Vísir - 26.03.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 26.03.1980, Blaðsíða 2
vtsnt Miövikudagur 26. mars 1980 2 Er löggæsla i landinu nægjanleg? Jósef Þorgeirsson, alþingis- maöur: Já, þaö hlýtur aö vera. Hannes Ingibergsson, kennari: Já, ég held rnl þaö. Aftur á móti finnst mér fólk ekki viröa lögin. Erla JUlIusdóttir, útstillingar- dama: Jú, ætli ekki. Mér finnst ekkert svo mikiö um afbrot á Is- landi. Sigriöur Daviösdóttir, húsmóöir: Eftir þvi sem maöur hefur heyrt, þá held ég aö hægt sé aö betrum- bæta hana töluvert. Þóröur Armannsson, nemi: Eg get ekki tjáö mig um þetta — hef engar ákveönar skoöanir á mál- efninu. i' Hestamennskan er stööugt aö veröa vinsælli og vinsælli. 1 hestamennsku getur öll fjöl- skyldan leikiö sér saman allt ár- iö um kring. A sumrin er gjarn- an fariö i nokkurra daga feröa- lög á hestum, um byggöir eöa óbyggðir en á vetrum eru farnar stuttar feröir um nágrenni hest- húsanna. Reykvikingar skreppa upp aö Geithálsi, inn á Kjóavelli eöa eitthvaö annaö, jafnvel aö- eins á skeiövöllinn aö liöka klár- inn og sjálfa sig svolitið. Þeir duglegu riða út daglega, aðrir sjaldnar. Margar dásemdir Hestamennskan felur i sér margar dásemdir. Ein er úti- vistin, þeir hörðustu láta aðeins allra verstu veður aftra sér frá að skreppa á bak. önnur er iþróttin að ná samstöðu við hestinn og fá hann til að leggja fram alla hæfni sina i gleði og leik. Þriðja, og ekki sú sista, er vináttan sem getur skapast milli manns og hests. Takist slik vinátta, er hún yfirleitt innileg og falslaus og án kröfugerða. Fjórða er vinnan við að hiröa hestinn og skapa þessum vini sinum gott lif. Sú vinna fæst margfalt borguö i ánægju og svo auðvitað i auknu þreki og bættri heilbrigöi, þvl þetta er likamleg vinna sem reynir á flesta vööva. Misjöfn aðstaða Það er áberandi hvað margir unglingar hafa sótt I hesta- mennsku á seinni árum. Margir eru svo heppnir aö eiga foreldra eöa frændfólk, sem á hesta og þannig komist i kynni viö þá. Aörir eru fullir löngunar, en hafa ekki aðstööu hjá skyld- mennum til að láta reyna á hvort haldbær áhugi skapast við kynni. Fyrir þá fylgja hér nokkrar upplýsingar, sem gætu komið að gagni. Hvernig er hægt að byrja Byrjanda, sem ekkert þekkir til hestamennsku eða engin kynni hefur haft af hestum, er ekki ráðlegt að hefja leikinn með þvl að kaupa sér hest. Betra er að kynna sér fyrst undirstöðuatriði I reiðmennsku og meöferð hesta. Flest eða öll hestamannafélög landsins halda árlega námskeið I þeim greinum, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Fákur I Reykjavik, og ef til vill fleiri félög, á hesta sem notaðir eru á barna- og unglinganámskeið- um. Fullorönir þurfa að leggja sér til hesta sjálfir á námskeiö- in, en félögin gera án efa það sem þau geta til að aðstoöa þá sem enga möguleika hafa til að útvega hest. Námskeiðin eru oftast haldin á vorin og sumrin en Fákur hefur reiöskóla seinni hluta vetrar á athafnasvæði sinu og Gustur i Kópavogi byrj- ar einnig þegar liöur aö vori. Bæði þessi félög reka svo reið- skóla á sumrin i samvinnu við æskulýðsráð. Allar nánari upp- lýsingar um námskeiðin fást hjá stjórnendum félaganna, I Reykjavik á skrifstofu Fáks i Fáksheimilinu við Elliöaár. Það getur verið nokkuð snúiö aö komast að þvi hverjir eru stjórnendur félaganna, en lög- regla eða sveitarstjórnarskrif- stofa ætti aö geta leyst þann vanda. Þar að auki starfar reiö- skólinn I Vestra-Geldingaholti allt sumariö og þar hefur marg- hófatak Texti o g myndir: Sigur jón Valdimars-. son. ur góður hestamaður tengio sina fyrstu skólun. Góðar handbækur Nokkrar bækur hafa veriö gefnar út, þar sem haldgóðar upplýsingar um flest sem hesta varðar er að finna. Þar ber tvær bækur hæst, Fákar eftir Theo- dór Arnbjörnsson fyrrverandi hrossaræktarráðunaust og Hesturinn minn, handbók hesta- manna, sem Landssamband hestamannafélaga gaf út á siö- asta ári. Sú fyrri var skrifuö fyrir nokkrum áratugum og er gagnmerk bók, skrifuö af mik- illi þekkingu. Þvi er þó ekki að neita að eitt og annað hefur breyst með árunum I meðferð hesta eins og á flestum öðrum sviðum, þess vegna heldur bók- in ekki fullu gildi sinu seni leið- beiningabók fyrir byrjenllur nú. Þess ber að geta að allir hafa gott eitt af aö lesa þá bók, aöeins er bent á aö breytingar hafa oröið á sumum sviðum, einkum I fóðrun. Hin bókin er samin af sérfróöum mönnum á hinum ýmsu sviöum hestamennskunn- ar og geymir margháttaðan fróðleik um flest á þvi sviði og ætti enginn hestamaður að láta sig vanta hana. Kynning í skólum Nýmæli I fræðslu um hesta- mennsku er að nú hefur L.H. (Landssamband hestamannafé- laga) mann I sinni þjónustu, sem fáanlegur er tit aö heim- sækja skóla og ef til vill félög sem áhuga hafa, og kynna viö- fangsefnið I máli og myndum. Þeim sem hafa hug á aö notfæra sér sllka kynningu er bent á aö hafa samband viö hestamanna- félag slns svæðis eða snúa sér beint til framkvæmdastjóra L.H. c/o Búnaðarfélag íslands. Næsti þáttur Þegar byrjandinn hefur aflað sér þeirrar undirbúnings- fræðslu, sem hann á kost á, og hefur ákveðið að hann vilji halda áfram, hefst næsti þáttur. Þess er enginn kostur að stunda útreiöar nema hafa ráö á hesti. Hestaleigur hafa átt erfitt upp- dráttar hér, enda gefa þær ekki möguleika til að njóta hesta- mennskunnar neitt i likingu við að hafa yfir eigin hesti að ráða. Næsti þáttur er þvi að eignast hest. Um það og sitt hvað fleira, sem gott er að vita á þvl sviði munum við fjalla I næsta þætti. S.V. Aberandi er, hve margir unglingar hafa sótt I hestamennsku á seinni er frá kappreiðum á Murneyri. árum og hefur mörgum þeirra oröiö vel ágengt á mótum. Þessi mynd 1. ÞÁTTUR: UNDIRSTÖDUÞEKKIHG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.