Vísir - 26.03.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 26.03.1980, Blaðsíða 8
8 vtsm Miövikudagur 26. mars 1980 utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davfð Guflmundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Ellert B. Schram Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaflamenn: Axel Ammendrup, Frlða Astvaldsdóttir, Gisli Sigurgeirsson, Hannes Sigurðsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Páll Magnússon, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Askrift er kr. 4.500 á mánuði Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. innanlands. Auglýsingar og skrifstofur: Siflumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiflsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Síðumúla 14, simi 86611 7 linur. Verð i lausasölu 230 kr. eintakifl. Prentun Blaflaprent h/f. Skatlpíning l alglevmingi SKattaiækkun er ekkt á daoskrá á kessu ari Ef velsæmi og sjálfsviröing ráöamanna er ekki meiri en svo, aö þeir telji sig geta þyngt skattbyröina gegndarlaust, þá veröur almenningur aö koma þeim góöu mönnum i skilning um, aö þaö veröur ekki liöiö. Þetta er ekki skattlagning á hina rfku, heldur á ailan fjöldann. Hann er oröinn þræll rikisjötunnar. Þegar vinstri stjórnin sáluga lagði margvíslega nýja skatta á fjjóðina af ótrúlegri hugkvæmni, hækkaði vörugjald og söluskatt, greiptil afturvirkni skatta og jók enn tekjuskattinn, olli það miklu f jaðrafoki meðal skattgreiðenda. Sú ólga varð svo mögnuð, að stjórnmálamenn og f lokkar lýstu yfir því, hver í kapp við annan, að skattþol almennings væri þan- iðtil hins ítrasta og lengra mætti ekki ganga. Stjórnmálaf lokkarnir gerðu það að stefnumálum sínum að draga úr skattbyrðinni, þótt eng- inn gengi lengra en Sjálfstæðis- flokkurinn, sem hét beinum skattalækkunum. Eftir myndun núverandi ríkisstjórnar var því enn lýst hátíðlega yf ir af einstök- um ráðherrum að skattar yrðu ekki hækkaðir. Þetta er hér rif jað upp, vegna þess að öllum slíkum yfirlýsing- um og loforðum hefur nú verið kastað fyrir róða. Þau eru gleymd og grafin. Skattpíningaráform eru í al- gleymingi. Samkvæmt upplýsingum Þjóð- hagsstofnunar hefur skattbyrði einstaklinga hækkað um 30 mill- jarða króna á síðustu þrem ár- um, og enn er vegið í sama kné- runn. Nýjasta dæmið er frum- varp ríkisstjórnarinnar um breytingar á álagningarkerfinu og skattstiganum, þar sem beinlínis er tekið fram að ,,inn- heimtur tekjuskattur muni vera ívið meiri en f járlagaf rumvarpið gerði ráð fyrir". Þar er því haldið fram, að skattaraf lægri tekjum léttist og er það í sjálfu sér góðra gjalda vert ef rétt reynist. En skattar af meðaltekjum og þaðan af hærri, þ.e. skattar á því fólki, sem ber raunverulega uppi þetta þjóðfé- lag, munu þyngjast verulega. [ fyrrnefndu frumvarpi er það berum orðum sagt, að heildar- skattgreiðslur hjóna hækki um nær 9% og nú er jaðarskattur af hærri tekjum 65%, sem þýðir einfaldlega að tvær af hverjum þrem krónum af tekjum heimilisins ganga til hins opin- bera. Otsvar á að hækka um 10%, þ.e. 5 milljarða, og felld er tillaga sem gerir ráð fyrir að lágtekju- fólki verði hlíft við þessari hækk- un. Orkuskattur er í uppsiglingu, ekki aðeins fyrir einstaklinga heldur f yrir f yrirtæki og allan at- vinnurekstur. A fundi, sem Verslunarráð íslands efndi til í gær upplýsti Hjalti Geir Krist- jánsson form. Verslunarráðsins að í skatta og gjöld til hins opin- bera renni 45% af tekjum ís- lensku þjóðarinnar. Enn má þess geta að eignar- skattar munu hækka geigvæn- lega eða um 58%. Þetta er óhugnanleg upptaln- ing. Blygðunarleysi ríkisstjórn- arinnar virðast engin takmörk sett. Hvað ætlar almenningur að láta bjóða sér mikið í þessum efnum? Er ekki mælirinn end- aníega fullur? Hefur enginn ráðandi stjórn- málamaður kjark og reisn til að segja hingað og ekki lengra? Víst þarf hið opinbera að afla fjár til að standa undir samfé- lagslegri þjónustu og opinberum rekstri. En þar verður að reisa skorður eins og annars staðar, og það er ekki stöðugt mögulegt eða réttlætanlegt að seilast lengra og lengra ofan í vasa skattborgar- anna. Ef velsæmi og sjálfsvirð- ing ráðamanna er ekki meiri en svo, að þeir telji sig geta þyngt skattbyrðina gegndarlaust, þá verður almenningur í landinu að koma þeim góðu mönnum í skiln- ing um, að slíkt verður ekki liðið. Tekju- og eignaskattar, útsvör og orkuskattur er ekki skattlagning á hina ríku. Það er skattpíning á fjöldanum, hinum venjulega launamanni. Hann er orðinn þræll ríkisjötunnar. Sósíalistar kunna að láta sér þessa þróun í léttu rúmi liggja, en hvað um hina? Hafa þeir einnig gengið í björgin? hvern þann sem kynnast vill þankagangi blaöafulltrúa ASt, Hauks Más Haraldssonar aö lesa svar hans viö ábendingu minni um hvaöa afleiöingar geta hlotist af vanhugsaöri framsetningu á kjörum ein- stakra starfshópa, ef þær eru settar fram jafn fyrirvaralaust og villandi og H.M.H. leyföi sér i greinarkorni i Vinnunni nú fyrir skemmstu, og ég geröi aö um- talsefni i Visi. í greininni vakti ég athygli blaöafulltrúans á þvi sem gerst hefur i kjölfar birtingar hans á nefndri könnun, er ég haföi ýmislegt viö að athuga, fyrir það hve yfirborðsleg og villandi hún var, m.a. vegna rangra fullyröinga um kjör opinberra starfsmanna. t yfirskrift sinni fyrir þeirri könnun, sem oröiö hefur okkur aö ágreiningsefni, segir H.M.H.: ,,og þá ekki siöur hve gifurleg friöindi þaö eru hjá opinberum starfsmönnum aö fá fæöi á þvi veröi sem tiökast hjá opinberum stofnunum.” Fram- setning hans hafði þær af- leiöingar aö f jármálaráöuneytiö hefur gengist fyrir þvi meö bréfaskriftum og fyrirmælum, aö söluverö á máltiöum til rfkis- starfsmanna hefur veriö stór- hækkaö. Betra að gera illt en ekk- ert Þvi veröur ekki neitaö aö meö þessari ráöstöfun hefur fjár- málaráöuneytiö komiö á móts viö þá kröfu, aö kjör launþega veröi jöfnuö, en alls ekki á þann hátt sem þeir forustumenn launþega er ég þekki til hafa stefnt að. En sjónarmiö þeirra og blaöafulltrúa ASt fara auö- neöanmdls Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Starfsmannafélags ríkis- stofnana, svarar hér grein Hauks Más Haraldssonar, blaðafull- trúa Alþýðusambands Islands, sem birtist í Vísi mánudaq um mötuneytis- mál launafólks. sjáanlega ekki saman, þvi aö hann ræöur sér auösjáanlega ekki af ánægju yfir árangrinum, Betra er að gera illt en ekkert sagði draugurinn, og gæti blaöafulltrúinn gert þau orö aö sinum, i gleöi sinni yfir „gagn- inu”. Enn er H.M.H. við sama hey- garöshornið, þrátt fyrir aö hon- um hafi veriö bent á afleiðingar gjöröa sinna, og aö betri viö- miöanir væru til i öörum kjara- samningum, ef vilji var til að benda á þaö sem best var og sannast. Þvi þrátt fyrir betri vitund heldur blaöafulltrúinn á viö þá iðju sem hann hefur haf- iö. Orörétt segir hann: „Hins- vegar er á þaö aö lita aö matar- verö á borö viö þaö sem tlökast i mötuneytum opinberra starfs- manna er alls ekki meginregla hjá starfshópum innan ASl.” Skemmtir svarthausum Þaö er einsog flest annaö I grein blaöafulltrúans rangt aö tala um særindi min eöa BSRB-mann, vegna sjónar- miöa þeirra sem ég setti fram. Greinarkorniö er skrifað af mér, til skýringar á minum sjónarmiðum, en ekki annarra. Og sett fram i vinsemd honum til leiöbeiningar. Ég fer ekki meö það umboö aö vera opinber málpipa BSRB. i annan staö er ég alls ekki sár heldur miklu frekar undrandi á því aö opin- ber talsmaöur jafn áhrifa- mikilla samtaka og H.M.H. er blaöafulltrú fyrir, skuli leyfa sér aö sýna iðrun i sér meö þeim hætti, sem hann gerir I svari sinu i VIsi s.l. mánudag. Þar skemmtir hann engum nema svarthausum þessa þjóöfélags. umgleöi sinni yfir afrekunum, umtalsveröum áfanga er náö til jöfnunar eöa svo viö notum hans eigin orö:„SárindiBSRB manna I minn garö eru af þvi sprottin, aö rikisvaldiö hljóp upp til handa og fóta, þegar eftir aö umrætt tölublaö Vinnunnar kom út. Verö í rikismötuneytum var hækkaö verulega. Nefnirl Gunnar sem dæmi, aö I mötu- neyti Bifreiöaeftirlits rikisins hafi máltiöirhækkaö úr 700 kr. | 1.388 krónur eöa rétt tæp 100%”. Mig undrar ekki þótt hægt gangi aö bæta kjör þeirra lægst launuðu, ef fleiri eru sem telja þennan árangur til þess fallinn að hæla sér af. Að minnsta kosti finn ég mig ekki i þvi aö birta H.M.H. neinar opin- berar þakkir fyrir áfangann. Þaö má vera aö Coke-salar þessa lands eöa annarra geri þaö, en hafi hann mlna skömm. „Litlu verour Vðogur legkin”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.