Vísir - 25.03.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 25.03.1980, Blaðsíða 2
vtsm Þriðjudagur 25. mars 1980 Hvað lærir þú mikið heima á dag? Tómas Bragason (15 ára), Gagn- fræðaskóla Vestmannaeyja: Ég læri svolitið — svona tvo tima á dag, en það er misjafnt hvaö ég læri mest. Hermann Kristinn Bragason (14 ára), Gagnfræðaskóla Vest- mannaeyja: Ég læri i svona einn til tvo tima á dag og þá reikna ég aöallega. Elfa D. Adolfsdóttir (13 ára), öiduselsskóla: Ætli ég læri ekki i umþaöbil 10 mlnutur á dag heima. Það fer mest i reikning. Mér finnst þetta alveg nógur timi. Gunnhildur Einarsdóttir (llára). Langholtsskóla: Ég eyöi 10 minútum i lærdóm heima, en ef mikið er að læra þá eyði ég hálftima. Fanney Petursdóttir <11 ára), Langholtsskóla: Ætli ég læri ekki i hálftima. Svo læri ég meira ef mikiö er aö gera — þá kannski i þrjú korter. GANGA FYRIR ANIERÍKUFEHB Fiáröfiunar- ganga Skóia- Kdrs Hifoadais- sköia um Heiifs- heioina Hressir kórfélagar með Visisauglýsingu. 40 manna hópur með auglýs- ingaskilti gekk Þrengslaveginn, er Visismenn áttu þar leið um i gær”. Runtalofnar ,,og” Smá- auglýsingar VIsis” voru mest áberandi auglýsingarnar. En blðum við! Ekki er kominn fyrsti april — hvaö var 40 manna hópur að gera uppi á Þrengslavegi I kulda og trekki — með auglýsingaskilti?. ,,Við erum úr HHöadalsskóla og erum að safna fyrir Amerikuferð skóiakórsins”, sögðu krakkarnir. „Við lögðum af staö klukkan nlu I morgun og ætlum að ganga i tiu tima, alls um 50 klló- metra”. Krakkarnir sögðu.að nokkur fyrirtæki og enn fleiri einstakl- ingar (svo sem foreldrar) heföu heitið á krakkana að borga þeim vissa upphæö fyrir hvern klukkutima, sem þau gengju — þetta væri eins konar maraþon- ganga. Leiöin, sem krakkarnir ætluöu aö ganga, var frá Hliða- dalsskóla, upp Þrengslin, fram- hjá Sklöaskálanum I Hveradöl- um, mður Kámbana og aö Hlíöadalsskóla aftur. Þau gerðu ráð fyrir að safna einni mílljón króna, miðað við tlu tima gang. Þegar Vísismenn hittu hópinn var smá„pása” og notuðu menn tækifærið til að fá sér heita súpu og brauð. „Er ykkur ekki kalt?”, spurði hrlöskjálfandi blaðamaðurinn. „Nei, nei. Okkur er ekkert kalt á meðan við göngum. Þess vegna stoppum við sjaldan og stutt i einu. — Heyrðu, skrifaöu aö við ætl- um aö halda tónleika I Aðvent- kirkjunni á föstudaginn — og einnig að við skilum kveðju og þökkum til þeirra, sem styrkja okkur með framlögum”. Kuldinn var farinn að sverfa illilega að blaöamönnunum, þegar hópurinn lagði af staö aftur og miöstöðin I bllnum var kynt rækilega. „Gangið með okkur”, hvöttu krakkarnir okkur , „við eigum ekki eftir aö ganga nema I sjö tima”. Viö þökkuðum kærlega fyrir gott boð en sögðumst því miður ekki geta þegið, tlmans vegna. Svo ókum við af stað og skild- um káta krakkana eftir uppi á miðri Hellisheiði, kallandi: „Hverjir eru bestir? — Hllöa- dalsskólakórinn!”. —ATA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.