gam- an aö sjá hvort td. Mogginn skiptir um skoöun og hvetji til átaka á vinnumarkaðnum eins og hann geröi 1973. En þvi veröur ekki trúaö aö óreyndu. Kjaramálin ættu þvi ekki I raun þe. hvaö grunnkaupiö snertir, aö vera ágreiningsatriöi stjórnar og andstööu. Þaö getur hins vegar oröið verulegt ágreiningsefni hvort aðgerðir rikisstjórnarinnar verndi kaup- máttinn eöa kannski bæti hann eins og stjórnin heldur fram. Þá held ég vinnuseljendur þurfi aö vera vel á veröi. Veröi samiö um félagsmálapakka eiga laun- þegar aö fylgja þvi stift fram aö það sem i pakkanum verður sé framkvæmt og gera viö- semjendum ljóst aö brot á slik- um samningum veröi svarað meö hörðum aðgeröum t.d. verkföllum. Þaö er óþolandi ástand sem rikt hefur um langa hrið, aö verkalýösfélögum sé réttur félagsmálapakki sem happdrætti er meö hvort kemur til framkvæmda. Takist rikisstjórninni ekki að leysa meö viöundandi hætti skattamál og kaupgjaldsmál á hún visa haröa andstööu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.