Vísir - 27.03.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 27.03.1980, Blaðsíða 9
9 vtsm i Fimmtudagur 27. mars 1980 Kæri alþingismaður. Nú erum við að lesa það í dagblöðum lands- ins að verðlagsráð leggi til að bensín hækkium53kr. litrinn ásamt þvi að f jármála- ráðherra boðar það i sjónvarpi að hugsan- legt sé að leggja 10 kr. orkuskatt á hvern lítra bensins og dieseioliu. Nái hvorutveggja fram að ganga mun bensin- litri kosta 435 kr. með söiuskatti en óvist er hvað dieselolian muni kosta þar sem verð- lagsráð frestaði ákvörðun um verð hennar. Hækkun veggjaldsins er sanngjörn og mætti stærri hlutur bensin- verðsins renna til veg- anna. Einnig verður að ætla að hækkun til olíu- félaganna sé sann- gjörn, annars hefði verðlagsráð ekki mælt með henni. Þessar tvær hækkanir eiga einfald- lega rót sina að rekja til óstjórnar i isiensk- um efnahagsmálum og óðaverðbólgu sem ekki þarf frekar að kynna. fyrir þér. 22% söluskattsáiag En finnst þér, kæri alþingis- maöur, réttlæti i þvi aB afhenda bifreiöaeigendum og þar meö þjööinni allri þessa skömm og óstjórn með 22% söluskatts- álagi? Ennfremur, gerir þú þér grein fyrir þeim veröhækkunar- áhrifum sem þetta hefur? Ég skal nefna þér nokkur dæmi. 1) Opinberir starfsmenn fengu um 7.200.000 km greidda i aksturstyrk á árinu 1979. Ef framangreindar hækkanir ná fram aö ganga mundi al- mennur aksturstaxti hækka um það bil kr. 4,55 sem þýðir i heild um 24,6 m.kr. hækkun i þá 9 mánuöi er eftir lifa á þessu ári. 2) Samkvæmt þeim upplýsing- um er ég hef aflaö mér mundi 10 kr. hækkun á hverjum lltra dieseloliu þýöa um 382 kr. taxtahækkun á hvern tonn- kilómetra hjá vöruflutninga- bifreiðum á langleiöum. 3) Miöaö viö upplýsingar er ég hefi aflað mér um meðal- akstur og meöaleldsneytis- notkun leigubifreiöa i Reykjavik mundu þessar hækkanir þýöa aukin rekstranitgjöld upp á um þaö bil 500.000 kr. ef um er aö ræða bensinbifreiö og lang- leiöina i 100.000 kr. ef um dieselbifreiö er aö ræöa. Hér er áfram miöað viö 9 mánuöi. 4) Fyrir þannsem á einkabilinn þýöir þetta u.þ.b. 50.000 kr. hækkun á þessu ári, aki viö- komandi um 10.000 km á ári. Aki viökomandi 15.000 km á ári, sem er öllu algengara þýðir þetta u.þ.b. 75.000 kr. aukaútgjöld. Heldur þú þing- maöur góöur, aö öryrkjar og aörir þeir er nauösynlega veröa aö eiga og reka bifreiö hafi þaö mikiö milli handa aö þeir veröi ekkert varir viö þetta. Helmsmet I benslnverðl Þaö hefur komiö fram aö á undanförnum mánuöum höfum viö Islendingar hvaö eftir annaö veriö aö hnekkja eigin heims- meti i bensínveröi. Hvernig hafa bifreiöaeigendur brugöist viö? Jú, þrátt fyrir tæplega 8.000 bifreiöa innflutning áriö 1979 var notaö um 14,5% minna bensin áriö 1979 en áriö á undan. Þaö er vissulega rétt að á erfiö- leika-tfmum á fólk aö spara. En álitur þú þaö rétta aðferö aö þvinga fólk til sparnaöar meö óhóflegum sköttum og álögum sem renna til rikissjóös, sem siöan nýtir þetta fé á mismun- andi hagkvæman hátt frekar en aö láta þaö renna til veganna. Þér er vel kunnugt um þaö aö varla finnast aröbærari opin- berar framkvæmdir en vega- gerö og þá sérstaklega laenine bundins slitlags.'. Einnig er þaö margsannaö mál aö meö lagningu bundins slitlags, ásamt öörum vegabótum, spar- ar umferðin allt aö 21% aö meðaltali af núverandi elds- neytisnotkun, fyrir utan annan sparnaö svo sem i varahlutum, tima og fleira sem ekki skal upptaliö hér. Blfreiðaelgendur lébúia Þaö er þvi von min og trú aö þú og aörir landsf eöijr vorir leiti nú annarra leiöa en aö blóö- mjólka bifreiöaeigendur og leiöi nú hugann ab þvf aö nýta núver- andi skatta og álögur betur til vegageröar en nú er. Enginn er aö tala um aö bifreiðaeigendur taki ekki sanngjarnan þátt 1 samneyslu þjóöfélagsins heldur er aöalatriöiö aö st jórnvöld noti ekki bifreiöaeigendur sem fé- þúfu sem sifellt má ganga i. Þér til frekari upplýsinga er hér á eftir samanburöur við hin Norðurlöndin er birtist i siöustu árbók „International Road Federation”. Meðal- skattlagning á ári á fólksbifreið meö 1.500 cc hreyfli og sem notar 1.500 litra af bensini á ári. (Eining: „Special Drawing Rights.”) Danmörk 830 Finnland 1.082 Island 1.375 Noregur 830 Svlþjóö 407 Þaö er rétt aö vekja athygli á þvi aö samkvæmt fyrrgreindri árbók var skattlagningin á ls- landi ekki aöeins hæst meöal Noröurlandanna heldur einnig á meöalallra annarra landa, sem nefnd eru og eru I öllum heims álfum. 1 þvi frumvarpi til fjárlaga sem nú liggur fyrir Alþingi er aö finna eftirfarandi málsgrein: „Frumvarpiö er miöaö viö upp- hæöir igildandi vegáætlun. Hins vegar er áformaö aö endur- skoöa vegáætlun og veröur ákvöröun tekin um heildar- framlög til vegamála i tengslum við gerö lánsfjáráætlunar.” Vegirnlr aðhlátursefnl Ég vil benda á þaö að sifellt er veriö aö klifa á aö Island skuldi svo mikið aö ekki megi viö bæta. Óttast ég þvi aö viö gerö láns- tjáráætlunar veröi fé til vega- geröar skoriö þaö mikiö viö nögl aö um samdrátt veröi aö ræöa. Vegamái er sá málaflokkur sem sist má'skeröa fjárveitingu til. Væri þá ekki möguleiki aö láta þann lúxusskatt sem lagður er á bifreiöaeigendur og kallast „innflutningsgjald af bifreiö- um” renna beint til vegasjóös. Þá mundu sparast vextir og gengismunur af erlendum lán- um sem margir segja aö séu aö sliga þjóöina. Ef þú vilt vita hvar eigi aö draga saman seglin um samsvarandi upphæö þá hringdu i mig, ég hef tillögu um þab. Fleiri dæmi mætti nefna um þaö á hvern hátt bifreiöaeigend- ur eru skattpindir en hér veröur látiö staöar numiö aö sinni. AB lokum þingmaöur góöur, hugsaöu nú vel þitt ráö áöur en þú stendur aö frekari skattlagn- ingu á umferöina. Þaö er ekki nóg aö eiga heimsmet i skatt- lagningu, skattana þarf lika aö nýta á skynsamlegan hátt og væri vegageröin veröust þess aö til hennar væri hugsaö en eins og þú veist eru vegir á íslandi aöhiátursefni allra er til þekkja en áhyggjuefni þeirra er þá þurfa aö nota. Reykjavik 25/3 1980 Tómas H. Sveinsson form. stjórnar F.I.B. P.S. Ég var aö heyra þaö aö samgönguráöherra væri aö skipa nefnd fjögurra valin- kunnra embættismanna til aö endurskoöa tekjustofna vega- sjóðs. Hvernig stendur á þvi aö fulltrúi þeirra er vegina nota og greiðá' þau gjöld er til vegasjóös renna er ekki haföur meö i ráö- um? Er þessi aöili einskis viröi eöa eru sjónarmið F.I.B. ekki samræmanleg stefnu núverandi stjórnvalda? — Svar óskast. Sami. neðanmals Tómas Sveinsson for- maður Félags ísl. bif- reiðaeigenda sendir al- þingismönnum opið bréf vegna nýjustu bensín- hækkunarinnar. Bréf Tómasar er mikil ádrepa og timabær, vekur at- hygli á óhóflegu bensín- verði hérá landi og bend- ir á hversu bifreiðaeig- endur eru notaðir sem fé- þúfa fyrir ríkissjóð án þess að vegirnir taki nokkrum breytingum til batnaðar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.